Morgunblaðið - 27.01.2001, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 27.01.2001, Qupperneq 60
Í GÆR hófst kvikmyndahátíðin í Gautaborg í 24. sinn. Ís- lenski draumurinn eftir Ró- bert I. Douglas tekur þátt í keppni um norræn kvik- myndaverðlaun og frá Íslandi koma einnig myndirnar 101 Reykjavík og Fíaskó. Norrænar myndir eru sem fyrr þungamiðja hátíðarinnar, með einum tíu sænskum frumsýningum, þar á meðal mynd eftir Jan Troell sem verður heiðraður sérstaklega á hátíðinni í ár með sýningum á höf- undarverki hans í flokknum „Retro- spektiv“. Endurspeglar það nýjasta í norrænni kvikmyndagerð Eitt af markmiðum hátíðarinnar er að geta boðið skipuleggjendum kvik- myndahátíða úr ólíkum heims- hornum og ýmsum dreifingameist- urum á vísan stað til að skoða það nýjasta í norrænni kvikmyndagerð. „Nordic Event“ sem var nýjung á há- tíðinni í fyrra, er framtak á vegum fimm norrænna kvikmyndasjóða, markaðstorg fyrir nýjar norrænar myndir þar sem sýnt er fyrir lokaðan hóp gesta innan kvikmyndaheimsins. Á markaðinn mæta m.a. fulltrúar frá hátíðunum í Cannes, Feneyjum, Sar- ajevo, Toronto, Pusan og Shanghai. Einnig fulltrúar frá Nordisk Film Int., BBC, Egmont Entertainment, Canal + France, Nachshon Films og BV Film International. Myndir frá 47 löndum Eitt aðalþemað í ár ber yfirskrift- ina „Double Identity“ og heimild- armyndir fá meira svigrúm en áður. Í alþjóðlega prógramminu er áherslan einkum á evrópskar myndir, svo og myndir frá Asíulöndum með sérstaka áherslu á Íran sem heil deild út af fyrir sig. Alls verða sýndar myndir frá 47 þjóðlöndum. Hér verður sagt frá nor- rænu keppninni og nokkrum helstu deildum hátíðarinnar sem í ár státar sig af að bjóða upp á hátt á fimmta hundrað myndir (256 leiknar myndir og heimildarmyndir auk 227 stutt- mynda). Forsíða dagskrárblaðsins minnir á auglýsingablað frá ferða- skrifstofu og kann það að vera áminn- ing um að hátíðin býður upp á ferða- lög, en Gautaborgarhátíðin hefur fyrir löngu skapað sér sess sem breiðasta B-hátíð á Norðurlöndum, og þrátt fyrir hina yngri og ört vax- andi kvikmyndahátíð í Stokkhólmi (haldin í nóvember), þá hefur hún haldið vinsældum sínum sem sam- komustaður kvikmyndagerðarfólks og kvikmyndaunnenda. Þegar nóttina lengir Vígslumynd hátíðarinnar er norsk að þessu sinni Når nettene blir lange eftir Mona J. Hoel, mynd frá síðast- liðnu ári sem sögð er fyrsta norska dogmamyndin. Gunnar Berghdahl, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, full- yrðir að jafn þrungið fjölskyldu- drama hafi hann ekki séð í norrænni mynd síðan í Veislu Vinterbergs (Festen). Når nettene blir lange, lýsir jólahaldi í norskum fjallakofa og bölv- un brennivínsins, þegar tilfinningar, niðurlæging og sjálfsbjargarviðleitni þeytivindast í ölvuninni. Mona hefur áður gert athyglisverðar myndir, m.a. um uppreisn Sama. Vígslumyndin er ein af átta mynd- um sem keppa til úrslita um Nor- rænu kvikmyndaverðlaun Gauta- borgar-Póstsins í samvinnu við Kvikmyndahátíð Gautaborgar, verð- laun sem renna til leikstjóra „bestu norrænu kvikmyndarinnar“, (að upp- hæð 100 þúsund sænskar krónur ásamt styttunni „Filmräven“ eftir Ernst Billgren). Í dómnefnd sitja kunnir norrænir leikstjórar: Auli Mantila, Berit Nesheim, Susanne Bier og Ella Lemhagen, ásamt Mon- ika Tunbäck-Hanson, menningarfull- trúa Gautaborgar-Póstsins. Sömu myndir lenda einnig í keppni um bestu myndatöku, en þar er keppt um verðlaunin „Kodak nordic vision aw- ard“ og fyrir besta handrit eru veitt „Canal plus nordic scrip prize“. Enn eitt kvikmyndagosið Frumsýningar keppnismyndanna fara fram í Drekabíóinu (Draken) við Járntorgið sem er miðstöð hátíð- arinnar. Íslenski draumurinn eftir nýliðann Robert I. Douglas er frum- sýnd þar síðdegis í dag en alls fær hún þrjár sýningar á hátíðinni. „Mjög íslensk. Mjög skemmtileg. Enn eitt kvikmyndagosið frá hinu skapbráða kvikmyndalandi,“ skrifar Gunnar Bergdahl í kynningu sinni. Aðrar myndir keppninnar eru: Badding eftir Markku Pölönen, um rokkstjörnuna Rauli Badding Som- erjoki og um leið ferðalag í áttunda áratugnum og anda stjörnunnar sem söng tregablandið rokk; Hans och hennes, eftir Svíann Daniel Lind Lagerlöf, sem gerði dúndrandi lukku með fyrstu mynd sinni Vägen ut fyrir tveim árum, glettinni mynd um fanga, gerðri eftir handriti Malin Lagerlöf, sem einnig stendur fyrir handritinu að Hans och hennes; Blinkende lykter eftir danska nýlið- ann Anders Thomas Pedersen, sem hefur áður gert vart við sig sem hand- ritshöfundur, m.a. að myndinni I Kina Spiser De Hunde, eftir Lasse Spang Olsen; Hem ljuva hem er þriðja nýliðamyndin í keppninni, fyrsta mynd Gautaborgarans Dans Yings og fjallar um fjölskyldu í upp- lausn; Heftig og Begeistret eða „Cool and Crazy“, nefnist önnur mynd frá Noregi, heimildarmynd eftir Knut Erik Jensen sem á fleiri leiknar myndir að baki en býður að þessu sinni í veðrasamt ferðalag með karla- kór norskra sjóara sem skella sér í tónleikaferð til Murmansk. Og átt- unda myndin í keppninni er eftir sænska nýliðann Barker Karim og nefnist Fyra porträtt: kvinnor. Þar eru „dogma“-reglurnar notaðar frjálst og útkoman er að sögn sterk heimildarmyndatilfinning í mynd um fjórar ungar konur á Skáni þar sem ein þeirra notar litlu myndbands- upptökuvélina sína fyrir dagbók. Úrslitin verða tilkynnt í lokahófi laugardagskvöldið 3. febrúar nk. Norðurljósin „Nordic Light“ nefnist flokkurinn með norrænum myndum frá árunum 2000 og 2001, ásamt stökum úrvals- myndum frá 1999. Þar á meðal eru ís- lensku myndirnar 101 Reykjavík og Fíaskó, nú þegar víðförular. Ein af fjórum myndum Finna í þeirri deild nefnist Seven Songs from the Tundra (Finnland, 2000) og er sögð fyrsta myndin þar sem samojed-málið nentsíska (töluð af Nentsum rúss- nesku túndrunnar) fær að njóta sín, en sú mynd var valin besta norræna myndin á kvikmyndahátíð í Hauga- sundi. Önnur nýjung er myndin Tak- ing Moses for a Ride (Finnland, 2001) eftir nýliðann Kalja Juurikkala sem fær sína alþjóðlegu frumsýningu. Fæddur í Absúrdistan „Cinemix“ , er hefðbundin flokkur með umræðufundum og fyrirlestrum um helstu þemað hverju sinni og stendur öllum hátíðargestum opin. Fyrsta helgin er tileinkuð þemanu „Double Identity“, svo og heimsókn ameríska heimildamyndagerð- armannsins Frederick Wiseman, sem hefur verið frumkvöðull allt frá sjö- unda áratugnum, þegar hann bjó til bandarískt svar við Cinéma Verité ásamt D.A. Pennebaker, Richard Leacock og Maysley-bræðrum, sem varð svokallað Direct Cinema. Meðal framsögumanna um sjálfs- myndaþemað (Double Identity) er brautryðjandi úr hópi innflytjenda í Þýskalandi Tefvik Baser og á dag- skrá sem nefnist „Póstkóloniala per- spektiv“, talar Trinh T. Minh-ha, sem auk þess sýnir myndbandsverk sitt The Fourth Dimension (2001). Minh- ha er prófessor við Kvennafræða- stofnun Berkeley-háskólann í Kali- forníu og mun tala um „öðrunar“- vandann. „Double Identity“-þemað vísar til þeirra tvöföldu eða tvírættu sjálfs- myndar sem einkennir sífellt fleiri Evrópubúa. Alls eru tíu evrópskir leikstjórar með rætur í öðru menn- ingarsvæði boðnir á hátíðina með myndir sínar og á ýmsa köfunarfundi þar sem sjálfsmyndafléttur verða á dagskrá. Vígslumynd „Double Ident- ity“-deildarinnar er Marie-Line eftir Mehdi Charef (Frakkland 2000) um innflytjendur í skúringabransanum og vonir sem vilja ekki deyja. Frá Austurríki kemur mynd með hinn táknræna titil Fæddur í Absurdistan (Geboren in Absurdistan, 1999) eftir Houchang Allahyaru, sem notar klassísk mistök – hvítvoðunga sem óvart eru látnir skipta um foreldra – til að lýsa kynþáttahatri og þjóðern- ishyggju með ákveðnum húmor. Þeg- ar ráðuneytisstjórinn áttar sig á að hann situr uppi með umskipting, er hann búinn að sjá til að ávörðuninni um að vísa Tyrkjum úr landi sé fylgt eftir, og hans eigið austurríska barn er því þegar komið til Tyrklands í faðmi „sinna“ tyrknesku foreldra! Meirihuti myndanna í flokknum „Double Identity“ eru frá árinu 2000, þar af fjórar gerðar í Svíþjóð. Fulltrúar þeirra og leikstjórar eru hinn rómansk/amerísk ættaði Luis R. Vera með myndina Bastarderna i Paradiset; arabískumælandi Reza Parsa með myndina Före Stormen; Reza Bagher með Vingar av Glas og Josef Fares með Jalla! Jalla! Tvær síðastnefnu myndirnar keppa raunar einnig til úrslita um „Gullbaggann“ í ár. Josef Fares er meðal hinna yngstu í hópi kvikmyndaleikstjóra á hátíðinni, aðeins 23 ára og hann hefur aldrei átt vegabréf! Vegabréfsleysið olli vandræðum þegar hann hugðist fylgja mynd sinni eftir þar sem hún var sýnd á kvikmyndahátíð í Rott- erdam nýlega og Fares, sem á for- eldra frá Líbanon og fæddist inn í flóttatilveru, þurfti oftar en einu sinni að endurtaka söguna um rætur sínar og rótleysi til að fá að ferðast úr einu Evrópuríki í annað. Hafðu ána til hægri Heimildarmyndaflokkurinn býður meðal annars upp á Life without Death eftir Frank Cole (Kanada 2000) sem hlaut The Golden Gate- verðlaunin á heimildarmyndahátíð- inni í San Francisco og lýsir ferðalagi um Saharaeyðimörkina, 7.100 km á úlfaldabaki. Önnur verðlaunamynd er nútíma mannætusaga eftir David Shapiro, Keep the River on your Right: A modern Cannibal Tale (USA 2000), sem segir frá lífi og ferðum listamannsins og mannfræðingsins Tobias Schneebaum, allt frá 1955 er hann bjó með frumbyggjum í Perú. Von Triers 100 öjne, eftir Katia Forbert Petersen sem fylgdist með vinnunni við Myrkradansarann, verð- ur sýnd síðari daga hátíðarinnar, en alls verða á ferðinni þrír tugir heim- ildarmynda í fullri lengd auk sögu- legra heimildarmynda eftir Freder- ick Wisemann. Í flokkunum „German Stories“ og „French Connection“ er fjöldi úrvals- mynda frá liðnu ári, sem ekki hafa verið sýndar í sænskum kvikmynda- húsum. Í deildinni „Made in Spanich“ er m.a. boðið upp á fjórar argent- ínskar myndir, og mexíkönsku vega- myndina, Without a Trace eftir Maria Novaro (Mexíkó 2000) um innra og ytra ferðalag tveggja kvenna á ótraustum bílskrjóði. Í alþjóðlegu stórmyndadeildinni „Långt borta & Nära“ má auk mynda frá flestum Evrópulöndum finna myndir m.a. frá Kanada, USA, Brasilíu, Georgíu, Ísrael, Tyrklandi, Marokkó, Senegal og Fílabeinsströndinni, en þaðan kemur myndin Adanggaman, sem segir lítt þekkta sögu frá tímum þrælaverslunnar, söguna um þá sem seldu nágranna sína og frændur í hendur hvítra og sem náðu sér í auð- æfi og völd í eigin Afríku sem verið var að ræna. Sú mynd er eftir Roger Gnoan M’Bala, sem talinn er meðal fremstu kvikmyndaleikstjóra í Afr- íku. Í flokknum „East is East“ eru sýndar myndir frá sex Asíulöndum og í „Iranian Imagies“ eru á ferðinni níu myndir í fullri lengd ásamt tíu stuttmyndum, þar af átta heimild- armyndir. Mikil gróska ríkir í kvik- myndagerð í Íran og það mun af sem áður var að ekki mátti gera heimild- armyndir nema fyrir sjónvarp, nú mun vera hægt að labba út á götu og kvikmynda ef vill. Hér gefst m.a. tækifæri til að sjá The Circle eftir Jafar Panahi sem vann Gullljón á síð- ustu Fenyjahátíð. Og myndin Fri- endly Persuasion eftir Jamsheed Akrami gefur innsýn í íranska kvik- myndasögu með viðtölum við 15 kvikmyndaleikstjóra. Þar á meðal við meistarana Makhamalbafs og Abbas Kiarostami sem vill að hægt sé að fá sér blund í bíói án þess að það trufli og fara síðan heim og átta sig á að myndin truflar huga manns í tvær vikur. Í Gautaborg í Svíþjóð er haldin ár hvert einhver nafntogaðasta kvik- myndahátíð á Norðurlöndum og fylgjast kvikmyndaáhugamenn um heim allan grannt með því hvað þar fer fram. Kristín Bjarnadóttir er stödd á hátíðinni og kynnir hér hvað þar verður í boði. Ein íslensk mynd í keppni og tvær aðrar sýndar Kvikmyndahátíðin í Gautaborg hófst í gær og stendur til 4. febrúar Íslenski draumurinn eftir Róbert I. Douglas keppir í Gautaborg um norræn kvikmyndaverðlaun. Úr kvikmyndinni Badding eftir Markku Pölönen, um rokkstjörnuna Rauli Badding Somerjoki. Úr kvikmyndinni Fæddur í Absúrdistan (Geboren in Ab- surdistan, 1999) eftir Houchang Allahyaru. FÓLK Í FRÉTTUM 60 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.