Morgunblaðið - 16.01.2001, Page 41

Morgunblaðið - 16.01.2001, Page 41
Morgunblaðið/Þorkell aganna mun starfið í grunnskólunum batna á næstu árum. Á myndinni eru nokkur grunnskólabörn úr Laug- tu fyrir nýja kennarasamninginn eru Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, Birgir nefndar launanefndar sveitarfélaga, og Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Morgunblaðið/Golli kennari kkutíma á 7 tíma að tskrifaður móti í 18 tíma að nnari sem fékk því a kennsl- nari þrátt ndi meira. hafa lagt ingar sem luafslætt- m áfram draga úr arasamn- ur var 9. janúar sl., segir: „Samningsaðilar hafa ákveðið að ráðast í að bæta skólastarf með kerfisbreytingu sem tekur gildi frá og með næsta skóla- ári og ætlað er að skapa ákveðið svigrúm til kjarabreytinga með það að markmiði að gera grunnskólann samkeppnisfæran og kennarastarfið eftirsóknarvert.“ Eins og áður sagði var gamli kennarasamningurinn mjög miðstýrður og fullur af skil- greiningum á því hvað ætti að gera og hvað mætti ekki gera. Með nýja samningnum er horfið frá þessari stefnu. Dregið er úr miðstýringu og meira vald flutt til skólanna. Skóla- stjóri fær aukið verkstjórnarvald. Ætlast er til að kennarar og skóla- stjórar komi sér saman um hvernig skipulagi vinnunnar skuli háttað. Kennari metur í samráði við skóla- stjóra hvað hann þarf mikinn tíma til að undirbúa kennslu, yfirferð verk- efna og prófa, foreldrasamstarf, endurmenntun o.s.frv. Með samningnum er skóladögum nemenda fjölgað um tíu sem þýðir að skóladagar verða 180 og á kennsla að fara fram á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní ef skólarnir nýta sér heimild til að taka viku vetrarfrí. Deilt um kennsluafsláttinn Eins og áður segir hefur verið ágreiningur milli samningsaðila um kennsluskylduna og afslátt af henni. Í upphafi viðræðna í haust tóku for- ystumenn kennara skýrt fram að þeir gætu ekki fallist á kröfu sveit- arfélaganna um að afnema kennslu- afslátt eldri kennara. Launanefnd sveitarfélaganna bauð upp á þá leið að kennarar sem nú eru við störf héldu þessum réttindum en að þau féllu niður gagnvart nýjum kennur- um. Þessu höfnuðu kennarar. Í nýja samningnum eru því ekki gerðar grundvallarbreytingar á þessum af- slætti. Meginreglan verður 28 stunda kennsluskylda, en skóla- stjóra er þó heimilt, með samþykki kennara, að fela honum allt að 30 kennslustundir á viku enda sé þá létt á vinnuskyldu kennarans að öðru leyti. Samkvæmt gamla samningnum fengu kennarar einnar stundar kennsluafslátt eftir 15 ára starf, en þeir eiga ekki skilyrðislausan rétt á honum samkvæmt nýja samningn- um. Skólastjóri getur hins vegar ákvarðað að kennari í fullu starfi kenni 26–28 kennslustundir í viku. Það sem vantar upp á fulla kennsluskyldu kennara sem náð hefur 55 og 60 ára aldri fellur undir „önnur störf undir verkstjórn skóla- stjóra“, en þó flokkast tveir tímar hjá 55 ára kennara undir það sem kallað er óbundin viðvera í skólanum til ráðgjafar eða handleiðslu. Við sextugt verða þrír tímar flokkaðir með þessum hætti. Birgir Björn Sigurjónsson, sem var í forystu fyrir viðræðum fyrir hönd launanefndar sveitarfélag- anna, sagði að í þessu gæti falist að eldri kennurum sem byggju yfir mikilli og verðmætri reynslu yrðu falin ýmis fagleg störf innan skólans. Þar mætti hugsa sér foreldrasam- starf, öflun námsefnis, þjálfun nýrra kennara og fleira. Um 13% hækkun um áramót Þær kerfisbreytingar sem samn- ingurinn kveður á um taka gildi 1. ágúst nk. Þá tekur jafnframt gildi ný launatafla sem felur í sér algerlega nýja launaröðun auk þess sem upp- byggingu launakerfisins er breytt. Um áramót hækka laun kennara um 5%, en auk þess fá allir kennarar, þ.e.a.s. sem ekki gerðu samning við sveitarfélögin um viðbótarkjör á síð- asta samningstímabili, tveggja launaflokka hækkun vegna innleið- ingar nýrrar námskrár. Ennfremur fá kennarar greidda tíu yfirvinnu- tíma 1. júní nk. vegna funda og kynningar á þeim breyttu starfs- háttum sem felast í nýja kjarasamn- ingnum. Samtals er þetta u.þ.b. 13% launahækkun. Mörg sveitarfélög gerðu sam- komulag við kennara um viðbótar- kjör á árunum 1998 og 1999 vegna óánægju kennara með launin. Flest- ir þessara samninga féllu úr gildi um áramót, en í yfirlýsingu sem fylgir samningnum er tekið fram að ákvæði um viðbótarkjör framlengist til 31. júlí í sumar. Birgir Björn sagði að óánægja kennara sem kom fram á síðasta samningstímabili hefði ekki síst tengst ýmiss konar viðbótarstörfum og einstök sveitarfélög hefðu reynt að koma til móts við þá með viðbót- argreiðslum. Sveitarfélögin litu svo á að þau tækju upp greiðslur fyrir þessi störf í nýja kjarasamningnum. Um leið og launabreytingarnar tækju gildi 1. ágúst yrði þessum greiðslum því hætt. Meðaldagvinnulaun verða um 200 þúsund á mánuði Guðrún Ebba Ólafsdóttir, for- maður Félags grunnskólakennara, sagði að af hálfu samninganefndar grunnskólakennara hefði verið lögð höfuðáhersla á að bæta kjör umsjón- arkennara, en þorri allra kennara er með umsjón með bekk eða náms- hópi. Því hefði verið haldið fram að í samningunum 1997 hefði mest áhersla verið lögð á að hækka grunnlaun byrjenda og það hefði verið á kostnað kennara með starfs- reynslu. Hún sagðist vonast eftir að kennarar með nokkurra ára starfs- reynslu yrðu sáttir við sinn hlut eftir gerð þessa samnings. Hún benti á að meðalaldur grunnskólakennara væri 43 ár í dag og ákvörðun um líf- aldursþrep í launatöflunni hefði að nokkru leyti tekið mið af því. Samkvæmt samningnum verða byrjunardagvinnulaun umsjónar- kennara sem kennir bekk með innan við 19 nemendum (kennari sem er yngri en 27 ára) um 150 þúsund krónur á mánuði. Meðaldagvinnu- laun grunnskólakennara verða hins vegar tæplega 200 þúsund á mánuði í upphafi næsta skólaárs og heild- arlaun verða á bilinu 240–250 þús- und á mánuði. Fyrir gerð samnings- ins voru meðaldagvinnulaun kenn- ara um 130 þúsund krónur á mánuði og meðalheildarlaun um 180 þúsund krónur. Laun hækka um 3% árlega út samningstímann, en samningurinn rennur út 1. apríl 2004. Fyrirkomu- lag á sumar- og desemberuppbót er breytt. Tekin er upp svokölluð ann- aruppbót sem greidd verður í júní og desember. Í ár nemur þessi upp- hæð um 42.403 krónum í desember og 43.675 í júní 2002. Ef þessum greiðslum er jafnað niður á 12 mán- uði jafngilda þær u.þ.b. 7.000 kr. á mánuði. Viðbótarlaun vegna verka- skiptingar og færni Í samningnum er sérstakt ákvæði um viðbótarlaun vegna verkaskipt- ingar og færni. Um er að ræða fjár- muni sem skólastjórar fá til ráðstöf- unar. Hann getur endurraðað kennurum og er miðað við að kenn- arar fái að meðaltali þriggja launa- flokka hækkun út úr þessum potti. Skólastjóra ber í þessu sambandi að horfa til verkaskiptingar í skólanum, staðsetningar í skipuriti, ábyrgðar, álags og hve sérhæfð störfin eru. „Þegar horft er til ábyrgðar skal skoða sérstaklega umfang umsjón- arstarfa, faglega, stjórnunarlega og fjárhagslega ábyrgð. Þá skal meta andlegt og líkamlegt álag og per- sónulega færni. Ofangreindir þættir skulu metnir út frá viðvarandi og stöðugum þáttum starfsins,“ segir í samningnum. Birgir Björn sagði sveitarfélögin hefðu talið nauðsynlegt að skóla- stjórnendur fengju visst svigrúm til að umbuna kennurum. Samningur- inn segði fyrir um hvaða meginregl- ur ættu að gilda. Skólastjórar ættu að horfa til verkaskiptingar milli kennara, álags við kennslu (t.d. erf- iðir bekkir eða erfitt námsefni) og persónulegrar færni. „Þarna gefst möguleiki á að meta að verðleikum öfluga kennara fyrir persónulega færni í starfi. Það sem við leggjum áherslu á af hálfu launanefndar sveitarfélaganna er fyrst og fremst að þarna sé málefnalega staðið að verki,“ sagði Birgir Björn. Birgir Björn sagði að hægt væri að hugsa sér að skóli tæki ákvörðun um að taka sérstaklega á einelti í skólanum eða að gera þyrfti ráðstaf- anir vegna fjölda nýbúa í skólanum. Viðkomandi skóli gæti ákveðið að greiða kennurum sérstaklega fyrir að sinna þessum störfum. Guðrún Ebba sagði að Félag grunnskólakennara væri þeirrar skoðunar að full rök væru fyrir því að skólastjórar fengju vald til að umbuna kennurum með þessum hætti. Félagið myndi fylgjast með því að málefnalega yrði staðið að verki af hálfu skólastjóra við úthlut- un launaflokka. Hún sagðist vilja vekja athygli á að þó að vald skóla- stjóra væri vissulega aukið í þessum kjarasamningi væri einnig verið að leggja aukna ábyrgð á hendur kenn- ara og vísaði þar til þess sem segir í upphafi samningsins: „Með minni miðstýringu bera kennarar bæði hver fyrir sig og sameiginlega meiri ábyrgð á starfi skólans og skólaþró- un á hverjum stað. Samstarf við skipulagningu, útfærslu og eftir- fylgni í skólastarfinu verður þar með eðlilegur hluti af starfi kennarans. Þetta gefur einnig tækifæri til fram- gangsmöguleika og starfsþróunar í grunnskólum.“ Í samningi fram- haldsskólakennara við ríkið var far- in sú leið að færa milli vinnuþátta og hækka dagvinnu á kostnað yfir- vinnu. Í samningi grunnskólakenn- ara er ekki gengið nærri eins langt í tilfærslum á vinnuþáttum. Reyndar eru svokallaðir stílapeningar færðir inn í dagvinnutaxtann. Sama á við um umsjónarpeninga og greiðslu fyrir árgang og fagstjórn. Yfirvinnu- stuðull vegna kennsluyfirvinnu er ennfremur lækkaður. Guðrún Ebba sagði að það væri hins vegar alls ekki verið að útrýma allri yfirvinnu úr grunnskólanum. Öll unnin yfir- vinna yrði greidd áfram. Hún sagði að samningurinn gerði ennfremur ráð fyrir að greitt yrði fyrir deild- arstjórn og gera mætti ráð fyrir að deildarstjórum og stigstjórum fjölg- aði. Fyrirkomulagi endurmenntunar breytt Í nýja kjarasamningnum er að finna nýjan kafla um endurmennt- un. Bæði Guðrún Ebba og Birgir Björn lýstu sérstakri ánægju með hann. Þar er meðal annars talað um að skólar skuli gera sérstaka endur- menntunaráætlun í samræmi við grunnskólalög. Birgir Björn sagði að við mótun endurmenntunaráætl- unar ætti að horfa til þarfa nemenda og skólans sem heildar. Skólastjóra bæri að hlusta á óskir kennara og verða við þeim ef þær væru í sam- ræmi við endurmenntunaráætlun skólans. Þegar vinnutími kennarans væri orðinn sveigjanlegri gæfist færi á að sinna símenntun kennara í meiri mæli á starfstíma skólans. Til- raunir hefðu verið gerðar með slíkt í skólum í Reykjavík. „Áður lá endurmenntun meira og minna utan landamæra skólans. Menn voru að afla sér þessarar menntunar á sumrin; meira og minna knúnir áfram af áhuga og orku hvers kennara. Með þessum nýja samningi verður tryggt að kennarinn og skólinn séu að stefna að sömu markmiðum,“ sagði Birgir Björn. Guðrún Ebba sagðist líta svo á að í endurmenntunaráætlun skóla fæl- ist endurmenntunaráætlun fyrir hvern kennara. Kennarinn ætti að skilgreina þarfir sínar fyrir endur- menntun. Hún sagðist vera þeirrar skoðunar að það væri óhjákvæmi- legt að skólarnir legðu fram aukna fjármuni til endurmenntunar í kjöl- far þessa samnings. Guðrún Ebba sagði að hún væri að flestu leyti mjög ánægð með þennan samning. Þarna væri komin ný hugsun í kjarasamning fyrir grunnskólann. Við næstu kjara- samninga yrðu væntanlega gerðar á honum breytingar í ljósi reynslunn- ar. Það væri kannski einkum eitt sem hún hefði viljað hafa á annan veg, kennarar hefðu þurft að afsala sérstökum kennsluafslætti til tón- menntakennara, sem væri miður. „Við bindum miklar vonir við að þessi samningur leiði til betra skóla- starfs. Við erum að setja mikla pen- inga í grunnskólann og það gera sveitarfélögin vegna þess að þau hafa trú á honum og starfsliði hans,“ sagði Birgir Björn að lokum. gvinnulaun kennara 00 þúsund á mánuði rði á skipulagi skólastarfs í grunnskólum með nýjum samningi kennara. miklar vonir við hann. Egill Ólafsson skoðaði samninginn, en hann felur ennara hækka úr 130 þúsund krónum á mánuði í tæplega 200 þúsund. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 41 a til að mræmi unum, í starfi. því að gum msu fag- ttum n að ann agði að ssara r m.a. líta til persónulegrar færni kennarans. Þorsteinn sagði að samningurinn fæli í sér umtalsverðar breytingar á vinnu kennara frá og með næsta hausti. Margt nýtt í skólastarfinu „Á síðustu árum hafa litið dagsins ljós ný grunnskólalög þar sem m.a. er kveðið á um marga þætti sem eru nýir í skólastarf- inu. Ég get nefnt sem dæmi að allir skólar eiga að ástunda sjálfsmat, allir skólar eiga að hafa virka skóla- námsskrá, allir skólar eiga að vera með áætlanir um faglega hluti skólastarfsins, skólunum er ætlað að auka samstarf við foreldra o.s.frv. Vandinn í skólastarfinu fram að þessu hefur verið að sá tími sem skólastjórinn hefur haft til að skilgreina vinnu inn á kenn- ara til að sinna þessum störfum hefur verið afskaplega lítill. Við höfum skilgreint kennara inn á fasta fundi, fasta símatíma til sam- skipta við foreldra og við höfum skilgreint þá inn á árgangafundi í sínum árgöngum og fagfundi í ein- stökum námsgreinum. Alla þessa þætti höfum við verið að vinna á þremur klukkustundum á viku, en það er sá litli tími sem skólastjórar hafa haft til ráðstöfunar. Skólastjórnendur hefur nauð- synlega vantað meiri tíma til að skilgreina aukin störf í skólastarf- inu inn á kennarana. Við höfum notað starfsdaga skóla, sem eru 5– 11 á ári, í þessi störf þó við ættum í reynd að nota þá til allt annarra hluta. Með þessum samningi fáum við tækifæri til að setjast niður með kennurunum okkar í upphafi skólaárs, eins og gert er á eðlileg- um vinnustöðum, og skilgreina ákveðin fagleg störf inn á kenn- arana sem þeir eiga að vinna og skila af sér. Þetta verður því al- gerlega nýtt umhverfi,“ sagði Þor- steinn. Þorsteinn sagðist vera sann- færður um að sá sveigjanleiki sem kæmi inn í skólastarfið með þess- um nýja kjarasamningi ætti eftir að gefa einstökum skólum færi á að skara fram úr. Það væri margt jákvætt sem ætti eftir að koma út úr nýja samningnum. Sæberg, formaður Skólastjórafélagsins mningurinn á eftir bæta skólastarfið Þorsteinn Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.