Morgunblaðið - 16.01.2001, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.01.2001, Qupperneq 40
Ef marka má orð forystumanna kennara og sveitarféla arnesskóla að taka lagið.  Þau sem hafa verið í foryst Björn Sigurjónsson, formaður samningan ÞAÐ vakti nokkra athygliþegar launanefnd sveitar-félaganna sendi frá sér yf-irlýsingu að loknum öðr- um samningafundi með samn- inganefnd grunnskólakennara í haust þar sem m.a. kom fram að sveitarfélögin voru tilbúin að hækka „verulega“ laun grunnskólakennara gegn því að kennarar féllust á að gera breytingar á ýmsum þáttum gildandi samnings, m.a. vinnutíma og fleira. „Markmiðið er að laun og starfskjör í grunnskólum verði sam- keppnishæf og taki mið af því sem gildir hjá öðrum fagstéttum sem bera hliðstæða ábyrgð og njóta sam- bærilegra réttinda og kennarar,“ sagði í minnisblaði launanefndarinn- ar. Það er frekar óvenjulegt að svona yfirlýsingar komi frá vinnuveitanda í upphafi kjaraviðræðna og ekki var laust við að menn spyrðu hvernig ætti að túlka hana. Á samningafundi 17. nóvember lýstu samningsaðilar því yfir að þeir væru sammála um að stefna bæri að því að ljúka gerð nýs samnings fyrir áramót, þ.e. áður en gildandi samningur félli úr gildi 31. desember. Sumir höfðu á orði að samningsaðilar væru að setja sér óraunhæf markmið, en mjög fátítt hefur verið á Íslandi að gerð nýs kjarasamnings ljúki áður en eldri samningur rennur úr gildi. Þetta þótti ennfremur sérkennilegt í ljósi fyrri samskipta kennara og viðsemj- enda þeirra. Friðarsamningur eftir tíð kennaraverkföll Til að átta sig á nýja samningnum er ágætt að líta nokkur ár aftur í tímann. Verkföll í grunnskólunum hafa verið nokkuð tíð á seinni árum. Árið 1995 gerðu grunnskólakennar- ar kjarasamning til tveggja ára eftir að hafa farið í sex vikna verkfall með framhaldsskólakennurum. Þegar kom að því að endurskoða þennan samning árið 1997 samþykktu grunnskólakennarar aftur að boða verkfall og að þessu sinni sögðu 94,2% kennara já við verkfallsboð- un. Sveitarfélögin lögðu í þessum samningum mikla áherslu á að gerð- ar yrðu breytingar á vinnutímakafla samningsins sem þau sögðu úreltan og beinlínis hamla framförum í skólastarfi. Forystumenn grunn- skólakennara töldu hins vegar að áð- ur en hægt væri að gera slíkar breytingar yrði að hækka laun kennara verulega. Þau væru einfald- lega svo lág að kennarar sættu sig ekki við að gera breytingar á vinnu- skipulagi fyrr en búið væri að hækka launin. Niðurstaðan varð sú að skömmu áður en verkfall átti að hefjast var gerður kjarasamningur sem fól í sér u.þ.b. 33% launahækk- un á þremur árum og óverulegar breytingar á vinnuskilgreiningu. Segja má að hvorugur samnings- aðila hafi verið sérstaklega ánægður með þennan samning. Sveitarfélög- in náðu ekki fram þeim breytingum á vinnutíma kennara og skipulagi skólastarfs sem þau sóttust eftir og kennarar náðu ekki fram þeim grundvallarbreytingum á grunn- launum sem þeir stefndu að. Óánægja kennara með samninginn endurspeglaðist í því að aðeins 55% kennara samþykktu samninginn. Margir kennarar sættu sig illa við nýja samninginn. Strax í upphafi samningstímans bundust kennarar í Bessastaðahreppi samtökum og sögðu upp störfum vegna óánægju með laun. Kennarar í fleiri sveitar- félögum fylgdu í kjölfarið og sögðu upp. Kennarar sögðu upp störfum Í framhaldi af þessum aðgerðum neyddust einstök sveitarfélög til að hækka laun kennara. Flestir þess- ara samninga fólu í sér tveggja launaflokka hækkun og var hún rök- studd með þeim hætti að verið væri að borga fyrir aukna vinnu kennara vegna nýrrar aðalnámskrár í grunn- skólum. Óánægja kennara í Reykjavík með kjörin jókst þegar sveitarfélög víða um land og í nágrenni Reykja- víkur samþykktu viðbótarhækkanir til kennara. Að frumkvæði Reykja- víkurborgar settust kennarafélögin og launanefnd sveitarfélaganna að samningaborði í upphafi árs 1999 í þeim tilgangi að gera svokallaðan tilraunasamning sem átti að fela í sér verulega hækkun grunnlauna en jafnframt var stefnt að því að gera breytingar á vinnutíma og skipulagi skólastarfs. Viðræðum miðaði vel áfram og um vorið var samkomulag í augsýn. Ágreiningur varð hins veg- ar um svokallaðan kennsluafslátt eldri kennara. Launanefndin og Reykjavíkurborg, sem beitti sér sér- staklega í málinu, vildu að afslátt- urinn yrði felldur niður en kennarar höfnuðu því algerlega. Kennarar lögðu til að gengið yrði frá samningi um þá þætti sem búið var að ná sam- komulagi um en Reykjavíkurborg hafnaði því. Nokkrum vikum eftir að árangursleysi þessara viðræðna varð upplýst sagði á annað hundrað kennara í Reykjavík upp störfum. Eftir nokkurt þóf samþykktu stjórn- endur Reykjavíkurborgar nokkrar viðbótarhækkanir til kennara. Það er því síst ofmælt að segja að á síðustu árum hafi ófriður ríkt í grunnskólunum. Kennarar hafa ver- ið óánægðir með launin og sveitar- félögin hafa haldið því fram að kjarasamningur kennara sé úreltur og hamli eðlilegu skólastarfi. Svipuð sjónarmið hafa raunar komið fram hjá sumum forystumanna samtaka foreldra. Gagnrýnin á kjarasamning kenn- ara hefur ekki síst snúið að vinnu- tímakafla samningsins. Vinnutími kennara var samkvæmt gamla samningnum mjög miðstýrður. Samkvæmt honum átti kennari með fulla kennsluskyldu (28 tíma) að verja 18,67 klukkutímum í kennslu, 13,25 tímum í undirbúning, 2,80 tímar fóru í frímínútur og 8,11 klukkutímar fóru í önnur störf. Svig- rúm skólastjóra til að stjórna vinnu kennara var mjög lítið eða einungis þrír klukkutímar á viku. Öll önnur vinna var nákvæmlega skilgreind í kjarasamningnum. Samningurinn hefur ennfremur verið gagnrýndur fyrir ákvæði um starfsdaga kennara og fyrir að kennsludagar hafi verið of fáir. Kennarar sjálfir hafa lent í viss- um vandræðum við að rökstyðja þá vinnutímaskilgreiningu sem var að finna í gamla samningnum, sérstak- lega þegar kom að kennsluafslætt- inum. Samkvæmt samningnum fá eldri kennarar afslátt af kennslu- skyldu. Þetta þýðir þó ekki að vinnu- skylda þeirra sé minni en annarra kennara. Þetta kom þannig út í gamla samningnum að dregið var úr eiginlegri kennslu eldri kennara, en þeir fengu lengri tíma til að undir- búa kennslu. Sextugur kenndi þannig 12,67 kluk viku en það tók hann 19,2 undirbúa kennsluna. Nýút kennari kenndi aftur á m klukkutíma og var 13,94 undirbúa kennsluna. Ken hafði kennt í yfir 30 ár lengri tíma til að undirbú una en nýútskrifaður kenn fyrir að nýi kennarinn kenn Forystumenn kennara áherslu á að við þær breyti gerðar hafa verið á kennsl inum sé eldri kennurum tryggður réttur til þess að kennslu. Í inngangi að nýja kj ingnum, sem undirritaðu Meðaldag tæplega 20 Horfur eru á að miklar breytingar ver Forystumenn samningsaðila binda m m.a. í sér að meðaldagvinnulaun ke 40 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „ÉG ER sannfærður um að þessi nýi samn- ingur á eftir að bæta skólastarfið mikið. Þarna er kominn vís- ir að ákveðnu fram- gangskerfi í grunn- skólanum og það er eitthvað sem skóla- menn hljóta að fagna,“ sagði Þor- steinn Sæberg, for- maður Skólastjóra- félags Íslands, um nýjan kjarasamning grunnskólakennara. Samkvæmt samn- ingnum fá grunn- skólar til umráða um- talsverða fjármuni sem skólastjórar eiga að verja hækka laun kennara í sam við verkaskiptingu í skólu færni kennarans og álag í Þorsteinn sagði að með fela ákveðnum einstakling aukna ábyrgð á hinum ým legu eða rekstrarlegu þát skólastarfsins væri skólin kaupa þá þjónustu sem ha þyrfti á að halda. Hann sa við val á kennurum til þes starfa myndu skólastjórar Þorsteinn Sam að b KÚARIÐA OG INNFLUTNINGUR STERKAR TAUGAR TIL TUNGUNNAR Það hefur tíðkast lengi og færiststöðugt í vöxt að því er virðist aðgefa íslenskum fyrirtækjum er- lend nöfn og þá yfirleitt ensk. Sé til að mynda gengið um verslunargötur eða -miðstöðvar borgarinnar er stundum engu líkara en hér búi ekki þessi þjóð með eigin tungu sem átt hefur orð um alla skapaða hluti frá því land byggðist. Sjá sumir kannski ákveðna samsvörun við ástandið eins og það var þegar Reykjavík var að heita mátti danskur bær og enginn var maður með mönnum nema hafa dönskuslettu í öðru hverju orði. Sem betur fer komu þá til menn sem sáu hvert stefndi og hófu upp merki íslenskunnar enda myndi þjóðin aldrei geta staðið upprétt ef hún glataði tungu sinni og þúsund ára arfleifð hennar. Baráttan sem þá hófst um að vernda og viðhalda íslenskri tungu stendur í raun enn þótt forsendur hafi breyst. Lengst af hefur meginástæðan fyrir hinum erlendu heitum á íslenskum fyr- irtækjum sennilega verið sú sama og fyrir dönskuslettunum fyrr á tíð. Þetta er fyrst og fremst misskilin minnimátt- arkennd og smjaður gagnvart erlend- um tungum. Eins og fram kom í grein hér í blaðinu síðastliðinn sunnudag telja menn að þessi leiði siður hafi færst í vöxt undanfarin ár vegna breytts og alþjóðlegra viðskiptaumhverfis. Sömu- leiðis verða æ fleiri íslensk fyrirtæki hluti af erlendum samsteypum og keðj- um sem hafa sama yfirbragð um allan heim. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á nafngiftir fyrirtækjanna heldur fara dagleg samskipti innan þessara fyrir- tækja að miklu leyti fram á ensku og hún virðist hafa áhrif á þau samskipti sem fyrirtækið hefur síðan við íslensk- an markað. Hefur þetta sýnt sig í kynn- ingarefni frá fyrirtækjum eins og fram kom í greininni. Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar, segir að þessi erlendu áhrif hafi orðið sífellt meira áberandi á íslenskum markaði síðast- liðin fimm ár. Taka verður undir það með Ara Páli að þetta sé undarleg þró- un þegar haft er í huga að málrækt er og hefur í gegnum tíðina verið sameig- inlegt áhugamál almennings hérlendis. Það getur varla þjónað hagsmunum fyrirtækja að ganga á svig við almenn- ingsálitið að þessu leyti en eins og Ari Páll bendir á gera stjórnendur sumra fyrirtækja sér ef til vill ekki grein fyrir því hversu sterkar taugar íslenska þjóðin ber til tungumálsins. Frumrökin í þessum efnum hljóta þó að vera þau að það sé vænlegast að ná til íslenskra neytenda á íslensku og þeir eigi þar að auki rétt á því að upplýs- ingar um þjónustu íslenskra fyrirtækja séu á íslensku. En það þarf að huga að stöðu ís- lenskrar tungu víðar en í fyrirtækjun- um, stundum einnig þar sem síst skyldi. Í grein Þórs Whitehead prófessors hér í blaðinu síðastliðinn föstudag kom fram að rannsóknir sem birtar eru á íslensku njóta ekki sömu stöðu og rannsóknir á erlendum tungum í nýju matskerfi Há- skóla Íslands sem notað er til þess að raða starfsmönnum í launaflokka. Sam- kvæmt matskerfinu eru fremstu tímarit á sviði íslenskra fræða sett skör lægra en erlend tímarit sem langflest eru gef- in út á ensku. Háskólinn hefur hingað til verið eitt af höfuðvígjum íslenskrar tungu. Hann ætti frekar að hvetja til þess að niðurstöður rannsókna yrðu birtar á íslensku en letja. Á liðnu hausti kom út á Bretlandiskýrsla þar sem vinnubrögð þeirra, sem báru ábyrgð á viðbrögðum stjórnvalda við upplýsingum um að neysla kjöts af nautgripum með kúariðu gæti valdið heilahrörnunarsjúkdómn- um Creutzfeldt-Jakob í mönnum, voru harðlega gagnrýnd. Um leið tilkynnti breska ríkisstjórnin að fólk, sem hefði sýkst við neyslu bresks nautakjöts, fengi bætur og margvíslega aðstoð. Embættismenn og ráðherrar ríkis- stjórnarinnar, sem var við völd þegar málið kom upp, voru ekki sagðir hafa beinlínis reynt að breiða yfir vandann, en voru gagnrýndir fyrir að hafa brugð- ist sofandalega við vísbendingum um að smit væri að berast í menn. Þeir hefðu haldið áfram að segja almenningi að öllu væri óhætt þrátt fyrir staðfestar vísbendingar um að kúariðusmitað kjöt hefði valdið því að menn hefðu sýkst af hinu nýja afbrigði af Creutzfeldt-Jakob. Þessi mál eru enn að leika ráðamenn grátt í Evrópu. Ekki er nema hálfur mánuður síðan tveir ráðherrar í þýsku stjórninni neyddust til að segja af sér vegna þess að þeir tóku kúariðumálið ekki nægjanlega alvarlega og settu hagsmuni landbúnaðarins ofar hags- munum neytenda. Undanfarna daga hefur verið deilt um þá ákvörðun Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis að leyfa innflutning á nautalundum frá Írlandi. Þar er kúariða næstalgengust í Evrópu og einungis í Bretlandi hafa fundist fleiri tilfelli. Yf- irdýralæknir hélt blaðamannafund á föstudag þar sem hann sagði að það væri sitt mat að engin hætta á riðusmiti hefði fylgt innflutningi á nautalundun- um, en staðfesti hins vegar að þegar ákvörðun hefði verið tekin skömmu fyr- ir jól um að heimila innflutninginn hefði ekki legið fyrir vottorð um að engir dýrasjúkdómar hefðu fundist í upp- runalandinu á síðustu sex mánuðum líkt og kveðið væri á um í auglýsingu. Á fundinum kom reyndar fram að þessar reglur væru ekki í samræmi við gild- andi lög um dýrasjúkdóma og stönguð- ust sennilega á við skuldbindingar Ís- lands gagnvart Heimsviðskiptastofn- uninni auk þess að útiloka í raun innflutning á kjöti til landsins. Þetta kann að vera rétt en engu að síður er ljóst, að afstaða yfirdýralæknis vekur spurningar. Snar þáttur í tortryggni neytenda gagnvart afurðum af nautgripum er sprottinn af því að yfirvöld í viðkomandi löndum hafa verið í feluleik og ekki gert hreint fyrir sínum dyrum. Neytendur standa í raun varnarlausir gagnvart vörunni í kjötborðinu og verða einfald- lega að geta treyst því að hún sé í lagi. Undanfarin misseri hefur innflutningur á matvælum erlendis frá aukist jafnt og þétt og úrvalið er orðið fjölbreyttara en það var. Það má ekki grafa undan þeirri þróun með starfsháttum, sem ala á tor- tryggni neytenda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.