Morgunblaðið - 16.01.2001, Side 30

Morgunblaðið - 16.01.2001, Side 30
FLÓÐIN Í HVÍTÁ 30 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ LJÓST er að nýafstaðin flóð í Hvítá í Árnessýslu skildu eftir sig nokkra eyðileggingu á vegum og mannvirkj- um í Hraungerðishreppi, einkum þó á girðingum. Þess er vænst að áhrif flóðanna komi þó betur í ljós á næst- unni. Áin flaut yfir bakka sína vegna klakastíflu við Háaberg í Kiðabergs- landi á sunnudag og einangraði nokkra bæi um tíma. Tún í Hraungerðishreppi fóru undir vatn á stórum svæðum og flæddi vatnið inn í íbúðarhús á ein- um bæ, Litlu-Reykjum. Sjá mátti heyrúllur á túnum á kafi í vatni og frá a.m.k. einum bæ hvarf heil stæða með 35 rúllum og dreifðist um víðan völl. Hvítá ruddi sig um hádegisbil í gær og skilaði flóðvatnið sér hægt áfram á frosinni jörð. Vegum lokað vegna vatnselgs Vegagerðin lokaði Oddgeirshóla- vegi og Langholtsvegi um klukkan 22 á sunnudagskvöld, enda flaut vatn yfir þá á löngum köflum svo ófært var inn að nokkrum bæjum frá Suðurlandsvegi. Að sögn Svans Bjarnasonar, rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni á Selfossi, er þó ekki talið að vegirnir hafi skemmst veru- Hvítá umlukti nokkra bæi í Hraungerðishreppi og flæddi inn í kjallara eins þeirra. Ekki liggur fyrir hversu miklar skemmdir hafa orðið á vegum. „Var gjörsamlega ófært Viðgerð á raflínu sem féll á Oddgeirshólaveg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.