Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 29 MJALLHVÍTI varð ekki gott af epl- inu heldur stóð það í henni og varð henni næstum að aldurtila. Til allrar hamingju eru ávextir alla jafna holl- ari en ráða má af ævintýrinu og reyndar hafa þeir sem og grænmeti í sér ýmis næringarefni sem styrkja ónæmiskerfi líkamans og draga úr líkum á mörgun sjúkdómum, svo sem krabbameini og hjarta- og æðasjúk- dómum. Ávextir og grænmeti eru því ekki bara verndandi ævintýraprins- ar. Þau eru konungar sem ættu að sitja í hásæti á sérhverjum matseðli. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á verndandi eiginleika grænmetis og ávaxta. Rannsókn sem vísindamenn við Harvard-háskóla í Bandaríkjun- um framkvæmdu leiddi t.d. í ljós að þeir sem borðuðu um 9 skammta af ávöxtum eða grænmeti dag hvern voru 31% ólíklegri en þeir sem borð- uðu að meðaltali 2,5 skammta á dag til að fá hjartaáfall. Einhverjum kann að þykja 9 skammtar fullmikið af því góða og skal þess því getið hér að vís- indamennirnir sögðu að 6 skammtar gerðu u.þ.b. sama gagn a.m.k. hvað varðar hjartaáfall. Manneldisráð, Krabbameinsfélagið og Hjartavernd hafa um nokkurt skeið hvatt lands- menn til að borða 5 skammta á dag og ber því ekki mikið í milli. Mikið fyrir lítið Sagt eru um egg að þau séu fullt hús matar. Sú speki á svo sannarlega við um ávexti og grænmeti, sem eru afar rík af trefjum, steinefnum, víta- mínum og andoxunarefnum. Það góða við þessa fæðu er að hún er til- tölulega hitaeiningalítil og því má segja að maður fái mikið fyrir lítið. Þar á ofan er nánast ekki hægt að borða yfir sig af grænmeti og ávöxt- um þótt vissara sé reyndar að fara ekki alveg að ráði Péturs og Óla, sem kunnu sér ekki magamál í sögunni um Stubb. Verndandi eiginleikar andoxunar- efna hafa verið settir í samhengi við hæfileika þeirra til að veiða svokölluð sindurefni í líkamanum. Sindurefnin, sem eru í eðli sínu afar hvarfgjörn efni, myndast við efnahvörf sem nefnast oxun. Þessi efnahvörf eiga sér sífellt stað í líkamanum og eru hluti af eðlilegu og náttúrulegu ferli. Við ákveðnar aðstæður geta þau far- ið úr böndunum þannig að meira myndast af sindurefnum en líkaman- um tekst að losa sig við. Þá fara þau að hvarfast við prótein, fitur og erfðaefni og valda skemmdum, sem í sumum tilvikum þróast yfir í sjúk- dóma á borð við krabbamein. Í sínu náttúrulega samhengi Rannsóknir hafa rennt stoðum undir þær hugmyndir manna að holl- usta grænmetis og ávaxta sé ekki hvað síst fólgin í samsetningu þeirra og að þess vegna séu næringarefnin sem þau innihalda hollari og verndi betur gegn sjúkdómum ef þau eru borðuð í sínu náttúrulega samhengi heldur en ef þau eru tekin sem fæðu- bótarefni t.d. í töflum. C-vítamínríkir ávextir og grænmeti virðast til að mynda vernda betur gegn myndun krabbameins en C-vítamín á töflu- formi. Ástæðan er m.a. talin vera sú að næringarefnin í tilteknum fæðu- tegundum spili saman eins og hljóð- færaleikarar á hljómleikum. Ýmsar rannsóknir benda til þess að reykingafólk hafi ekki sama gagn af andoxandi fæðubótarefnum í töflu- formi og þeir sem ekki reykja heldur þvert á móti auki þau hættuna á myndum sumra krabbameina. Nið- urstöður viðamikillar, finnskrar rannsóknar, svonefndrar ATBC- rannsóknar, benda t.d. til þess að stórir skammtar af andoxunarefninu beta-karóteni, sem framleitt er á efnafræðilegan hátt, auki tíðni lungnakrabbameins í reykingamönn- um af karlkyni um 18%. Sama andox- unarefni hefur aftur á móti vernd- andi áhrif ef reykingamaðurinn fær það úr ávöxtum og grænmeti. Litríkar afurðir Þau efni sem þekktust eru fyrir að hafa andoxandi áhrif og þar með vernda frumur líkamans t.d. gegn myndun krabbameins eru C-vítamín, selen, E-vítamín og A-vítamín. Til að tryggja að maður fái nóg af þessum efnum er einfaldast að hafa fjöl- breytnina að leiðarljósi og hafa það hugfast að litríkir ávextir og græn- meti eru sérstaklega auðug af flest- um þessum sem og mörgum öðrum hollum næringarefnum. Sítrusávextir, svo sem appelsínur og sítrónur, brokkólí, tómatar og spínat eru auðug t.d. af C-vítamíni. A-vítamín fær maður m.a. í tómötum, apríkósum, gulrótum og spínati en E-vítamín aftur í möndlum, hnetum, lárperu og rauðum paprikum. Selen fær maður aftur á móti úr matvælum eins og fiski, kornmat og mjólk. Líka fyrir aldraða Aldrað fólk er oft ragt við að borða grænmeti og ávexti vegna þess að það á orðið erfitt með að tyggja og melta. Tönnum hefur gjarnan fækk- að og gómurinn er viðkæmari en áð- ur. Þar á ofan minnkar sýrufram- leiðsla í maga með aldri en magasýrur gegna mikilvægu hlut- verki í meltingu auk þess sem þær drepa óæskilegar örverur. Í fréttabréfi læknaskólans í Har- vard er bent á það ráð að sjóða mat- vöruna lítillega þannig að hún mýk- ist. Eitthvað tapast af næringar- efnum við það en gott ráð við því er að borða bara aðeins meira af henni. Þá má líka búa til ávaxta- og græn- metismauk og fá þannig fjölbreytni í matseðilinn. Í fréttabréfinu er líka bent á að stuttur göngutúr eftir máltíð geri sitt gagn gegn loftmyndun í meltingar- færum, en mörgum finnst hún ein- mitt hvimleiður fylgifiskur þess að borða ávexti og grænmeti. Önnur ráð til að draga úr vindgangi eru að fá sér piparmyntu eftir matinn eða kamillu- te. Ávextir og grænmeti í hásæti hollustunnar Morgunblaðið/Golli Engin ástæða er til að ganga svona hratt fram hjá paprikunni. TENGLAR ..................................................... Manneldisráð: http://www.manneldi.is/.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.