Morgunblaðið - 27.01.2001, Page 39

Morgunblaðið - 27.01.2001, Page 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 39 SÍÐAST liðinn fimmtudag birtist hér í blaðinu grein eftir Pál Sig- urðsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hann fjallar þar um bréf forseta Hæstaréttar til forsætisnefndar Alþingis, sem mikið hefur verið til umræðu síð- ustu daga. Í greininni kemur fram að prófessorinn telur forseta Hæstaréttar hafa í bréfi sínu gefið umsögn um lagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar sem til meðferðar var á Alþingi. Þetta er rangt. Í bréfinu gaf forsetinn aðeins skýr- ingu á því hvort í dómi Hæstarétt- ar 19. desember 2000 „hafi verið slegið föstu að almennt sé and- stætt stjórnarskrá lýðveldisins Ís- lands að kveða í lögum á um að skerðing geti orðið á tekjutrygg- ingu örorkulífeyrisþega í hjúskap vegna tekna maka hans“. Svaraði forsetinn þessari spurningu neit- andi. Ástæðan fyrir spurningu for- sætisnefndar Alþingis var sú, að dómur Hæstaréttar þótti vera óskýr um þetta þýðingarmikla at- riði, og hafði það valdið deilum. Hér var um að ræða atriði í mál- inu, sem hefði átt að koma skýrt fram í dómi réttarins 19. desem- ber, en gerði það því miður ekki. Með bréfi sínu bætti forseti Hæstaréttar úr þessu og réttlæt- ist svar hans af þeim sérstöku að- stæðum sem hér voru uppi. Það er óskiljanlegt, hvernig prófessor við lagadeild Háskóla Íslands getur fullyrt í blaðagrein að í svarinu hafi falist umsögn um frumvarpið sem var til meðferðar á Alþingi. Ekkert er að því eða efnisatriðum þess vikið í svari Hæstaréttar. Síðan dregur pró- fessorinn þá ályktun af þessari röngu forsendu sinni að forseti Hæstaréttar og eftir atvikum aðr- ir dómendur réttarins verði van- hæfir til að fjalla í framtíðinni um mál sem tengjast sakarefni máls- ins sem dæmt var 19. desember. Hann gæti eins haldið því fram, að dómararnir, sem þann dóm kváðu upp, myndu verða vanhæfir í slík- um málum í framtíðinni, ef þeir hafðu kveðið skýrt á um þetta efn- isatriði í dómi sínum 19. desember, eins og þeim bar auðvitað skylda til að gera. Dómari sem talar skýrt í dómi verður þá vanhæfur til að fjalla um skyld mál í framtíðinni en ekki sá sem talar óskýrt! Það er margt skrítið í kýrhausn- um. Jón Steinar Gunnlaugsson Margt skrítið í kýrhausnum Höfundur er hæstaréttarlögmaður. FRÁ því umhverfis- þing var haldið í fyrsta skipti haustið 1996 hefur umræða um um- hverfismál gjörbreyst – til batnaðar. Hinn al- menni borgari og frjáls félagasamtök um náttúruvernd láta nú miklu meira að sér kveða og hafa ítrekað tekið frumkvæði í um- ræðunni. Þeir sem vinna að umhverfis- og náttúruvernd láta ekki lengur bjóða sér sam- ráð eða málamiðlanir á bak við luktar dyr – líkt og iðulega gerðist á vettvangi Náttúruverndarráðs hins gamla – heldur er andstaða og gagnrýni á fyrirætlanir stjórnvalda og framkvæmdaaðila sett fram skýrum stöfum. Opin og málefnaleg umræða er frumforsenda þess að þróun þjóðfélagsins í heild verði sjálfbær. Hvað er sjálfbær þróun? Sjálfbær þróun er engin töfra- formúla sem sprettur fram úr hátíð- arræðum stjórnmálamanna, sem ósjaldan reyna að réttlæta aðgerðir sem valda skaða á náttúrunni með því að halda því fram að um sé að ræða sjálfbæra þróun. Í hugtakinu sjálfbær þróun felst heldur ekki sú nauðhyggja að hina eða þessa auð- lindina verði að nýta nú þegar. Hugtakið sjálfbær þróun var fyrst og fremst sett fram sem mála- miðlun milli hagsmuna iðnfyrir- tækja og framkvæmdaaðila annars vegar og talsmanna náttúruvernd- arsjónarmiða hins vegar. Togstreit- an milli ,,sjálfbærni“ og ,,þróunar“ snýst um hvernig beri að túlka hug- takið ,,sjálfbær þróun“. Á Íslandi hafa stjórnvöld oftast lagt lóð sín á vogarskál iðnfyrirtækja og fram- kvæmdaaðila. Stjórntæki á borð við umhverfismat og varúðarreglu – tvær meginreglur Ríó-yfirlýsingar- innar frá 1992 – vega létt í umhverf- isstefnu ríkisstjórnar Íslands. Ný- leg dæmi um þetta er höfnun umhverfisráðherra á kröfu um að sjókvíaeldi í Mjóafirði og Berufirði skuli sæta mati á umhverfisáhrifum og úrskurður sama ráðherra um kísilgúrnám í Mývatni. Hvor tveggja ákvörð- unin gæti valdið stór- kostlegri eyðileggingu á náttúruverðmætum. Spurningin er þessi: Verður núverandi þró- un við haldið? Svarið er í flestum tilfellum neikvætt þegar mál eru skoðuð í hnatt- rænu samhengi. Þó svo að ástand um- hverfismála kunni að ýmsu leyti að vera betra hér á landi en víða annars staðar er ljóst að Íslendingar eru á sama báti og aðr- ar þjóðir. Við deilum sama hnett- inum. Í nýlegri skýrslu frá John Hopkins School of Public Health er varað við því að sá tími sem við (mannkynið) höfum til að vernda líf- ríki jarðar sé að renna út. Lofts- lagsbreytingar, mengun sjávar, rányrkja, fátækt og fjölgun mann- kyns stefna lífríki jarðar í bráða hættu. Inntak sjálfbærrar þróunar verður að vera orkusparnaður og nýtni. Afnema verður ríkisstyrki sem stuðla að óþarfa sóun auðlinda, vernda verður uppsprettur fersk- vatns, nýta verður skóga og fisk- stofna með ábyrgum hætti í stað þess að eyða þeim og koma verður í veg fyrir uppblástur á frjósömu ak- urlendi. Verndun búsvæða og líf- fræðilegs fjölbreytileika er lykilat- riði. Síðast en ekki síst: Kyoto-bók- uninni verður að hrinda í fram- kvæmd án tafar. Umræða um umhverfismál Íslendingar eru ein auðugusta þjóð heims. Ábyrgð okkar er að því leyti meiri en margra annarra þjóða að við eigum þess kost að velja og hafna. Það á síður við um þjóðir þar sem almenningur hefur vart í sig eða á. Þennan kost verðum við að nýta til hins ítrasta. Framlag okkar til alþjóðlegrar umræðu verður að byggjast á meðvitund okkar um að takist ekki að koma í veg fyrir óaft- urkræfar breytingar á lífríki jarðar – loftslagi og vistkerfi sjávar – þá kann þessi valkostur að hverfa. Til skamms tíma hefur umræða um umhverfismál á Íslandi liðið fyr- ir skammyrðastíl þegar tekist hefur verið á um hagsmuni er varða um- hverfis- og náttúruvernd. Jafnvel ráðherrar hafa gefið illt fordæmi. Er þess skemmst að minnast að umhverfisráðherra kallaði meiri- hluta Náttúruverndarráðs öfga- menn í kjölfar ályktunar ráðsins um úrskurð ráðherrans um Mývatn. Einnig má nefna ummæli forsætis- ráðherra um þau samtök sem leggj- ast gegn því að Ísland fái undan- þágu fyrir losun gróðurhúsaloft- tegunda frá stóriðju og fram komu í stefnuræðu hans við upphaf þings haustið 1999. Hvað sem þessu líður hefur þó umræða af þessu tagi tvímælalaust verið á undanhaldi. Í því sambandi ber sérstaklega að fagna framkom- inni þingsályktunartillögu Katrínar Fjeldsted á Alþingi um samráð stjórnvalda við frjáls félagasamtök og því að umhverfisráðherra hyggst beita sér fyrir fullgildingu Árósa- samningsins nú á vorþingi. Einmitt með því að styðja við bakið á frjáls- um félagasamtökum er viðurkennt að frumkvæði samtaka almennings er mikilvægur aflvaki lýðræðislegr- ar umræðu. Í því felst einnig að stjórnvöld láti ekki þau samtök sem gagnrýna umhverfisstefnu þeirra gjalda gagnrýni sinnar. Að öðrum kosti mun hugtakið ,,sjálfbær þró- un“ ekki öðlast raunhæfa merkingu. Sjálfbær þróun? Árni Finnsson Umhverfisþing Einmitt með því að styðja við bakið á frjálsum félagasam- tökum er viðurkennt, segir Árni Finnsson, að frumkvæði samtaka almennings er mik- ilvægur aflvaki lýðræð- islegrar umræðu. Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands. Í MORGUNBLAÐINU í gær (26. jan.) bregst Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, við þeirri gagnrýni á skýrslu sína, er fram kom í blaðinu í fyrradag í viðtölum þess við samgönguráðherra og undirritaðan. Þar sem svo virðist sem Stefán hafi ekki fyllilega átt- að sig á kjarna þeirr- ar gagnrýni er sjálf- gefið að nokkuð ítarlegri skýringum verði strax komið á framfæri. Umrædd skýrsla Stefáns, undir hinu háleita heiti ,,Borg- aralýðræði og borgar- skipulag“, var fyrst lögð fram á fundi borgarráðs Reykjavíkur sl. þriðjudag, 23. þ.m., og var samdægurs send fjölmiðl- um. Þeir birtu strax þá niðurstöðu höfundar að núverandi Reykjavík- urflugvöllur væri lakasti kosturinn í flugvallarmálum höfuðborgarinn- ar, en sá besti væri nýr flugvöllur utan höfuðborgarsvæðisins, og sagður sunnan Hafnarfjarðar. Höf- undur sendi mér sem fyrrverandi fulltrúa samgönguráðherra í ,,Sér- fræðihópi til undirbúnings at- kvæðagreiðslu um framtíðarnýt- ingu Vatnsmýrar og staðsetningu Reykja- víkurflugvallar“ meg- inhluta þessa skjals í tölvupósti 22. þ.m., en þar kemur þó fram af- gerandi frávik frá því sem sent var fjölmiðl- um daginn eftir. Ferðatími flugfarþega Þetta frávik er í lokaniðurstöðu skýrsl- unnar, sem fjölmiðlar hafa eðlilega leitað beint í, og byggt sína fyrstu umfjöllun á. Þar er um að ræða tvær samanburðar- töflur, hin fyrri undir fyrirsögninni „Heildarmat kosta – I, efnahags- legir þættir“, en hin síðari ,,Heild- armat kosta – II, mat frá ólíkum sjónarhornum“. Í þeirri útgáfu töflunnar, sem ég fékk í tölvupóst- inum frá höfundi 22. þ.m., eru hins vegar eftirfarandi kostnaðartölur rækilega tilgreindar vegna ,,ann- ars kostnaðar (einkum vegna ferðatíma, m.v. 25 ár)“: Núverandi flugvöllur 200 m.kr., breyttur flug- völlur 100 m.kr., Löngusker 100 m.kr., nýr flugvöllur sunnan Hafn- arfjarðar 2.100 m.kr. og Keflavík- urflugvöllur 4.300 milljónir kr. Það hlýtur því að vekja ein- hverja athygli að í lokagerð töfl- unnar, og eins og hún var síðan birt í Mbl. 24. þ.m., hefur þótt nauðsynlegt að stinga tölunum um 2,1 og 4,3 milljarða króna aukinn ferðakostnað flugfarþega til og frá flugvallanna utan höfuðborgar- svæðisins undir stól. Þeirra í stað eru einfaldlega sett í lokatöfluna eftirfarandi lýsingarorð til skýr- ingar á matsþættinum ,,áhrif stað- setningar á ferðakostnað farþega“: ,,lítill – lítill – lítill – nokkur – mik- ill“! Flugöryggismálin Þá vantar með öllu í þessar sam- anburðartöflur skýrslunnar annan afgerandi lykilþátt, þ.e. væntanlegt notkunarhlutfall umræddra flug- vallarkosta. Meðal þeirra er sá kostur er höfundur telur bestan, og ýmist hefur verið nefndur ,,flugvöllur sunnan Hafnarfjarðar“, ,,flugvöllur í Vatnsleysustrandar- hreppi“, en hefur frá og með um- fjöllun Mbl. 24. þ.m. endanlega og væntanlega með réttu fengið heitið ,,Hvassahraunsvöllur“. Hvers vegna er í lokaniðurstöðu skýrsl- unnar ekki minnst á afgerandi flugöryggisþætti, er tengjast hugs- anlegum flugrekstri á þessu svæði? Mætavel er kunnugt meðal þeirra er vinna að flugmálum og flugrekstri hér á landi að þetta svæði er langsamlega lakasti kost- urinn, m.a. vegna verulegrar ókyrrðar í lofti, sem verður þegar hvass vindur blæs að því frá fjöll- unum fyrir austan og sunnan. Um þetta vitnar m.a. áratugalöng reynsla íslenskra flugmanna. Fyrir þremur áratugum var leitast við að leggja formlegt mat á þessa skerð- ingu með því að skipuleggja yfir svæðið og Reykjavík mikinn fjölda reglubundinna könnunarfluga (samtals 210) með flugvél Flug- málastjórnar. Niðurstaðan var sú, að þess mætti vænta að notkunar- hlutfall flugvallar á þessu svæði gæti verið á bilinu 4–11% lakara en núverandi Reykjavíkurflugvallar, og væri þar með með öllu ófull- nægjandi fyrir reglubundið áætl- unarflug. Samlagningar Innihald umræddra lokataflna í skýrslu Stefáns byggist að veru- legum hluta til á svonefndum hugarflugsumræðum undir stjórn Tryggva Sigurbjörnssonar verk- fræðings, sem fram fóru á þriðja fundi sérfræðihópsins 22. júní sl. Á þeim fundi, og einnig á fjórða fundi hópsins 27. júlí, varaði ég sérstak- lega við því að reynt yrði að kom- ast að einhverri niðurstöðu í sam- anburði kosta með einfaldri samlagningu plúsa og mínusa þeirrar upptalningar, auk þess sem í slíkum samanburði þyrfti ætíð að ákveða raunhæft vægi fyrir hvern þátt. Þess væri varla að vænta að innan sérfræðihópsins væri unnt að komast að niðurstöðu í því máli. Stefán Ólafsson sem formaður hópsins virðist þá hafa verið þessu ágætlega sammála, því í vinnu- plaggi hans, dags. 24.07.2000, ,,Efnisatriði tengd framtíðarnýt- ingu Vatnsmýrarsvæðis – Úr- vinnsla ræsfundargagna frá 22. júní“, segir hann orðrétt í inngangi sínum: ,,Rétt er að ítreka að mark- miðið er að fá yfirlit um efnisatriði (,,tékklista“) en alls ekki að fá neina niðurstöðu né heldur gera atlögu að forgangsröðun þátta.“ Ennfremur segir þar: ,,Þetta plagg ber ekki að skoða sem væntanleg- an hluta af kynningarefni, heldur einungis sem verkfæri.“ Nú, á lokastigi aðdraganda margnefndrar atkvæðagreiðslu, fellur prófessorinn hins vegar í þann pytt að ákveða að gefa flug- vallarkostum opinberar lokaein- kunnir sínar. Gagnrýni mín snýr því fyrst og fremst að því að höf- undur skuli hafa látið til leiðast að birta slíka einfalda samlagningu plúsa og mínusa til þess að fá við- unandi ,,útkomu“ í vali flugvall- arkosts – og þá vaknar óhjákvæmi- lega spurningin ,,viðunandi að mati hvers eða hverra?“ Erlendis eru vinnubrögð af þessu tagi stundum kennd við Mikka mús, því þetta á lítið skylt við raunhæfar og þaðan af síður vísindalegar starfsaðferðir. Við þetta óvænta framtak höf- undar breytist jafnframt með öllu fyrirhuguð opinber kynning meðal íbúa Reykjavíkur úr því að byggj- ast á fram lögðum hlutlausum gögnum og upplýsingum í það að verða ,,leiðbeinandi val“, þar sem kjósendum er rækilega leiðbeint um það á hvern hátt þeim ber að kjósa – því auðvitað er þeim ætlað að velja ,,besta kostinn“ að mati þeirra er standa fyrir atkvæða- greiðslunni. Fer þá væntanlega að styttast í að leiðtogar höfuðborg- arinnar geri opinberlega upp hug sinn í málinu, sem einnig geti orðið almennum íbúum hennar til eft- irbreytni. Um einkunnagjöf flugvalla Leifur Magnússon Reykjavíkurflugvöllur Nú, á lokastigi aðdrag- anda margnefndrar at- kvæðagreiðslu, segir Leifur Magnússon, fell- ur prófessorinn hins vegar í þann pytt að ákveða að gefa flugvall- arkostum opinberar lokaeinkunnir sínar. Höfundur er verkfræðingur og var framkvæmdastjóri hjá Flugmálastjórn í 18 ár og hjá Flugleiðum í 22 ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.