Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að kennsla við nýjan grunnskóla í Áslandi, sem bjóða eigi út til einkaaðila, verði í fyrstu rekin sem tilraunaverkefni og að á þeim forsendum verði óskað eft- ir því við menntamálaráðherra að hann veiti sveitarfélaginu heimild til verkefnisins. Magnús vísar til 53. gr. grunn- skólalaga þar sem segir m.a. að menntamálaráðherra geti veitt sveitarfélögum heimild til að reka tilraunaskóla eða gera tilraunir með ákveðna þætti skólastarfs með und- anþágu frá ákvæðum laga og reglu- gerða. Segir þar enn fremur að slík- ar undanþágur brjóti þó ekki í bága við 2. gr. grunnskólalaga, sem kveð- ur m.a. á um að grunnskólinn búi nemendur undir líf og starf í lýðræð- isþjóðfélagi. Magnús vísar því á bug gagnrýni minnihluta bæjarráðs Hafnarfjarðar sem lét m.a. bóka á fundi ráðsins í vikunni að hugmyndir meirihlutans um einkarekinn grunn- skóla brjóti í bága við landslög. Lúðvík Geirsson, fulltrúi Samfylk- ingarinnar í bæjarráði, segir hins vegar að einkaframkvæmd á kennslu í grunnskóla samrýmist ekki lögum og þar með ekki ákvæð- um 53. gr. grunnskólalaganna. Ákvæðið í lögunum um tilrauna- verkefni eigi ekki við í því tilfelli sem hér um ræðir. Það eigi við um innri starf skólanna, innra starf á borð við það hvort víkja megi að einhverju leyti frá Aðalnámskrá grunnskól- anna. „Ákvæðið nægir ekki til að víkja frá þeirri lagaskyldu sveitar- félaganna að standa að lögboðinni kennsluskyldu,“ segir Lúðvík en tekur þó fram að þetta sé ekki meg- inástæða þess að minnihlutinn hafi sett sig upp á móti einkareknum grunnskóla. „Aðalatriðið er að við teljum að kennsla skólabarna sé ekki einkavæðingarefni. Það er verkefni sveitarfélaganna að standa fyrir þessari þjónustu og tryggja með henni jafna stöðu nemenda.“ Björn Bjarnason menntamálaráð- herra kveðst í samtali við Morgun- blaðið ekki vera búinn að fá formlegt erindi frá yfirvöldum í Hafnarfirði um einkarekna skólann. Þegar slíkt erindi berist hins vegar ráðuneytinu verði litið yfir öll gögn og málið skoðað í ljósi þeirrar heimildar sem finna megi í 53. gr. grunnskólalag- anna. Spurður nánar um hugmyndir meirihlutans um einkaframkvæmd- ina segir Magnús að með útboðinu verði óskað eftir aðilum til að gera tilboð í kennslu við nýjan grunnskóla í Áslandi í Hafnarfirði samkvæmt ákveðinni útboðslýsingu sem samin hafi verið. Vísar Magnús í útboðslýs- inguna þar sem segir m.a. að bjóð- andi skuli gera grein fyrir hug- myndafræði fyrirhugaðs skólastarfs í ítarlegri greinargerð. Öll kennsla innan skólans skuli þó vera í sam- ræmi við Aðalnámskrá grunnskóla eins og hún er túlkuð af mennta- málaráðuneytinu og skólayfirvöld- um í Hafnarfirði á hverjum tíma. „Það eina sem við vitum á þessari stundu um hugmyndafræði skólans er að hugsanlega mun einhver bjóða í verkið með ákveðnar áherslur eða hugmyndir um skólastarfið í huga. Þær áherslur eða hugmyndir verða þó að rúmast innan Aðalnámskrár,“ segir Magnús og bætir við: „Það er einmitt þetta sem er svo spennandi við þetta verkefni. Nú reynir nefni- lega á fagaðila að leggja fram trúverðugar hugmyndir um fyrir- komulag kennslu og gæði skóla- starfsins.“ „Við erum því ekki að tala um einkaskóla í þeim skilningi að stjórn- andi ráði öllu frá a til ö. Það er ekki þannig. Sveitarfélagið hefur laga- lega skyldu til að sinna lögbundinni kennslu frá fyrsta til tíunda bekkjar og auðvitað munum við í engu slaka á þeim kröfum sem þar eru gerðar. Við munum ef eitthvað er fylgjast meira með þessum skóla en ella vegna þess að þarna verður um nýj- ung að ræða.“ Má geta þess að í útboðslýsingu er tekið fram að við mat á tilboðum verði einstakir þættir metnir og þeim gefnar einkunnir. Vægi hug- myndafræði skólastarfsins verði þar 25%, vægi gæðaáætlunar verði 15%, vægi menntunar og reynslu stjórn- enda 10% og vægi verðs á þjónustu verði 50%. Ögrandi verkefni Magnús segir að aðalatriði verk- efnisins sé að skólastjórnandinn geti byggt upp sinn skóla með sinni hug- myndafræði án þess að bæjaryfir- völd séu beinlínis með puttana í því. „Auðvitað vonumst við til þess að fá til þess hæfan eða hæfa einstaklinga sem vilja og þora að takast á við verkefnið, verkefni sem er ögrandi vegna þess að þessi leið hefur ekki verið farin fyrr hér á landi,“ segir hann einnig. Magnús leggur áherslu á að mark- mið verkefnisins sé fyrst og fremst það að koma á góðum skóla. „Mark- miðið með flutningi grunnskólans yf- ir til sveitarfélaganna hlýtur líka að hafa verið að geta boðið upp á betri skóla.“ Segist hann telja að því markmiði verði einmitt náð með hugmyndum meirihlutans um einka- framkvæmd á kennslu. „Og traustir aðilar sem þekkja vel til skólastarfs- ins hafa þegar haft samband vegna þess að þeim sýnist hugmyndin vera mjög áhugaverð.“ Verður í fyrstu rekið sem tilraunaverkefni Áhugasamir hafa þegar haft samband við bæjarstjóra Fyrirhuguð einkaframkvæmd á kennslu í grunnskóla í Áslandshverfi í Hafnarfirði VIRKJUN við Kárahnjúka leiðir til þess að styrkur svifaurs í Lagar- fljóti fjór- til fimmfaldast og kemur það til með að hafa áhrif á lit vatns- ins. Viðstöðutími vatns í Lagarfljóti styttist um helming og verður um hálft ár í stað eins árs. Dæmigert gegnsæi í vatninu minnkar um helming, fer úr 140 cm í 70 cm. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókna á áhrif virkjunarinnar á svifaur og lit Lagarfljóts en þær eru hluti af mati á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Unnið er að skýrslum um áhrif þessara breyt- inga á lífríki Lagarfljóts og um hugsanlegar breytingar á hita vatnsins. Meginniðurstaða rannsókn- arinnar er að litur Lagarfljóts komi til með að breytast með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar. Vatnið yrði dekkra og brúnna en nú er. Litur þess yrði hins vegar ekki eins og lit- ur vatns í Jökulsá á Dal fyrir virkj- un, enda yrði um 90% af aurburði árinnar eftir í Hálslóni. Líkt eftir vatninu í Lagarfljóti Verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddsen hf. hafði umsjón með rann- sóknunum en hún fékk Orkustofn- un til að kanna hvaða áhrif virkjun við Kárahnjúka hefði á lit Lag- arfljóts. Tekin voru sýni úr Jökulsá á Dal, Jökulsá í Fljótsdal og Lag- arfljóti í ágúst á síðasta ári. Staðið var þannig að tilrauninni að fyrst var „búið til“ vatnið í Lagarfljóti eins og það er nú. Vatnið úr Jökulsá í Fljótsdal var látið standa í kerj- unum til að líkja eftir setmyndun í Lagarfljóti við núverandi aðstæður og síðan blandað í það ferskvatni í sömu hlutföllum og eru í fljótinu, þ.e. þriðjungur jökulvatn og tveir þriðju hlutar ferskvatn. Á þennan hátt fékkst vatn sem er mjög líkt á lit og Lagarfljót. Rannsóknar- aðferðin var því talin hafa staðist prófið. Þessari aðferð var síðan beitt til að líkja eftir áhrifum Kára- hnjúkavirkjunar á lit Lagarfljóts. Vatn úr Jökulsá á Dal var látið standa í kerjum til að líkja eftir set- myndun í Hálslóni og vatni úr Lag- arfljóti var blandað saman í sömu hlutföllum og verða eftir virkjun, þ.e. jafnstórir hlutar vatns úr Háls- lóni og vatns úr Lagarfljóti. Nið- urstaðan varð sú að vatnið fengi brúnleitan blæ. Meðalrennslið í Lagarfljóti er núna um 90 rúmmetrar á sekúndu. Um þriðjungur er jökulvatn úr Jök- ulsá í Fljótsdal en tveir þriðju hlut- ar eru bergvatns úr Kelduá, Bessa- staðaá, Grímsá og fleiri ám og lækjum á svæðinu. Viðstöðutími vatns er um eitt ár, þ.e. vatn rennur í gegnum stöðuvatnið Lagarfljót og til sjávar á um einu ári. Þegar búið verður að virkja við Kárahnjúka renna um 80-90 rúm- metrar vatns á sekúndu úr Hálslóni gegnum vikjunina, niður í Jökulsá í Fljótsdal og áfram út í Lagarfljót. Rennsli Lagarfljóts eykst og við- stöðutími vatns styttist um helming; verður um hálft ár. Viðstöðutími vatns í Hálslóni verður um hálft ár, þannig að samanlagður viðstöðu- tími vatns í Hálslóni og Lagarfljóti yrði álíka mikill og hann er nú í Lagarfljóti. Gegnsæi vatnsins minnkar Dæmigerður styrkur svifaurs í Lagarfljóti mælist nú á bilinu 25-35 milligrömm í lítra vatns. Hann gef- ur fljótinu þann hvítleita lit sem það einkennir. Jökulleirinn í vatninu gerir það að verkum að gegnsæi í Lagarfljóti er tiltölulega lítið. Hug- takið „gegnsæi“ lýsir því hve langt niður fyrir yfirborð vatns ljós nær, í þessu tilviki táknar það dýpi sem 1% ljóss nær niður á. Gegnsæið er núna um 140 cm. Með virkjun við Kárahnjúka verður styrkur svifaurs á bilinu 110-130 milligrömm í lítra. Gegnsæ- ið kæmi til með að minnka um helm- ing og færi úr 140 niður í 70 cm. Gunnar Guðni Tómasson, yfir- verkfræðingur á umhverfis- og þró- unarsviði Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., hafði umsjón með tilraununum en Jórunn Harðar- dóttir jarðfræðingur stjórnaði til- raunum af hálfu Orkustofnunar. Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á svifaur og lit Lagarfljótsins könnuð Fengi brúnleitan blæ Dr. Jórunn Harðardóttir jarðfræðingur og Sverrir Elefsen tæknifræð- ingur unnu að rannsóknunum á Orkustofnun. Lagarfljót gæti litið svona út eftir að búið er að reisa Kárahnjúkavirkjun. SJÖ umsækjendur, þrír héraðsdóm- arar og fjórir hæstaréttarlögmenn, eru um starf dómara við Hæstarétt Íslands í stað Hjartar Torfasonar sem lætur af embætti 1. mars næst- komandi. Umsóknarfrestur rann út á fimmtudag. Umsækjendur eru, í stafrófsröð, Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlög- maður, Hjördís Björk Hákonardótt- ir héraðsdómari, Ingibjörg Bene- diktsdóttir héraðsdómari, Ingibjörg Þórunn Rafnar hæstaréttarlögmað- ur, Jakob R. Möller hæstaréttarlög- maður, Sigríður Ingvarsdóttir hér- aðsdómari og Sigurður G. Guð- jónsson hæstaréttarlögmaður. For- seti Íslands mun skipa í stöðuna að fenginni tillögu dómsmálaráðherra og umsögn Hæstaréttar. Þess má geta að tveir umsækj- enda nú voru í hópi fjögurra um- sækjenda um stöðu hæstaréttar- dómara sem auglýst var sl. haust þegar Árni Kolbeinsson, fyrrver- andi ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, var ráðinn. Þetta eru þær Ingibjörg Benediktsdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir. Auk þeirra sótti Ólöf Pétursdóttir dómstjóri um stöðuna þá en er ekki meðal umsækjenda nú. Hæstiréttur Sjö hafa sótt um embætti dómara TVEIR menn, annar vopnaður stórum hníf, rændu söluturn í Smár- anum í Kópavogi í fyrrakvöld. Mennirnir voru báðir með lamb- húshettur á höfði þegar þeir ruddust inn í söluturninn Smárann um kl. 22.30. Þeir ógnuðu afgreiðslukonu sem var ein í söluturninum og fengu hana til að afhenda sér um 15.000 krónur í peningum og nokkurt magn vindlinga. Að því búnu hlupu þeir á brott. Lögreglan í Kópavogi leitar nú mannanna. Hugsanlegt er að myndbandsupp- tökur úr öryggismyndavél sem stað- sett er nokkru neðar við götuna geti varpað ljósi á hverjir mennirnir eru. Vopnað rán í Smáranum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.