Morgunblaðið - 16.01.2001, Page 48

Morgunblaðið - 16.01.2001, Page 48
MINNINGAR 48 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ég sit hér í fallega Héraðsbókasafninu á Kirkjubæjarklaustri sem Jóna Þorsteinsdóttir byggði upp. Hér er margt sem minnir á Jónu. Hún skipulagði safnið, merkti og skráði allar bækur sem hér eru, raðaði upp af alúð og nákvæmni. Henni tókst að tölvuskrá allt safnið, yfir 10.000 bækur, og koma þeim haganlega fyrir. Þau hjónin litu hér inn í haust og þá voru börn hér við vinnu og bækur á borðum og stólum. Ég reyndi að afsaka útganginn en Jóna brosti sínu blíðasta og ég sá að hún var ánægð með það líf sem var á safninu. Það er ómetanlegt fyrir okkur sem búum á Kirkjubæjar- klaustri að fá að njóta þess að henni tókst að byggja upp þetta góða bóka- safn. Margar ánægjustundir áttum við Jóna saman hér á safninu. Hún sagði mér ýmislegt úr sögu héraðsins, frá baráttunni fyrir að fá hér skóla, heilsugæslustöð og jafnvel ljósa- staura. Margt það sem við göngum að sem gefnu þurfti að berjast við að koma á laggirnar. Jóna og sr. Sig- urjón lögðu þar sitt af mörkum fyrir þetta litla þorp. Jóna var jafnrétt- issinnuð og það hlakkaði í henni þeg- ar Klaustur var kallað konuríki. Hún vildi allt til vinna að börnin okkar hér fengju sem best veganesti út í heim- inn og gætu nýtt þau tækifæri sem þar gæfust. Stundum kom hún glað- leg á kennarastofuna með úrklippu úr blaði þar sem var sagt frá sigrum fyrrverandi nemenda hennar. Hún fylgdist með þeim og gladdist fyrir þeirra hönd. Ógleymanleg er ferð Kirkjukórs Prestbakkakirkju til Kaupmanna- hafnar í júní árið 1996. Þar gengu þau sr. Sigurjón og Jóna með okkur um götur Kaupmannahafnar og röktu sögu borgarinnar og sögu Ís- JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR ✝ Jóna Þorsteins-dóttir fæddist í Sauðlauksdal í Rauðasandshreppi í Vestur-Barðastrand- arsýslu 21. febrúar 1927. Hún lést á Landspítalanum í Kópavogi 6. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 12. janúar. lendinga í Kaupmanna- höfn. Þá var glatt á hjalla og sólin lék við okkur. Þannig verður einnig minning mín um Jónu, björt, hlý og kraftmikil. Héraðsbókasafnið á Kirkjubæjarklaustri er og verður veglegur minnisvarði um farsælt ævistarf Jónu Þor- steinsdóttur. Sr. Sigurjóni, fjöl- skyldu og vinum votta ég samúð mína. Lilja Magnúsdóttir. Jóna Þorsteinsdóttir, bókasafns- fræðingur og fyrrverandi prestsfrú á Kirkjubæjarklaustri, hefur kvatt okkur á 74. aldursári eftir erfið veik- indi. Við höfum átt hana að vini um nærfellt hálfa öld, svo að aldrei hefur þar borið skugga á. Við hörmum frá- fall þessarar kraftmiklu atorkukonu, sem auðgaði tilveruna í kringum sig og skilur eftir sjóð dýrmætra minn- inga og söknuð okkar vina hennar. Jóna var hæfileikarík og vel menntuð kona til þeirra starfa, sem hún haslaði sér völl á. Hún lauk námi í handavinnu í kennaradeild Kenn- araskólans, nokkrum árum síðar BA-prófi í bóksafnsfræði og dönsku við Háskóla Íslands, og fór náms- ferðir erlendis, til undirbúnings starfi sínu við grunnskólann á Kirkjubæjarklaustri. Þar starfaði hún um langt skeið eftir að þau Sig- urjón fluttust þangað austur um miðjan sjöunda áratuginn. Raunar höfðu þau hjónin veg og vanda af unglingakennslu á Klaustri frá 1965, þar til Kirkjubæjarskóli tók til starfa í nýjum húsakynnum. Og árið 1979 varð hún bókavörður við héraðs- bókasafnið þar á staðnum. Síðustu árin á Klaustri vann hún að því að koma bókasafninu fyrir í nýju og glæsilegu húsnæði tengdu skólan- um, og ég veit, að hún hefur notið sín vel í því starfi, og þar var safnið í traustum höndum. Þannig varð Jóna forystumaður á sviði skóla- og menn- ingarmála þar eystra. Hún lét ekki þar við sitja, en tók að sinna málefnum sveitarfélagsins að öðru leyti. Var hún fyrsta konan þar til að taka sæti í hreppsnefnd, fyrst sem varamaður, en síðan eitt kjörtímabil (1974–78) sem aðalmað- ur. Engan vafa tel ég á því, að þar hafi hæfileikar hennar nýtzt með eindæmum vel, svo dugleg, hagsýn og framfarasinnuð sem hún var. Síð- an settist sr. Sigurjón í sveitar- stjórnina og gerðist oddviti 1978–82, svo að þau hjón lögðu drjúgan skerf af mörkum í þágu sveitarfélagsins í góðri samvinnu við sveitunga sína, sem kunnu vel að meta þessi sköru- legu prestshjón, sem áttu eftir að sitja Kirkjubæjarklausturspresta- kall með sóma í 35 ár. Hvarvetna þar sem þau létu til sín taka spratt upp eitthvað, sem til heilla og framfara horfði í menningu og félagsmálum. Jóna var ótrauður forystumaður fyrir stofnun heilsu- gæzlustöðvarinnar á Klaustri 1974, og gerðist formaður hönnunarnefnd- ar hennar. Komst stöðin á fót eftir mikla baráttu ekki sízt þeirra hjóna, enda þeim báðum ljóst, að þar var um einn hornstein mannlífs á Klaustri að ræða. Og ekki er ég í nokkrum vafa um, að Jóna studdi mann sinn og sveitunga þeirra með ráðum og dáð, þegar unnið var að því að koma upp minningarkapellunni um eldprestinn Jón Steingrímsson, á tveggja alda afmæli Skaftárelda. Hefur það hús vafalaust ekki aðeins eflt kristnihald, en einnig orðið að- dráttarafl fyrir sívaxandi fjölda ferðamanna, og vakið athygli á merkum þætti í sögu lands og þjóð- ar. Um leið og Jóna var vakin og sofin í að efla menningu í héraðinu og lífs- möguleika fólksins til að búa þar var hún jafnframt húsmóðir á prests- setri, þar sem að mörgu þurfti að hyggja, gestir og gangandi áttu þar leið um og öllum tekið með ljúf- mennsku og gestrisni. Þar sköpuðu þau Sigurjón einkar fagurt heimili og ólu upp börnin sín tvö, Æsu og Ketil, sem bæði hafa sýnt, að þeim kippir í kynið um greind og hæfi- leika, Æsa sagn- og listfræðingur, búsett í París, og Ketill lögfræðingur og háskólakennari. Á þessari kveðjustund á ég og mitt fólk góðar minningar um Jónu Þorsteinsdóttur. Frá því hún gekk í hjónaband með vini mínum Sigur- jóni Einarssyni hafa greiðir gagn- vegir legið milli heimila okkar í hart- nær hálfa öld. Og ekki hefur okkur Sigurjón órað fyrir því, er við ferð- uðumst austur á Síðu sumarið 1958, að nokkrum árum síðar yrði hann prestur þar og þau Jóna þar heim- ilisföst næstu áratugina. En Klaust- ur og hið fagra hérað heillaði. Á rausnarheimili þeirra var tekið á móti ættingjum og vinum af inni- leik og gestrisni, og fléttaðist allt fróðlegum og skemmtilegum sam- ræðum um land og sögu og það sem efst var á baugi í þjóðlífinu. Á þeim stundum sýndi Jóna ekki aðeins hví- lík húsfreyja hún var á sviði mat- argerðar, heldur líka, hversu lifandi hún var í umræðum um öll möguleg mál á líðandi stund. Eins og bóka- safnsfræðingi hæfði las hún mikið, enda afar fróðleiksfús og fylgdist einstaklega vel með málefnum utan- lands og innan. Listviðburði í Reykjavík sótti hún, hvenær sem færi gafst. Hún hafði ákveðnar og sjálfstæðar skoðanir á mönnum og málefnum, sem hún lét í ljós af ein- beitni og hreinskilni. Og ekki má gleyma, að æskulýðurinn, eins og Jóna kallaði börnin sín og vini þeirra, sem komu í heimsókn, naut hins bezta atlætis sem hugsazt gat á þessu heimili. Þess minnast mín börn, er þau hugsa til heimsókna á Klaustur í gegnum árin. Það var til- hlökkunarefni að koma þar í hús. Fyrir allar gleðistundirnar á Klaustri hjá Jónu og Sigurjóni erum við fjölskylda mín þakklát, og ekki síður fyrir samfylgd með þeim, bæði um slóðir Skaftárþings og aðrar á landi hér, eða samveru í menning- arborgum Evrópu, – koma þá í hug Kaupmannahöfn, París og Vínar- borg, en sú síðastnefnda var ekki sízt eftirlætisborg þeirra hjóna, eftir að þau höfðu dvalizt þar um skeið á fyrri árum og þekktu borgina út og inn. Ég kynntist Jónu fyrst sem ungri og frjálslegri Reykjavíkurstúlku, og við urðum samferða á fjölmennt heimsmót æskunnar í Búkarest á þeim tímum, þegar með mörgu ungu fólki lifði sterkur vonarneisti um nýtt þjóðfélag jafnréttis og bræðra- lags. Við sungum sönginn góða um æskuna, sem tengir vináttubönd „yf- ir heimsbyggðir allar“, og á að láta „rætast fólksins draum um frið á jörð“. Við urðum þó í umróti tímans að reka okkur á þann bitra veruleik, að slíkar draumsýnir eru víðs fjarri. En alla tíð var Jóna mikil baráttu- kona fyrir réttlætismálum, og þegar kvennahreyfingin reis á legg upp úr 1970 lagði hún henni lið af heilum hug og var einarður talsmaður fyrir óskoruðu jafnrétti kynjanna, og auð- sær árangur þeirrar baráttu var henni gleðiefni. Við Elsa og börn okkar þökkum Jónu fyrir allt og allt og kveðjum hana með miklum söknuði og eft- irsjá. Við sendum vinum okkar Sig- urjóni, Æsu og Katli og fjölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur á sorgarstund. Einar Laxness. Mér er minnisstæð fyrsta koma mín á heimili Jónu Þorsteinsdóttur og Sigurjóns Einarssonar. Þá höfðum við þekkst ónáið í nokkur ár, en nú átti ég við þau einkaerindi: að fá son minn skírðan. Jóna hafði undirbúið athöfnina af þeirri nákvæmu smekkvísi sem henni var lagin: breitt drifhvítan út- saumaðan dúk á lítið borð við glugga, kveikt á kerti í fallegum stjaka sem stóð spölkorn frá skírnarskálinni; ljósið speglaðist í rúðunni. Auk okk- ar feðga og prestshjóna voru ekki aðrir viðstaddir en Æsa dóttir þeirra fjögurra ára og lofaði að vera ósköp stillt sem hún vel efndi. Skírnar- sveinninn var reyndar 14 ára forbítill óhátíðlegur í fasi hversdagslega en nú svo hrærður af helgiblæ stund- arinnar að ég hygg hún sé honum enn ómáð í minni. Síðan þetta gerð- ist hefur séra Sigurjón annast fjórar hjónavígslur og fimm skírnir í fjöl- skyldu okkar, og alltaf prýddi Jóna samkvæmið með nærveru sinni þar til í sumar að henni var of brugðið vegna veikinda sem nú hafa fengið sorglegan endi. Við samverkamenn séra Sigur- jóns við Gagnfræðaskólann í Kópa- vogi vorum ekkert hrifnir af að missa hann úr hópnum út á land 1964. En fyrst svo varð að vera hefði ég sem niðji eldklerksins hvergi vilj- að vita af þessum vinum mínum ann- ars staðar fremur en á Kirkjubæj- arklaustri. Enda létum við ekki lengi dragast að sækja þau heim. Það var um verslunarmannahelgina að við hjón og Stefán Hörður Grímsson skáld lögðum upp í langferð á litlum Fiat sem ég hafði nýlega eignast og var ekki ýkja traust farartæki. Mér stóð ógn af Mýrdalssandi, en ákaf- lega var gaman að aka Skaftárelda- hraunið eftir gamla veginum sem þræddi hverja lægð og hvern hól svo maður var sem á ljúfri siglingu um mjúkt mosahaf. Prestssetrið var yf- irfullt af gestum, en við vorum sjálf- bjarga og tjölduðum í garðinum hjá klerki. Daginn eftir var messað í bænhús- inu á Núpsstað. Slíkt hafði ekki gerst um óralanga tíð, en séra Sigurjón hélt þeirri venju öll sín ár á Klaustri að messa á Núpsstað um verslunar- mannahelgina og þurfti aldrei að kvarta undan slælegri kirkjusókn. Þar komust færri inn en vildu. Hannes póstur studdi bænhúskamp- inn, hallaðist fram á stafprik sitt, hafði staðið þar síðan á 17. öld eða lengur og orðinn samgróinn um- hverfinu. Eftir að hafa þegið kirkju- kaffi hjá Núpsstaðarfeðgum ókum við bílafylkingu í Klausturátt. Á ein- um stað var staldrað við til að huga að berjum. Þar var lækjarsytra í vegi of breið yfir að stökkva og virt- ist sumum farartálmi. Frú Guðrún móðir Jónu var með í hópnum á peysufötum og blánkuskóm. Hún lét sér hvergi bregða, settist á þúfukoll, snaraðist úr skóm og sokkum og óð yfir eins og ung smalastúlka þótt komin væri á sjötugsaldur. Við það óx öðrum svo kjarkur að allir komust klakklaust yfir. Þess má að lokum geta að svo náin urðu tengsl gamla póstsins og prestsins unga að þegar við hjón vorum með Sigurjóni og Jónu í Kaupmannahöfn sumarið 1968 hófst hann upp úr einsmanns- hljóði einn morguninn og mælti: Nú er Hannes á Núpsstað allur. Og það var rétt. Hann hafði andast um nóttina. Já, það var hið mikla ár 68 sem heil kynslóð kennir sig við, ár innrás- arinnar í Tékkóslóvakíu, ár stúd- entauppreisna, hernáms háskóla, sendiráða og ráðuneyta. Það sumar grófu gömlu bolsarnir Sigurjón á Klaustri og Einar Bragi sig því dýpra í skjalabunka Konungsbók- hlöðu og Ríkisskjalasafns sem ungir fullhugar þeyttu fræðaskruddum frá sér af dýpri heift, sumir á svo miklu hraðspani til vinstri að þeir voru fyrr en varði komnir hringinn og stóðu okkur á hægri hönd jafnsperrtir og áður á vinstri. Þetta var dýrlegt sumar í Kaupinhöfn með sólskin upp á hvern dag. Klausturhjón höfðu tveim árum fyrr eignast son sem nú var á því yndislega þroskastigi er greinir engan tignarmun á Grundt- vigskirkju og fílahúsinu í dýragarð- inum en dáist að hvorumtveggju stærðarinnar vegna. Æsa orðin 9 ára ábyrgðarfull ungfrú sem hafði gætur á að gamli Carlsberg rynni ekki í óhófi um kverkar körlum. Og þannig liðu dægrin fram á haust. Á þessu fagra umbrotasumri bundumst við vináttuböndum sem rakna ekki hvernig sem veröldin veltist. Allmörgum árum síðar sýndu Klausturhjón okkur það fágæta veg- *        ,'7   )   !0!)     )   1 & 2  (+)+ +!      8 ++-+  7 ++9& -+  7  + &:))   :+  )*     17 +)*   8;+  )*  8 ++  *  )* & 3           <  6 ' =  > !  %# , -+    !"   4 5 !"  6+  8-  ?) )% ) ?)  ;+:" + )*  7 8%  -+ '( ?) " 7 )*   137 )*  9*+:" +: % -+ % 3<9*+)* & *   +     7 <97':  7" %## 71 (       !     % 5 !"  6+        ?-& )?-%1"$3) &                                !"    "#   $   %& ' (  #! )       ) (       (     * + ,( ( $ $ &

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.