Morgunblaðið - 16.01.2001, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 16.01.2001, Qupperneq 60
UMRÆÐAN 60 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐ undanförnu hef- ur átt sér stað um- ræða, m.a. á síðum þessa fjölmiðils, um hvort leyfa eigi eldi á (norskum) laxi í kvíum hér við land. Að mínu mati hefur umræðan ekki verið uppbyggi- leg og í flestum tilvik- um borið á miklum fordómum í garð fisk- eldis. Menn sjá hættur sem stafa af fiskeldi í hverju skoti en virðast horfa algerlega framhjá þeirri stað- reynd að skv. skýrslum Veiðimála- stofnunar (1) hefur laxveiði í ám á Íslandi á síðustu 26 árum, minnkað um allt að 40%. Erfitt er að sjá að fiskeldi hafi haft nokkuð með það að gera. Ekki er laust við að maður fái á tilfinninguna að hér sé verið að fara þá alkunnu leið „að hengja bakara fyrir smið“. Undirritaður hefur vegna starfs síns kynnst fiskeldi og komið í fisk- eldistöðvar í um 20 löndum. Und- irritaður hefur einnig stundað stangveiði á Íslandi og tengst lax- veiðiám víða um heim vegna bún- aðar sem sem Vaki DNG hf. fram- leiðir. Það er mitt mat að fiskeldi sé með umhverfisvænni starfsemi sem völ er á jafnvel þótt samanburð- urinn sé við laxveiði í ám, svo ekki sé minnst á fiskveiðar eða stóriðju. Af ofangreindum kynnum mínum af fiskeldi víða um heim er ég sann- færður um að fiskeldi geti staðist ströngustu umhverfiskröfur okkar Íslendinga vegna þess að það stenst mjög strangar kröfur er- lendis nú þegar. Sem dæmi má nefna að Norðmenn hafa nýverið hafnað frekari vatnsaflsvirkjunum og álverum vegna umhverfis- ástæðna en við fögnum hvoru tveggja. Hins vegar hafa Norð- menn lagt milljarða í rannsóknir, þróun og uppbyggingu á fiskeldi sem við Íslendingar fordæmum (2) og (3). Í mínum huga er einungis ósann- að hvort hætta sé á erfðamengun af völdum eldislaxa sem sleppa út í náttúruna þótt ýmis- legt bendi til að svo sé ekki, m.a. að villtur lax í laxveiðiám í Noregi hefur ekki borið skaða af 400 þúsund tonna árlegu fiskeldi þar í landi. Engu að síður tel ég að á meðan það er ósannað eigi að fara varlega í fiskeldi hér við land og gera allt sem hægt er til að lág- marka þessa hættu skyldi hún vera til staðar. M.a. mætti velja staðsetningu fiskeldisins m.t.t. þessa, setja strangar kröfur um búnað og vinnubrögð til að koma í veg fyrir að fiskar sleppi úr kvíum, o.fl. Ef við víkjum aftur að þeirri staðreynd að laxveiði hafi minnkað um 40% á síðustu 26 árum þrátt fyrir verulega aukið veiðiálag, auknar seiðasleppingar, bann við netaveiði í sjó, verulega minnkun netaveiða í ám og betri búnað veiði- manna, þá hljóta að vakna spurn- ingar um hvers vegna. Í því ljósi langar mig að kasta fram nokkrum spurningum til frek- ari umræðu eða ef einhver skyldi geta upplýst um: 1) Hvers vegna hefur laxveiði í ís- lenskum laxveiðiám minnkað um 30%? 2) Hvers vegna er veiðiálagi í ís- lenskum laxveiðiám ekki stýrt miðað við áætlaða stofnstærð á hverjum tíma líkt og í sjónum við landið? 3) Hefur verið byggt á niðurstöðum vísindalegra tilrauna þegar veiði- menn hafa verið hvattir til að sleppa fiskum sem þeir veiða í mörgum ám hérlendis (catch and release). 4) Eru laxveiði í ám, laxastigar og aðrar framkvæmdir við laxveiði- ár háðar umhverfismati? 5) Hvers vegna mega menn veiða í íslenskum laxveiðiám með búnaði sem þeir eru e.t.v. nýkomnir með úr veiði í erlendum ám? Hvers vegna er einungis veiðistöng sótthreinsuð? Hvernig er háttað forvörnum á smiti milli áa á Ís- landi. 6) Eru seiðasleppingar í laxveiðiár (eldisseiði!) háðar faglegum reglum eða eftirliti eða umhverf- ismati? 7) Er ádráttur undaneldisfiska í laxveiðiám gerður skv. ákveðinni aðferðafræði þar sem tekið er til- lit til stofnerfðafræði? Að lokum vil ég benda á að þótt fiskeldi hafi vaxið ævintýralega á undanförnum árum, m.a. í ná- grannalöndum okkar, þá er fiskeldi ekki ævintýramennska nokkurra fégráðugra manna eins og látið hef- ur verið að liggja hér á þessum síð- um. Fiskeldi er fagleg atvinnugrein sem hefur þróast út í að vera ein mikilvægasta atvinnugreinin í m.a. Noregi, Chile, Færeyjum, Skot- landi og víðar. Fiskeldi er einnig skv. FAO að verða ein mikilvæg- asta atvinnugreinin í fæðuöflun jarðarbúa og hefur m.a. mætt auk- inni eftirspurn sjávarfangs á móti fiskveiðum sem standa í stað að magni til (5) og (6). Það er mín skoðun að fiskeldi sé eitt af vænlegustu tækifærum okk- ar Íslendinga ef tekið er tillit til umhverfissjónarmiða, byggðasjón- armiða, menntunarstigs, viðskipta- sjónarmiða, o.fl. Vil ég því hvetja menn til fordómalausrar umræðu um málið sem slíkt. Einnig vil ég hvetja til aukinna rannsókna og þekkingarleitar í fiskeldi, sem og í veiðimálum, til að hafa traustari grunn við ákvarðanatökur í fram- tíðinni. Fiskeldi blóraböggull Hermann Kristjánsson Höfundur er rafmagnsverkfræð- ingur og framkvæmdastjóri Vaka DNG hf . Fiskeldi Norðmenn hafa lagt milljarða í rannsóknir, þróun og uppbyggingu á fiskeldi, segir Hermann Kristjánsson, sem við Íslendingar fordæmum. Í LÖGUM félagsins er tilgreint að tilgang- ur þess sé að styðja og efla í hvívetna barátt- una gegn krabba- meini. Þessum tilgangi hyggst félagið ná með því að stuðla að þekk- ingu á krabbameini, efla krabbameinsrann- sóknir, m.a. með söfn- un og úrvinnslu upp- lýsinga, ennfremur að beita sér fyrir leit að krabbameinum á byrj- unarstigi og styðja framfarir í meðferð og umönnun krabba- meinssjúkra. Allt frá upphafi hefur það verið rauði þráðurinn í starfsemi Krabbameinsfélagsins að brydda upp á og reyna nýmæli í baráttunni við krabbamein á Íslandi. Stuðning til þess starfs hefur félagið sótt til þjóðarinnar, sem með fórnfýsi og örlæti hefur gert félaginu kleift að ná árangri, sem aftur hefur skilað sér til fólksins í landinu. Þannig eru ýmis tilraunaverkefni Krabba- meinsfélagsins nú orðin að rót- grónum þáttum í íslenzku heil- brigðiskerfi og þjóðlífi. Fræðslu- og forvarnastarf Um miðja 20. öldina fóru menn að gera sér ljóst að samband kynni að vera á milli lífsstíls og sjúk- dóma, ekki sízt krabbameina og hjartasjúkdóma. Ótrúleg aukning krabbameina í öndunarfærum beindi athygli lækna að reykingum og þegar á sjötta áratugnum fór Krabbameinsfélagið að vekja at- hygli á þessari staðreynd og berj- ast gegn reykingum. Skipulögðu fræðslustarfi í skólum var komið á með útgáfu fræðsluefnis og heim- sóknum í bekkjardeildir þar sem stefnt var að því að öll börn á Ís- landi fengju reglulega fræðslu í grunnskólum um skaðsemi tóbaks. Síðustu árin hafa skólarnir tekið á sig meiri ábyrgð á þessu verkefni. Eftir sem áður sér Krabbameins- félagið, í samvinnu við tóbaks- varnanefnd, um samskipti við skólana, aðstoð við þá og gerð fræðsluefnis. Á þessu tímabili hafa reykingar landsmanna minnkað um nær helming og farið er að draga úr tíðni sjúkdóma sem rekja má til reykinga. Krabbameinsfélagið hóf snemma útgáfu fræðslurita fyrir almenning og gefur út tímaritið Heilbrigðis- mál, sem áður hét Fréttabréf um heilbrigðismál, og er virt tímarit á sínu sviði. Undanfarin ár hefur verið lögð aukin áhersla á miðlun upplýsinga á Internetinu. Á vefsíðu félagsins (www.krabb.is) er nú mjög mikið af fræðsluefni og dag- lega er bætt við nýjum fréttum sem tengjast krabbameini. Til þess að unnt sé að takast markvisst á við sjúkdóma er nauð- synlegt að gera sér sem gleggsta grein fyrir tíðni þeirra og hegðun. Því var á fyrstu árum Krabba- meinsfélagsins ráðizt í að gera nákvæma skrá um öll krabba- mein, sem greindust á Íslandi, í samráði við Landlæknisembættið. Jafnframt því að vera mjög nákvæmt tæki fyrir heilbrigðisyfir- völd til að fylgjast með heilsufari þjóðar- innar hefur skráin, sem er ein sú vandaðasta sinnar tegundar í heim- inum, reynzt mjög vel til ýmissa faraldsfræðilegra athugana og ver- ið hátt skrifuð í alþjóðlegu sam- starfi á þeim vettvangi. Með aðstoð Krabbameinsskrárinnar er unnt að sýna fram á að meðal þeirra, sem greindust með krabbamein á ár- unum 1956–1960 voru um 20% á lífi fimm árum síðar, en af þeim sem nú greinast geta meira en 50% vænst þess að vera á lífi eftir 5 ár. Hópleit að krabbameinum Lítill ágreiningur er um það að því fyrr á ferli sjúkdómsins, sem unnt er að greina krabbamein þeim mun betri líkur eru á því að vel takist til með lækningu. Krabba- meinsfélagið hefur gert tilraunir með hópleit að leghálskrabba- meini, brjóstakrabbameini, maga- krabbameini og ristilkrabbameini auk þess, sem boðið hefur verið upp á aðstoð við leit að krabba- meini í húð. Skipulögð leit að krabbameinum í leghálsi og brjóst- um er nú orðin fastur liður í heil- brigðisþjónustu við íslenzkar kon- ur og sér Krabbameinsfélagið um leitarstarfið samkvæmt sérstökum samningi við stjórnvöld, sem standa straum af kostnaði ásamt konunum sjálfum að hluta. Er nú svo komið að sjaldgæft er að konur hér á landi veikist af legháls- krabbameini, sem er mikil breyting frá því sem var áður en leitarstarf- ið hófst. Enn eru á döfinni nýj- ungar, sem stuðla eiga að því að út- rýma þessum sjúkdómi og mun Krabbameinsfélagið taka þátt í þeirri þróun. Rannsóknir á tilurð og eðli krabbameina Langt er síðan menn gerðu sér ljóst að á Íslandi eru að mörgu leyti kjöraðstæður til grunnrann- sókna í líf- og læknisfræði. Rann- sóknastofa Krabbameinsfélagsins í sameinda- og frumulíffræði hefur nú starfað í 15 ár og hafa vísinda- menn þar byggt vinnu sína á efni- viði, sem aflað hefur verið með Hugsjóna- starf í hálfa öld Sigurður Björnsson Senn eru liðin 50 ár frá stofnun Krabba- meinsfélags Íslands. Áður höfðu verið stofnuð krabbameinsfélög í Reykjavík, í Vestmannaeyjum og í Hafnarfirði og síðan voru stofnuð aðildarfélög víðs vegar um landið. Sigurður Björnsson, formaður Krabbameinsfélags Íslands, fjallar um félagið, en nú eiga 30 svæðafélög og stuðningsfélög sjúklinga aðild að félaginu. DÓMUR Hæstarétt- ar í máli Öryrkja- bandalagsins olli slíku írafári hér á landi að við lá að það yfir- skyggði helgi jólanna hjá landsmönnum. Svo virðist sem mesti móð- urinn sé runninn af al- menningi eftir að lög- skýrendur, óháðir málsaðilum, hafa feng- ið tækifæri á að skýra í fjölmiðlum hvaða álita- mál fólust í dómi Hæstaréttar og hvers vegna stjórnvöld brugðust við með þeim hætti sem raun er á. Fram hefur komið að um viðurkenn- ingardóm hafi verið að ræða en ekki dóm um einstakar kröfur örorkulíf- eyrisþega. Það sé því nauðsynlegt að setja lög þar sem m.a. kveðið er á um hvernig og hversu mikið á að leiðrétta bætur tiltekins hóps ör- yrkja og hvernig eigi að fara með greiðslur bóta framvegis. Setning slíkra laga hefur að geyma tillögu stjórnvalda og ákvörð- un löggjafans á þeim álitaefnum sem í dómi Hæstaréttar fólust og er eðli- legt að ekki verði allir jafn sáttir með þá niðurstöðu. Það er hins veg- ar ljóst að það er hlutverk stjórn- valda og löggjafans að skera úr þess- um álitaefnum en ekki dómstóla. Að öðrum kosti er hætt á að réttarríkið færi að snúast upp í andhverfu sína. Fyrirhuguð lagasetning í kjölfar dóms Hæstaréttar hefur í för með sér verulega aukin út- gjöld hins opinbera. Þeim útgjaldaauka verður mætt með því að auka skatta, draga úr útgjöldum til ann- arra málaflokka eða auka skuldir ríkissjóðs. Fjárhæðin er það há að undan mun svíða þar sem niðurskurðurinn lendir verði sú leið val- in. Líklegra er því að til skamms tíma aukist skuldir ríkissjóðs sem þessum útgjöldum nemur en skattar síðan hækkaðir þegar fram líða stundir. Athyglisvert er að fjórir af hverj- um fimm öryrkjum sem njóta bóta úr ríkissjóði, þeir sem verst eru sett- ir, njóta engra viðbótagreiðslna af þessum dómi. Frekari málaferli í kjölfar dómsins munu í engu bæta þeim neitt þó svo að þau öll ynnust. Þeir öryrkjar einir hafa hagsbætur af niðurstöðu dóms Hæstaréttar, þar sem heimilistekjur eru á bilinu 200–300 þús. kr. á mánuði. Öryrkjar sem hafa lægri heimilistekjur eru í reynd verr settir, því að það mun reynast stjórnvöldum framvegis erf- iðara en áður að bæta kjör þeirra, þegar jafnt þarf yfir alla að ganga. Því víst er að þeir skattgreiðendur sem nú fagna með öryrkjum munu ekki fagna jafn innilega þegar hækka þarf skatta síðar meir, jafn- vel þó að tekjurnar eigi að fara til að rétta kjör öryrkja. Því miður virðist sem svo að sá sigur sem forsvars- menn öryrkja fagna nú sé eins konar Pyrrhosar-sigur. Forsætisráðherra, Davíð Oddsson hefur á síðustu vikum verið persónu- gerður sem ósvífinn og óforbetran- legur óvinur örykja. Kannske er það þakkarvert að forsvarsmenn öryrkja og stjórnarandstöðu á Alþingi skuli hafa valið Davíð sem óvininn mesta því fáir aðrir en hann hefðu setið undir þeim fúkyrðum sem raun ber vitni án þess að bogna hið minnsta. Það er ekki í fyrsta sinn sem hann sýnir slíkan eigin styrk og hyggjuvit þegar leiða þarf til lykta erfið mál sem skiptir heill margra. Það kæmi mér ekki á óvart að hann risi hæst þegar frá líður og menn taka að rifja upp það moldviðri sem þyrlað var upp í skammdeginu um árþúsunda- mót. Pyrrhosar-sigur Halldór Árnason Öryrkjadómur Það er ekki í fyrsta sinn, segir Halldór Árnason, sem Davíð sýnir slíkan eigin styrk og hyggjuvit þegar leiða þarf til lykta erfið mál sem skiptir heill margra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. KRABBAMEINSFÉLAGIÐ 50 ÁRA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.