Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 23
STARFSLOK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 23 MÁR Jóhannsson á lengsta starfs- aldurinn hjá Sjálfstæðisflokknum, 56 ár á hann að baki, en Hilmar Guðlaugsson starfaði þar í rösk- lega 30 ár og Kristín Guðjóns- dóttir starfaði um 16 ára skeið. „Ég var ákaflega ungur þegar ég fékk áhuga á þjóðmálum og fjölskylda mín aðhylltist ákaft sjálfstæðisstefnuna. Þegar ég var barnungur stofnaði ég með fleirum Félag sjálfstæðra drengja og með- al annarra var þar Geir Hallgríms- son sem síðar varð formaður flokksins. Þessi félagsskapur var þó ekki langlífur, en eftir að ég út- skrifaðist frá Verslunarskólanum árið 1939 fór ég að vinna sem þingskrifari og vann á þinginu þar til Jóhann Hafstein framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins réð mig til skrifstofustarfa. Þá vorum við aðeins þrjú, auk Jóhanns síma- dama. Auk okkar starfaði Bjarni Jónsson frá Vattarnesi fyrir Varð- arfélagið. Síðan hef ég verið starfsmaður Sjálfstæðisflokksins, lengi vel skrifstofustjóri,“ sagði Már er Morgunblaðið ræddi við hann í vikunni. Þegar Már var beðinn um að líta um öxl, yfir farinn veg, og segja frá því hvað honum væri efst í huga svaraði hann svona: „Það góða við þetta, það sem veitti mér ákaflega mikla ánægju, var að hafa á tilfinningunni að ég væri að gera eitthvert gagn og leggja mitt af mörkum til að stuðla að framgangi sjálfstæðisstefnunnar. Það sam- ræmdist uppeldi mínu og lífssýn.“ Vann með flestum fram- kvæmdastjórum flokksins Már vann með öllum fram- kvæmdastjórum flokksins að Jóni Þorlákssyni undanskildum. Fyrst var það Jóhann Hafstein, þá Magnús Jónsson frá Mel, því næst Þorvaldur Garðar Kristinsson, þá Sigurður Hafstein og loks Kjartan Gunnarsson. „Ég var í persónulegum tengslum við þessa menn. Mest þó við Jóhann, þar var alltaf mikill trúnaður og vinátta. Allir voru þessir menn mikilhæfir afburða- menn, en ég tel þó að Kjartan Gunnarsson sé sá í hópi þeirra sem unnið hefur flokknum mest gagn. Hann er búinn að vera lengst í starfi, er mjög áhugasam- ur og ákaflega hugkvæmur á fram- farir. Ég hef einnig kynnst formönn- unum hverjum af öðrum. Best þó Ólafi Thors, en ég var ritari hans. Var oft og iðulega á heimili hans í Garðastræti 41 og gekk frá ræðum hans. Samstarf okkar var náið og ég dáðist að honum. Hann var mikill leiðtogi, mikill skörungur. Allir hafa þeir formenn sem ég hef unnið með verið afburðamenn og ég hef átt gott og náið samstarf við þá alla, t.d. Bjarna Benedikts- son og Geir Hallgrímsson. Þá met ég mikils okkar glæsilega og stór- kostlega formann Davíð Oddsson.“ Már sagði að það væru einmitt kynnin við fólk í flokksstarfinu sem hefði gefið sér hvað mest í gegnum árin. „Ég hef verið þeirr- ar gæfu aðnjótandi að eignast fjöl- marga vini og kunningja sem höfðu sömu hugsjón og ég sjálfur, að starfa fyrir flokkinn, hjálpa til við að framfylgja sjálfstæðisstefn- unni, landi og þjóð til farsældar.“ Og Már bætti við að lokum, að þótt hann væri formlega hættur störfum hjá Sjálfstæðisflokknum, þá væri erfitt að „kenna gömlum hundi að sitja“, eins og hann komst að orði og átti við að enn mætir hann í Valhöll og dundar við tilfallandi sérverkefni, enda „spor- léttur enn og við góða heilsu“, eins og hann kemst að orði. Meiri pólitík Hilmar Guðlaugsson er mennt- aður múrari og starfaði sem slíkur, auk þess að vera formaður Múr- arafélags Reykjavíkur, er hann réðst til ábyrgðarstarfa hjá Sjálf- stæðisflokknum. Hann var skipað- ur framkvæmdastjóri Verkalýðs- ráðs Sjálfstæðisflokksins, en það fór með ýmis mál, einkum ýmis verkefnismál. Hilmar segir að Verkalýðsráðið hafi verið nokkurs konar „móðurskip þeirra sem störfuðu við verkalýðsmál á vegum flokksins víðs vegar um landið“, eins og hann orðar það, en laun- þegafélög á vegum flokksins voru starfandi um land allt og var þetta „ráðgjafanefnd um allt sem snerti launþega“. Hilmar segir að margt hefði breyst á þeim árum sem hann starfaði við þessi og önnur mál- efni, m.a. 24 ár í borgarstjórn. „Þetta hefur gjörbreyst. Öll þessi vinna og umræða er miklum mun faglegri og málefnalegri en áður. Fyrrum var miklu harðari pólitík og tíðum mikil átök í þessum mála- flokkum,“ segir Hilmar. Hilmar kom að fleiru, m.a. sá hann um ferðamál fyrir Lands- málafélagið Vörð sem bauð upp á ódýrar menningarferðir til Kaup- mannahafnar og sólarlandaferðir til Majorka, auk þess sem hann sá um, ásamt Má Jóhannssyni, hin svokölluðu Héraðsmót Sjálfstæð- isflokksins sem haldin voru á hverju sumri, 2–3 í viku hverri um land allt. „Þetta var mikil vinna, ferðalögin voru geysivinsæl og héraðsmótin gríðarlega mikið sótt. Í þetta fór mikill tími og umstang, en að því var ekki spurt. Maður var bara í vinnunni og skilaði sínu. Þótt starfsferli Hilmars hjá Sjálfstæðisflokknum sé lokið hefur maðurinn ekki sest í helgan stein. Hann er framkvæmdastjóri Sam- taka eldri sjálfstæðismanna, sem vinna að því að bæta kjör eldri borgara og hafa lagt fram tillögur þar að lútandi, t.d. varðandi skatta á lífeyristekjur o.fl. Hann er enn fremur sestur á skólabekk til að læra á tölvur, nokkuð sem gekk honum úr greipum í Valhöll og nú skal einnig læra á hljómborð sem honum áskotnaðist þegar hann varð sextugur. „Það er nokkuð sem ég hef látið mig dreyma um frá því ég var ungur maður. Ég hef þótt hafa tóneyra, en það dug- ar manni ekki að geta bara spilað eitthvað eftir eyranu.“ Sér eftir fólkinu Kristín Guðjónsdóttir hætti einnig um síðustu áramót og hafði þá gefið Sjálfstæðisflokknum sextán ára trygga þjónustu. Hún sá um happdrættin og styrktar- mannamálin og sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði verið „skemmtilegt og gefandi starf, en það hafi verið farið að róast nokk- uð þar sem fleiri væru komnir til starfa og svo væri vélvæðingin á skrifstofunni orðin allt önnur og miklu meiri heldur en þegar hún sat við fyrstu árin. „Þegar ég lít um öxl verð ég að segja að ég sakna fólksins. Ég er bara hérna heima og sakna félaga minna. Auðvitað get ég heimsótt þegar mig langar, en það er ekki það sama. Það var með fádæmum gott að vinna þarna og virkilega gaman. Það er ekki hægt að hugsa sér betri vinnustað eða betra fólk heldur en það sem ég kynntist þarna,“ segir Kristín. Sjálfstæðisflokk- urinn kveður máttarstólpa Stjórnmálaflokkar, jafnt sem aðrar stofn- anir, félög eða fyrirtæki, væru lítið ef ekki kæmi til trygglynt og drífandi starfsfólk. Sjálfstæðisflokkurinn er þar engin undan- tekning. Um áramótin hættu þar þrír af elstu og tryggustu starfsmönnum flokksins, þau Már Jóhannsson, Hilmar Guðlaugsson og Kristín Guðjónsdóttir sem unnu samtals yfir 100 ár hjá flokknum. Hilmar Guðlaugsson Kristín Guðjónsdóttir Morgunblaðið/Jim Smart Már Jóhannsson Láta af störfum hjá stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar eftir áratugalöng störf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.