Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 28
HÆGT er að nota magn sykurs í rauðu kornunum í blóðinu til að meta heilbrigði hjartans og æða- kerfisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Sykurmagnið er reyndar jafnmikilvægur mæli- kvarði á hættuna á hjartaáfalli og blóðfita og blóðþrýstingur, segja vísindamennirnir er unnu rann- sóknina. Aðrir sérfræðingar segja aftur á móti að þótt það sé tvímælalaust til bóta að draga úr blóðsykri sé óljóst hvort það dragi einnig úr hættu á hjartasjúkdómum. Sykur- eða glúkósahúðin á rauðu blóðkornunum getur virkað eins og lífefnafræðilegt merki og endurspeglað um það bil það magn glúkósa sem korn- in hafa komist í snertingu við und- anfarna þrjá mánuði. Mikið magn blóðsykurs getur bent til erfiðleika vegna insúlíns, hormónsins sem gerir vefjum, s.s. vöðvum, auðveld- ara um vik að vinna úr glúkósa, og kann að benda til sykusýki. En mæling á sykr- um á blóð- rauða hefur hingað til ekki verið hluti af venjubundnum blóðrann- sóknum því sérfræðingar segja að vísindamönnum hafi ekki tekist að sýna fram á skýr tengsl milli meira sykurmagns í rauðum blóðkornum og dauðsfalla. Þar til nú, að því er virðist. Breskir vísinda- menn, sem fylgd- ust með rúmlega 4.600 körlum í allt að fjögur ár, segja að menn með sykur- sýki séu tvisvar til þrisvar sinnum líklegri til að deyja af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og fjórfalt líklegri til að fá banvænt heilaáfall. Og hættan stafar að mestu leyti af breytingum á magni sykra á blóðrauða þeirra. Jafnvel þótt sykursýki væri ekki tekin með í reikninginn var dánar- tíðni af völdum hjartasjúkdóma og annarra orsaka hærri meðal manna sem höfðu meira magn sykurs í blóðkornunum, að því er segir í nið- urstöðum rannsóknarinnar. Eru þær birtar í nýjasta hefti British Medical Journal (BMJ). „Blóðsykur er eins og blóðfita, því minna því betra,“ sagði dr. Kay-Tee Kwan, vísindamaður við Háskólann í Cambridge. Hverju einu prósenti aukningar á blóðsykri fylgdu 28% meiri andláts- hætta, óháð aldri, reykingum, blóð- fitumagni og öðrum þáttum sem hafa áhrif á dánarorsakir, segir í niðurstöðunum. Menn með innan við 5% sykruhúðaðs blóðrauða voru í minnstri hættu á að deyja meðan á rannsókninni stóð. Þátttakendur voru á aldrinum 45 til 79 ára, sumir voru með sykursýki en aðrir virtust hafa eðlilegt magn blóðsykurs. Ef magn sykruhúðaðs blóðrauða lækkaði um aðeins 0,1 eða 0,2% í fólki almennt gæti dauðsföllum fækkað um fimm til tíu prósent, segja vísindamennirnir. „Þetta virðist vera mjög góður mælikvarði á heilsufar yfirleitt,“ segir Kwan. Næsta skref sé að búa til staðlaða greiningu og telur hún að það verði gert innan skamms. Rannsóknin sýnir greinilega að aukning blóðsykurs endurspeglar hækkandi dánartíðni, segir dr. Elizabeth Barrett-Connor, sérfræð- ingur í sykursýkirannsóknum við Háskólann í Kaliforníu, San Diego, og meðhöfundur ritstjórnargreinar sem birtist ásamt rigerðinni í BMJ. En rannsóknin beinist ekki að hag- nýtri þýðingu þessara upplýsinga, segir Barrett-Connor. Hún nefnir að oft sé fyrirhöfnin við rannsókn og meðferð á vægum kvillum meiri en nemi heilsubótinni. „Ég held að það væri ekki ráðlegt að fara að rannsaka alla vegna sykur- magns í rauðum blóðkornum,“ segir hún. „Sætt“ blóð gæti bent til hjartasjúkdóma The New York Times Syndicate. Hækkun blóðsykurs endurspeglar hækkandi dánartíðni TENGLAR ..................................................... Bandarísku sykursýkisamtökin: www.diabetes.org Sjúkdóma- og forvarnamiðstöð Bandaríkjanna: www.cdc.gov/health/diabetes.htm 28 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sindurefni Mikið fæst fyrir fáar hitaeiningar Kynsjúkdómar Hætta á krabbameini 6,5-falt hærri Áfengi Fræðsla dró ekki úr neyslunni Hjarta Hár blóðsykur skaðar hjartaðHEILSA Og jafnvel þótt drykkjuvandi sé fyr- ir hendi auki það á vandann að greina frá skýrslum um að mikið sé drukkið í háskólum, því það gefi áhrifagjörnum nýnemum þá hug- mynd að þeir verði að drekka til að eiga samleið með háskólastúdentum. HIN staðlaða ímynd um drykkfellda íþróttamenn í háskólum kann að eiga við rök að styðjast. Samkvæmt nýrri rannsókn drekkur íþróttafólk í háskólum yfirleitt meira en þeir sem ekki stunda íþróttir. Fræðsluverk- efni er miða að því að draga úr áfengisneyslu virðast ekki skipta máli – íþróttafólkið reyndist drykk- felldara jafnvel þótt það væri fljót- ara að taka eftir varnaðarorðum um áfengisdrykkju, að því er höfundar rannsóknarinnar greina frá. Íþróttasamtök bandarískra há- skóla (NCAA) svara því til, að vís- indamennirnir, sem starfa við Harv- ardháskóla, geri of mikið úr drykkjunni en of lítið úr gildi for- varna. „Sumar niðurstöðurnar benda sterklega til þess að liðsandinn kunni að eiga þátt í að ýta undir eitt- hvað af þessari drykkjuhneigð,“ sagði Toben F. Nelson, við heil- brigðisdeild Harvard. Nelson er að- alhöfundur ritgerðar um rannsókn- ina er birtist í fagtímaritinu Medicine and Science in Sports and Exercise. Könnuð voru svör 12.777 háskóla- nema við spurningalista, þ. á m. 2.172 íþróttamanna, í 130 háskólum í Bandaríkjunum 1997. Meðal karla söguðst 57% íþróttamanna hafa far- ið að minnsta kosti einu sinni á fyll- erí, sem var skilgreint sem fimm eða fleiri drykkir í röð, undanfarin hálf- an mánuð. Til samanburðar drukku 49% þeirra, sem ekki stunduðu íþróttir, svona mikið. Meðal kvenna kváðust 48% íþróttamanna hafa farið á fyllerí, en 40% þeirra sem ekki stunduðu íþróttir, en fyrir konur var fyllerí skilgreint sem fjórir drykkir við sama tækifæri. Íþróttafólk var yf- irleitt helmingi líklegra til að segja að það færi á fyllerí þegar það neytti áfengis. Auk þessa reyndust meiri líkur á að félagslegar aðstæður íþróttafólks ykju líkur á fylleríi, að því er fram kemur í rannsókninni. Til dæmis var íþróttafólk líklegra til að svara því til að 70% eða fleiri vina sinna drykkju mikið í einu, það var líklegra til að segjast eiga fimm nána vini eða fleiri og íþróttafólk var mun líklegra til að segja að samkvæmi væru mikilvæg. „Drykkja er ákaflega félagslegt athæfi, og það er ekki erfitt að kom- ast í samkvæmi,“ sagði Henry Wechsler, meðhöfundur rannsókn- arinnar. Fræðsluáróður dragi ekki úr drykkju. Í svörum íþróttafólks kom fram að það sá meira af fræðsluefni um áfengi, en kynningin dró ekki úr áfengisneyslu þess. Reyndar voru þeir, sem mest drukku, oft sama fólkið og sá mest af fræðsluefni gegn áfengisneyslu. Þetta kann að þýða að fræðsla gegn áfengi sé meiri á há- skólasvæðum þar sem meira er drukkið, eða að fræðslan skili ekki árangri, sagði Wechsler. Aðrir segja að í raun sé staðan ekki eins slæm og rannsóknin bendi til. Munurinn á drykkjuhegðun íþróttafólks og þeirra sem ekki stundi íþróttir sé yfirleitt lítill, segir Kenneth Sher, sálfræðingur við Há- skólann í Missouri. Ekki sé gerð grein fyrir því hvort íþróttafólkið hafi farið fram úr hinum í drykkju eftir að það kom í háskólana eða hvort vandinn hafi fylgt því þangað. Harvardrannsóknin „gerir meira úr vandanum er fótur er fyrir,“ segir Mary Wilfert, deildarstjóri hjá NCAA. Í fyrsta lagi fari flestir há- skólanemar ekki á fyllerí. Ennfrem- ur hafi aðrar rannsóknir sýnt fram á að í nemendafélögum þeirra, sem ekki stundi íþróttir, sé jafnan meira drukkið en í félögum íþróttafólks. Reuters Íþróttafólk var yfirleitt helmingi líklegra en aðrir til að segja að það færi á fyllirí þegar það neytti áfengis. Íþróttafólk drekkur meira Washington. AP. TENGLAR ..................................................... Fræðsluátak bandaríska áfengis- varnaráðsins í háskólum: silk.nih.gov/silk/niaaa1/about/ college/default.htm Miðstöð bandaríska mennta- málaráðsins í áfengis- og fíkniefna- vörnum: www.edc.org/hec VERULEGA dró úr vexti húð- krabbameinsæxlis þegar mýs voru sprautaðar með salmonellu, sem ekki var eitruð, og síðan geislaðar, að því er vísindamenn greina frá í nýlegu hefti European Journal of Cancer. Þessi aðferð gæti virkað á aðrar gerðir krabbameins, segja þeir. „Salmonellumeðferð er alveg ný leið í krabbameinsmeðhöndlun og býður upp á marga mismunandi möguleika, þ. á m. að gefið sé tiltekið eiturefni, eða í samblandi við geisla- meðferð,“ segir John M. Pawelek, að- alhöfundur rannsóknarinnar. „Mýs sem voru sprautaðar með salmonellu lifðu mun lengur en samanburðar- dýr.“ „Rannsóknir hafa hingað til að mestu beinst að músum, svo ekki er ljóst hversu vel meðferðin virkar á fólk,“ segir T. J. Koerner, yfirmaður vísindarannsókna hjá bandaríska krabbameinsfélaginu. „Til þess eru tilraunir – að skera úr um hvað virkar og hvað ekki. Þetta eru ekki rann- sóknir út í bláinn, en það er heldur ekki ráðlegt að tala mikið um þetta opinberlega.“ Mýs sem voru meðhöndlaðar ann- aðhvort með salmonellu eða geislun lifðu lengur en samanburðardýr, en þær sem voru meðhöndlaðar með bæði salmonellu og geislun lifðu jafn- vel enn lengur en vænst var, segir Pawelek. Telja þeir að meðferðirnar virki á einhvern hátt saman og hjálp- ist að. Pawelek segir að sortuæxli séu læknanleg ef þau uppgötvist snemma. Verra sé þegar það upp- götvist eftir að það hefur breitt úr sér. Salmonella hægir á vexti húðkrabba The New York Times Syndicate.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.