Morgunblaðið - 16.01.2001, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 16.01.2001, Qupperneq 51
Sjálf verð ég Guggu ævinlega þakklát fyrir alla þá góðvild, upp- örvun og umhyggjusemi er hún sýndi mér og mínu fólki. Henni var svo eðlislægt að samgleðjast er vel gekk og sýna stuðning í andstreymi lífsins. Skömmu eftir fimmtugt varð vart alvarlegra veikinda hjá Guggu. Hún náði að vinna á þeim bug og lifa lífinu áfram með reisn. Hún hóf vinnu utan heimilis, ferð- aðist þá gjarnan um á hjóli, synti, stundaði dansæfingar, lærði á bíl og gerði víðreist með Guðmundi sínum. Veikindum síðustu ára tók hún með því æðruleysi sem alla tíð einkenndu hana. Það amaði ekkert að henni að eigin sögn, en „hvern- ig er hjá þér“? „Gangi þér allt í haginn“ voru hennar síðustu kveðjuorð til mín er ég heimsótti hana á sjúkrahús skömmu fyrir jól. Líkaminn var örþreyttur, en sálarþrekið óbilað. Enn sem fyrr stafaði frá henni kærleika og velvild. Ég og móðir mín, Vilborg Kristófersdóttir á Læk, viljum við leiðarlok þakka margra áratuga órofa vináttu og vottum ástvinum samúð okkar, vitandi að góðar minningar um mæta konu verða ekki burtu teknar. Vertu mín ljúfust kært kvödd. Ásdís Einarsdóttir. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Já, minningarnar streyma fram þegar hún Gugga vinkona er búin að fá hvíldina eftir ströng og erfið veikindi, sem hún bar með ein- stökum sálarstyrk til hinstu stund- ar. Hún hefur verið mín besta vinkona frá því ég man fyrst eftir mér. Við ólumst upp hvor sínu megin við Suðurgötuna þar sem Gugga átti alla tíð heima þótt hún færði sig aðeins neðar í götuna er hún giftist Mumma, en þau bjuggu allan sinn búskap á Suðurgötu 64. Það var gott að koma í Efstabæ til Söllu mömmu hennar. Hún var alltaf heima og tók vel á móti okk- ur. Ekki var síðra að koma í kjall- arann til Villa pabba hennar, þar sem hann vann við að setja upp línu eða sortera kartöflur. Við krakkarnir hópuðumst í kringum hann og hlustuðum á ævintýrin um Digga og vini hans. Þetta voru framhaldssögur, æðislega spenn- andi, sem hann skáldaði á staðn- um. Ég hef oft hugsað um það hvað það hefði verið gaman ef þetta hefði verið skráð niður og gefið út. Á vorin áður en sett var niður í kartöflugarðana fór fullorðna fólkið með okkur í sláboltaleik og var Villi þar fremstur í flokki hress og kátur. Þetta þótti okkur krökkunum alveg frábært. Við vinkonurnar áttum bú í klettun- um fyrir neðan Uppkot, þar sem ég átti heima. Þar stendur nú sementsverksmiðjan. Í bökkunum var leir sem við gerðum kökur úr og skreyttum með blómum. Svo var búðarleikur uppáhaldsleikur- inn okkar. Ekki má gleyma Langasandinum, þar sem við héldum til hálfa og heilu dagana, byggðum hús, hoppuðum í parís og busluðum í sjónum. Í minn- ingunni var alltaf sól í þá daga. Er við vorum 12 og 13 ára geng- um við í skátafélagið. Það voru skemmtilegir tímar með fundum, vinnukvöldum, gönguferðum og útilegum. Þar eignuðust við marg- ar góðar vinkonur, sem enn halda hópinn. Þegar Svannasveitin fyrir eldri skáta var stofnuð vorum við þar með. Svo komu unglings- og fullorðinsárin og alvara lífsins tók við. Við giftum okkur og bjuggum báðar hér á Skaga. Börnin komu hvert af öðru og nóg var að snúast. Alltaf var hún Gugga sama góða vinkonan, svo heilsteypt, víðsýn og kærleiksrík. Þegar börnin voru uppkomin og við hjónin keyptum hannyrðabúðina var það mitt fyrsta verk að biðja Guggu að vinna hjá mér. Og það gerði hún. Báðar höfðum við unnið sem ungar stúlkur við afgreiðslustörf, hún hjá verslun B.Ó. og Co og ég hjá verslun H.B. og Co. Kannski var það óðs manns æði að fara út í verslunarrekstur á slíkum verðbólgutíma sem þá var. En þetta var nú samt gaman og ekki var nú verra að hafa sína góðu vinkonu sér við hlið og kannski má segja að við værum aftur komnar í búðarleik. Elsku Gugga, við hjónin þökkum þér fyrir þinn trúnað og tryggð, sem var alveg ómetanlegt í svona starfi. Guð veri með þér. Elsku Mummi og fjöskylda, við sendum ykkur öllum okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að halda verndarhendi sinni yfir ykkur. Þorbjörg L. Þorbjörnsdóttir (Bobba í Uppkoti). MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 51 3          7 < !   +)%$ @ 8 1+ 1        ) )" !"   4 !" !! !!!  !"  $ %&& :$+  +%) $+  + $+ -% + + $+& 2     , 09        !" !! !   !"   $ && 5 ) 7 !)"    5%1;-+  ++%( )*  5 -%5%1;)*  %  7&+ -+ +% 5%1;)*  +)4:" + -+ ) 5%1;)*  ,- ++5%1;-+  "*+5%1;-+ 5 %   +)*  8"$) 5%1;)*  9*+  +)-+ 9* ++ 5%1;)*    +)  &  -+ 1 + 5%1;)*  ,-8"$1-+ ,-%5%1;-+ 9*+5%1;-+ 5%1;,* ++ -+ 5 % :+) )*       + $+-% + + $+& *   !   : 7 5 A ' ! ++ 1-)#BC ! 8!"   /(   5 !"  )    ! 0!)   !"  $ 98 "    ( :+) )*  + :+) -+ ( :+) )*   ;+ 1+)* & ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 allan sólarhringinn — utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Sjáum um útfararþjónustu á allri landsbyggðinni. Áratuga reynsla. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Á unglingsárum vann Guðmundur ýmis störf, m.a. við byggingarvinnu. Hann lauk sveinsprófi í vélvirkjun frá vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík árið 1952. Var félagi í Járniðnaðarmanna- félaginu í hartnær hálfa öld eða frá 28. maí 1953. Eftir það vinnur hann ein- göngu við járnsmíðar, m.a. við Búr- fellsvirkjun árin 66-67. Til Svíþjóðar fer hann 1968 og vinnur hjá Kokum- skipasmíðastöðinni um eins árs skeið. Svíþjóðardvölinni lauk hann með heimsókn til frænda síns og vinar, Magnúsar Guðmundssonar í Odense, Danmörku. Síðar starfaði Guðmund- ur á ýmsum stöðum, m.a. Lands- smiðjunni, Stálvík og Straumsvík. Síðustu ár starfaði Guðmundur á járnsmíðaverkstæði Reykjavíkur- hafnar. Vinnufélagi og samferðamaður frá æskuárum rifjaði upp samstarf þeirra, báðir af gamla skólanum, bíl- lausir, treysta á ferðir milli staða, allt- GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON ✝ Guðmundur Guð-mundsson var fæddur í Reykjavík 13. janúar 1931. Hann lést 4. janúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Magnús- dóttur, f. 12.5. 1908 í Hattadalskoti, Álfta- firði v/Ísafjarðar- djúp, d. 20.3. 1978 og Guðmundar Júl. Guðmundssonar, f. 25.5. 1893 í Reykja- vík, d. 14.7. 1952, starfsmaður Reykja- víkurhafnar nær allan sinn starfs- aldur. Systkini Guðmundar: Ósk- ar Kristján Guðmundsson, f. 22.5. 1933, d. 22.4. 1946; Páll Ingvi Guð- mundsson, f. 4.11. 1934; Kristjana Margrét Guðmundsdóttir, f. 3.9. 1937. Útför Guðmundar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. af mættir á réttum tíma. Stóðu daginn þar til vinnu lauk. Guðmundur var ekki allra, gat verið ákveðinn ef því var að skipta. Hann teiknaði töluvert og málaði, hafði gaman af, ekki síst ef glytti í skop. Flestar mynda sinna rétti hann öðrum, vildi ekki að þær ryk- féllu hjá sér. Myndavél- ina hafði hann oft með- ferðis og pípustertinn skildi hann sjaldnast við sig. Fennir í fótspor ferðamanna, svo í heimhaga sem í hágöngum, fljótt í sum, seinna í önnur, loks í allra eins. Einn er hver á vegi þó með öðrum fari, einn í áfanga þó með öðrum sé, einn um lífsreynslu, einn um minningar, enginn veit annars hug. Samt er í samfylgd sumra manna andblær friðar án yfirlætis, áhrif góðvildar, inntak hamingju þeim er njóta nær. Því skal þér, bróðir, þessi kveðja allshugar send þó orðfá sé því skulu þér þökkuð, bróðir, öll hin liðnu ár. (Guðmundur Böðvarsson.) Vertu kært kvaddur. Þín systir, K. Margrét Guðmundsdóttir. Okkur langar með nokkrum orðum að minnast móðurbróður okkar og frænda, Guðmundar Guðmundsson- ar, sem lést 4. janúar síðastliðinn. Leiðir okkar hafa legið saman í nokkra áratugi samanlagt. Margs er að minnast. Einhvern veginn eru orð- in alltaf svo fátækleg yfir eiginleika og athafnir, leik og gleði þegar ástvin- ur kveður. Þú hlaust mikla listhneigð í vöggu- gjöf og naust þess að teikna og mála. Þú varst örlátur og gjafmildur – gafst flest þín verk öðrum sem kunnu að njóta. Þú hafðir yndi af lestri fræðirita um land og dýr. Þú myndaðir margt og marga. Þú varst lítið fyrir pjátur, príl og skrum. Þú varst hreinskiptinn og heiðar- legur. Þú varst ákveðinn og oft stífur á meiningunni. Þú gast verið ör og framkvæmt fljótt. Þú varst sjálfum þér samkvæmur. Þú varst þú. Okkur systrunum þykir ljúft til þess að vita að þú sofnaðir á friðsælan hátt. Gekkst til hvílu að kvöldi og vakn- aðir ekki meir. Stutt var í sjötugsaf- mælið og þú varst um það bil að ljúka þínum starfsdegi þegar kallið kom. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matth. Joch.) Kæri frændi, þökkum þér samfylgd- ina í gegnum árin. Guðrún, Hjördís og Brynja Ástráðsdætur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.