Morgunblaðið - 16.01.2001, Page 71

Morgunblaðið - 16.01.2001, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 71 DAGBÓK Hið árlega þorrablót sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík verður haldið í Valhöll laugardaginn 20. janúar nk. Blótið hefst kl. 20.00 en húsið verður opn- að kl. 19.00. Blótsstjórn verður í höndum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa og heið- ursgestur verður Inga Jóna Þórðardóttir oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðis- manna. Á blótinu verður fjöldi skemmtiatriða, meðal annars flytur Ómar Ragnarsson gamanmál, happdrætti, minni karla og kvenna, dans o.fl. o.fl. Miðasala í Valhöll, sími 515 1700. Miðaverð kr. 3.000. Hittumst hress í góðra vina hópi. Þorrablótsnefndin. Þorrablót Hef opnað læknastofu í Lækningu, Lágmúla 5, Reykjavík. Tímapantanir daglega frá 8-17 í síma 533 3131. Guðjón Birgisson, sérgrein almennar skurðlækningar.MAKKER er gjafari í suðurog vekur á veikum tveimur í hjarta. Allir á hættu. Næsti maður stingur inn tveimur spöðum og þú horfir undr- andi á þessi spil í norður: Norður ♠ DG ♥ Á1075 ♦ ÁKG8763 ♣ – Þú setur upp sakleyissvip og reynir að dylja ólguna sem undir býr. Eitt er víst – ballið er rétt að byrja. Í hvaða farveg viltu setja sagnir? Ótrúlega margar sagnir koma til greina. Ein er stökk í fjögur lauf, sem ætti að sýna stuttlit (splinter) og slemmuáhuga í hjarta. Önn- ur er eðlileg þriggja tígla sögn, og hin þriðja þrír spaðar með þeirri áætlun að lyfta fjórum hjörtum mak- kers í fimm og óska þannig eftir hækkun í slemmu ef makker á spaðafyrirstöðu. Þetta eru vísindin. En eiga þau við hér? Hvað með að stökkva bara beint í sjö hjörtu! Mun vestur ekki draga þá ályktun að þú sért með eyðu í spaða og reyna fyrir sér annars staðar, til dæmis í laufi? Norður ♠ DG ♥ Á1075 ♦ ÁKG8763 ♣ – Vestur Austur ♠ ÁK752 ♠ 963 ♥ 64 ♥ 9 ♦ 4 ♦ 1092 ♣ ÁK965 ♣ D108743 Suður ♠ 1084 ♥ KDG832 ♦ D5 ♣ G2 Spilið kom upp í sjöttu umferð Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni og gekk á ýmsu svo sem við mátti bú- ast. Eins og spilið er vaxið hefði það lukkast vel að skjóta á sjö hjörtu (eða sex), því vestur hefði væntanlega doblað og komið út með lauf- ás. En ekkert par var svo stórtækt, þótt hálfslemma væri sögð og unnin á nokkr- um borðum. Og fimm hjörtu dobluð sáust líka víða, sem gáfu NS 1250 með laufás út. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STAÐAN kom upp á Skák- þingi Reykjavíkur sem er nýhafið. Hvítu mönnunum stýrði Páll Agnar Þórar- insson (2225) gegn hinum unga og efnilega Guðmundi Kjartanssyni (1865). 24.Hxc4! Da5 hrókurinn er friðhelgur þar sem eftir 24...Dxc4 vinnur hvítur drottninguna með 25. Re6+. 25.Dh4?! 25.De5! hefði verið mun kraftmeiri leik- ur til þess að út- kljá skákina. T.d. væri 25...axb5 vel svarað með 26.Bxd5 bxc4 27.Re6+! fxe6 28.Df6+ og hvítur mátar. 25...axb5 26.Hxb5 De1+ 27.Bf1 Ra6 28.Dh6+ Kg8 29.Rf3 De6?? 29...De7 hefði haldið lífinu lengur í svörtu stöðunni. Eftir textaleikinn hrynur svarta staðan um leið. 30.Rg5 Df5 31.Hf4! og svartur gafst upp. Staða efstu manna eftir 3 umferð- ir er þessi: 1.-3. Björn Þor- finnsson, Páll Agnar Þórar- insson og Sigurður Páll Steindórsson 3 v. 4.-9. Jón Viktor Gunnarsson, Stefán Kristjánsson, Benedikt Jónasson, Lenka Ptácní- ková, Davíð Kjartansson og Helgi E. Jónatansson 2 ½ v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Nk.fimmtudag 18. jan- úar verður fimmtug Unnur Stefánsdóttir, leikskóla- stjóri, Kársnesbraut 99, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Hákon Sigur- grímsson. Þau taka á móti gestum í Félagsheimilio Kópavogs á afmælisdaginn kl. 17.15-20. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þú ert tækifærissinni og ekki fastur fyrir í skoðunum. Fólk á því erfitt með að átta sig á þér en dáir þig fyrir drift og atorku. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Mundu að hver er sinnar gæfu smiður og þú getur ekki sak- ast við neinn nema sjálfan þig ef málin eru komin í óþægileg- an farveg. Gerðu því hreint fyrir þínum dyrum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að setja fjölskylduna í forgang og rækta hana áður en það er um seinan. Þegar öllu er á botninn hvolft er hún það dýrmætasta af öllu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Alltaf er gott að vera varkár og hafa sitt á hreinu en þá geta tækifærin líka runnið manni úr greipum. Vertu óhræddur við að fylgja innsæi þínu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér finnst stundum gott að loka þig af frá umhverfinu sem er hið besta mál fyrir þig. Gættu þess bara að þetta verði ekki að leiðinlegum ávana. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Gerðu því aðeins það sem samviskan segir þér að sé rétt fyrir þig og láttu álit annarra sem vind um eyru þjóta. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hættu að velta þér upp úr vandamálum annarra því þú getur ekki breytt þeim. Þú átt betra skilið en það að vera í stöðugu hugarstríði vegna annarra. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Allt virðist ætla að ganga upp hjá þér svo það er ærin ástæða til að fagna með góðum vinum. Gættu þess bara að halda áfram vel um taumana. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert leiðbeinandi af guðs náð og átt auðvelt með að ná til fólks og beina því á rétta braut. Gættu þess þó að ganga ekki of nærri sjálfum þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu það nú eftir þér að blanda geði við aðra því maður er manns gaman og það er aldrei að vita nema einhver opni augu þín fyrir nýjum tækifærum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ef þú gerir of miklar kröfur til þín muntu brotna niður áður en yfir lýkur. Þú ert ekkert minni maður þótt þú biðjir um svolítinn frest. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gefðu þér tíma til þess að ræða lífsins gagn og nauðsynj- ar, það er aldrei að vita nema þú komist að einhverri niður- stöðu er varðar sjálfan þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Sú lausn sem virðist best í stöðunni þarf ekki endilega að vera sú rétta. Gerðu því upp við þig hvort ekki sé vænlegra að gera ráðstafanir til lengri tíma litið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 60 ÁRA afmæli. Í dagþriðjudaginn 16. janúar verður sextugur Ólafur Gränz, fram- kvæmdastjóri, Gaukshólum 2, Reykjavík. Eiginkona hans er Iðunn Guðmunds- dóttir. Á afmælisdaginn fagna þau með vinum og ættingjum á Broadway, Hótel Íslandi, frá kl. 17. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Ég veit að þú trúir því ekki, en ég saumaði hann sjálf. LJÓÐABROT VIÐLÖG Fagrar heyrða eg raddirnar við Niflungaheim. Eg gat ekki sofið fyrir söngunum þeim. Stríðir straumar falla. Stundum er flóð. Förum í nafni drottins á fiskanna slóð. Eg hefi róið um allan sjó og ekki fiskað parið. Landfallið bar mig upp í varið. Fagurt syngur svanurinn um sumarlanga tíð. Þá mun lyst að leika sér, mín liljan fríð. Fagurt syngur svanurinn. Blítt lætur veröldin, fölnar fögur fold. Langt er síðan yndið mitt var lagt í mold. Austan blikar laufið á þann linda. Allt er óhægara að leysa en binda. Svanurinn syngur víða, alla gleðina fær. Blómgaður lundurinn í skógi grær. - - - Grænmetis- námskeiðin eru að hefjast Sólveig Eiríksdóttir er leiðbeinandi. Upplýsingar í síma 552 2607 f. hádegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.