Morgunblaðið - 16.01.2001, Síða 65

Morgunblaðið - 16.01.2001, Síða 65
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 65 Skipholti 35  sími 588 1955 King Koil Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Amerískar lúxus heilsudýnur Útsala Útsala Heimsferðir kynna nú glæsilegar páskaferðir, þar sem þú getur val- ið sól og strönd á Kanarí, Benidorm eða Costa del Sol, eða heill- andi menningarviku í Prag, einni fegurstu borg heimsins. Í öllum tilfellum er beint flug á áfangastað og þar taka reyndir fararstjórar Heimsferða á móti þér til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu. Páskaferðir Heimsferða Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 48.485 Verð fyrir manninn m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, Santa Clara. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Verð kr. 59.990 M.v. 2 í stúdíó, Santa Clara. Costa del Sol 11. apríl - 11 nætur Verð kr. 66.585 Verð fyrir manninn m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, Tanife. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Verð kr. 83.330 M.v. 2 í íbúð, Tanife. Kanarí 10. apríl - 2 vikur Verð kr. 27.900 Flugsæti fyrir manninn. Flug- vallarskattar, kr. 2.820, bætast við fargjald. Verð kr. 53.320 Flug og hótel, m.v. 2 í herbergi, Ariston með morgunmat. Skattar innifaldir. Prag 12. apríl - vikuferð Verð kr. 44.685 Verð fyrir manninn m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, El Faro. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Verð kr. 57.130 M.v. 2 í íbúð, El Faro. Benidorm 11. apríl - 12 nætur 30—50% afsláttur af hágæða snyrtivörum. Snyrtivöruverslun Áslaugar, Laugavegi Útsala Verðhrun Verslunin hættir Höfunda vantaði Laugardaginn 13. janúar birtist grein um unga ljósmyndara í grunn- skólum (bls. 78). Með henni birtust fimm myndir og var höfunda þeirra getið og einnig tekið fram úr hvaða skóla þeir koma. Sá leiði misskiln- ingur varð að einn höfundanna, Rósa, var sögð vera úr Heiðaskóla. Réttilega er hún hins vegar úr Hlíðaskóla. Leiðréttist það hér með og er hlutaðeigandi beðin velvirð- ingar. Í bæklingi sem Landssam- band íslenskra útvegsmanna hefur gefið út um kjörhæfni veiðarfæra segir meðal annars að „líklegasta leiðin til að geta stjórnað samsetn- ingu aflans er að auka kjörhæfni veiðarfæranna þannig að þau veiði einungis þann fisk sem við óskum að fá en sleppi „óæskilegum“ afla lif- andi úr veiðarfærinu.“ Skipin voru að mætast Vegna fréttar í Morgunblaðinu sl. laugardag um atvik á loðnumiðun- um, er Jón Kjartansson SU-111 missti loðnupokann á miðunum út af Austfjörðum, vill Emil Thoraren- sen, útgerðarstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. koma eftirfarandi á framfæri: „Fréttin er ekki alls kost- ar rétt þar sem ástæðan er ekki sú að Hólmaborg SU hafi togað þvert á Jón Kjartansson SU, heldur var það svo að skipin voru að mætast. Jón var að hífa í grandarana og Hólma- borgin nýkomin úr snúningi og mætast skipin BB-BB. Þá skeði það að toghleri Hólmaborgar lendir í belgnum á trolli Jóns Kjartanssonar og slitnaði pokinn við það frá troll- inu.“ Leiðrétting leiðrétt Leiðrétting sem birtist hér í blaðinu á laugardag gerði því miður illt verra. Ljóðlínan sem um ræðir á að vera: æskufjör og feyskið hold. Helgi Hálfdanarson. LEIÐRÉTT SÍMINN hefur orðið var við að mis- skilnings hefur gætt hjá almenningi í kjölfar fréttar um breytingar á verðskrá hjá talsambandi við útlönd. Ekki er um að ræða hækkun á sím- tölum til útlanda heldur er aðeins um að ræða hækkun á verði upplýsinga- þjónustunnar þegar hringt er í 905 5010 til að leita eftir erlendum síma- og faxnúmerum. Verðskrá til útlanda hækkar ekki FORSÆTISRÁÐHERRA hefur skipað nefnd til að móta tillögur um sveigjanleg starfslok en Alþingi sam- þykkti á sl. þingi ályktun um það efni. Formaður nefndarinnar er Guð- mundur Hallvarðsson alþingismaður en aðrir í nefndinni eru Þorbjörn Guðmundsson, tilnefndur af Alþýðu- sambandi Íslands, Jón H. Magnús- son, tilnefndur af Samtökum atvinnu- lífsins, Már Ársælsson, tilnefndur af Bandalagi háskólamanna, Arna Jak- obína Björnsdóttir, tilnefnd af Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja, Gunn- ar Rafn Birgisson, tilnefndur af Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga og Ásta Lára Leósdóttir, tilnefnd af fjármála- ráðuneyti. Verkefni nefndarinnar er að gera grein fyrir lögum, reglum og venjum er gilda um starfslok launþega, bæði hjá opinberum aðilum og á almennum vinnumarkað, og fjalla um vandkvæði og álitamál, sem uppi eru varðandi fyrirkomulag starfsloka. Er nefndinni loks falið að skoða valkosti og mögu- legar breytingar varðandi fyrirkomu- lag starfsloka og ráðstafanir sem slík- ar breytingar myndu útheimta t.a.m. varðandi iðjgaldagreiðslur í lífeyris- sjóði og lífeyrisgreiðslur. Nefnd mótar tillögur um sveigjanleg starfslok STARFSFÓLK hjá fyrirtækinu Ís- kerfi hf, Skútahrauni 2, Hafn- arfirði, gáfu andvirði jólakorta, þann 23. desember sl. til styrktar krabbameinssjúkra barna, að upp- hæð 283.535 kr. Á myndinni sést María Erlingsdóttir fyrir hönd Ís- kerfa hf. afhenda Þorsteini Ólafs- syni, framkvæmdastjóra SKB, pen- ingagjöfina. Gáfu SKB andvirði jólakorta ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.