Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 35 Landssímann og neytendur í landinu. Þó telur nefndin að höfuðáherslu eigi að leggja á sölu til al- mennings og starfsmanna fyrirtækisins. Því legg- ur nefndin til að hugsanleg sala á umtalsverðum hlut til eins aðila eigi sér ekki stað í fyrsta áfanga,“ segir í skýrslunni. Sérstakir greiðsluskilmálar við sölu til starfsmanna Í umfjöllun nefndarinnar um sölu hlutabréfa til starfsmanna fyrirtækisins kemur fram að komið hafi til umræðu í nefndinni hvort tryggja eigi Landssímanum sérstakan kauprétt á hlutabréfum í útboði til nota við valréttarsamninga starfs- manna. „Nefndin telur það vera stjórnunarlega ákvörðun í fyrirtækinu hvort það tekur þátt í út- boði og tryggja sér þannig hlutabréf til ráðstöf- unar til starfsmanna. Tvær mögulegar útfærslur eru fyrir hendi ef tryggja á jafnræði fyrirtækisins við þátttöku í útboði. Annars vegar að taka þátt í tilboði annarra fyrirtækja t.d. verðbréfafyrir- tækja, þar sem Landssíminn hefði engin áhrif á upphæð tilboðs og hins vegar að ákvörðun yrði tekin um að skilja til- tekinn hluta af bréfum eftir og fyr- irtækið myndi kaupa þann hluta á meðalgengi í tilboðssölu. Auk þessa er mögulegt að fyrirtækið kaupi ein- faldlega hlutabréf í þessum tilgangi á almennum hlutabréfamarkaði eftir að fyrsti áfangi hefur farið fram,“ segir í skýrslunni um þetta atriði. Tekið er fram í skýrslunni að við einkavæðingu ríkisfyrirtækja á undanförnum árum hafi verið lögð áhersla á sölu á hlutabréfum til starfsmanna. „Mótuð hefur verið sérstök aðferðafræði sem nefndin leggur til að lögð verði til grundvallar við sölu á hlutabréfum til starfsmanna Landssíma Ís- lands hf. Í þessu sambandi leggur nefndin til að boðið verði upp á sérstaka greiðsluskilmála. Starfsmenn greiði við gerð samnings a.m.k. 10% þeirrar fjárhæðar sem þeir skrá sig fyrir en af- ganginn með jöfnum greiðslum næstu þrjú ár. Hlutabréfin verði afhent viðkomandi þegar þau hafa verið að fullu greidd. Gengi hlutabréfa til starfsmanna verði hið sama og í almennri sölu,“ segir í skýrslunni. Mælt með samanburðarútboði á þriðju kynslóð farsíma Nefndin fjallar í sérstökum kafla um úthlutun leyfa fyrir svonefnda þriðju kynslóð farsíma, sem mun bjóða meiri gagnaflutningsmöguleika en nú- verandi farsímakerfi. Bent er á að tvær aðferðir hafi verið notaðar við úthlutun tíðnisviða fyrir þriðju kynslóð farsíma í þeim löndum þar sem ákvörðun liggur fyrir, annars vegar verðútboð og hins vegar samanburðarútboð. „Í verðútboði felst að leitað er verðtilboða í þau leyfi sem eru til úthlutunar en þau hafa verið á bilinu 4–6. Þeir sem bjóða hæsta verð fá síðan úthlutað leyfunum. Í samanburðarútboði (sk. „fegurðarsamkeppni“) er hins vegar leitað eftir bestu þjónustunni en minni áhersla lögð á verð. Nefndin telur mikilvægt að ákvörðun um fyrirkomulag við úthlutun á rekstrarleyfum fyrir þriðju kynslóð farsíma verði tekin sem fyrst. Við ákvörðun um aðferðafræði telur nefndin mikilvægast að tryggja trausta samkeppni, mikla útbreiðslu, ódýra þjón- ustu og gæði. Samanburðarútboð er að mati nefndarinnar líklegra til að ná fram þessum mark- miðum. Áhersla er lögð á að notaðar verði hlut- lægar aðferðir við mat á tilboðum og telur nefndin að hægt sé að tryggja slíkt við framkvæmd sam- anburðarútboðs ekki síður en við verðútboð,“ seg- ir í skýrslu einkavæðingarnefndar. Gjaldskrá taki mið af magni gagnaflutnings Fjallað er ítarlega í skýrslunni um stöðu Lands- símans á fjarskiptamarkaði, þjónustu fyrirtækis- ins og lagalegt umhverfi og um ýmis sjónarmið varðandi skiptingu fyrirtækisins. Gerð er grein fyrir stefnu stjórnvalda í fjar- skiptamálum sem fram kemur í lögum, m.a. um nauðsyn þess að fyrirtækjum sem eiga þjóðbraut- ina (fjarskiptanetið) og aðra innviði sé gert skylt að opna aðgang að Netinu og annarri aðstöðu á sanngjörnum kjörum, nauðsyn þess að stuðla að raunverulegri samkeppni á markaðnum og að þörfum allra landsmanna um að njóta ákveðinnar lágmarksþjónustu sé mætt. Telur nefndin brýnt að gætt verði vel að þessum markmiðum við einkavæðingu Landssímans. „Í dag er sama verð um allt land á hefðbundn- um talsíma, á ISDN-þjónustu, á ADSL-þjónustu, á ATM-þjónustu svo og í NMT- og GSM-farsíma- kerfunum. Verð á leigulínum sem ætlaðar eru fyr- ir stærstu fyrirtækin og sérhæfð fyrirtæki í upp- lýsingatækni, hefur lækkað mjög að undanförnu á landsbyggðinni. Með uppbyggingu ATM-kerfisins á allra næstu árum verður fullnægt þörf lang- flestra fyrirtækja fyrir þjónustu sem krefst mik- illar bandbreiddar og dregur þannig úr eftirspurn þeirra eftir leigulínum. Gjaldskrá fyrir leigulínur hvílir á vegalengd og afkastagetu en ekki á magni þeirra gagna sem flutt eru. Nefndin telur rétt að skoða hvort ekki sé mögulegt að miða gjaldskrá fremur við magn gagnaflutnings. Þetta hefði þau áhrif að verð á leigulínum myndi jafnast enn frek- ar yfir landið,“ segir í skýrslunni. Skipting fyrirtækisins hefði neikvæð áhrif á þjónustu Í skýrslunni er farið í ítarlegu máli yfir ýmis sjónarmið varðandi hvort æskilegt væri að skipta upp starfsemi Landssímans. Kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að ekki sé nauðsynlegt að skilja grunnkerfi Símans frá öðrum rekstri fyrirtækis- ins áður en til sölu kemur og ekki sé ástæða til að skipta upp rekstri Landssímans m.t.t. tækni, sam- keppni, reksturs eða þjónustu vegna fyrirhugaðr- ar sölu. Bent er á að þegar skipting á kerfi Landssím- ans sé íhuguð beri að hafa í huga að fjarskiptakerfi nútímans séu gífurlega flókin þar sem hlutar vinni saman á mörgum mismunandi sviðum. „Öll skipt- ing á kerfinu í minni sjálfstæðar einingar sem gæti leitt til óhagræðingar eða takmarkana í virkni eða gert innleiðingu nýrrar tækni eða virkni erfiða, annaðhvort frá tæknilegu eða viðskipta- legu sjónarmiði er óæskileg frá sjónarhóli notenda kerfisins,“ segir í skýrslunni. Þar er því ennfremur haldið fram að aðskiln- aður grunnflutningskerfisins frá notendatengiein- ingum kerfisins sé óæskilegur. Nefndin fjallaði einnig um álitamál varðandi skiptingu fyrirtækisins út frá samkeppnissjónar- miðum og segir m.a. í skýrslu sinni: „Framboð þjónustu bæði hjá Landssímanum og hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum verður best tryggt með markaðsumhverfi þar sem gegnsæi og traust rík- ir. Eins og fram hefur komið er þjónusta Lands- símans framarlega samanborið við verð og gæði þjónustunnar í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Ekkert bendir til þess að einka- væðing fyrirtækisins og þær nýjungar í rekstri sem hún hefur í för með sér, muni breyta þessari staðreynd. Tæknileg uppbygging á fjarskiptakerfi fyrirtækisins gerir því kleift að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu um allt land í fyrirsjáanlegri fram- tíð. Ný þjónusta t.a.m. þriðja kynslóð farsíma og auknir möguleikar í gagnaflutningum, fellur auð- veldlega inn í núverandi þjónustuframboð fyrir- tækisins. Möguleg skipting fyrirtækisins líkt og rakið er í þessum kafla, er ekki nauðsynleg forsenda nægjanlegs framboðs á þjónustu. Reyndar má færa rök fyrir því að slík skipting hefði neikvæð áhrif á þjónustufram- boð. Aðskilnaður grunnnetsins frá annarri starfsemi myndi líklega draga úr hvata til framfara og tækninýjunga. Eig- endur slíks félags eða fyrirtækis, þyrftu að standa undir fjárfestingum vegna tæknilegrar uppbygg- ingar. Slíkur kostnaður myndi líklega lenda á rík- issjóði og rekstraraðilar ættu á hættu að skortur á viðhaldi og uppbyggingu grunnnetsins hefði áhrif á gæði þjónustu þeirra. Aðskilnaður farsímaþjón- ustu frá öðrum rekstri myndi einnig líklega tor- velda samspil mismunandi þjónustu til að leysa þarfir viðskiptavina. Með lögum og reglum er tryggt að lágmarksþjónusta er í boði bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Alþjónustukvöð sem lögð er á rekstrarleyfishafa á fjarskiptamarkaði tryggir aðgang að talsímaþjónustu og gagnaflutn- ingsþjónustu með 128 kb/s,“ segir í skýrslunni. Meginniðurstaða nefndarinnar hvað þetta atriði varðar er því sú að ekki sé nauðsynlegt að skilja grunnkerfið frá öðrum rekstri fyrirtækisins. „Rík- isstofnun eða félag í eigu ríkisins sem eingöngu hefði það hlutverk að sjá um rekstur grunnkerf- isins hefði ekki nægjanlegan hvata til tæknilegrar uppbyggingar og þróunar þjónustu til að geta sinnt hlutverki sínu og gæti orðið baggi á rík- issjóði. Án skiptingar fyrirtækisins og með þeim úrræðum sem til staðar eru megi halda uppi þjón- ustustigi með sambærilegum hætti og tíðkast hef- ur til þessa, að því gefnu þó að aðrir samkeppn- isaðilar Landssímans eigi ætíð greiðan og öruggan aðgang að grunnkerfinu fyrir eðlilegt og sanngjarnt verð. Aðgangurinn er tryggður með lagasetningu og öflugu eftirliti Póst- og fjarskipta- stofnunar og Samkeppnisstofnunar. Nefndin hefur jafnframt, [...], skoðað hvort til álita komi að skilja að einstakar þjónustueiningar Landssímans svo sem farsímaþjónustuna með því að stofna um hana sjálfstætt félag, og sölu slíkra eininga með sjálfstæðum hætti. Nefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að slíkt sé ekki hag- kvæmt enda kynni þess háttar fyrirkomulag að hafa áhrif á heildarverðmæti fyrirtækisins og gera þjónustu þess ómarkvissari. Þá er slík aðgreining og sala ekki einföld í framkvæmd og hefur án efa víðtækari áhrif í málefnum starfsmanna en ella. Innan nefndarinnar hafa loks verið ræddar hugmyndir um stofnun sérstaks félags um grunn- kerfið sem yrði í fullri eigu Landssímans, a.m.k fyrst í stað. Nefndin vekur einungis athygli á þess- um hugmyndum en gerir ekki sérstakar tillögur í því efni. Á grundvelli viðskiptasjónarmiða getur Landssíminn framkvæmt slíka skiptingu óháð einkavæðingu fyrirtækisins. Að öllu framangreindu virtu er það niðurstaða nefndarinnar að ekki sé ástæða til þess að skipta upp rekstri Landssímans sé litið til tækni, sam- keppni, reksturs eða þjónustu vegna fyrirhugaðr- ar sölu fyrirtækisins,“ segir í skýrslu einkavæð- ingarnefndar. Þörf á skýrari reglum um eftirlitsstofnanir Í skýrslunni segir að ítrekað hafi komið fram á fundum nefndarinnar með fyrirtækjum og hags- munaaðilum á fjarskiptamarkaði að traustar eft- irlitsstofnanir hafi verulega þýðingu að því er varðar framkvæmd laga og reglugerða á fjar- skiptasviði og mikilvægi þess að efla þessar stofn- anir. Gerð er grein fyrir hlutverkum Póst- og fjar- skiptastofnunar og Samkeppnisstofnunar í þessu sambandi og síðan segir orðrétt: „Nefndin telur að með nýrri lagasetningu um eftirlitsstofnanir sé lagður traustur grunnur að starfsemi þeirra. Á hinn bóginn telur nefndin þörf á skýrari reglum um verkaskiptingu þeirra og telur nauðsynlegt að skoða hvort skilgreina eigi í lögum hvernig henni skuli háttað. Nefndin telur mikilvægt að tryggja gegnsæi í verðlagningu þeirrar þjónustu Lands- símans sem ekki er í boði á samkeppnismarkaði. Einnig sé mikilvægt að stjórnsýslu- og eftirlits- aðilar hins opinbera hafi greiðan aðgang að nauð- synlegum upplýsingum þannig að tryggt sé að framboð og verðlagning slíkrar þjónustu sé jafnan í samræmi við stefnu stjórnvalda í fjarskipta- og verðlagsmálum. Nefndin telur eðlilegt að þetta verði fyrst og fremst tryggt á grundvelli laga um fjarskipti og laga um Póst- og fjarskiptastofnun.“ Búist við miklu framboði hlutabréfa í fjarskiptafyrirtækjum Í umfjöllun sinni um markaðsaðstæður erlendis bendir einkavæðingarnefnd m.a. á að sérfræðing- ar á erlendum hlutabréfamarkaði telji að hann sé tiltölulega mettaður og að framboð á hlutabréfum í fjarskiptafyrirtækjum verði mikið á næsta miss- eri. „Sérstaklega er von á útboðum vegna útgáfu á nýju hlutafé í farsímafélögum og til fjármögnunar farsímasviða símafyrirtækja. Verðútboð á leyfum vegna þriðju kynslóðar farsíma í löndum eins og Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi og Belgíu, hefur kallað á aukna fjármögnun með hlutafjárútboðum í viðkomandi fyrirtækjum og haft neikvæð áhrif á gengi hlutabréfa þeirra. Á Norðurlöndum er fyrirsjáanlegt mikið framboð á hlutabréfum í símafyrirtækjum á næsta misseri. Útboð á hlutabréfum í sænska fyrirtækinu Telia sem fram fór sl. sumar, og útboð á hlutabréfum í norska fyrirtækinu TeleNor hafa aukið mjög framboð á hlutabréfum í símafyrirtækjum á norrænum mörkuðum,“ segir í skýrslunni. Við undirbúning skýrslunnar heimsóttu fulltrúar nefndarinnar erlend stjórn- völd og áttu fundi með símafyrirtækjum og ráð- gjöfum, m.a. forstjóra Telestyrelsen og Teledan- mark í Danmörku og fyrrum ráðuneytisstjóra írska samgönguráðuneytisins. Einnig kynntu starfsmenn Verðbréfaþings Íslands nefndinni NOREX-samstarfið og haldnir voru fundir með innlendum og erlendum sérfræðingum. ur að selja beri hlut ríkisins í Landssímanum í þremur áföngum á árunum 2001–2002 ningur og starfsfólk r keypt í 1. áfanga Framkvæmdanefnd um einkavæðingu leggur til að sala á hlut ríkisins í Landssímanum hefjist í vor. Í fyrsta áfanga verði 14% seld til almennings og starfsmanna og smærri og meðalstórum fjárfestum gefinn möguleiki á að bjóða í 2–3% hlut hverjum, allt að 10% heildarhlutafjár. Á síðari hluta ársins 2001 verði leitað eftir kjölfestufjárfesti í 25% hlutafjárins, sem geti síðar stækkað í 30–35% hlut. Í þriðja áfanga verði áhersla lögð á dreifða sölu til almenn- ings og fjárfesta á íslenskum og erlendum mörkuðum og gæti sú sala hafist á árinu 2002. Í skýrslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu kemur fram að nokkur erlend símafyrirtæki hafa lýst áhuga sínum á kaupum í Landssímanum. Ónauðsynlegt að skilja grunnkerfi frá öðrum rekstri Lagafrumvarp um sölu verði lagt fram í upphafi vorþings
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.