Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna í Ráðhúsinu Eiga konur áhyggjulaust ævikvöld? RÁÐSTEFNA á veg-um Kvenréttinda-félags Íslands verður haldin í dag í Ráð- húsi Reykjavíkur og hefst klukkan 13. Þar verður fjallað um málefni eldri kvenna undir yfirskrift- inni: Eiga konur áhyggju- laust ævikvöld? „Það vill svo til að þessa ráðstefnu ber upp á 94 ára afmælis- dag Kvenréttindafélags Ís- lands,“ sagði Hólmfríður Sveinsdóttir sem er vara- formaður félagsins og nú starfandi formaður. „Á þes2sari ráðstefnu verða flutt fjögur erindi. Sigríður Jónsdóttir félags- fræðingur mun fjalla um norræna rannsókn sem hún tók þátt í um konur á efri árum. Sigurbjörg Björgvins- dóttir, forstöðukona félagsstarfs aldraðra í Kópavogi, fjallar um „Kópavogsmótelið“ og eldri kon- ur. Bjarnfríður Leósdóttir, fyrr- verandi kennari og verkalýðsfor- kólfur á Akranesi, flytur erindi sem hún nefnir: Hvar eru konurn- ar í verkalýðshreyfingunni? Loks flytur Gunnar Páll Pálsson, hag- fræðingur hjá Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur, erindi um starfslok og atvinnuöryggi kvenna. Síðast en ekki síst mun Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flytja ávarp. Ráðstefnustjóri okkar er enginn annar en Flosi Ólafsson, leikari og „stórbóndi“.“ – Verða skemmtiatriði á dag- skrá ráðstefnunnar? „Eftir framsöguerindin ætlar hið síunga Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík að syngja nokkur lög. Að loknu kaffihléi eftir sönginn verður ráðstefnugestum gefinn kostur á að taka þátt í starfi þriggja vinnuhópa. Að lokinni þeirra vinnu munu hópstjórar kynna niðurstöður hópanna og ályktanir ef um þær verður að ræða. Meðan á því stendur verður boðið upp á léttar veitingar.“ – Eru efri ár kvenna mjög brýnt umfjöllunarefni? „Já, það myndi ég segja og sjálf- sagt hefur of lítið verið fjallað um þau. Þetta er ekki einkamál þeirra sem nú þegar eru að komast eða eru komnar á eftirlaunaaldur, það á vonandi fyrir okkur flestum að liggja að komast á þennan aldur.“ – Eiga konur áhyggjulaust ævi- kvöld? „Það er allur gangur á því en ég held að því sé ekki svo farið með þær allar og raunar ekki alla karl- menn heldur.“ – Hvað er það sem helst veldur konum erfiðleikum á elliárum? „Heilsubrestur er kannski það sem erfiðast er að ráða við. Fjár- hagserfiðleikar og slæm félagsleg staða er hlutskipti of margra. Í því er sitthvað hægt að gera og það má ráða að hluta til við heilsuvandann. Konur nota meira heilbrigðis- þjónustu en karlar og kannski má með fyrir- byggjandi aðgerðum draga úr þörf þeirra fyrir læknisþjónustu á efri árum. Á þessari ráðstefnu munum við fjalla einmitt um þess- ar spurningar í vinnuhópunum út frá mismunandi sjónarhornum.“ – Er áhugi á málefnum eldri kvenna í samfélaginu? „Ég held að hann sé of lítill. Þegar við vorum að undirbúa þessa ráðstefnu kom í ljós að yngri konur töldu sig ekki eiga erindi á ráðstefnuna, sem er mikill mis- skilningur. Æskudýrkunin er mik- il hjá okkur hér á landi eins og annars staðar í hinum vestræna heimi, þú sérð ekki mikið af eldri konum í fjölmiðlum en marga eldri karla. Sú mynd er dregin upp í fjölmiðlum að karlar verði virðu- legir með aldrinum en konur fá hreint ekki sömu stöðu þegar ald- urinn færist yfir.“ – Hefur Kvenréttindafélagið í hyggju að skera upp herör gegn svona viðhorfum? „Við viljum gera okkar til að breyta þessu en það verða fleiri að leggjast á árarnar með okkur.“ – Er ímynd hinna eldri of nei- kvæð að þínu mati? „Það hugsa margir í dag, eink- um konur, með kvíða til þess að verða fullorðnir. Það er slæmt þar sem við eigum að geta átt áhyggjulaust ævikvöld.“ – Hvað getum við gert til að sem flestir eigi áhyggjulaust ævi- kvöld? „Ég held að samfélagið geti bú- ið betur að hinum öldruðu á ýmsan hátt og verði að gera það. Nú eru of langir biðlistar eftir plássum á heimilum fyrir eldra fólk sem ekki getur lengur verið á heimili sínu. Einnig þyrfti að endurskoða líf- eyriskerfið. Svo getur hver og einn skoðað sinn eigin huga – hvort hann sinni nægilega vel þeim sem honum standa næst og eru orðnir aldraðir. Þetta er mikilvægt.“ – Er starfsemi hins 94 ára Kvenréttinda- félags blómleg um þessar mundir? „Já. Fyrir utan svona ráðstefnur og fundi stöndum við vörð um jafnréttismál á öllum sviðum og látum okkur ekkert óviðkomandi hvað það varðar. Kvenréttindafélagið er ekki eingöngu fyrir konur, þetta er jafnréttisfélag og í því eru nokkrir karlar. Þessi ráðstefna í dag er öllum opin, konum og körl- um, ungum sem öldnum. Hólmfríður Sveinsdóttir  Hólmfríður Sveinsdóttir fædd- ist á Akranesi 18. júní 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands og lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands í stjórnmálafræði með fjölmiðla- fræði sem aukagrein. Hún starf- aði á Vinnumálastofnun frá út- skrift þar til í maí sl. en starfar nú á Iðntæknistofnun sem verk- efnisstjóri á fræðslu- og ráðgjaf- ardeild. Hún er um þessar mund- ir starfandi formaður Kven- réttindafélags Íslands. Samfélagið getur búið betur að hin- um öldruðu á ýmsan hátt FÉLAG sérleyfishafa hefur komið að þeirri endurskipulagningu á fyr- irkomulagi sérleyfa til fólksflutn- inga sem samgönguráðuneytið hef- ur verið að vinna að og greint var frá í Morgunblaðinu í vikunni. Oddur Einarsson, framkvæmda- stjóri BSÍ, hefur komið að málinu fyrir hönd félagsins og í samtali við Morgunblaðið sagði hann það óhjá- kvæmilegt að samþjöppun ætti sér stað í greininni til að ná fram hag- kvæmni í rekstrinum og sérleyfum yrði því fækkað í framtíðinni. Færa þyrfti reksturinn til nútímalegra horfs. Oddur benti á að hin síðari ár hefðu nokkrir smærri sérleyfishaf- ar hætt starfsemi og stærri fyr- irtæki tekið við þeirra sérleyfum. Einnig hefðu fyrirtæki sameinast í ákveðnum landshlutum og benti Oddur þar á Austurleið og SBS sem sinntu áætlunarferðum um Suðurland og austur á firði. Í raun eru sérleyfishafar færri en fram hefur komið í blaðinu, eða 21 en ekki 24, en þær upplýsingar voru frá Vegagerðinni sem sér um út- gáfu sérleyfa. Sérleyfishafar í viðræðum um samstarf eða samruna Oddur sagði að eins og sam- gönguráðherra hefði bent á í Morgunblaðinu væri ákveðið óhag- ræði í rekstri sérleyfishafa á áætl- unarleiðum. Fullur skilningur væri á því innan félagsins að stokka kerfið upp þannig að stuðningur ríkisins yrði réttlætanlegur. Marg- ir sérleyfishafar væru óhressir með þá slæmu afkomu sem áætl- unarferðirnar skiluðu. Samgönguráðuneytið hefur ekki lokið endurskipulagningu á veit- ingu sérleyfa en að sögn Odds mætti helst vænta breytinga á sér- leyfum vegna leiða frá Reykjavík og til Vesturlands, Vestfjarða og Norðurlands. Á þessum svæðum væru fleiri en einn sérleyfishafi að störfum á svipuðum leiðum. Í því sambandi upplýsti Oddur að sér- leyfishafarnir væru í viðræðum um hugsanlega samvinnu eða sam- runa. Samþjöppun er óhjákvæmileg Talsmaður Félags sérleyfishafa um fækkun sérleyfa GAGNGERAR endurbætur standa nú yfir á fyrstu hæð Radisson SAS Hótel Sögu. Verið er að endurnýja gestamóttöku hótelsins, veit- ingasalurinn Skrúður stækkaður og Mímisbar breytt úr dansstað í píanóbar og koníaksstofu. Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri á Sögu, segir að lítið hafi verið hreyft við innréttingum á fyrstu hæð hótels- ins frá því það var opnað í júlí 1962 og því hafi verið tímabært að færa húsnæðið í nútímalegra horf þar sem nýjum tíðaranda og al- þjóðastraumum væri fylgt. Christian Lundvall innanhúss- arkitekt hannaði breytingarnar en hann hefur unnið mikið við Radis- son SAS-hótelkeðjuna. Spurð hvort einhverjar skipulagsbreyt- ingar hefði þurft að gera á rekstr- inum meðan á framkvæmdum stæði sagði Hrönn að gestamót- takan væri til bráðabirgða í norð- urenda jarðhæðar hússins en allar breytingar hefðu verið skipulagð- ar með það að leiðarljósi að gestir hótelsins fyndu sem minnst fyrir þeim. Stefnt er á að opna fyrstu hæð- ina að nýju eftir breytingarnar í mars. Hótel Saga færð í nýjan búning Morgunblaðið/Árni Sæberg Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.