Morgunblaðið - 16.01.2001, Síða 64
FRÉTTIR
64 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Lyfja fyrir útl it ið
Útsölustaðir: Apótek landsins
DREGIÐ hefur verið í netleik is-
lenskt.is en alls voru dregnir út 30
vinningshafar. Fyrstu verðlaun
hlutu Vernhard og Valgerður
Eiríksson; ferð til Íslands með
gistingu í fimm nætur á hóteli í
Reykjavík, en þau eru búsett í
Noregi.
Önnur verðlaun komu í hlut Vil-
hjálms Helgasonar, sem búsettur
er í Sviss; úttekt hjá islenskt.is að
upphæð 50.000 kr. Þriðju verðlaun
hlaut Brynhildur Guðmundsdóttir,
búsett í Reykjavík; úttekt hjá is-
lenskt.is að upphæð 25.000 kr.
Önnur verðlaun sem send voru
víða um heim voru í boði Ölgerð-
arinnar, Koggu, Sólar, Ísl. mat-
væla, 66°Norður, Kaffitárs, Jurta-
Gulls, Nóa-Síríusar, Purity Herbs,
Iðnmarks, Pottagaldra og Fróns.
Á myndinni má sjá Stefán P. Bust-
os, framkvæmdastjóra islenskt.is,
er hann tók á móti Vernhard og
Valgerði Eiríksson við komuna til
Íslands.
Dregið í netleik islenskt.is
ALMENNUR félagsfundur Menn-
ingar- og friðarsamtaka íslenskra
kvenna, haldinn laugardaginn 13.
janúar 2001 í MÍR-salnum að Vatns-
stíg 10 sendir frá sér eftirfarandi
ályktun:
„Fundurinn lýsir yfir furðu sinni
og vonbrigðum með viðbrögð ríkis-
stjórnar við dómi Hæstaréttar í mál-
efnum öryrkja. Ríkisstjórnin reynir
að komast hjá því að ganga að rétt-
mætum kröfum öryrkja þrátt fyrir
ótvíræðan dóm Hæstaréttar þar að
lútandi. Framkvæmdavaldi er þó
skylt að fara að lögum.
Ljóst er að fyrsta verkefni Alþing-
is eftir jólafrí mun verða að taka fyr-
ir frumvarp ríkisstjórnarinnar um
breytingar á lögum um almanna-
tryggingar. Skorum við á þingmenn
að halda vöku sinni og koma í veg
fyrir áframhaldandi aðför að mann-
réttindum og persónulegri reisn ein-
staklinga hér á landi.
Þessi deila kemur öllum við, því
veikindi og slys fara ekki í mann-
greinarálit.“
Lýsa furðu
sinni á
viðbrögðum
ríkisstjórnar