Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 33
Sími 581-2275 568-5375 Fax 568-5275 K O R T E R Nú er um að gera að grípa tækifærið og gera það sem við köllum GÓÐ KAUP! í örfáa daga Hjá okkur eru Visa- og Euroraðsamningar ávísun á staðgreiðslu Ármúla 8 - 108 Reykjavík Rýmum til á lag er okka r af sófas ettum, hornsóf um og s tökum sófum o g borstof uhúsgö gnum o.fl. o.f l. Rýming ar laugard. 10-17 Sunnud. 13-17 SALA ÞEGAR ég vaknaði fyrst til vit- undar um listræn gildi á sjötta kvartili síðustu aldar, kviknaði jafnframt áhugi minn á draumum þegar stefna surrealista datt inn um dyrnar og Dali, Magritte, Ernst og aðrir hjárænumenn gerðu sig heimakomna í huga mér. Þá skynjaði ég fyrst drauminn sem eitthvað sérstakt fyrirbæri, bæði merkilegt og fræðandi, eitthvað sem fleytt gæti huganum að ystu mörkum mannlegar þekkingar og gripið í skottið á dauðanum eða glitt í önnur líf, væri rækt lögð við svefninn! Sem einfari af fyrstu gerð gat ég sökkt mér óhindrað í pytt dulhyggjunnar og svamlað óhindrað um forboðin sem þekkt svæði í leit að skilningi á tilveru allri, sjálfi mínu og draumum. Gegnum tíðina hef ég síðan gruflað meira í draumum og komist að því að þeir rúma þetta allt og meira til. Að þeir spegla sannleikann í sinni hreinustu mynd og þar með Guð eða það afl sem við teljum okkur finna sem jákvætt stýriafl tilver- unnar. Að þeir rúma einnig hið illa en með þjálfun megi losa sig undan áhrifum skolla og halda honum urrandi á mottunni. Gegnum drauma má skynja hið ókomna jafnt sem það liðna og þótt okkur sé ef til vill ekki ætlað að vita allt erum við sköpuð í Guðs mynd og þar sem Guð veit allt er ekkert skrýtið þótt við viljum feta í hans spor. Hvað er þá draumurinn? Ég hallast að því að hann sé tengiliður andans (Spirit) við sálina og líkam- ann líkt og „faðir, sonur og heilagur andi“ (yfir-, með- og dulvitund) og hafi þess vegna þríhyrnt form eða ásjónu, þrjá eiginlega punkta sem kallast á þegar svefninn hefur svift vitundina rænu og vídd draumsins tekur við. Þá stígur andinn upp af beði þínu (sjá mynd) og í fylgd sál- ar, en með heimataug (silfur- streng) við líkamann, heldur hann af stað inn í þessa vídd (sem gæti verið fimmföld) að vinna úr þeim hughrifum þínum sem hanga þar sem þvottur á snúru og mynda tengsl við þær verur sem vilja þér vel. Draumur „BÞ“ Mig dreymir oft tákndrauma og tekst yfirleitt að ráða þá sjálf, þeir snerta mig oftast persónulega og færa mér ráðleggingar. Stundum koma þeir mér mjög á óvart með því að sýna mér eitthvað í framtíð- inni, eða segja mér frá einhverju sem er að gerast í kringum mig sem ég vissi ekki af, en reynist síð- ar rétt. (Meðal annarra orða, hvers vegna í ósköpunum er verið að færa mér þessi skilaboð og sýna mér það sem annars væri mér hul- ið? Hefur þú nokkuð svar við því?) Allavega, þennan tókst mér ekki að ráða, og skil eiginlega ekkert í hon- um. Ég var að hjóla á spegilsléttum sjó með hóp af fólki, rétt utan við undurfagra eyju. Svo lengi sem við hjóluðum þá sukkum við ekki. Við gerðum þetta okkur til gamans, sólin skein glatt og við skemmtum okkur líka mjög vel. Skyndilega er mér litið til strandarinnar á eyj- unni, og finn að það er eitthvað að fara að gerast. Allt í einu rís RISA- stór alda við ströndina og stefnir frá landi og til okkar. Þetta var mjög fögur sjón, hún var heilsteypt og glitrandi í sólinni, og svo ógn- arstór og mikilfengleg. Ég sá að aldan tók eitthvað fólk með sér af ströndinni, en mér fannst það ekki vera í neinni hættu. Strax á eftir kemur önnur jafnstór og fögur alda. Þá vissi ég að þær myndu verða þjár saman, og sú þriðja myndi verða langstærst. Þá varð ég pínu hrædd, en vissi samt að við sem vorum að hjóla vorum ekki í neinni hættu. Við horfðum á þetta með undrun í hjartanu, og fyllt- umst ákveðinni lotningu, á meðan við biðum eftir þeirri síðustu og stærstu. (Í hræðslu minni greip ég í tré sem stóð allt í einu upp úr lygnum sjónum. Um leið og ég greip í grein þess brotnaði hún af og ég hélt á henni. Ég varð hissa, en þetta virtist ekki breyta neinu, ég sökk ekkert eða neitt.) Um leið og aldan rís svona hrikalega stór og fögur, þá slökknar á himninum og það er komin nótt. Sjórinn kyrrist, og allt er kyrrt og hljótt, og dimmt, í smá stund. Stuttu seinna byrjar að sprautast olía upp úr hafinu í svörtum, tignarlegum gosbrunni, sem nær hátt upp í loftið. Og svo var draumurinn búinn. Hann var alveg kristaltær, skýr og ég man hann mjög vel. Allt sem ég sá í hon- um fannst mér að skipti máli, hrað- inn í honum var frekar mikill, en þægilegur. Mér líður vel þegar ég minnist hans, en ég get engan veg- inn ráðið hann. Ráðning Eins og áður hefur komið fram er ekki allt sem sýnist þegar draum- urinn er annars vegar og fyrir utan það að villa um fyrir manni með umsnúnum myndum á hann það til að raða myndunum á þann veg að túlka megi á marga vegu. Þar sem við erum mannleg en seilumst inn á guðlegt svæði í viðleitni okkar að skilja drauma er ekki nema von þótt slíkir draumar sem þínir geti vafist fyrir manni. En við tímamót sem þessi má bú- ast við merkum draumum enda renna straumar tímans í ákveðna átt og gefa viss fyrirheit. Draumur þinn er einn af þessum draumum og gefur hann í skyn að eitthvað mikilfenlegt sé í farvatninu, að mikill og jákvæður kraftur sé í þann veginn að sópast yfir okkur, einskonar „heilög þrenning“ sem snúi viðteknum gildum á hvolf og marki okkur nýjan farveg gulli sleginn. Táknin sem gefa þetta í skyn eru; sjórinn spegilslétti (al- heimsvitund), hjólin (ferð um tíma), eyjan (lífið í vitundinni), öldurnar þrjár (trú, von og kærleikur), greinin af trénu (mannkyn), úr degi í nótt (snögg breyting), olían (ork- an). Það eru svo viðbrögð þín og félaganna við sýnunum sem segja að komandi tímar verði magnaðir andlegum sviðum, friði og spekt. Draumur á ferð DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson Skuggi draumsins skundar af stað.  Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.