Morgunblaðið - 16.01.2001, Page 55

Morgunblaðið - 16.01.2001, Page 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 55 NÝGERÐIR kjara- samningar við grunn- skólakennara eru um mjög margt tímamót í skólamálum þjóðarinn- ar og löngu tímabær við- urkenning á því þýðing- armikla hlutverki sem kennarar gegna í ís- lensku þjóðfélagi. Það er ástæða til þess að- þakka það gríðarlega starf sem samninga- nefndir beggja aðila hafa unnið og sérstak- lega þá framtíðarsýn og vinnulag sem menn höfðu við gerð samning- anna með hag skóla- starfsins fyrst og fremst í huga. Þannig hefur sjálfstæði skólanna verið aukið til muna og án efa eiga eft- ir að koma í ljós fjölmargir spennandi möguleikar því samfara. Það er kannski skrýtinn vinkill í allri þessari umræðu að fara að tala um frí, en í þessum nýgerðu samn- ingum felst tímamótabreyting hvað varðar aukinn möguleika á samveru- stundum fjölskyldunnar og gríðarlegt hagsmunamál fyrir ferðaþjónustu í landinu – nefnilega vetrarfrí í grunn- skólum. Skólastarf á nú að fara fram á tímabilinu frá 20. ágúst til 10. júní og innan þessa tíma eiga að raðast 180 svokallaðir nemendadagar. Næsta haust munu skólastjórnendur og for- eldraráð í skólum setja saman dagatal fyrir skólastarfið allan þann vetur og er þar í fyrsta sinn kominn möguleiki á því að gera ráð fyrir vetrarorlofi í hverjum skóla fyrir sig. Gera má ráð fyrir, að hægt sé að gera ráð fyrir a.m.k. fimm skóladögum sam- fellt og jafnvel að hægt sé að tengja þá við jólafrí eða páskafrí, eða velja vetrarorlofi sjálf- stæðan tíma. Ljóst er, að starfsemi skólanna verður með misjöfnum hætti, en gera má ráð fyrir að hún verði sam- hæfð innan skólahverfa t.d. í Reykjavík. Ljóst verður hins vegar við upphaf skólaárs hve- nær viðkomandi skóli veitir vetrarorlof og foreldrar geta skipu- lagt sín eigin frí í samræmi við það. Hér er á ferðinni mál, sem mikið hefur verið rætt á vettvangi atvinnu- lífsins og launþegahreyfinganna, enda hefur launafólk verið beinlínis hvatt til þess að taka orlof að vetr- arlagi og umbunað með viðbótarfrí- dögum, ef þeir hafa verið teknir utan hefðbundins sumarleyfistíma. Reynsla nágrannaþjóða okkar af vetrarorlofi er góð og reynsla ferða- þjónustu í þeim löndum sýnir, að fólk ver þeim til stuttra ferða innanlands í miklum meirihluta. Með tilkomu vetarorlofs í skólum hérlendis, gefst Íslendingum því nýtt tækifæri til þess að ferðast um landið að vetrarlagi og nýta sér þá fjöl- breyttu möguleika og þjónustu, sem fyrir hendi er, en hefur verið mjög vannýtt á þeim tíma árs, sérstaklega á landsbyggðinni. Sú vannýting hefur aftur leitt til hærra verðs á þjónustu hér innanlands yfirleitt, sem valdið hefur því að innlend ferðaþjónusta hefur átt í vök að verjast í samkeppni við erlenda áfangastaði. Vetrarorlof í grunnskólum er löngu tímabær ráðstöfun og á eftir að veita fjölskyldum ómældar ánægjustundir á ferð um landið að vetrarlagi í fram- tíðinni. Fögnum vetrar- orlofi í skólum Helgi Pétursson Skólahald Vetrarorlof í grunn- skólum, segir Helgi Pétursson, er löngu tímabær ráðstöfun. Höfundur er borgarfulltrúi og situr í Markaðsráði ferðaþjónustunnar. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.