Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingólfína Jónas-dóttir var fædd á Ísafirði 2. mars 1914. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 9. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jónas Sveinbjörn Sveinsson og Þor- kelsína Guðmunds- dóttir. Jónas var skipstjóri á Ísafirði, f. 31. desember 1878 á Súluvöllum í Þver- árhreppi, Vestur– Húnavatnssýslu. Hann fórst 15. júlí árið 1927 í Strandabugt. Kona hans var Þor- kelsína Guðmundsdóttir, sauma- kona, f. 24. nóvember 1886, í Ófeigsfirði, Árneshreppi í Strandasýslu, hún lést í Reykjavík 9. ágúst 1970. Inga átti tvö systk- ini, en þau voru Hulda Margrét Jónasdóttir, skrifstofumaður, f. 2. nóvember 1919 á Ísafirði, d. 4. maí Björnsson, verkfræðingur, f. 24. júní 1965, sambýliskona hans er Særún Lúðvíksdóttir úr Keflavík og eiga þau saman eina dóttur, Matthildi Lillý Valdimarsdóttur, f. 12. október 1999. b) Pétur Björns- son, viðskiptafræðingur, f. 2. ágúst 1975. 2) María Ingibjörg Valdimarsdóttir, tollvörður, f. 26. maí 1947. Hennar maður er Hall- dór Ársæll Jensson, lögregluþjónn í Keflavík og eru þeirra dætur a) Þórey Halldórsdóttir, starfsmaður Flugleiða, f. 6. september 1969. Sambýlismaður hennar er Vil- hjálmur Birgisson og eiga þau saman soninn Halldór Jens, f. 29. nóvember 1996. b) Jenný Hall- dórsdóttir, nemi, f. 29. maí 1977. 3) Hulda Margrét Valdimarsdótt- ir, leikskólakennari, f. 8. mars 1956, hennar maður er Bragi Guð- jónsson, múrarameistari á Egils- stöðum. Hennar börn eru a) Þor- kell Guðjónsson, rafeindavirki, f. 6. apríl 1973. b) Móheiður Helga Huldudóttir, leiðbeinandi, f. 8. september 1978, hennar maður er Ólafur Örn Pétursson. c) Lára Garðarsdóttir, nemi, 21. ágúst 1982. Útför Ingólfínu hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. 1952 og Guðmundur Jónasson, sem lést á fyrsta ári. Inga giftist 23. október 1941 Valdi- mar Erlendi Þórðar- syni, stýrimanni, síðar starfsmanni Sölumið- stöðvar hraðfrysti- húsanna í Reykjavík, f. í Gerðum í Garði 16. júní 1909, Valdimar lést 22. júní 1996. Hann var sonur hjónanna Ingibjargar Illugadóttur og Þórð- ar Þórðarsonar sjó- manns, en ólst upp frá unga aldri hjá Einari Magnússyni skólastjóra í Gerðum og konu hans Matthildi Finnsdóttur kennara. Inga og Valdimar eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Matthildur Valdimars- dóttir, skrifstofumaður, f. 21. október 1942, hún er ekkja Björns Magnússonar skrifstofumanns. Þeirra synir eru, a) Valdimar Hver er úti allan daginn? Einkum þó er sólin skín, kemur augnablik í bæinn bara að sækja gullin sín. Hjalar eins og buna í blænum, brosir við og hleypur ört. Mömmu yndi og allra í bænum augnaskær og lokkabjört. Þetta erindi úr þulu Guðrúnar Auðunsdóttur er elsta bernskuminn- ing mín um tjáskipti þín við mig, mamma mín. En þessa þulu hafðir þú það oft yfir við mig og langt fram eftir aldri, að eldri dóttir mín hélt hún væri ort um mig. En það að nota ljóðið til að koma tilfinningum þínum í orð var einkennandi fyrir þig, alla- vega skildi ég alveg hvernig þér leið eftir því hvaða ljóð þú fórst með. Fyrir vikið varð það, að læra kvæði heima, fyrir skólann, skemmtilegt. Við sungum þau saman og þú skýrðir svo vel út fyrir mér um hvað kvæðið var og hver höfundur þess var og kjör hans í lifanda lífi. Getur verið, mamma mín, að sá missir sem þið amma urðuð fyrir hafi fært þér þá næmi sem þú hafðir á bundið mál og orðið farvegur þeirrar sorgar sem missirinn olli þér? Þið Hulda systir þín voruð vart af barnsaldri þegar afi dó og þú þurftir að fara að hjálpa ömmu við að koma húsinu upp sem var í byggingu og síðar Huldu einka- systur þinni til náms, sem þið amma misstuð svo einnig í blóma lífsins og þú saknaðir allt þitt líf. Áður höfðuð þið misst bróður og son rétt innan við ársgamlan. Einnig last þú fyrir mig margar bækur sem þú hélst upp á og taldir geta átt erindi til mín og er mér ofarlega í huga þegar pabbi var úti á landi að vinna að þú last fyrir mig bækurnar um hann afa á Knerri, hann afa með nefið, það er „Fjallkirkjuna“ og „Viðfjarðar- skottu“ og „Sálminn um blómið“ og þannig urðu Lilla Hegga og Sobb- eggi afi og amma Gagga vinir mínir löngu áður en ég var læs. Setningar og tilsvör úr bókunum gerðir þú að þínum og notaðir og urðu þau mér þar með töm og skiljanleg á unga aldri. Með þessari upptalningu minni vil ég koma til skila þeim arfi sem þú eftirlést mér og því hversu þakklát, mamma mín, ég er þér fyrir hann. En með þessu kenndir þú mér svo margt um mannsævina og lífið og af- stöðu þína til þess, sem hefur orðið mér betur og betur skiljanleg eftir því sem ég eldist og sú útrás sem má fá fyrir tilfinningar sínar á þennan hátt. Í dag á ég hluta af bókunum þínum sem ekki voru fáar, um ætt- fræði, sem var þitt helsta áhugamál, sagnfræði og ljóðabækur og kemur það alloft fyrir að ég blaða í gegnum þær þegar mér verður hugsað til ykkar pabba. Þá kemur í ljós alls kyns fjársjóður minninganna um þig og bernskuheimilið, litlir miðar með kvæðisstúfum, teikningar eftir barnabörnin þín og tengingar við ættfræðina, gamlar minningargrein- ar um látna vini og ættingja og ýmis greinarkorn úr dagblöðum sem þú hefur auðvitað falið bestu vinum þín- um bókunum að geyma. En auk bók- anna komu í minn hlut öll gömlu bréfin til þín frá Huldu systur þinni þegar hún var við vinnu úti á landi og erlendis, ásamt bréfum frá fólkinu okkar að Ströndum. Gegnum þann lestur kynntist ég þeim verðmætum sem vinátta og frændsemi er, þar sem vel er farið með þá hluti. En um það geta margir vitnað hversu gest- kvæmt var á æskuheimili okkar, þar sem við systur ólumst einnig upp, því þið amma bjugguð saman alla tíð og stóð ávallt opið, bæði frændfólki þínu norðan af Ströndum sem og góðum og gömlum vinum. Þú kynntist pabba ung en þið voruð bæði börn sjómanna sem ótímabært höfðu fall- ið frá. Gegnum uppeldi okkar systra örlaði alltaf á þeim ótta sem grefur um sig í sál þeirra barna sem óhörðnuð missa sína nánustu og í dag yrði kallað ofverndun. Þið pabbi stofnsettuð heimili ykkar í húsinu hennar ömmu á Óðinsgötu 24a, ásamt Einari og Matthildi, fósturfor- eldrum pabba, móður þinni og Huldu systur þinni og seinna hennar maka. Þar var heimilið þitt allt fram á árið 1990 eða rétt tæp sextíu ár, að þið pabbi fluttust í Jökulgrunn. Þaðan lá leiðin á Hrafnistu. Við það misstir þú mikið og varst aldrei sátt við þá breytingu og saknaðir hússins að Óðinsgötu 24a alltaf, og rekur mig grun í að þær breytingar á högum þínum hafi ýtt undir þá öru hrörnun sem við horfðum upp á hjá þér síð- ustu fjögur árin á ævi þinni. En fátt er svo með öllu illt, því að þegar elli kerling fór að leggja snörur sínar fyrir þig kom í ljós önnur mamma sem var á öðrum tíma en við og við það kynntumst við þér á annan hátt, meira eins og ungri konu sem átti móður á lífi og hafði skyldum að gegna gagnvart henni og heimilinu ykkar. Þú máttir ekki alltaf vera að því að stoppa lengi færum við saman á Bollagötuna því að mamma þín beið eftir þér eða þú þurftir að mæta til vinnu. Undir það síðasta var oft erfitt að kveðja þig, þúvildir ekki að við færum og þá var orðin regla að við hringdum í Jónu Guðmundsdótt- ur æskuvinkonu þína þegar önnum kafnir ættingjar máttu til með að fara. Jóna á ómældar þakkir skyldar fyrir hvað hún var þér góð vinkona og skildi veikindi þín vel og þið fyrir vikið gátuð átt góð samtöl um löngu horfna vandamenn allt fram á síð- asta dag. Mamma mín, nú ertu farin frá okkur, þú varst orðin þreytt og saknaðir pabba mikið frá því að hann kvaddi lífið eftir löng og ströng veik- indi sem gengu þér nær en mig órar fyrir. Að leiðarlokum, elsku mamma, langar mig til þess að þakka þér allt og óska þér velfarnaðar á „Astral- planinu“ sem þú varst aldrei í efa um að myndi taka við þegar að þú þyrftir ekki lengur á ytra hylkinu að halda. Ekkert okkar ættmenna þinna hérna megin grafar var í vafa um að margir yrðu til þess að taka á móti þér og að glatt yrði á hjalla hinum megin þegar þú mættir. Eins var okkur ljóst að amma Þorkelsína væri búin að baka nokkrar sortir og nú ekki ofan í fuglana, eins og pabbi sagði stundum í stríðni þegar honum fannst nóg um magnið hjá þessari elsku. Við dætur þínar og barnabörn sitjum hnípin en þakklát fyrir að fá að eiga ykkur pabba, ásamt yngstu afleggjurum ykkar, honum Halldóri Jens og henni Matthildi Lillý sem enn eru of ung til að muna þig og afa en við sem eftir lifum munum kenna þeim að þekkja uppruna sinn og vera stolt af. Að endingu, elsku mamma mín, læt ég fylgja að skilnaði tvö er- indi úr einu af þínum uppáhald ljóð- um, „Lestin brunar“, en þér þótti þetta kvæði svo fallegt og segja svo margt. Hvíldu í friði, elsku mamma. Lestin brunar hraðar hraðar, húmið ljósrák sker, bráðum ert þú einhvers staðar óralangt frá mér. Út í heim þú ferð að finna frama nýjan þar, ég hverf inn til anna minna, allt er líkt og var. (Jón Árnason.) Þín Hulda. Ég hafði átt nokkuð þung spor inn Óðinsgötuna fyrir tuttugu og átta ár- um þegar ég barði að dyrum hjá Ingu og Valda í fyrsta sinn. Börnin okkar, ósköp ung og fyrirhyggju- laus, áttu nú sjálf von á barni og fréttin var óvænt og erfið. En þessi fyrstu kynni sýndu mér hvern mann þessi hæglátu hjón höfðu að geyma. Mér hvarf allur óróleiki og fann að hér var tekið á viðkvæmu máli af festu og kærleika. Þau studu við bak- ið á hjónaleysunum ungu og á Óðins- götunni áttu þau skjól fyrst eftir að Þorkell litli fæddist. Þegar leiðir ungu foreldranna skildi varð dreng- urinn um kyrrt hjá afa og ömmu og það varð honum til mikillar gæfu að fá að njóta elsku þeirra og um- hyggju. Hann Þorkell er löngu full- vaxta maður, ljúfur og traustur, og ber með sér að hafa hlotið gott vega- nesti frá Ingu ömmu og Valda afa sem er látinn fyrir nokkrum árum. Ég tel það ómetanlegt ungum dreng að alast upp á heimili þar sem bækur voru í hávegum hafðar og talað var gott mál og kjarnyrt. Inga var vel gefin kona, margfróð og skemmtileg og hafði mikinn áhuga á ættfræði. Hún átti safn góðra bóka og batt sjálf inn bækur af miklum hagleik. Samband fjölskyldna okkar var mjög gott og Inga og Valdi voru eins ljúf við föður Þorkels sem hann væri þeirra eigin sonur. Oft átti ég leið um Óðinsgötuna ár- in sem Þorkell var hjá afa sínum og ömmu og þá voru sporin ævinlega létt. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast Ingu, hlýju hennar og mannkostum. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Guðjónsdóttir. Jæja, amma mín, þá hefur þú ákveðið að kveðja okkur. Þú er flott- ust. Fórst eins og þú vildir fara og ekkert verið að skafa af því. Það er ekki margt sem slær tunglmyrkva við en það gerir þú. Þú varst ein af mínum bestu vin- konum og ég á eftir að sakna allra frábæru stundanna sem við áttum saman. Þeir vour ófáir gellurúntarn- ir þínir. Þú rússaðir með mann út um allt á kerrunni þinni. Ef það var ekki í kaffiboð þá var það í lúguna á McDonald’s þar sem mín hafði eng- an tíma til að panta. Það varð að við- halda fjölskylduböndunum með Símanum GSM og svo var það ís á eftir þar sem við sátum fyrir utan Hrafnistu og horfðum yfir Kópavog- inn. „Det var dejligt.“ Elsku amma, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Kysstu afa frá mér. Augun þín og augun mín ó þá fögru steina mitt er þitt og þitt er mitt þú veist hvað ég meina. (Skáld-Rósa) Þín vinkona, Móheiður Helga. Elsku Inga amma. Nú ertu flogin á vit ævintýranna, þar sem mögu- leikar hinna ódauðlegu eru endalaus- ir, því vissulega er minningin um þig ódauðleg. Ég sé þig fyrir mér með rauðu húfuna í vetrar-moonboots-unum, íklædd gráu kápunni, með sítt glans- andi englahár rétt eins og þú sýndir mér þegar ég var fimm ára og var þá fullviss um að það væri hár af þér, með gylltan svífandi geislabaug yfir höfðinu. Engill alveg eins og þú varst. Ég mun aldrei gleyma þér og það- an af síður stundum okkar saman. Þær voru jafngóðar flatbrauðinu sem mamma kom með hlaupandi til okkar upp í rúm, þar sem við, nautnabelgirnir, lágum á okkar græna og létum stjana við okkur. Engill er hún amma mín og hefur ávallt verið. Hversu blíð og góð og björt ásýn Vil ég yrkja í þetta kverið. Flogin ertu burt frá mér og kemur ei til baka. Megi englar guðs hjálpa þér og yfir gröf þinni vaka. Þakka vil ég stundir þær er áttum við góðar saman. Uppi í rúmi og átum tvær minningin hrópar gaman. Sit ég hér ein með tár á kinn og um þig þetta pára. En tími er kominn að kveðja um sinn þín dótturdóttir Lára. (Lára Garðarsdóttir) Ég bið að heilsa afa og kysstu hann frá mér. Kveðja, þín „Lára litla jólarós“, Lára. INGÓLFÍNA JÓNASDÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Símar 567 9110 og 893 8638 www.utfarir.is runar@utfarir.is              5 33 3 6         -&%3% '#% %%'!%%& *& )- %0$ '#% #.7%2% %'          ,  86 . ) $'-&  $%%*.-' -  ,$ * '%*9$.7-' /7 !   "# $      % & &       /%!% 7'*& " %%"# ' *#%  " %*& 0 %%" %*& 7'"&" %#%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.