Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 53 AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R ATVINNA ÓSKAST Rafvirki Get bætt við mig verkum í rafvirkjun. Uppl. í símum 483 3799 og 698 3799. Verslun við Laugaveg óskar eftir starfskrafti, ekki yngri en 25 ára. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir, merktar „E — 10599", sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 19. janúar. Langar þig að læra konditori í Danmörku í dönsku konditoríi? Allar nánari upplýsingar gefur Karsten í síma 694 9899. Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Líffræðikennari Kennara vantar í fulla stöðu í líffræði á vorönn 2001. Laun samkvæmt nýgerðum kjarasamn- ingi KÍ og fjármálaráðherra. Upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 570 5600. www.fb.is — fb@fb.is . Skólameistari. Starfsmaður í grænmetisvinnslu Hollt og Gott ehf. óskar eftir að ráða starfs- mann í vinnslu fyrirtækisins í Reykjavík. Vinnu- tími er frá kl. 7:00—15:00. Nánari upplýsingar veita Ingibjörn Sigurbergsson framkvæmda- stjóri og Gunnlaugur Reynisson verkstjóri í síma 575 6051. Tölvumaður Auglýst er eftir tölvumanni til starfa að rekstri tölvukerfa utanríkisráðuneytisins. Leitað er að kerfisfræðingi eða rafeindavirkja, sem hefur sérþekkingu og reynslu af rekstri á Lotus Notes. Einnig er æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á GoPro skjalastjórnunarkerfinu. Viðkomandi þarf einnig að kunna góð skil á Novell netkerf- um og Windows stýrikerfum. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Skriflegar umsóknir sendist utanríkisráðuneyt- inu ekki síðar en 30. janúar nk. Utanríkisráðuneytið, 9. janúar 2001. ⓦ í Hafnarfjörð, Miðbæ, og í afleysingar á Arnarnesi. Sérkennarar Laus til umsóknar staða kennsluráðgjafa á Skólaskrifstofu Suðurlands Helstu verkefni: ● Greining á námslegri stöðu einstaklinga og hópa. ● Athuganir á hegðun og líðan nemenda. ● Ráðgjöf til kennara og leiðbeiningar til for- eldra. ● Eftirfylgd með börnum með fatlanir og mikla námserfiðleika. ● Ýmis sérverkefni. Menntunarkröfur: Framhaldsnám í sérkennslufræðum og grunn- skólakennararéttindi eru skilyrði. Ágæt laun eru í boði og mjög vel að starfs- mönnum búið til að sinna endur- og símennt- un, erlendis sem og hérlendis. Umsókn um starfið, ásamt yfirliti um náms- og starfsferil, sendist Skólaskrifstofu Suður- lands, Austurvegi 56, 800 Selfoss, fyrir 1. febrú- ar 2001. Á vefslóðinni www.sudurland.is/skolasud/ er að finna upplýsingar um skrifstofuna. Nánari upplýsingar veitir Kristín Hreinsdóttir, forstöðumaður, í síma 482 1905. Tækifæri fyrir þig! Sölumaður Við leitum að ábyrgum, jákvæðum, hressum og hugmyndaríkum einstakl- ingum í fullt starf og hlutastarf sem eru tilbúnir að vinna fyrir ört vaxandi fyrir- tæki á herrafatamarkaðnum. Viðkom- andi þurfa ekki að hafa víðtæka reynslu af sölumennsku, en áhuginn þarf að vera til staðar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Reyklaus vinnustaður! Skriflegar umsóknir, ásamt mynd, sendist til Dressmann á Íslandi, Lauga- vegi 18b, merktar: „Sölumaður“, fyrir 22. janúar. Dressmann er stærsti hlutinn í Varner Group-keðj- unni. Keðjan er leiðandi á herrafatamarkaðnum í Skandinavíu. Dressmann má finna í 6 löndum: Íslandi, Lettlandi, Póllandi, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Fyr- irtækið fer ört vaxandi og undanfarin 3 ár hafa verið opnaðar yfir 100 verslanir í Svíþjóð. Dressmann er vel þekkt fyrir nútímalegan verslunarrekstur, þar sem markmiðið er að hvetja og virkja alla starfsmenn fyrir- tækisins. Reiknistofnun Unix kerfisstjóri Reiknistofnun Háskóla Íslands óskar að ráða UNIX kerfisstjóra Starfið felst í UNIX kerfisstjórn tölvukerfa Háskóla Íslands. Stofnunin er vel staðsett þjónustu- stofnun í fjölbreyttu rekstrarumhverfi. Áhersla er lögð á hátækni og símenntun í starfi. Stýrikerfi eru HP-UX, SUN Solaris, AIX-Unix og Linux. Hæfniskröfur Leitað er að áhugasömum tölvunar-, kerfis-, verk- eða tæknifræðingi, eða aðila með mennt- un og reynslu í UNIX kerfisstjórn. Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með sjálfstæð vinnubrögð og hafa hæfileika í mannlegum samskiptum og hópvinnu. Sarfið hentar jafnt konum sem körlum. Laun eru samkvæmt kjarasamningum fjár- málaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 29. janúar 2001. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Skriflegum umsóknum skal skila til starfsmannasviðs Háskóla Íslands við Suð- urgötu, 101 Reykjavík. Öllum umsóknum verð- ur svarað og umsækjendum tilkynnt um ráð- stöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir: Sæþór L. Jónsson, forstöðumaður RHÍ (slj@hi.is) í síma 525 4746. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TIL SÖLU Sumarhúsalóðir Til sölu tvær samliggjandi sumarhúsalóðir í Ásgarðslandi í Grímsnesi, 8.000 fm hvor. Rafmagn, heitt og kalt vatn. Frábær staðsetning. Upplýsingar í síma 893 9500. Til sölu Til sölu eru 11, sem ný, Fléttu 2000 skrifborð. Stærð 160x80 cm, með 100x60 cm hliðarborði og útdreginni lykilborðsplötu, 30x70 cm. Hagstætt verð. Upplýsingar í síma 899 2822 milli kl. 9.00 og 17.00 á virkum dögum. Til sölu Af persónulegum ástæðum er ein besta tísku- og skartvöruverslun landsins til sölu. Getur hæglega tryggt fjölskyldu eða tveimur sam- hentum einstaklingum góða afkomu. Hafið samband við Ragnar Tómasson í síma 896 2222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.