Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 45 ✝ Sigfús Þor-steinsson fæddist að Litlu-Hámundar- stöðum á Árskógs- strönd hinn 22. júlí 1921. Hann lést á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík hinn 17. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þor- steinsson, útvegs- bóndi á Litlu- Há- mundarstöðum, f. 12.11. 1874 að Völl- um í Svarfaðardal, d. 23.3. 1932 og Val- gerður Sigfúsdóttir, húsfreyja, f. 12.3. 1880 á Selá á Árskógsströnd, d. 21.7. 1946. Systkini Sigfúsar eru: 1) Þorsteinn Valtýr, f. 23.4. 1900, d. 10.4. 1970, 2) Svanlaugur Björgvin, f. 1.9. 1901, d. 8.9. 1965, 3) Marinó Steinn, f. 28.9. 1903, d. 4.9. 1971, 4) Friðrik, f. 15.5. 1905, d. 5.8. 1982, 5) Anna, f. 29.6. 1909, d. 6.2. 1994, 6) Jóhann, f. 17.7. 1911, d. 18.9. 1993, 7) Konráð, f. 26.3. 1914, d. 8.10. 1973, 8) Svanhildur, f. 5.12. 1916, 9) Guðmundur, f. 13.8. 1926, d. 9.1. 1978. Sigfús kvæntist 4.10. 1946 Brynju Eddu Jensen, húsfreyju, f. 4.10. 1928. Foreldrar hennar voru Aðalheiður Friðriksdóttir, f. 1907, d. 1997 og Jóhannes Hjaltason skipstjóri, f. 1900, d. 1929. Börn Sigfúsar og Eddu eru: 1) Valgerður Sólrún, f. 6.7. 1946, gift Sveini Gunnlaugssyni, f. 23.3. 1940. Þau eiga þrjú börn og tvö barna- hjón fluttu frá Rauðavík var staða sparisjóðsstjóra orðin fullt starf sem Sigfús annaðist til 1984 að hann kaus að láta af þeim störfum. Réðst hann þá sem framkvæmda- stjóri til Bifreiðaverkstæðis Hjalta Sigfússonar og starfaði þar til 1995 að hann lét af störfum, þá 74 ára. Samhliða búskap og síðar öðrum störfum, sinnti Sigfús margvísleg- um trúnaðarstörfum og verður ekki allt talið hér. Hann var m.a. framkvæmdastjóri Ræktunarsam- bands Arnarnes- og Árskógs- hreppa 1963-1984, verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins nokkur sumur og gjaldkeri sóknarnefndar Stærri-Árskógssóknar um árabil og var alllengi fjallskilastjóri. Hann sat í hreppsnefnd Árskógs- hrepps 1980 1986 og í sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu um nokkurt skeið. Hreppstjóri Árskógshrepps var hann frá 1987 til sjötugs 1991. Lagði stund á ökukennslu um nokkurra ára skeið. Sigfús var öt- ull félagsmálamaður, m.a. í ung- mennafélaginu Reyni á yngri árum og í Lionsklúbbnum Hræreki, sem hann tók þátt í að stofna. Síðar varð hann Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð og Hrísey ötull fylgismaður og var nú síðast einnig í Veðurklúbbnum á Dalbæ. Síðustu árin fékkst Sigfús mikið við rit- störf og sendi frá sér þrjár bækur: Í alvöru og án, ljóð og lausavísur, 1995; Litið til lands og sjávar, sög- ur og frásagnir, 1996 og nú síðast Veðraskil, kvæði og stökur, sem kom út vorið 2000. Sigfús og Edda fluttust til Dalvíkur 1998 og síð- ustu misserin bjó hann á dvalar- heimilinu Dalbæ. Útför Sigfúsar fer fram frá Stærra-Árskógskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. börn. 2) Hjalti Örn, f. 21.12. 1947, kvæntur Aðalheiði Helgadótt- ur, f. 22.11. 1949. Þau eiga tvær dætur og sjö barnabörn. 3) Jóhann- es, f. 13.12. 1951, kvæntur Katrínu Steinsdóttur, f. 30.9. 1953. Þau eiga tvo syni. 4) Brynjar Hauk- ur, f. 27.6. 1953, kvæntur Svanhildi Sigfúsdóttur, f. 20.3. 1951. Þau eiga eina dóttur. 5) Aðalsteinn Svanur, f. 10.3. 1960, sambýliskona Sóldís Stefánsdóttir, f. 11.4. 1960. Þau eiga tvö börn. 6) Aðalheiður Ósk, f. 30.3. 1962, gift Jóni Guðna Arasyni, f. 8.4. 1952. Þau eiga tvo syni. Sigfús ólst upp í foreldrahúsum á Litlu-Hámundarstöðum og skóla- ganga hans varð ekki önnur en barnaskólanám. Eftir sjósókn á unglingsárum fluttist hann til Ak- ureyrar, tók bifreiðastjórapróf og hóf akstur vörubíla og leigubíla hjá BSA og síðar vörubíla hjá Heild- verslun Valgarðs Stefánssonar til 1949 að hann fluttist ásamt konu sinni að Rauðavík á Árskógsströnd þar sem þau hófu búskap og út- gerð. Byggðu þau jörðina upp og bjuggu þar myndarbúi allt til 1980 að þau fluttust að Hauganesi í sömu sveit. Sigfús tók við stjórn Sparisjóðs Árskógsstrandar 1971 og byggði sjóðinn upp af miklum dugnaði og framsýni svo þegar þau Nú er hann pabbi genginn af svið- inu, rétt tæplega áttræður, eftir ára- langt stríð sem hann háði af þraut- seigju þess manns sem er vanur að bjarga sér og sínum, vitandi að það hlyti að tapast að lokum. Vann þó marga orrustuna með glæsibrag og gaf sláttumanninum hvað eftir annað langt nef og gerði stólpagrín að hningandi heilsu. En baráttuþreki hvers manns eru takmörk sett og nú er hann pabbi genginn til náða og á hvíldina sannarlega skilið. Við sem næst honum stóðum fyll- um í tómarúmið með því að ausa úr þrotlausum brunni minninganna, og njótum þar aðstoðar hvers annars. Þegar á reynir er gott að eiga stóra fjölskyldu. Í stuttri minningargrein verða lífi og starfi Sigfúsar Þorsteinssonar ekki gerð nein viðhlítandi skil, svo víða sem hann kom við og svo margt sem hann skildi eftir sig og lét af sér leiða. Sjálfur var hann sáttur við ævi- starfið og einkum fyrir það að hafa með henni mömmu komið börnunum sex til manns og barnabörnin og barnabarnabörnin, sem fylla nú tvo tugi, voru honum endalaus upp- spretta sannrar gleði. Pabbi var af þeirri kynslóð Íslend- inga sem segja má að lifað hafi þús- und ár. Ólst upp í torfbæ við þá sveitamenningu sem staðið hafði lítið högguð öldum saman þar sem menn lifðu við sjálfsþurftarbúskap af því sem landið gaf og sótt var í greipar hafsins á opnum árabátum. Hann lifði allar helstu byltingar 20. aldar- innar og tileinkaði sér fordómalaust nýja tækni eftir þörfum. Á efri árum bjó hann við daglegan raunveruleika sem hann hefði ekki órað fyrir í æsku; fyrirhafnarlaus ferðalög til framandi landa, tölvan varð hans helsta verkfæri í ellinni og svo má áfram telja. Það er stöðugt undrun- arefni að nokkur hafi komist óbrjál- aður frá þeim kúvendingum sem heimurinn hefur tekið á þeirri mannsævi. Aðferð pabba til þess var sú að halda í heiðri þau gildi sem hann var alinn upp við: heiðarleika, traust og vandvirkni í hvívetna, líka í samskiptum við annað fólk. Að veita frekar en þiggja og skulda aldrei neinum neitt. Stóru ástirnar í lífi pabba voru tvær og hann bar gæfu til að njóta langra samvista við þær báðar, Eddu, móður okkar og Árskógs- ströndina. Ströndina frá norðurend- anum í æsku, suðurendanum fram yfir miðjan aldur og um miðbikið, á Hauganesi, á efri árum. Með mömmu sér við hlið allan tímann og til loka. Það var gifturíkur þríhyrn- ingur og frjósamur. Við Rauðavíkursystkinin ólumst ekki upp við veraldlegt ríkidæmi, en aldrei skorti okkur neitt af því sem raunverulega skiptir máli; um- hyggju, kærleik og aðhald. Og í minningunni renna saman í eina órjúfanlega þrenningu þau pabbi og mamma og staðurinn, Rauðavík. Þar mótaði hvert annað og öll mótuðu þau okkur, börnin sín. Það er athyglisvert hve mörg af starfsheitum hans bera í sér að hann hafi stjórnað: Bílstjóri, sparisjóðs- stjóri, hreppstjóri, framkvæmda- stjóri, verkstjóri, fjallskilastjóri... og þannig áfram. Samt var ekkert fjær honum en sækjast eftir völdum eða mannaforráðum. Þeir titlar sem hon- um stóðu næst hjarta voru fólgnir í starfi bóndans, eiginmannsins, föð- urins, afans og langafans. Og skálds- ins, þótt hann nefndi sjálfan sig aldr- ei því sæmdarheiti. En störfin hlóðust á hann og umbun hans var oftar en ekki sú ein sem felst í gleðinni yfir vel unnu verki. Og það var það veganesti sem hann lagði rík- asta áherslu á að koma til skila til næstu kynslóðar; að vinna verk sín vel, af trúmennsku og alúð og um- fram allt af heiðarleika. Að skara ekki eld að sinni köku á kostnað ann- arra. Og starfsævi hans er tryggilega vörðuð vel unnum verkum, hvar sem hann lagði hönd að og það var víða. Gamansemi átti pabbi til í ríkum mæli og við nutum þess oft að heyra hann segja frá skondnum atburðum, oft úr æsku hans, eða fara með skemmtilegar vísur. Þessa sjást glögg merki í bókunum hans þremur, hvort heldur er í kvæðum eða sögum og þar má einnig finna rauða þráðinn í húmor pabba. Hann gerði nefnilega aldrei grín að öðrum. Eini maðurinn sem hann virkilega gerði gys að var hann sjálfur. Til að mynda orti hann kvæði sem heitir „Verra gæti það verið“ og hefst svona: Hausinn er aumur og hásinin slitin, á hækjurnar set ég mitt traust. Af bjúg eru kinnarnar bláar á litinn og bakið hreint ekki verkjalaust. Hoppandi um gólfið með hausverk og svima hræddur mig umhverfis skima. Í þessum bókum liggur þrotlaust starf sem hann innti af hendi að mestu leyti eftir að opinberri starfs- ævi hans lauk er hann var kominn fast að hálfáttræðu. Og með þeim reisti hann sér enn einn minnisvarð- ann og kannski þann sem lengst mun standa. Hann safnaði fróðleik um Ströndina frá liðnum áratugum og bjargaði mörgu frá gleymsku á síð- ustu stundu. Hann skráði sögur úr æsku sinni af þeirri alúð sem honum var lagið að beita í umfjöllun um gengna samferðamenn og svo eru það kvæðin. Kvæði Sigfúsar frá Rauðavík eiga sér langt líf fyrir höndum og nú síðasta vor gaf hann út sína síðustu bók, Veðraskil. Og lestur þessara bóka er besti vitnis- burðurinn um manninn Sigfús Þor- steinsson. Þar skín væntumþykja hans á náttúrunni, hvort heldur til sjós eða lands, alls staðar í gegn af fullkomnu tilgerðarleysi þess manns sem yrkir öðrum til dýrðar án þess að ætlast til endurgjalds. Látum hann pabba hafa síðasta orðið að þessu sinni um leið og við kveðjum. Þökk fyrir allt. Nú er sumarið gengið um garð, grátt er hið mislynda haust. Ég sá ekki hvað af sumrinu varð en sakna þess endalaust. Sumarið gaf mér þá gjöf sem geymist í brjósti mér, að elska uns geymist í gröf það sem gott og fagurt er. Nú sumarið sefur rótt á svæfli er haustið gaf. Við skulum hafa hljótt, svo við höfum veturinn af. Með kveðju, börn og tengdabörn. Loks eftir langan dag lít ég þig helga jörð. Seiddur við sólarlag sigli eg inn Eyjafjörð. Enn þá, á óskastund, opnaðist faðmur hans. Berast um sólgylt sund söngvar og geisladans. Allt, sem að augað sér, æskunnar hörpu knýr, syngur og segir mér sögur og æfintýr. Mild ertu móðir jörð, margt hefur guð þér veitt. Aldrei eg Eyjafjörð elskaði nógu heitt. Áfram – og alltaf heim, inn gegnum sundin blá. Guðirnir gefa þeim gleði, sem landið sjá. Loks eftir langan dag leit eg þig, helga jörð. Seiddur um sólarlag sigli eg inn Eyjafjörð. Með þessu fallega ljóði Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, vil ég kveðja tengdaföður minn Sigfús frá Rauðuvík. Kærar þakkir fyrir allar góðu stundirnar sem ég og fjölskylda mín höfum notið með þér jafnt norðan heiða sem og sunnan. Kæra Edda, ég bið guð að styrkja þig í sorg þinni. Katrín Steinsdóttir. Kæri vinur, komið er að kveðju- stund. Ég á margar góðar minningar um marga samferðamenn en fáir hafa orðið mér kærari en Sigfús Þor- steinsson. Saman unnum við um ára- tuga skeið í fjölbreyttu félagsstarfi. Sigfús var traustur og skemmtilegur félagi að vinna með. Heimili þeirra hjóna, Sigfúsar Þorsteinssonar og Eddu Jensen, naut mikils trausts og ástúðar þeirra er því kynntust. Við hjónin fórum oft í heimsóknir til þeirra og þau komu til okkar, góðar minningar eru um þær samveru- stundir og ótal margar fleiri. Sigfúsi voru falin mörg störf sem hann vann af trúmennsku og trausti samferðamanna sinna. Fyrir það ber að þakka og ekki voru greiðslur oft í neinu samræmi við þann tíma sem fór í þau störf sem hann vann. Bland- aðan búskap ráku þau hjónin Edda og Sigfús á Rauðuvík í rúma þrjá áratugi. Á því tímabili tók Sigfús mikinn þátt í félagsstörfum bænda og var framkvæmdastjóri Ræktun- arsambands Arnarnes- og Árskógs- hrepps um árabil. Hann var líka vel virkur í Búnaðarfélagi, nautgripa- og sauðfjárræktarfélögum. Þegar þau hjónin hættu búskap á Rauðuvík fluttu þau á Hauganes. Sigfús var sparisjóðsstjóri við Sparisjóð Ár- skógsstrandar um árabil og síðar framkvæmdastjóri Bílaverkstæðis Hjalta Sigfússonar. Góður félagi var Sigfús í Lionsklúbbnum Hræreki þar sem hann hvatti félagana til dáða og kom oft með snjallar tillögur. Gjaldkeri í sóknarnefnd Stærri-Ár- skógskirkju var hann á þeim tíma er miklar endurbætur voru gerðar á kirkjunni að utan og oft lagði hann lykkju á leið sína er hann fór til vinnu sinnar, kom við í kirkjunni og spurði smiðina hvort þá vantaði eitthvað. Ef það kom fyrir var strax bætt úr því, ábyrgð og samviskusemi einkenndu störf Sigfúsar í þágu kirkjunnar. Á síðari hluta ævinnar gaf Sigfús út bækur, bæði í bundnu máli og óbundnu, þar sem finna má skemmti- legan húmor enda sá hann hlutina oft fyrir sér öðruvísi en aðrir. Hann hafði gaman af að skrifa hjá sér at- burði líðandi stundar þó ekki væri alltaf tími til þess. Stundum var hringt eða undirritaður fór heim til Sigfúsar að rifja upp liðna atburði, þær stundir eru mér afar kærar. Félag aldraðra á Dalvík og ná- grenni var stofnað fyrir rúmum tíu árum. Þar var Sigfús stofnfélagi og naut félagið þess vel að fá góðan félaga. Hann var í danshópi sem æfði og sýndi þjóðdansa, sjaldan vantaði hann í sönghópinn og margar voru þær vísur, kvæði og sögur sem lesn- ar voru upp fyrir félagsmenn til skemmtunar og fróðleiks. Mörg ár var Sigfús að berjast við erfiða sjúkdóma. Þar sýndi hann þrek og hetjulund og þegar komið var í heimsókn vildi hann gjarnan að umræðan væri um annað en þá erf- iðleika sem að honum steðjuðu og gerði þá stundum grín að veikindum sínum og sjálfum sér. Þegar heilsu Sigfúsar hrakaði verulega fluttu þau hjónin til Dalvíkur og síðustu miss- erin bjó Sigfús á dvalarheimilinu Dalbæ, þar sem hann lést 17. janúar síðastliðinn. Þegar ég hitti hann síð- ast, 6. janúar, er kór eldri borgara söng fyrir vistmenn Dalbæjar, fannst mér viðtal og kveðjur benda til þess að senn væri þrautagangan á enda. Aðeins er minnst hér á nokkur at- riði í ævistarfi Sigfúsar Þorsteins- sonar, því verða ekki gerð full skil í stuttri minningargrein. Bestu þakkir fyrir allt. Innilegar samúðarkveðjur sendum við hjónin til frú Eddu Jensen, börnum og fjöl- skyldum þeirra. Sigurður J. Stefánsson frá Stærra-Árskógi. Mig langar í nokkrum orðum að minnast Fúsa frænda eins og við systkinin ólumst upp við að kalla manninn hennar Eddu frænku frá Rauðavík. Það eru margar minningarnar frá þeim tíma þegar þau hjónin bjuggu þar. Mínar fyrstu minningar um sum- arfrí eru ferðirnar norður til Eddu og Fúsa á Rauðavík. Það var alltaf visst sport að fara norður, fara út á sjó eldsnemma morguns, synda í sjónum, tína grjót og ber o.fl. o.fl. Eitt er það þó sem ég man einstak- lega vel frá þessum heimsóknum það var þegar Fúsi frændi lagðist aðeins inn í hjónaherbergi eftir matinn að hvíla sig og skaust ég þá oft á eftir honum, skreið upp í armkrikann og bað hann að spila fyrir mig á munn- hörpuna sína, þetta voru ljúfar mín- útur rétt áður en hann hélt aftur til vinnu. Ég er líka þakklát fyrir að hafa getað komið og heimsótt þau á Hauganesið með fjölskylduna mína sumarið 1998. Það var eins og hann Friðrik sonur minn hefði fundið gull að komast að því að Edda frænka og Fúsi frændi hefðu búið á sveitabæ og hafði hann margs að spyrja um al- vöru sveitalíf og var stoltur að vita að það væru alvöru bændur í fjölskyld- unni. Okkur langar með þessum fáu orð- um að kveðja Fúsa frænda og votta Eddu frænku, börnum þeirra og fjöl- skyldum samúð okkar. Sigrún Friðriksdóttir og fjölskylda, Keflavík. SIGFÚS ÞORSTEINSSON                                          !"#$%#% "#$%% !#% "&'( )#&%*& ' '+ !*& ,-''%$.%#% ' !#%  /%)# '*& (' '%%'*& 0$ #%  !"#$%#%  ' '0-' '*& &%1 '"#$%#% 0' %2 *'*& 2$,-''%*& $.%0$ ,-''%#% "# ' *"#$%#%  $%%-&%#% 3%$%%"#$%#% %*%4"#$%#% # '% ) %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.