Morgunblaðið - 16.01.2001, Page 70

Morgunblaðið - 16.01.2001, Page 70
Tapað/fundið Fallegt bréf frá Þrándheimi HARPA hafði samband við Velvakanda vegna bréfs sem hún fékk sent frá Þrándheimi. Hún er ekki rétti viðtakandinn en lang- ar mikið til þess að bréfið komist í réttar hendur. Bréfið er stílað á Hörpu Jónsdóttur og Kidda og börn þeirra Katrínu og Freyju. Sendandi bréfsins eru Guðrún og Þórður og börn þeirra, Unnur og Magnús litli. Ef einhver hálsól. Felix á heima á gisti- heimilinu Baldursbrá sem er á horni Laufásvegar og Baldursgötu. Vinsamlega hafið samband við Ariane í síma 861-1836 ef þið hafið einhverjar upplýsingar um ferðir hans. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kannast einhver við myndirnar? kannast við þessi nöfn, vin- samlegast hafið samband við Hörpu í síma 557-1193. Grár lambaskinns- hanski tapaðist GRÁR lambaskinnshanski tapaðist á skemmtun hjá Kramhúsinu, sem haldin var í Tjarnarbíó rétt fyrir jól. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 861-2537. Karen Millen-kápa tapaðist SVÖRT millisíð Karen Mil- len-ullarkápa með kína- kraga, belti og krómsylgj- um með nafni Karen Millen, tapaðist á gamlárskvölds- fagnaði í Frumkvöðlasetr- inu í gamla bókasafninu við Þingholtsstræti. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 551- 6105 eða 695-0203. Dýrahald Hvar er Felix? ENN hefur ekkert spurst til Felix en hann hvarf 3. janúar sl. Hann er tveggja ára gæfur fressköttur og er eyrnamerktur en var með græna sjálflýsandi ómerkta NÚ er unnið að ritun sögu Olíuverzlunar Íslands, elsta íslenska olíufélagsins. Meðal mynda í bókinni verður þessi mynd en skrásetjara vantar upplýsingar um hana. Myndin er að öllum líkindum tekin á 6. áratugnum. Ef lesendur Morgunblaðsins kannast við fólkið á myndinni og umhverfið væru upplýsingar vel þegnar. Hvar er myndin tekin? Hvenær? Hvaða fólk er á myndinni? Einnig langar okkur að vita hvaða bær þetta er og hvenær hún er tekin (sennilegast 1930-1940). Þeir sem geta veitt upplýsingar sem að gagni mega koma eru beðnir um að hafa samband við Hall Hallsson í síma 896-9898 eða hallur@hallo.is eða Friðrik Kárason í síma 515-1260 eða eosfk@olis.is. DAGBÓK 70 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Dettifoss, Helgafell og Ásbjörn koma í dag, Ranosen fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sten Oden, Lagarfoss og Pétur Jónsson komu í gær. Polar Amaroq kemur í dag. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 14– 17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs. Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Enska kl. 10 og kl. 11. Árskógar 4. Kl. 9 búta- saumur og handavinna, danskennsla kl. 9.30, kl. 9–12 bókband, kl. 13 op- in smíðastofan og brids, kl. 10 Íslandsbanki op- inn, kl. 13.30 opið hús spilað, teflt ofl., kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Danskennsla hófst þriðjudaginn 9. janúar kl. 9.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un,kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9– 16 handavinna og fóta- aðgerð, kl. 10 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14 dans. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 hárgreiðsla, og böðun, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handa- vinna. Kl. 14.45 söng- stund í borðsal með Jónu Bjarnadóttur. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Námskeiðin byrja þessa viku, leir- list, glerlist, málun, ker- amik, tréskurður, búta- saumur og leiklist. Opið hús og spilað laug- ardaga kl. 13.30. Í næstu viku byrja spænsku- og tölvunámskeið. Bók- menntahópur byrjar 22. janúar kl. 10.30 í bóka- safni Garðabæjar. Skráning á þorrablótið stendur yfir. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Bridge og saumar kl. 13:30. Línudans í fyrra- málið kl. 11. Byrjendur velkomnir. Skráning á þorrablótið 26. janúar stendur yfir. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10–13. Matur í há- deginu. Skák kl. 13.30 í dag og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 10. Baldvin Tryggva- son verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtudaginn 18. janúar kl. 11–12. Panta þarf tíma. Námskeið í framsögn hefst mánu- daginn 29. janúar leið- beinandi Bjarni Ing- varsson, skráning hafin á skrifstofu FEB. Breyting hefur orðið á viðtalstíma Silfurlín- unnar, opið verður á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10–12. f.h. Upplýsingar á skrifstofu FEB í síma 588-2111 frá kl. 10–16. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 9.25 sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug, kl. 13 boccia, allar veitingar í kaffi- húsi Gerðubergs. Mynd- listasýningu Hrefnu Sigurðardóttur lýkur um helgina. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 9.30 gler og postulínsmálun, handavinnustofa opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 13.30 skák, kl. 14 boccia, þriðjudagsganga fer frá Gjábakka kl. 14. Gjá- bakki, FEBK og Hana- nú halda þorrablót í Gjá- bakka laugardaginn 20. janúar. Fjölbreytt dag- skrá, Árni Tryggvason leikari flytur gamanmál, söngur, dans og fleira. Skráning hafin, miðar verða afhentir fimmtu- daginn 18. janúar og föstudaginn 19. janúar. Uppl. í síma 554-3400. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 jóga og ganga, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 14 boccia, kl. 18 línu- dans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna og hárgreiðsla. Hraubær 105. Kl. 9– 16.30 postulínsmálun, kl. 9–17 fótaaðgerðir, kl. 9–12 glerskurður, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl.12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13– 16.30 myndlist, kl. 13–17 hárgreiðsla. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður og fleira, kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.45 Bón- usferð. Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 9–16.45 opin handavinnustofan, tré- skurður. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 bútasaumur, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 bútasaumur og tréút- skurður, kl. 13.30 félags- vist. Fyrirbænastund verður fimmtudaginn 18. janúar kl. 10. 30 í umsjón séra Jakobs Ágústs Hjálmarssonar, dómkirkjuprests. Allir velkomnir. Þorrablót verður haldið fimmtu- daginn 1. febrúar, húsið opnað kl. 17.30. Þorra- hlaðborð, kaffi og kon- fekt. Pavel Manasek við flygilinn, veislustjóri Árni Johnsen, Edda Björgvinsdóttir, leik- kona kemur í heimsókn, fjöldasöngur, minni karla, minni kvenna. KKK syngja undir stjórn Pavels. Hljóm- sveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi. Upp- lýsingar og skráning í síma 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, myndlist og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og keramik, kl. 14 félagsvist. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Spilað í kvöld kl. 19. Allir eldri borgarar velkomnir. Félag ábyrgra feðra heldur fund í Shell- húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20, svarað í síma 552-6644 á fundartíma. ÍAK. Íþróttafélag aldr- aðar í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Púttklúbbur Ness. Pútt- að verður á Reykjavík- urvegi 74 kl. 15 í dag. Eineltissamtökin halda fundi á Túngötu 7 á þriðjudagskvöldum kl. 20. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum, Laugardalshöll, kl. 12. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Opið hús í kvöld kl. 20. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. ITC deildin Irpa heldur fund í kvöld kl. 20 í Hverafold 5 (sal Sjálf- stæðismanna í Graf- arvogi). Fundurinn er öllum opinn. Upplýs- ingar hjá Önnu í síma: 863–3798. Skagfirðingar, þorra- blót verður í félagsheim- ilinu „Drangey“, Stakkahlíð 17, Reykja- vík, laugardaginn 20. janúar og hefst kl. 20. Miðapantanir í síma 581–2198. Forsala miða í Drangey 18.1. kl. 17– 19. Nánar auglýst síðar. Geisli – félag um sorg og sorgarviðbrögð. Fundur í kvöld þriðju- daginn 16. janúar kl. 20 í safnaðarheimili Sel- fosskirkju. Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson fjallar um hlutskipti fósturbarna. Að því loknu umræður. Allir velkomnir. Í dag er þriðjudagur 16. janúar, 16. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Tunga hins réttláta er úrvals silfur, vit hins óguðlega er lítils virði. Varir hins réttláta fæða marga, en afglap- arnir deyja úr vitleysu. (Ok. 10, 20-22.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... ÞAÐ er margt sem rekur á fjörurVíkverja. Bæði gott og það sem miður fer. Víkverji átti afmæli fyrir nokkru og eiginkona hans ákvað að senda honum blóm á vinnustaðinn. Hún hringdi í Blómaval, sem tekur að sér að senda blóm eftir óskum. Hún hringdi og vildi senda mannin- um sínum fallegan vönd og spurði hvað hann gæti fengið fyrir 3.000 krónur. Jú, svarið var að fyrir þá upphæð að meðtöldum sendingar- kostnaði væri hægt að fá fallegan vönd, 12 til 14 rauðar rósir. Eigin- konan var ánægð með það og vönd- urinn skilaði sér til eiginmannsins, honum til miklillar ánægju. Vöndinn tók svo karlinn með sér heim, hæst- ánægður yfir því að einhver skyldi muna eftir afmælisdeginum hans. Ánægja eiginkonunnunar varð hins vegar ekki eins mikil þegar hann kom heim með vöndinn: Frá hverj- um er þessi vöndur? spurði hún og þótti lítið til hans koma. Hann er frá þér, ástin mín, sagði Víkverji. Frá mér? Ertu galinn. Þú áttir að fá fal- legan vönd, ekki þetta ræksni. Fimm litlar útsprungnar rósir á síðasta snúningi. Það er skemmst frá því að segja að ánægjan með rósirnar dvínaði hratt þótt Víkverji væri snortinn af hug- ulsemi eiginkonunnar. Hún var hins vegar með böggum hildar því aldrei hefði henni dottið í hug að gefa karl- inum sínum svona rytjulegan vönd. Það var því ákveðið að fara í Blóma- val og kvarta. Farið var með arfasát- una í Blómaval og spurt hvað svona vöndur mundi kosta. (þetta var á fimmtudegi). Svarið var: Þetta eru rósir frá því á mánudaginn. Svona vöndur gæti ekki kostað meira en 1.200 krónur. Já, dýrt var þá drottins orðið. Fyrir að senda fimm gamlar rósir til afmælisbarnsins tók Blóma- val 1.800 krónur og sendi að auki allt annað en lofað hafði verið. Hjá Blómavali varð fátt um svör en kona nokkur viðurkenndi að þetta væri ekki í lagi og bauð betri vönd. Það var of seint. Skaðinn var skeður og aðeins óskað þess að úttektin af vísareikningnum yrði færð til baka. Það var gert og blómunum skilað. Daginn eftir fór eiginkona Víkverja í blómabúð á Bústaðavegi og keypti 14 rauðar rósir með mikilli skreyt- ingu og alls konar dúlliríi, gullfalleg- an vönd og kostaði hann 2.100 krón- ur. Líklega hefðu 900 krónur dugað til að senda hann á vinnustað eig- inmannsins. x x x ÞAÐ getur oft verið að mistök séugerð, en að mati Víkverja voru í þessu tilfelli grundvallarmistök gerð. Eitt var sagt, en allt annað efnt. Ef svona viðskiptahættir eru í gangi, er fjarri því að allt sé með felldu. Getur verið að þetta sé al- gengt? Getur verið að það sé treyst á það að sá sem vöndinn fær sýni hann ekki sendandanum og því sé ekki staðið við það, sem lofað er? Víkverji veit það ekki, en hann bendir öllum sem fá send blóm að tala við send- andann og spyrja hvað hann ætlaði að senda. Þá gæti ýmislegt komið í ljós. K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 merkjamálið, 8 ræsi, 9 kvenfuglinn, 10 greinir, 11 talar um, 13 elda, 15 drukkna, 18 orkaði á, 21 þegar, 22 botnfall, 23 hornspýtunnar, 24 borg- inmennska. LÓÐRÉTT: 2 smyrsl, 3 fékkst, 4 púk- ans, 5 bandaskó, 6 hæðir, 7 draga andann, 12 reið, 14 hestur, 15 fægja, 16 þvo, 17 ilmur, 18 kulda- straum, 19 eru í vafa, 20 viljuga. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 bófar, 4 bylta, 7 glært, 8 nárum, 9 tog, 11 róar, 13 fimm, 14 ylgur, 15 þökk, 17 Írak, 20 urt, 22 rófur, 23 álkan, 24 korði, 25 nemur. Lóðrétt: 1 bogar, 2 flæða, 3 rétt, 4 bing, 5 lærði, 6 aum- um, 10 orgar, 12 ryk, 13 frí, 15 þorsk, 16 kæfir, 18 ríkum, 19 kænur, 20 urgi, 21 tákn. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.