Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 38
MENNTUN 38 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á ÍSLANDI eru um 400sjúkraþjálfarar starfandiá um 100 vinnustöðum.Festir þeirra eru mennt- aðir hérna heima en til þess að út- skrifast sem sjúkraþjálfari þarf 4 ára háskólanám sem kennt er í Háskóla Íslands og lýkur með BS-gráðu. Framhaldsnám í sjúkraþjálfun hefur ekki verið valkostur hér á landi en meistaranám í heilbrigðisvísindum sem kennt er við Háskóla Íslands nýtist sjúkraþjálfurum vel á sínum starfsvettvangi. Íslenskrir sjúkra- þjálfarar hafa þrátt fyrir að sjúkra- þjálfun sé fag sem krefst mikillar verklegrar kennslu, undanfarin ár verið að sækja fjarnám til Banda- ríkjanna. Fjarnámið í háskóla í Flórída Fyrir þremur árum hófu 34 ís- lenskir sjúkraþjálfarar framhalds- nám við The University of Saint Augustine í Flórída. Þrír sjúkra- þjálfarar, Sigrún Baldursdóttir, Ágúst Hilmisson og Anna Margrét Guðmundsdóttir skipulögðu þetta nám hér á landi og eru í forsvari fyrir hópinn. Náminu er þannig háttað að kenn- arar frá háskólanum koma reglulega til Ís- lands og kenna eitt fag í senn, bæði bóklegt og svo verklega þjálfun sem stendur yfir í 3–7 daga í senn. Námið skiptist niður í nokkra sérhæfingarþætti sem geta staðið einir og sér sem viðbótaráfangar við grunnnámið en ef allir þættir eru teknir, lýkur náminu með meistaragráðu. Bókleg verkefni eru ýmist send með pósti eða í gegnum tölvusam- band. Verklegi þátturinn er svo kenndur hérna heima. Sé námið tek- ið í dagskóla erlendis þá tekur tvö ár að ljúka því en sem fjarnám samhliða vinnu þá tekur það um fimm ár. Nú þegar hafa um 23 íslenskir sjúkraþjálfarar lokið hluta þessa náms frá þessum háskóla í Flórída, en sá hluti felur í sér sérhæfingu í meðferð á hrygg- og útlimaliðum, (Manual Therapy). Nokkrir íslenskir sjúkraþjálfarar hafa lokið samskon- ar námi frá Noregi eða Ástralíu. Kennarar frá Bandaríkjunum koma hingað Nýverið var hér kennari frá skól- anum, Laurie Hartmann, prófessor í osteopathic-tækni við British School of Osteopathy. Prófessor Hartmann er eftirsóttur fyrirlesari í Manual Therapy-tækni og kennir sjúkra- þjálfurum sem lokið hafa háskóla- prófi. Meðan hann dvaldi hér kenndi hann hnykkmeðferð. Sigrún Baldursdóttir, sjúkraþjálf- ari hjá Sjúkraþjálfun Styrks, segir það mikinn feng fyrir íslenska sjúkraþjálfara að vera í samstarfi við þennan skóla og fá hingað til lands sérfræðinga eins og Hartmann. Ís- land sé fyrsta landið utan Bandaríkj- anna þar sem skólinn býður upp á samfellt nám. Sigrún segir þekkingu hafa fleygt mikið fram á síðustu ára- tugum og sífellt sé að koma fram ný vitneskja í læknavísindum og þekk- ingu á líkamanum og starfsemi hans. „Frekari þekking leiðir til þess að meðhöndlun og meðferðarform við kvillum, sjúkdómum og áverkum verður markvissari,“ segir Sigrún. Hún segir Háskólann í Flórída hafa strangar reglur og gera þær kröfur til nemenda sinna að þeir stundi símenntun og endurmenntun, en freistist ekki til þess að ljúka bara gráðu og láti þar við sitja. Bent sé á að til þess að vera öflugur í starfi þurfi stöðugt að vera að afla mennt- unar og endurmenntunar með ein- hverjum hætti. Þrátt fyrir að sjúkraþjálfarar hljóti kjarngóða undir- stöðumenntun í námi sínu við Háskóla Ís- lands þá leiðir aukin menntun til enn frekari færni og sérhæfni í starfi. Sérhæfingin skiptist niður í marga þætti, t.d. með áherslu á gigt, hjartaendurhæf- ingu, barnasjúkraþjálf- un, slys og íþrótta- meiðsl. Einnig er hægt að öðlast sérhæfingu í meðferð á hrygg, mjaðmagrind, útlima- liðum og kjálkum, svo eitthvað sé nefnt. Aukin sérhæfing fagfólks leið- ir til betri þjónustu við skjólstæðinga og meiri möguleika á markvissari greiningu og réttri með- höndlun. Þeir íslensku sjúkraþjálfar- ar sem stunda nám við The Univer- sity of Saint Augustine hafa stofnað sérstakt félag um hópinn, MT’c félagið. Hlutverk þess er m.a. að vinna að hagsmunum MT’c sjúkra- þjálfara og að sjá um að 1–2 nám- skeið á ári verði haldin til þess að við- halda og bæta við þekkingu. Sigrún segir að þrátt fyrir stöðugt nýja vitneskju og sérhæfðari með- ferðarform þá nái sjúkraþjálfarar ekki alltaf að koma jafnvægi á stoð- kerfi líkamans hjá öllum sem til þeirra leita, því að það sé margt sem getur viðhaldið ójafnvægi. Margir sjúkdómar eins og t.d. gigt sem eng- in fullkomin lækning er til við leiða til ýmissa stoðkerfisvandamála. Þar eru sjúkraþjálfarar í stóru hlutverki að sporna gegn eyðileggingu sjúk- dómsins en þeir lækna ekki sjúk- dóminn. Því er meðferð oft langvinn en skilar sér því að sjúklingum líður oft betur, þeir halda færni sinni og geta því sinnt sínu starfi lengur en ella. Hvert er hlutverk MT’c sjúkraþjálfara? Sigrún segir að MT’c (Manual Therapy certification) sjúkraþjálfar- ar hafi öðlast sérhæfingu til að greina misvægi eða ójafnvægi í stoð- kerfinu eða það sem má kalla truflun á starfsemi stoðkerfisins. MT’c sjúkraþjálfarar líta á líkamann sem eina heild og tengja truflun á starf- semi stoðkerfisins við líkamsstöðu viðkomandi sjúklings. Hún segir truflun á starfsemi stoðkerfis eiga sér fjölmargar orsak- ir og geta verið margskonar þ.e.a.s. í sinum og himnum, í vöðvum, liðum – þá útlimaliðum sem og hryggjarlið- um og jafnvel beinum. Truflun á starfsemi himna á sér yfirleitt rætur vegna bólgu eða stytt- inga, meðan truflun á starfsemi vöðva orsakast gjarnan vegna ójafn- vægis sem skapast á milli vöðva- hópa. Um getur verið að ræða ójafnvægi í lengd vöðva og/eða í styrk vöðva. Því er þannig farið að ákveðnir vöðvahópar hafa tilhneigingu til að styttast meðan aðrir hafa tilhneig- ingu til að slappast. Ójafnvægi á ein- um stað veldur síðan víðtæku ójafn- vægi í líkamanum með tímanum. Greining og meðferð á truflun í starfsemi liða er m.a ein af sérgrein- um MT’c sjúkraþjálfara og felst hún í mati á því hvort hreyfing telst eðli- leg, aukin eða minnkuð. Truflun á starfsemi beina getur orsakast vegna óeðlilegrar lögunar beinsins, þéttleika þess eða vegna óeðlilegra hreyfinga beina. Meðferð MT’c sjúkraþjálfara seg- ir Sigrún byggjast á niðurstöðu skoðunar sjúklingsins og leitast þeir við að líta á líkamann og starfsemi hans á heildrænan hátt, því oft koma einkenni fram annars staðar í líkam- Sjúkraþjálfun/Hópur íslenskra sjúkraþjálfara stundar fjarnám til meistaragráðu við háskóla í Flórída. Anna Ingólfsdóttir fræddist um sérhæfingu með áherslu á gigt, hjartaendurhæfingu, barnasjúkraþjálfun, slys og íþróttameiðsl. Einnig um meðferð á hrygg, mjaðmagrind, útlimaliðum og kjálkum. Þekkjum stoðkerfið! Morgunblaðið/Ásdís Símenntun er sjúkraþjálfurum nauðsynleg vegna aukinnar þekkingar á líkamanum og starfsemi hans. Laurie Hartman, prófessor við British School of Osteopathy, kemur til Íslands til að kenna sjúkraþjálfurum. Markviss meðferð við kvillum  34 sjúkraþjálfarar eru í fjarnámi í St. Augustine í Flórída.  Bakverkir eru e.t.v. dýrasta vandamál atvinnulífsins. Sigrún Baldursdóttir „Fyrr á árinu kom til mín 7 ára gömul stúlka vegna höfuð- verkja/migrenis sem hún hafði haft frá 5 ára aldri,“ segir Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari. „Hún var búin að vera á stöðugri og langvarandi lyfjameðferð, átti erfitt með að taka þátt í leikjum/íþróttum og var alltaf mjög bílveik. Við skoðun sást mikil skekkja í í hryggsúlunni al- veg frá hálsi og niður, mjaðma- grindin var einnig skökk. Annar hálsliður var fastur í snúinni stöðu. Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að stúlkan hafði fallið niður af handriði tveimur árum áður og fengið högg á höfuð og háls. Þá hefur hálsliðurinn lík- lega fest í snúinni stöðu og með tímanum hefur líkaminn reynt að jafna skekkjuna út alveg nið- ur í mjaðmagrind. Eftir grein- ingu á því sem aflaga hafði farið fólst meðferðin í að losa fasta lið- inn og jafna út hryggskekkjuna með liðlosun og losun á mjúk- vefjum. Síðan tók við vinna að styrkja upp vöðvahópa sem höfðu slappast og teygja aðra vöðvahópa sem höfðu styst. Stúlkan er nú alveg laus við höf- uðverk og laus við migrenislyf, bílveiki, getur stundað íþróttir og leiki að vild.“ Skekkja í hryggsúlunni  Hvað getur sjúkraþjálfari lært í fjarnámi? T.d. sérhæfingu.  (Viðbótar)fjarnám samhliða vinnu tekur fimm ár.  Íslenskir sjúkraþjálfarar eru í fjarnámi við University of Saint Augustine í Flórída. Nokkrir ís- lenskir hafa lokið samskonar námi í Noregi og Ástralíu.  Bókleg verkefni eru send með tölvupósti eða almennum pósti.  Verklegi þátturinn er kennd- ur á Íslandi.  Mikil áhersla er á endur- og símenntun sjúkraþjálfara.  Börn leita í æ tíðara mæli en áður til sjúkraþjálfara. Ástæðan er falin í tegund af álagi.  Málið er að vinna sem fyrst á kvillum. Því lengur sem ekkert er gert, því verri verður viðureign- in. Fjarnám - niðurstöður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.