Morgunblaðið - 27.01.2001, Side 30
30 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
um fjögurra kvenna hópi á sama aldri
og þjóðerni auk þess sem blóðsýni
þeirra hafði verið geymt í bankanum í
jafnlangan tíma. Viðmiðunarhóparnir
voru þó valdir af handahófi.
Athugað var hvort konurnar hefðu
komist í snertingu við einhverja af 10
mismunandi afbrigðum af klamýdíu-
sýkli, eða m.ö.o hvort mótefni gegn
klamýdíusýkli fyndist í blóði þeirra. Í
ljós kom að þrjú afbrigði af sýklinum
virtust tengjast leghálskrabbameini
og þá sérstaklega eitt þeirra, „sero-
týpa G“. Konur sem höfðu sýkst af
síðastnefnda afbrigðinu voru í 6,5-falt
meiri hættu á að fá krabbameinið en
ósýktar konur. Rannsakendur gerðu
ráð fyrir öðrum áhættuþáttum leg-
hálskrabbameins, þ.e.a.s. hvort kon-
urnar hefðu smitast af HPV-veirunni
og hvort þær notuðu tóbak.
Vísindamennirnir taka það fram í
grein sinni að leghálskrabbamein er
mörg ár, jafnvel áratugi, að þróast.
Þeir segja jafnframt að ekki sé ljóst
hvaða þátt klamýdíusýking eigi í
þeirri þróun en þó sé það ljóst að sýkl-
arnir valdi skemmdum á erfðaefni
frumna í tilraunaglösum. Læknir við
Johns Hopkins-læknaháskólann, dr.
J. Zenilman, segir í ritstjórnargrein
tímaritsins að rannsóknin sé forvitni-
leg en þó ekki með öllu fullnægjandi
þar sem hugsanlegt sé að rekja megi
tengslin til annarra líffræðilegra
þátta eða annars hegðunarmynsturs
en tekin voru til greina.
„Hugmyndir manna um samband
leghálskrabbameins og kynsjúkdóma
eru ekki nýjar af nálinni,“ segir Har-
aldur Briem sóttvarnalæknir. „Þann-
ig birtist grein fyrir um aldarfjórð-
ungi [í Lancet 1974; i; 1034-40] þar
sem leitt var í ljós tölfræðilega mark-
MENN hafa um nokkurtskeið vitað að vissirstofnar svokallaðrarHPV-veiru (Human
Papilloma Virus), sem m.a. veldur
kynfæravörtum, tengjast aukinni
tíðni á frumubreytingum og krabba-
meini í leghálsi kvenna. Nú benda
nýjar finnskar rannsóknarniðurstöð-
ur til þess að það sama megi segja um
klamýdíusýkingar. Bæði klamýdíu-
sýkingar og HPV-sýkingar teljast til
kynsjúkdóma og smitast með samför-
um. HPV-sýkingar og klamýdía eru
algengastir kynsjúkdóma á Íslandi og
þótt víðar væri leitað. Hér á landi
greinast á milli eitt og tvö þúsund
manns árlega í fyrsta sinn með
klamýdíusýkingu.
Niðurstöður finnsku rannsóknar-
innar voru birtar á fyrstu dögum árs-
ins í tímaritinu Journal of the Americ-
an Medical Assosiation. Rann-
sakendur segja í grein sinni að þeir
viti ekki til þess að aðrir hafi gert
ámóta rannsókn á tengslum klamýdíu
og leghálskrabbameins.
Orsakatengsl óljós
Vísindamennirnir báru blóðsýni úr
stórum hópi finnskra, sænskra og
norskra kvenna, sem höfðu gefið blóð
í blóðbönkum í heimalöndum sínum,
saman við upplýsingar um konur sem
greinst höfðu með leghálskrabbamein
í þessum þremur löndum. Þannig
fundu þeir 128 konur, sem allar höfðu
greinst með krabbameinið a.m.k. 12
mánuðum eftir að blóðsýnið var tekið
og byggjast niðurstöðurnar á blóð-
sýnum þeirra. Þrjú viðmiðunarsýni
úr heilbrigðum konum voru einnig at-
huguð fyrir hverja konu með krabba-
mein og voru allar konurnar í hverj-
tækt samband milli lekanda hjá ung-
um konum og leghálskrabbameins.
Höfundurinn dró þá ályktun að úr því
að það væri ólíklegt að lekandabakt-
erían sjálf væri krabbameinsvaldandi
væri þessi sýking vísbending um það
að annar óþekktur kynsjúkdómur,
sem breiddist út með sama hætti,
gæti verið orsökin. Á síðari árum hef-
ur komið í ljós að orsök legháls-
krabbameins er í langflestum tilfell-
um orsökuð af veirusýkingu sem
nefnist HPV og einnig mætti kalla
vörtuveiru. Samband þessarar veiru
við leghálskrabbamein er afar sterkt
en hún finnst í 97% tilfella í krabba-
meinsfrumum. Nú hefur bóluefni ver-
ið þróað gegn algengustu undirflokk-
um veirunnar, sem valda
krabbameini, og líka gegn undirflokk-
um, sem valda kynfæravörtum, og
eru vonir við það bundnar að hægt
verði að hefja rannsóknir á virkni
bóluefnisins innan skamms.“
Haraldur segir einnig að fróðlegt
sé að finnsku vísindamennirnir skuli
hafa tengt leghálskrabbamein sér-
stöku afbrigði af klamýdíusýklinum.
„Hitt er svo annað mál að rétt eins og
með lekandann getur klamýdíusýk-
ing verið vísbending um annan kyn-
sjúkdóm, eins og HPV sem smitar
líka ungar konur og sannanlega veld-
ur leghálskrabbameini síðar á æv-
inni.“
Kemur ekki á óvart
„Þessar niðurstöður koma í sjálfu
sér ekki á óvart,“ segir Kristján Sig-
urðsson, yfirlæknir Leitarstöðvar
Krabbameinsfélagsins. „Það hefur
lengi verið vitað að leghálskrabba-
mein tengist einhverjum áhættuþátt-
um í kynlífi. Einnig er ljóst að HPV-
veiran ein sér megnar ekki í öllum til-
vikum að koma af stað þessu ferli
heldur þarf einhverja utanaðkomandi
þætti, t.d. aðrar sýkingar. Einnig hef-
ur verið talað um reykingar í þessu
sambandi.“
Kristján bendir á að ekki séu til lyf
við HPV-sýkingu en klamýdía sé aft-
ur á móti meðhöndluð með lyfjum. Af
þessum sökum er lögð áhersla á að
finna bóluefni við vörtuveirunni.
„Klamýdía er sjúkdómur sem verð-
ur æ algengari hvar sem er í heim-
inum. Tíðni hans í Bretlandi jókst t.d.
um 14% á milli áranna 1998 og 1999
en tíðnin þar er mun hærri en hér.
Þar er talið að um 90% smitaðra séu
án einkenna. Það er ekki hlutverk
Leitarstöðvarinnar að athuga hvort
einkennalaus kona, sem kemur til leg-
hálskrabbameinsleitar, sé með
klamýdíu en ef einkenni gefa tilefni til
er unnt að taka strok til að kanna
hvort slíkt smit sé til staðar. Ef klam-
ýdía greinist hjá konu eru hún og
félagi hennar meðhöndluð þar sem
kynsjúkdómurinn er á sameiginlegri
ábyrgð beggja kynja og endursmit
því mögulegt ef báðir aðilar fá ekki
meðferð.“ Kristján segir enn fremur
að tíðni HPV-smits meðal ungra
kvenna sé mun meiri en tíðni klamý-
díu og að tíðni veirunnar sé miklu
meiri en tíðni forstigsbreytinga
leghálskrabbameins.
„Það bendir til þess að ónæmiskerfi
sumra kvenna vinnur á veirunni.
Ungar konur ættu að huga að því að
þær eru hvað viðkvæmastar fyrir
veirusmiti á þeim árum þegar þær
eru að þreifa fyrir sér með maka og
frjálsræðið í kynlífsmálum er hvað
mest. Ungt fólk virðist ekki eins vak-
andi fyrir kynsjúkdómum nú og á
fyrstu árum alnæmis þegar áróður
var mestur. Við höfum áhyggjur af
því að konur í yngstu aldurshópunum
mæta nú síður en aðrar konur. Mæt-
ingar í krabbameinsleit jukust um
1980 en þá jókst tíðni leghálskrabba-
meins tímabundið, aðallega meðal
yngri kvenna sem ekki höfðu áður
mætt til leitar. Forstigsbreytingar
hjá ungum konum hafa aukist mikið
frá 1980 og við höfum séð dæmi þess
að slíkar breytingar og byrjandi
krabbamein hafi greinst hjá þessum
konum innan þriggja ára eftir tvö til
þrjú eðlileg frumustrok í tvö til þrjú
skipti. Kona sem aldrei hefur verið við
karlmann kennd þarf aftur á móti
ekki að mæta í krabbameinsskoðun
um tvítugt heldur getur hún frestað
því til þrítugs, nema eitthvað sérstakt
komi til,“ segir hann og bendir á mik-
ilvægi þess að aðrar konur haldi vöku
sinni og mæti reglulega. Hann minnir
auk þess á að konur geta beðið kven-
sjúkdómalækna utan Leitarstöðvar-
innar um að taka frumustrok frá leg-
hálsi, finnist þeim af einhverjum
ástæðum óþægilegt að fara til Leit-
arstöðvarinnar sjálfrar.
Meðhöndlað með sýklalyfjum
Fæstar konur og einungis um
helmingur karla verða vör við að þau
hafa smitast af klamýdíusýkingu,
samkvæmt upplýsingum á vefsetri
Landlæknisembættisins.
Einkenni karla eru útferð, sviði eða
kláði í þvagrás og við þvaglát. Konur
fá aftur á móti einkenni á borð við
aukna útferð, sviða eða kláða í þvag-
rásinni, tíð þvaglát, óreglulegar blæð-
ingar og kviðverki. Einkennin geta
horfið án þess að búið sé að uppræta
sýkinguna. Fylgikvillar langvarandi
og ómeðhöndlaðrar klamýdíusýkinga
eru alvarlegir og geta valdið ófrjó-
semi. Það er því áríðandi að fólk leiti
sér lækninga ef það hefur grun um að
hafa smitast. Alla jafna er auðvelt að
greina klamýdíusmit með þvagprufu.
Smitið er síðan meðhöndlað með
sýklalyfjum.
HPV-sýkingar eru langflestar án
einkenna en sumir stofnar af veirunni
geta valdið hvimleiðum kynfæravört-
um.
Á hverju ári greinast 500 þúsund
konur í heimi hér með legháls-
krabbamein. Hér á landi hefur þeim
fækkað mjög mikið eða um allt að 65-
70%, segir Kristján, og má þakka það
öflugri krabbameinsleit. Íslenskar
konur á aldrinum 20-69 ára eru boð-
aðar til krabbameinsskoðunar hjá
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á
tveggja ára fresti. Tilgangur skoðun-
arinnar er fyrst og fremst fyrirbyggj-
andi heilsuvernd, þ.e.a.s. að finna
frumubreytingar í leghálsi áður en
krabbamein hefur náð að þróast.
Klamýdíusýking gæti
valdið leghálskrabbameini
Reuters
Ábyrgðin er sameiginleg.
Ungt fólk virðist ekki vera nógu vel á verði gagn-
vart kynsjúkdómum og kynsjúkdómar á borð við
klamýdíu og HPV-sýkingar verða æ algengari hér
sem annars staðar. María Hrönn Gunnarsdóttir
las niðurstöður nýrrar, norrænnar rannsóknar,
sem rennir stoðum undir tilgátur um að tengsl séu
á milli klamýdíu og leghálskrabbameins. Áður hef-
ur þáttur HPV-sýkinga í myndun krabbameinsins
verið staðfestur. Athygli vekur að leghálskrabba-
mein getur þróast á fáum árum og þess vegna veld-
ur það áhyggjum að ungar konur mæta síður í
krabbameinsleit en eldri kynsystur þeirra.
TENGLAR
.....................................................
Tímarit Bandarísku læknasamtak-
anna: http://jama.ama-assn.org/.
Landlæknisembættið:
http://kyn.landlaeknir.is/.
Krabbameinsfélagið:
http://www.krabb.is/.
ÞÓTT mataræði og líkamsrækt
séu í tilvikum flestra lykillinn að
góðri heilsu hafa alltaf verið til
þeir sem eru svo heppnir að geta
gert hvað sem þeir vilja, og samt
orðið hundrað ára gamlir. Nú
hafa erfðafræðirannsóknir sýnt
fram á hverju þetta sætir. Ný
rannsókn bendir til þess að þeir
sem ná 100 ára aldri hafi heil-
brigt magn kólesteróls í blóðinu
alla ævi – og arfleiða síðan börn-
in sín að þessum eiginleika.
Almennt er talið að mikið
magn HDL („góðs“) kólesteróls í
blóðinu verndi hjartað fyrir
sjúkdómum. „En það hefur eng-
inn sýnt fram á að þetta skipti
máli varðandi langlífi,“ segir dr.
Nir Barzilai, við Albert Einstein
læknaháskólann í Bandaríkj-
unum. En niðurstöður rann-
sóknar hans á 27 aldargömlum
einstaklingum og öldruðum
börnum þeirra benda til þess að
þetta langlífa fólk hafi stökk-
breytt gen, eða arfbera, sem
heldur magni HDL-kólesteróls í
blóði þess háu, þrátt fyrir fitu-
ríkt fæði, hreyfingarleysi og
reykingar.
Barzilai tekur þó fram að flest
þessa fólks hafi verið grannvaxið
alla ævi. Greint er frá nið-
urstöðum rannsóknarinnar í Jo-
urnal of the American Geriatrics
Society 12. janúar.
Kynin ólík
Einnig kom í ljós munur á
milli kynjanna. Til þess að ná
háum aldri þurfa karlar að hafa
mikið af HDL og lítið af LDL,
eða „vondu kólesteróli“. Konum,
aftur á móti, dugar að hafa mik-
ið af góðu kólesteróli, HDL. Seg-
ir Barzilai þetta geta útskýrt
hvers vegna komur eru líklegri
til að ná 100 aldri.
Barzilai og samstarfsfólk hans
athugaði hóp Ashkenazi-
gyðinga, sem er fólk sem hefur
verið rannsakað mikið vegna
þess hve einstaklingarnir hafa
svipaða erfðaeiginleika. Mælt
var kólesteról í blóði 27 einstakl-
inga sem voru orðnir 100 ára, 33
afkvæma þeirra og 26 maka af-
kvæmanna. Í samanburðarhópi
voru um 400 manns á sjötugs-
aldri.
Rannsóknin leiddi í ljós að
börn þeirra sem voru hundrað
ára höfðu talsvert heilsu-
samlegra kólesterólmagn en
bæði makar þeirra og sam-
anburðarhópurinn. Það sem
meira er, þeir sem voru 100 ára
höfðu sambærilega kólesteról-
stöðu og áratugum yngra fólk í
samanburðarhópnum.
Gott kólesteról kann
að útskýra langlífi
Associated Press
Með gott kólesteról í æðum.
New York. Reuters.