Morgunblaðið - 16.01.2001, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 69
öllum öðrum vegum út frá Reykjavík
til samans. Það er því engu saman að
jafna með þennan veg og aðra.
Það er auðvitað mikilvægt að aka
varlega og miðað við aðstæður, en
stundum eru aðstæður þannig að
þessi almenna varúð gengur ekki
upp. Það væri afar erfitt, dýrt og
vafasamt að þvinga umferðarhrað-
ann niður í hámarkshraða. Vegabæt-
ur eru eini raunhæfi kosturinn.
Það er alger fásinna að leggja
milljarða í jarðgöng til Siglufjarðar
með hraði og taka Reykjanesbraut-
ina í rólegheitum. Ef það verður gert
þá eru viðkomandi stjórnmálamenn
spilltir og firrtir ábyrgðartilfinningu.
Hvert ár sem dregast að gera úr-
bætur á Reykjanesbraut má ætla að
fjöldi manns farist í umferðarslysum
eða stórskaðist til lífstíðar. Það er
sagt að það þurfi vandað umhverf-
ismat sem á að taka 1–2 ár. Viljum
við bíða eitt ár til að rannsaka hið
augljósa á meðan 10 manns farast?
Umferðin vex og hefur sprengt burð-
argetu brautarinnar. Þetta er í raun
neyðarmál. Það fækkar ekki bílum
þótt við rannsökum. Tvöföldun verð-
ur ekki umflúin, það sjá allir. Við
verðum að líta á þetta sem neyðar-
mál. Það þarf snör viðbröð, eins og
hjá hjálparsveit, eða lögreglu þegar
slys ber að höndum, því það munu
verða slys með reglulegu millibili.
Spurningin er bara hversu mörg og
hver lendir í þeim.
Það er e.t.v. ekkert mál sem varð-
ar líf og heilsu Íslendinga brýnna,
þegar litið er til næstu ára, en þetta
mál. Það á að byrja á tvöföldun strax
í vor og ljúka henni sumarið 2002.
Þeir stjórnmálamenn sem taka
ekki undir þetta eru sofandi fyrir
hagsmunum okkar mikils meirihluta
Íslendinga og hafa í huga sérhags-
muni fárra. Svei þeim og skömm.
Stjórnmálamenn – vonandi berið
þið gæfu til að leiða þetta mál hratt
áfram og láta kjördæmapot víkja.
GUÐJÓN SIGURBJARTSSON,
viðskiptafræðingur og stjórn-
arformaður Tanna.is
1928, á horni Laugavegs og Klapparstígs, sími 552 2515.
Úrval af
húsgögnum og
gjafavöru
15–50% afsl.
Útsalan í fullum gangi
Smáskór
sérverslun með barnaskó
í bláu húsi við Fákafen - Sími 568 3919, opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
20 - 60%
afsláttur
Hjá SvönuOpið mán.–laugard. frá kl. 10–18.
ÚTSALA
Í FULLUM GANGI
Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996.