Morgunblaðið - 16.01.2001, Side 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 45
Vestfjörðum og birti nýlega grein
um niðurstöðurnar í Tímariti sál-
fræðinga. Í frístundum sínum, sem
varla geta hafa verið margar, vann
hann að ættfræðirannsóknum og
ritaði um þær nokkrar bækur.
Vegna yfirgripsmikillar þekking-
ar og reynslu var Gylfi eftirsóttur
til að annast sálfræðilega meðferð
og rannsóknir og til að leiðbeina
þeim sem fást við meðferð, lækn-
um, læknanemum og öðrum, um
samband sjúklings og meðferðar-
aðila. Hann átti verulegan þátt í að
breyta og bæta þjónustu Klepps-
spítalans og í að byggja upp starf-
semi geðdeildar Landspítalans í nú-
tímalegum lýðræðisanda þar sem á
að ríkja jafnræði milli starfsmanna
innbyrðis og milli þeirra og sjúk-
linganna. Hann notaði mikinn tíma
til að funda með starfsfólki spít-
alans til að fræða það um hvernig
það gæti notað eigin hæfileika til að
bæta heilsu sjúklinganna og notið
sín í starfi. Ráð hans og ábendingar
á fundum stjórnenda stuðluðu að
auknu atvinnulýðræði, sem er
grundvallaratriði í rekstri spítala,
svo að allir starfsmenn geti óhikað
og óhræddir sett fram skoðanir sín-
ar og rætt þær við samstarfsmenn
og aðra eftir því sem við á.
Gylfi var mikill og góður fræðari.
Auk kennslu fyrir starfsfólk geð-
deildarinnar annaðist hann kennslu
fyrir ýmsa aðra starfshópa og nem-
endur. Hann var dósent í sálfræði
við læknadeild Háskóla Íslands
1974–1994. Gylfi átti mjög gott með
að setja fræði sín fram á máli sem
öllum er auðskilið. Pistlar hans í
Morgunblaðinu á undanförnum ár-
um bera því gott vitni.
Genginn er góður maður og
margir sakna vinar í stað. Gylfi var
alltaf hollráður og lagði gott til alls
og allra, og var þó gagnrýninn en á
jákvæðan hátt. Hann hafði sérstakt
lag á að láta taka tillit til skoðana
sinna. Það er dýrmætt að hafa átt
slíkan samverkamann og vin.
Slæmt er að geta ekki leitað til
hans lengur um holl ráð og leið-
beiningar, eða bara hlustun. En
góðar minningar lifa. Erlu og börn-
um þeirra Gylfa votta ég dýpstu
hluttekningu.
Tómas Helgason.
Í upphafi nýrrar aldar andaðist
Gylfi Ásmundsson, sálfræðingur,
starfsfélagi okkar og vinur. Andlát
hans kom flestum á óvart, þó að um
illvígan sjúkdóm væri að ræða, því
að Gylfi kvartaði aldrei eða fjölyrti
um heilsu sína. Lýsir það nokkuð
þessum hægláta og prúða manni.
Gylfi var fágaður, yfirvegaður og
hæverskur í framgöngu, án allra
öfga.
Árið 1965 var hann ráðinn fyrsti
sálfræðingur við Kleppsspítala,
varð síðan yfirsálfræðingur og for-
stöðusálfræðingur við geðdeild
Landspítala og byggði upp sál-
fræðiþjónustu. Það var gott að eiga
Gylfa að og leita til, því ekki aðeins
var hann glöggur og vel menntaður
fagmaður heldur einnig drengur
góður, traustur og tryggur. Margir
minnast föðurlegrar handleiðslu
hans. Gylfi sagði starfi sínu lausu
fyrir ári og sneri sér alfarið að
rekstri eigin sálfræðistofu og
tengdum verkefnum. Hann var dós-
ent í sálarfræði við læknadeild HÍ
frá 1974 til 1994. Að auki stundaði
hann ýmis kennslustörf, fræðslu og
rannsóknir í sínu fagi. Gylfi þýddi
og staðfærði MMPI-prófið auk
margra annarra sálfræðiprófa.
Fjöldi greina um sálfræðileg efni
liggur eftir hann og er skemmst að
minnast svara hans við lesenda-
bréfum í Morgunblaðinu, þar sem
hann fræddi og útskýrði málin á
sinn einstaka hátt.
Gylfi gegndi mörgum trúnaðar-
störfum fyrir sálfræðinga og má
nefna að hann átti sæti í nefnd á
vegum heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytis til að meta umsóknir
sálfræðinga um sérfræðingsviður-
kenningu, var fyrsti formaður
námsmatsnefndar SÍ og svo má
lengi telja. Gylfi tók virkan þátt í
starfi Geðverndarfélags Íslands og
sat í stjórn þess um áraraðir og í
ritnefnd Geðverndar um skeið.
Gylfi naut hvarvetna trausts og
var virtur og vel látinn í starfi.
Hann var gagnmenntaður með
langa klíníska reynslu og margir
eru þeir skjólstæðingar sem nutu
hjálpar hans bæði á sjúkrahúsi og á
stofu. Gylfi var hjartahlýr, laus við
hleypidóma og hafði ríka samkennd
með náunganum. Skemmtilegur
félagi var hann, glaður á góðri
stund og höfðingi heim að sækja.
Gylfi var víðlesinn, unni góðum
bókmenntum og listum, einkum
myndlist. Hann hafði yndi af að
ferðast um landið og þekkti vel til
staðhátta.
Hann var gæfumaður í sínu fjöl-
skyldulífi, átti góða konu, Erlu Lín-
dal, sjúkraliða. Þeirra tengsl voru
traust og hlý til hinstu stundar.
Börnum sínum fjórum hefur Gylfi
gefið dýrmætt veganesti.
Megi minningin um góðan dreng
og ljúfar samverustundir vera ást-
vinum hans styrkur í framtíðinni.
Við sálfræðingar á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi minnumst Gylfa
með virðingu, þakklæti og söknuði.
Fyrir hönd sálfræðinga á Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi,
Guðrún Theodóra
Sigurðardóttir.
Það er bitur staðreynd að Gylfi
Ásmundsson skuli vera látinn. Full-
ur starfsorku er hann hrifinn á
braut. Um áratuga skeið var Gylfi
yfirmaður sálfræðinga á fjölmenn-
asta vinnustað þeirra, geðdeild
Landspítala. Fyrir réttu ári lét
hann af því starfi til að sinna stof-
urekstri í fullu starfi. Auk þess að
vera lærifaðir og fyrirmynd fjölda
sálfræðinga sem starfað hafa á geð-
deild Landspítala hafa fjölmargir
aðrir átt því láni að fagna að njóta
leiðsagnar hans. Auk klínískra
starfa kenndi Gylfi sálfræði, m.a. í
Háskóla Íslands og var hann vin-
sæll fyrirlesari. Ótal sálfræðingar
og aðrar faghópar hafa notið hand-
leiðslu Gylfa og á var hann einn af
frumkvöðlum á Íslandi í að kenna
handleiðsluaðferðir og stýrði m.a.
handleiðslunámi á geðdeild Land-
spítalans. Alla tíð lagði Gylfi stund
á rannsóknir og eftir hann liggur
fjöldi vísindagreina. Hann var m.a.
virkur þátttakandi norrænu rann-
sóknarsamstarfi. Gylfi var mjög rit-
fær á íslensku og hafa margir orðið
þess aðnjótandi að lesa eftir hann
fræðipistla og greinar um sálfræði
sem birts hafa í ýmsum ritum fyrir
jafnt lærða sem leika. Gylfi var val-
inn til ýmissa trúnaðar- og ábyrgð-
arstarfa. Hann gegndi m.a. for-
mennsku í Sálfræðingafélagi
Íslands og í Félagi sérfræðinga í
klínískri sálfræði og var hann um
skeið formaður sérfræðileyfis-
nefndar og námsmatsnefndar Sál-
fræðingafélagsins.
Fyrrum samstarfsmenn Gylfa
syrgja í senn hæfileikaríkan for-
ystumann og félaga. Hann var
einkar traustur og réttlátur og
ávallt óspar að miðla af fróðleik sín-
um. Það var bæði auðvelt og far-
sælt að leita ráða hjá Gylfa, enda
reynsla, þekking og mannkostir
sem þar fóru saman. Íslensk menn-
ing og listir, þjóðhættir og ættfræði
voru Gylfa hugleikin og endur-
speglast það m.a. í fallegu heimili
hans og Erlu og barna þeirra í
Kópavoginum.
Með þessum orðum vil ég fyrir
hönd Félags sérfræðinga í klínískri
sálfræði þakka Gylfa fyrir sérlega
farsælt samstarf og votta fjöl-
skyldu hans okkar dýpstu samúð.
Oddi Erlingsson.
Kynni okkar Gylfa hófust þegar
ég hóf störf á Barna- og unglinga-
geðdeild Landspítalans við Dal-
braut. Ég hafði raunar kynnst
Gylfa lítillega áður sem kennara á
námskeiði fyrir sálfræðinga. Gylfi
var forstöðusálfræðingur á geð-
deildunum og faglegur yfirmaður
allra sálfræðinga sem störfuðu við
þær.
Ég byrjaði að vinna á nýstofn-
aðri unglingadeild á Dalbraut.
Þetta var fyrsta og eina unglinga-
geðdeildin á landinu og starfsfólkið
á unglingadeildinni hafði til fárra
að sækja til að fá leiðsögn um vinnu
á unglingageðdeild. Það þurfti því
að þróa vinnuaðferðir sem hentuðu
unglingum og slípa samvinnu bæði
inni á deildinni og við samstarfs-
aðila. Það kom fyrir að starfsmenn
væru ekki sammála um aðferðir og
leiðir og fyrstu árin þurfti oft að
halda fundi þar sem leitað var
lausna á vanda sem kom upp. Það
er viðtekin venja að fá einhvern
fagmann sem stendur utan við
starfsmannahópinn til að stýra slík-
um fundum. Leitað var til Gylfa Ás-
mundssonar til að taka að sér þetta
verkefni að stýra þessum fundum á
unglingageðdeildinni. Þetta voru
fundir þar sem mjög reyndi á fag-
lega kunnáttu, einurð og jafnframt
sanngirni. Gylfi stýrði þessum
fundum af lipurð og þekkingu og
lagði mikið af mörkum til að finna
góðar lausnir.
Fyrir sálfræðing, ekki síst fyrir
þann sem var að hefja störf á nýj-
um vinnustað, var gott að leita til
Gylfa: Hann hafði mikla faglega
reynslu og þekkingu og ósínkur á
tíma sinn, bæða að hlusta á skoð-
anir annarra og að miðla til þeirra.
Gylfi var ekki maður mikilla
átaka og það kom fyrir að okkur
ýmsum þætti hann ekki nógu her-
skár. En þegar litið er til baka á
mörg stóru málanna sem sálfræð-
ingar á geðdeildum og Sálfræðinga-
félagið hafa fengið til úrlausnar
kemur í ljós að Gylfi tók þar af-
stöðu af sanngirni og stóð vel við
sannfæringu sína á sinn hógværa
og prúðmannlega hátt.
Eftir Gylfa liggja fjölmargar
rannsóknir og voru rannsóknarefni
hans fjölbreytt. Sem dæmi má
nefna: Rannsóknir á áfengisneyslu-
venjum Íslendinga, en hann vann
árum saman að þeirri rannsókn
ásamt fleirum. Rannsóknir á áhrif-
um náttúruhamfara á íbúa á Vest-
fjörðum. Þátttöku í samnorrænu
verkefni um fjölskylduhætti á
Norðurlöndum.
Eftir Gylfa liggur fjöldi greina í
fagtímaritum bæði íslenskum og
erlendum, en einnig fjöldi greina
fyrir almenning, ekki síst greinar
ætlaðar geðsjúkum og fjölskyldum
þeirra.
Gylfi var mikill kennari og góður
fyrirlesari. Hann hélt fjölda fyr-
irlestra bæði hér á landi og erlend-
is. Hann var dósent í læknadeild
við Háskóla Íslands og hann kenndi
sálfræðingum á ýmsum námskeið-
um.
Síðast en ekki síst kenndi hann
almenningi, m.a. með föstum pistl-
um í Morgunblaðinu þar sem hann
svaraði spurningum lesenda um
sálfræði.
Gylfi bar hag sálfræðinga og Sál-
fræðingafélagsins ætíð mjög fyrir
brjósti og sýndi því ávallt mikinn
áhuga.
Hann gegndi fjölda trúnaðar-
starfa fyrir Sálfræðingafélag Ís-
lands, hann var í stjórn þess 1963–
64. Formaður þess frá 1970–72.
Hann átti sæti í siðanefnd félags-
ins, í námsmatsnefnd og þegar
hann féll frá var hann ásamt öðrum
að vinna að gerð sálfræðingatals.
Ég vil fyrir hönd Sálfræðinga-
félags Íslands þakka Gylfa Ás-
mundssyni fyrir góð störf í þágu
félagsins og sálfræðinga og votta
eftirlifandi eiginkonu, börnum og
fjölskyldum þeirra samúð okkar.
Sólveig Ásgrímsdóttir.
Góð kynni frá æsku og skóla-
árum fram á þrítugsaldur endast
gjarnan lengi.
Þau lifa af áratuga aðskilnað við
nám og störf í ólíkum löndum og
annríki á ólíkum vettvangi í þjóð-
félaginu síðar meir. Er fornir
skólafélagar með sameiginlegar
minningar hittast á förnum vegi
verður vinafundur. Þótt stopul hafi
verið samskiptin frá því við hleypt-
um heimdraganum, gamlir ná-
grannar úr Hlíðunum, tekur mig
sárt að heyra tíðindin um skyndi-
legt fráfall Gylfa Ásmundssonar.
Fjölskyldu hans votta ég samúð í
söknuði þeirra.
Gylfi var snemma hugsandi mað-
ur með vísindalega afstöðu. Margt
samtalið áttum við forðum tíð um
lífið og tilveruna – samtímis því
sem heimurinn laukst upp fyrir
okkur er við þokuðumst af
bernskustigi upp á kögunarhól þar
sem sá víðar yfir. Þessa er nú
minnst með hlýhug.
Einkum minnist ég með ánægju
samstarfs okkar sumarið góða á
námsárum mínum í Noregi, er ég
var hér heima og ekki í bygging-
arvinnu, heldur þýddi bók með
Gylfa. Að frumkvæði Gylfa þýddum
við bók um sálarrannsóknir og sál-
vísindi nútímans eftir þekktan
norskan prófessor í sálfræði. Bókin
nefndist Furður sálarlífsins og kom
út hjá Almenna bókafélaginu árið
1963. Við lögðumst djúpt og vönd-
uðum okkur mikið við þýðinguna. Í
lokin er sumarið var á enda var
handagangur í öskjunni og mynd-
aðist eins konar hópvinna við að
snara síðustu blaðsíðunum með
hjálp skyldmenna okkar. Bók þessi
mun hafa verið talsvert mikið lesin
á sínum tíma. Gaman var að böggl-
ast við nýyrðasmíð og var hinn mál-
snjalli skólabróðir okkar, Ólafur
Jónsson bókmenntafræðingur, með
í ráðum fyrir hönd útgáfunnar.
Sum þessara orða eru enn við lýði.
Þannig hefur sá sem nú er
kvaddur lagt gjörva hönd á margt
farsæla ævidaga.
Blessuð sé minning Gylfa Ás-
mundssonar.
Þór Jakobsson,
veðurfræðingur.
Fyrstu kynni mín af Gylfa Ás-
mundssyni sálfræðingi voru fyrir
meira en 25 árum þegar hann bauð
mig velkomna til sálfræðingsstarfa
á Kleppsspítala. Hlýja hans, um-
burðarlyndi og hvatning var mér
ómetanlegt veganesti í starfi og á
samskipti okkar bar aldrei skugga
síðan. Gylfi var frumkvöðull í klín-
isku starfi sem var óþreytandi að
handleiða, útskýra og sýna hvernig
ætti að skrifa skýrslur og vinna
gögn. Hann kenndi mér að nota
sálfræðipróf á Íslandi sem hann
hafði sjálfur þýtt og staðlað hér
ásamt öðrum sálfræðingum. Sem
yfirmaður hélt hann vel utan um
sálfræðingahópinn og þótt okkur,
yngri sálfræðingum, fyndist stund-
um að breytingar gengju ekki
nægilega hratt fyrir sig í byrjun
var ljóst að hann var trygglyndur
sínu fagi. Hann stóð alltaf með sín-
um.
Það sem mér hefur alltaf þótt
mikils um vert í samstarfinu við
Gylfa voru þeir kostir sem komu
fram í næmi hans og innsæi í sálar-
líf fólks. Hann var fulltrúi djúpsál-
arfræðinnar,, eins og ýmsir af
brautryðjendum í faginu hérlendis,
og hafði af því áhyggjur að sál-
fræðikenningar þróuðust um of í
tæknilega átt þar sem áhugi á
manninum sjálfum og dýpra sálar-
lífi hans áttu ekki upp á pallborðið.
Sjálfur lifði hann eins og hann
lærði, hlustaði vel og af áhuga.
Hann fann ævinlega málsbætur í
erfiðum málum, var mildur í dóm-
um og átti ekki til hroka í fari sínu.
Gylfi gerði miklar kröfur til sín
um skrif, orðaforða og skýrslugerð
og var okkur starfsfélögum sínum
ómetanleg fyrirmynd á þessu sviði.
Hann var alltaf tilbúinn að búa í
haginn, lesa yfir og gefa góð ráð.
Ekki virtist hann leita að vegtyllum
og frama fyrir sjálfan sig, þótt
tækifærin væru næg, en var eðli-
lega oft beðinn um að vera í for-
svari. En hann var fyrstur til að
hvetja aðra til dáða. Þannig var
hann við mig að ævinlega þegar
starfsvettvangur og verkefni
breyttust gat ég reitt mig á stuðn-
ing hans og hann samgladdist þeg-
ar vel gekk. Þegar á bjátaði og per-
sónuleg áföll dundu yfir var
samkennd hans og hlýja vís. Hann
bauð sig fram. Fyrir það allt verð
ég honum þakklát alla tíð.
Eftir að hafa starfað í sjúkra-
húsgeiranum áratugum saman, síð-
ustu áratugi sem forstöðusálfræð-
ingur, hóf Gylfi á undanförnum
misserum að starfa á eigin vegum
meðal annars við skrif um sálfræði.
Einnig varð hann æ eftirsóttari til
að starfa á sérsviði sínu, klíniskum
sálfræðiathugunum í dómsmálum.
Ég varð þess aðnjótandi að starfa
með honum í mörgum slíkum og
það var enginn vafi á að í þessum
erfiðu og oft flóknu málum kom
þekking hans og styrkur sérlega
vel fram.
Gylfi fór allt of fljótt frá okkur,
við komum til að með að sakna
hans sárt í lífi og starfi. Við skulum
þó hafa hugfast að fyrirmynd eins
og Gylfa, bæði faglega og persónu-
lega, ber maður með sér gegnum
lífið og þannig mun okkar góði
félagi vera með okkur áfram þótt
hann sé genginn.
Ég sendi Erlu, lífsförunaut Gylfa
og besta félaga, og börnum hans
innilegar samúðarkveðjur.
Álfheiður Steinþórsdóttir.
Ég kynntist Gylfa Ásmundssyni
fyrst er við urðum samstarfsmenn
á geðverndardeild barna í Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur árið 1963.
Þar unnum við saman í fimm ár,eða
þar til geðverndardeildinni var lok-
að. Þessi deild Heilsuverndarstöðv-
arinnar annaðist alhliða geðvernd-
arþjónustu við börn. Þar unnum við
saman í fimm ár. Þau ár voru eft-
irminnileg, ekki hvað sízt fyrir
samvinnuna við Gylfa. Bæði var
það, að fræðigreinin, sálfræðin,
sem hér var hagnýtt til gagns fyrir
fólk, átti vel við Gylfa og svo það að
skapgerð hans var slík, að klínísk
störf léku honum í hendi. Börnin
sem til okkar komu áttu við ýmsan
vanda að etja. En Gylfi hafði ein-
stakan hæfileika til að koma til
móts við þau, finna hvað amaði að
og síðan að koma auga á, hvernig
hægt var að koma til hjálpar. Þegar
geðverndardeildinni var lokað árið
1968 kom það ekki á óvart, að Gylfa
var falið viðamikið ábyrgðarstarf
sem fólst í því að byggja upp sál-
fræðiþjónustu geðdeildar Landspít-
alans. Þar varð hann síðan yfirsál-
fræðingur um margra ára skeið.
Þegar upp úr 1960 voru sálfræð-
ingar orðnir það fjölmennur hópur,
að þeir höfðu stofnað með sér félag
(1954). Eftir að við komum heim frá
námi sóttum við Gylfi fundi í félag-
inu. Það var á þeim árum fræða-
félag og opið þeim sem lokið höfðu
háskólaprófi í sálfræði eða heim-
speki. Við Gylfi vorum teknir inn í
félagið á sama fundinum árið 1963.
Mér eru minnisstæð ummæli
Matthíasar Jónassonar, sem þá var
formaður félagsins, á þeim fundi.
Hann mælti á þá leið, að hann
vænti þess að innganga þessara
ungu manna í félagið yrði því til
góðs. Ég hygg, að það hafi farið
eftir. Um tíma sátum við Gylfi sam-
an í stjórn þess félags og síðar varð
hann formaður. Þá kom að því árið
1983, að Gylfi hringir í mig og seg-
ir, að hann vilji stinga upp á mér
við formannskjör í Sálfræðinga-
félaginu á næsta aðalfundi. Ég
sagði Gylfa að ég hefði hugsað mér
að gera annað við tímann. En á
hinn bóginn yrði ég að segja, að
mér þætti alltaf vænt um það félag
og vildi vinna því það gott sem ég
gæti. Það varð úr, að stungið var
upp á mér á fundinum og sálfræð-
ingar sýndu mér síðan það traust
að kjósa mig til formanns í þrjú
kjörtímabil (til 1989).
Þá er og frá því að segja að Gylfi
stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu fyr-
ir nokkrum árum um áfengissýki
en hann hafði staðið fyrir umfangs-
miklum rannsóknum á því sviði um
árabil. Þá hringdi í mig sálfræð-
ingur í Varsjá og spurði hvort það
væri ekki öruggt að hún myndi sjá
og hitta Gylfa Ásmundsson á þess-
ari ráðstefnu. Ég kvað svo vera.
Tveir pólskir sálfræðingar komu
svo hingað á ráðstefnuna en fyrst
og fremst til að heyra og sjá Gylfa.
Í Póllandi var nafn hans þekkt (af
greinum í tímaritum) og niðurstöð-
ur hans og aðferðir höfðu verið
nýttar þar með góðum árangri.
Gylfi ruddi brautina fyrir hag-
nýtingu sálfræðilegrar þekkingar á
Íslandi. Hann sýndi hvað sálfræðin
megnar að gera í þágu þeirra sem
þjást af ýmsum geðröskunum. Og í
kjölfarið komu svo aðrir sem halda
merkinu hátt á loft.
Minningin lifir um góðan dreng
og mætan mann.
Arnór Hannibalsson.
Fleiri minningargreinar
um Gylfa Ásmundsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.