Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÆTT var um spurninguna „hvað hefur áunnist?“ í öðrum hluta um- hverfisþings í gær og voru þar gefin yfirlit yfir þróun á nokkrum sviðum umhverfismála. Var fjallað um ábyrga nýtingu hafsins, baráttuna við jarðvegseyðingu, nýja strauma í nátt- úruvernd, rætt um hverju umhverf- ismat skilaði og hvort aukinn ferða- mannastraumur væri böl eða blessun. Yfirlitin eru tekin saman í tilefni af 10 ára afmæli umhverfisráðuneytis- ins á síðasta ári. Var þeim safnað í rit sem lagt var fram á umhverfisþinginu og kynntu höfundar helstu niðurstöð- ur sínar en greinarnar eru sýn höf- unda sem vel þekkja til umhverfis- mála á nokkra lykilþætti í um- hverfismálum eins og segir í formála ritsins. Þverun fjarðabotna eyðileggur leirur Árni Bragason, forstjóri Náttúru- verndar ríkisins, ræðir þróun og nýja strauma í náttúruvernd. Rekur hann aðdraganda að stofnun umhverfis- ráðuneytis, greindi frá ýmsum al- þjóðasamningum og lagaumhverfi. Þá gerði Árni nýja þekkingu að um- talsefni og sagði hana setja okkur í allt aðra stöðu en forfeður okkar. „Í dag vitum við að rúmlega helmingi alls votlendis á Íslandi hefur verið raskað. Við vitum að þverun fjarða með vegum og fyllingar í fjarðabotn- um eyðileggja leirur sem eru fæðu- svæði margra farfugla. Þverun Gils- fjarðar eyðilagði 4% af leirum Íslands og verulegur þrýstingur er á að stytta leiðir í fjarðarbotnum. Við vitum að birkiskógar landsins sem þekja nú rúmlega 1% landsins eru leifar skóga sem þöktu 25% landsins, þrátt fyrir það beitum við nú meira en 60% birki- skóganna. Allir aðgengilegir gjallgíg- ar landsins hafa verið skemmdir af efnistöku og enn fer fram efnistaka úr þeim. Framræsluskurðir eru 33 þús- und km langir og enn er verið að ræsa fram votlendi vegna ýmissa fram- kvæmda. Í ágætu verkefni um end- urheimt votlendis hefur líklega tekist að loka um 10 km af skurðum. Blöndulónið eyddi fimm þúsund hekt- urum af gróðurlendi og okkur hefur enn ekki tekist að rækta upp land í staðinn. Gróðurvinjar á hálendinu eru leifar víðlendra vistkerfa og því ómet- anlegar uppsprettur fyrir gróður og dýralíf. Þessi svæði eru mörg ofbeitt eða áform um að setja þau undir vatn,“ segir Árni meðal annars. Í lokakaflanum segir Árni að Þjórs- árver fóstri helming allra heiðagæsa á jörðinni. „Enn eru uppi áform um að skerða Þjórsárver með virkjanalón- um og veitum. Lítil umræða og vinna hefur farið fram um það hvernig hægt sé að tryggja að friðlandið þróist eftir eigin lögmálum um ókomin ár. Íslend- ingar geta og eiga að spyrja sig hver er ábyrgð þjóðarinnar í náttúruvernd jarðarinnar.“ Hann gerði einnig Mý- vatn að umtalsefni og sagði niður- stöðu umhverfisráðherra að leyfa vinnslu á svæði í Syðri-Flóa, þar sem hún ylli ekki umtalsverðum umhverf- isáhrifum ef farið yrði að 12 skilyrð- um, vera í andstöðu við umsögn nokk- urra aðila: Rannsóknastöðvarinnar við Mývatn, Náttúruverndar ríkisins, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Líf- fræðistofnunar Háskólans og Veiði- málastofnunar sem töldu ekki ráðlegt að hefja þessa vinnslu vegna hættu á verulegri röskun í grunnvistkerfi vatnsins. „Vonandi munu þau skilyrði sem umhverfisráðherra setti frekari vinnslu koma í veg fyrir röskun.“ Efla þarf friðlýsingar Anna Dóra Sæþórsdóttir og Karl Benediktsson landfræðingar tóku saman pistil um hvort aukinn ferða- mannastraumur væri landinu blessun eða bölvun. Var spurt hvað fjölgun ferðamanna gæti þýtt fyrir náttúruna og verndun hennar og hvenær verður fjölgun þeirra orðin slík að náttúran verði fyrir óviðunandi breytingum. Á síðasta ári komu til landsins 300 þús- und ferðamenn og verði meðalfjölg- unin svipuð og síðustu 15 árin verða þeir orðnir ein milljón árið 2015. Þau telja ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart óæskilegum áhrifum ýmissa þátta ferðamennskunnar, til dæmis traðki og öðrum landskemmdum á fjölsóttum stöðum. Fáar náttúruperl- ur væru á áætlun flestra ferðamanna, svo sem Þingvellir, Mývatnssveit, Jökulsárlón, Gullfoss og Geysir. „Í of- análag er ferðamannatímabilið mjög stutt. Mikill fjöldi sækir heim fáa staði á stuttum tíma og sums staðar hefur gróður og jafnvel jarðmyndanir tekið að láta á sjá.“ Anna Dóra og Karl telja nauðsyn- legt að setja skýrar reglur um um- gengni við náttúruna og framfylgja þeim. Segja þau eftirlit lítið, ekki síst á hálendinu. Efla þurfi friðlýsingar og með þeim settar reglur sem miði að því að tryggja verndun og heimila umferð að því marki sem svæðin þoli. „Friðlýsing á alls ekki að vera and- stæð hagsmunum ferðaþjónustunnar þótt hún geti hins vegar ekki að okkar mati byggst á hagsmunum ferða- mannsins fyrst og fremst. Friðlýsing á að snúast um náttúrvernd.“ Fjallað um þróun ýmissa sviða umhverfismála á umhverfisþingi Morgunblaðið/Þorkell Nokkuð á þriðja hundrað manns sat fundi umhverfisþings. Helmingi vot- lendis hefur verið raskað FYRIRTÆKI sem taka upp um- hverfisstjórnun geta dregið úr kostn- aði við ýmsa rekstrarþætti, svo sem vegna orkunotkunar og kaupa á hrá- efnum, sagði Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra meðal annars er hún setti umhverfisþingið í gær. Kvaðst hún hafa lagt áherslu á að fyrirtæki í landinu tækju upp umhverfisstjórn- un. Á þinginu var skrifað undir sam- starfsyfirlýsingu umhverfisráðuneyt- isins, Landmats ehf., Iðntækni- stofnunar og Samtaka atvinnulífsins um þróun á umhverfisstjórnunarkerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á net- inu. Umhverfisráðherra segir að ávinn- ingur af umhverfisstjórnun sé annars vegar fyrir fyrirtækin og hins vegar umhverfið. „Samningurinn gerir ráð fyrir því að sett verði upp heildstætt upplýsingakerfi á netinu sem geri litlum og meðalstórum fyrirtækjum kleift að stjórna umhverfismálum sín- um með markvissum og einföldum hætti. Hér er að mínu mati um merki- lega nýjung að ræða, en í verkefna- áætlun umhverfisráðuneytisins fyrir yfirstandandi kjörtímabil er sérstök áhersla lögð á að atvinnulífið verði hvatt og stutt til þess að marka sér umhverfisstefnu og taka upp um- hverfisstjórnun,“ sagði Siv Friðleifs- dóttir meðal annars. Sagði hún fyr- irtæki geta metið stöðu í sína í umhverfismálum og ráðist í skipu- lagðar úrbætur á grundvelli nokkurs konar upplýsingabanka sem Land- mat ehf. muni koma á laggirnar en Iðntæknistofnun kemur einnig við sögu. Landmat mun sjá um uppbyggingu og skipulag kerfisins, kerfishönnun, gerð gagnagrunna, hönnun og fleira og Iðntæknistofnun sér meðal annars um efnisöflun, úrvinnslu og aðkomu að kerfishönnun og gerð gagna- grunna. Þá verður leitað til Samtaka iðnaðarins og Hollustuverndar ríkis- ins eftir samstarfi um þróun verksins. Kostar 12–15 milljónir Umhverfisráðuneytið styður verk- efnið með fjárframlagi og þróunar- vinnu, svo og uppbyggingu á skipu- lagi þess og Samtök atvinnulífsins styðja það með því að aðstoða fyrir- tæki við að tileinka sér og uppfylla kröfur kerfisins og fleira. Stefnt er að því að frumútgáfa kerfisins verði tilbúin í júní á þessu ári og munu að- ilar þess þá standa að kynningu á því fyrir aðilarfyrirtækjum Samtaka at- vinnulífsins og öðrum. Kostnaður við fyrsta áfanga er talinn verða á bilinu 12 til 15 milljónir króna. Samstarf um þróun kerfis fyrir umhverfisstjórnun Draga má úr kostnaði með umhverfisstjórnun Morgunblaðið/Þorkell Samstarfsyfirlýsing undirrituð og handsöluð. Frá vinstri: Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Geir Oddsson, framkvæmdastjóri Landmats, Hallgrímur Jónasson, framkvæmdastjóri Iðntæknistofnunar, og Finnur Geirs- son, formaður Samtaka atvinnulífsins. MEÐAL þeirra sem fluttu ávarp í upphafi umhverf- isþings var Linda Björk Jó- hannsdóttir, nemandi í 6. bekk Varmárskóla í Mos- fellsbæ. Hún kvaðst hafa ver- ið beðin að segja hvernig um- hverfi hún vildi búa í og hvernig Ísland hún vildi sjá í framtíðinni. Linda Björk kvaðst best geta lýst væntingum sínum út frá því umhverfi sem hún þekkti en hún býr í Teigunum í Mosfellsbæ, sem hún sagði vera Reykjalundarmegin við Vesturlandsveg. Hún sagði bæinn fallegan og vel gróinn, þar væri ekki eins mikil mengun og í Reykjavík, þar væri friðsæld og ekki mikil umferð. „Mér finnst voða gott að fólkið þar í bænum gengur vel um náttúruna og þar er ekki eins mikið drasl í umhverfinu. Í framtíðinni vil ég búa í umhverfi þar sem er ekki mikið af rusli á götunum og að það sé ekki fullt af tyggjó- klessum út um allt,“ sagði hún. Góða kosti við Mosfellsbæ sagði Linda Björk vera íþróttaaðstöðuna og góða skóla, margt væri í boði fyr- ir börn og þar væru tveir skógar, góð leiksvæði, græn tún og nokkrir bóndabæir. Hún sagði að gera þyrfti fleira fyrir gangandi og hjólandi en ekki gera allt fyrir bíla, þeim ætti að fækka og fólk að nota strætisvagna og líka væri hollt að ganga. Þá gerði hún flokkun sorps að umtalsefni, sagði það gert á sínu heimili og von- ar að sem flest heimili taki það upp til að sem mest fari í endurvinnslu meðal annars til að bjarga skóg- unum. „Því ef við hefðum ekki tré og gróðurinn væri hér ekkert nema eyðimörk.“ Í lokin sagði Linda Björk gott að búa á Íslandi, það væri umhverf- isvænt land. „Svo finnst mér líka að lokum að fólk ætti að hlusta meira á börn því börn eins og ég geta haft skoðanir á hlutum rétt eins og full- orðnir.“ Linda Björk Jóhannsdóttir grunn- skólanemi í ávarpi á umhverfisþingi Finnst að fólk ætti að hlusta meira á börn Linda Björk Jóhannsdóttir, grunnskóla- nemi í Mosfellsbæ, flutti ávarp á um- hverfisþingi í gær. Morgunblaðið/Þorkell Alþjóðleg yfirlýsing um hreinni framleiðslu SKRIFAÐ var undir alþjóð- lega yfirlýsingu um hreinni framleiðslu á umhverfisþingi í gær. Gerðu það fulltrúar frá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, umhverfisráðuneyt- inu, Sambandi íslenskra sveit- arfélaga, Samtökum atvinnu- lífsins, Íslenska álfélaginu, Íslenska járnblendifélaginu og Norðuráli. Í yfirlýsingunni segir að til að ná fram sjálfbærri þróun þurfi að koma til sameiginleg ábyrgð og að aðgerðir til að vernda umhverfi jarðar kalli á betri aðferðir varðandi sjálf- bæra framleiðslu og neyslu. „Við teljum að hreinni fram- leiðsla og aðrar forvarnarað- gerðir, svo sem umhverfishag- kvæmni, umhverfisvæn framleiðni og mengunarvarnir séu ákjósanlegir kostir,“ segir einnig og til að ná þessum markmiðum leggja aðilar yfir- lýsingarinnar áherslu á þekk- ingu, menntun og þjálfun, sam- ræmingu, rannsóknir og samskipti. Finna á nýjar lausn- ir m.a. með því að efla þróun af- urða sem eru hagkvæmar frá umhverfissjónarmiði. Til að koma á hreinni framleiðslu er lögð áhersla á að setja fram krefjandi markmið, hvetja til nýrrar og aukinnar fjármögn- unar og fjárfestingar í kostum á sviði forvarnatækni og efna samvinnu milli landa á sviði umhverfisvænna tækniatriða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.