Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isSvíar halda með Íslendingum á HM í Frakklandi / B3 Róbert Julian Duranona sá handbolta fyrst 18 ára / B2 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r27. j a n ú a r ˜ 2 0 0 1 5,7 milljarða kr. árið 2000. Bent er á að sveiflur í innheimtu geti skekkt heildarmyndina. Útgjöld hækkuðu um 17,4 milljarða króna Heildargjöld ríkissjóðs námu 195,4 milljörð- um króna í fyrra og hækkuðu um 17,4 milljarða kr., eða tæp 10%, frá fyrra ári. Þegar vaxta- kostnaður er frá talinn nemur útgjaldahækk- unin milli ára um 7,5%. Útgjöld til almennra mála hækka um 2,5 milljarða kr., eða um 12%, en þar undir fellur æðsta stjórn ríkisins, lög- gæsla, dómgæsla og fleira. Útgjöld til félags- mála hækka um 6,9% og til atvinnumála um 4,2%. Tekjuafgangur ríkissjóðs var 12,2 milljarðar króna í fyrra Tekjur af fjármagnstekju- skatti hækkuðu um 78% rekstrargrunni, eða um 23 milljörðum kr. sem sé svipað og varð á árinu 1999 og sex millj- örðum króna meira en ráð hafi verið fyrir gert í fjárlögum. Fram kemur að heildartekjur ríkissjóðs á árinu 2000 námu 207,5 milljörðum króna sam- anborið við 195 milljarða kr. árið áður. Hækk- unin nemur 6,5% en skatttekjur hækka meira, eða um 10%, samanborið við 15% hækkun skatttekna milli áranna 1998 og 1999. Þannig hækkaði tekjuskattur einstaklinga um tæpa sex milljarða króna milli ára eða um rúm 16%, tekjuskattur lögaðila dróst lítils hátt- ar saman og skattur á fjármagnstekjur hækk- aði um 78% úr 3,2 milljörðum króna árið 1999 í TEKJUAFGANGUR ríkissjóðs á síðasta ári samkvæmt greiðsluuppgjöri nam 12,2 milljörð- um króna, samanborið við 17 milljarða króna árið 1999. Minni afgangur nú en á árinu 1999 skýrist fyrst og fremst af fimm milljarða kr. hækkun vaxtaútgjalda ríkisins vegna sérstakr- ar forinnlausnar spariskírteina og sex milljarða kr. minni tekjum af eignasölu á árinu 2000 að því er fram kemur í frétt fjármálaráðuneytisins af þessu tilefni. Tekjuskattur einstaklinga hækkaði um tæpa 6 milljarða Bent er á að hér sé um greiðsluuppgjör að ræða og gert sé ráð fyrir mun meiri afgangi á MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum í gær að næsti Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verði haldinn 11.–14. október 2001. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins er að jafnaði haldinn annað hvert ár en síðast var Landsfund- ur haldinn 11.–14. mars 1999. Á Landsfundi fer fram kjör for- manns, varaformanns og mið- stjórnar. Landsfundur markar stjórnmálastefnu flokksins til næstu ára en fyrir fundinn munu málefnanefndir flokksins, sem eru 24 talsins, leggja fram málefna- ályktanir til umræðu og afgreiðslu. Á landsfundi flokksins komandi haust verður að auki fjallað sér- staklega um skipulagsmál flokks- ins og stefnumál í upphafi nýrrar aldar. Félög flokksins um allt land kjósa fulltrúa til setu á landsfund- inum en seturétt á landsfundum Sjálfstæðisflokksins eiga 1.200– 1.400 manns. Sjálfstæðisflokkurinn heldur Landsfund í haust Rætt um stefnu- mál nýrrar aldar FASTEIGNAVERÐ er nú í sögu- legu hámarki og var verðið í des- ember síðastliðnum 9% hærra en verðið varð hæst áður í ársbyrjun ársins 1988, að því er fram kemur í nýjum hagvísum Þjóðhagsstofnun- ar. Í hagvísunum er meðal annars fjallað um þróun íbúðaverðs og hús- bréfalán og kemur fram að fer- metraverð í fjölbýlishúsum á höfuð- borgarsvæðinu hefur vaxið um 37% á síðustu tveimur árum sem er 25% umfram hækkun vísitölu neyslu- verðs á sama tímabilli. Fasteigna- verð nú sé í sögulegu hámarki en fyrra hámark hafi verið í ársbyrjun árið 1988 en verðið í desember síð- astliðnum sé 9% hærra en þá. Í hagvísunum er einnig fjallað um breytingar á gengi gjaldmiðla gagn- vart íslensku krónunni og hvernig þær hafa áhrif á fjölda ferðamanna hingað til lands. Fram kemur að á síðustu fimm ár- um hefur gengi Bandaríkjadals gagnvart íslenskri krónu hækkað um 18,3% en á sama tíma hefur gengi á þýsku marki gagnvart ís- lensku krónunni lækkað um 15,3%. Áhrifa þessara gengisbreytinga gætir í ferðaþjónustunni, því á þessu tímabili hafi ferðamönnum hingað til lands fjölgað um 55%. Fjöldi þýskra ferðamanna hafi verið stöðugur en hlutfall þeirra af heildinni hafi lækk- að úr 17% í 11%. Á sama tímabili hafi bandarískum ferðamönnum hingað fjölgað um 80% og hlutfall þeirra af heildarfjölda vaxið úr 15% í 18%. Fasteignaverð í sögulegu hámarki 9% hærra en það hefur hæst orðið áður TINNA Marín Jónsdóttir, 15 ára, bar í gærkvöldi sigur úr býtum í söngkeppni Samfés, Sambands félagsmiðstöðva, með lagi Celine Dion, All Coming Back To Me. Tinna keppti fyrir hönd Tóna- bæjar en alls tóku 43 keppendur þátt í söngkeppninni sem fram fór í troðfullri Laugardagshöllinni. Í öðru sæti varð Birna Dröfn Jóns- dóttir frá félagsmiðstöðinni Frostaskjóli sem flutti lagið Roads með Portishead. Í þriðja sæti lenti Klara Ósk Elíasdóttir, félags- miðstöðimni Verinu í Hafnarfirði, með lagið Can’t Fight the Moon- ligt með Leann Rimes. Sigurveg- arinn frá í fyrra, Ragnheiður Gröndal, söng tvö lög á meðan beðið var eftir úrslitum og eld- gleypirinn og fjöllistamaðurinn Mighty Garreth sýndi listir sínar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sigraði í söngkeppni Samfés HÁKON Már Örvarsson, sem á miðvikudag hreppti brons- verðlaun í matreiðslukeppninni Bocuse d’Or í Lyon í Frakklandi, fékk höfðinglegar móttökur frá félögum sínum í Klúbbi mat- reiðslumeistara og Kokkafélaginu Freistingu við komuna í Leifsstöð í gær. Brocuse d’Or er óopinber heimsmeistarakeppni matreiðslu- meistara og ríkir því mikil ánægja meðal starfsfélaga Hákons með þennan glæsta ár- angur. Morgunblaðið/Jim Smart Meistara- kokkur kemur heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.