Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 27
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 27 VERÐHRUN Allt með 50% afslætti Í BRETLANDI eru í gildi skýr lög varðandi innflutning milli Evrópu- sambandslanda. Framleiðendur geta ekki komið í veg fyrir að smá- salar kaupi vörur í einu Evrópusam- bandslandi og selji í öðru. Lögin gera eigendum vörumerkjanna samt sem áður kleift að stjórna því hvaða verslanir selji varning þeirra og er því haldið fram að þannig geti þeir haldið uppi verði vörunnar. Stór- markaðir á borð við Tesco hafa ítrek- að leitað leyfis til að selja í versl- unum sínum þekktar merkjavörur á borð við Levı́s gallabuxur en ávallt verið neitað um það. Þeir hafa því fundið upp á því að fara í kring um þessi lög og í auknum mæli flutt inn merkjavöru frá löndum utan Evr- ópusambandsins sem þeir síðan selja á lægra verði en tíðkast um vöruna. Helstu rök Levi’s í málaferlunum voru þau að starfsfólk þyrfti sér- staka þjálfun í því að útskýra fyrir neytendum muninn á hinum ýmsum gallabuxnasniðum. Ennfremur hafa eigendur vöru- merkja haldið því fram að nauðsyn- legt sé fyrir ímynd vörunnar að þeir hafi um það að segja hvar hún sé seld því auk þess að þurfa að hafa yfir að ráða hæfu, sérþjálfuðu starfsfólki, þurfi verslanir að hafa upp á að bjóða réttan verslunaranda og ímynd. Auk þess hjálpi það þeim við að spyrna við sölu eftirlíkinga í nafni vörunnar. Stórmarkaðirnir halda því hins vegar fram að málið standi um lágt verð og vörumerkjasnobb. Ekki eining um lögmæti samhliða innflutnings Ekki er eining um lögmæti þessa innflutnings frá svokölluðum gráum svæðum utan Evrópusambandanna og nefndur hefur verið „parallel trade“ eða samhliða innflutningur. Eigendur vörumerkjanna halda því fram að hann sé ólögmætur en eig- endur stórmarkaðanna mótmæla því. Margir töldu að niðurstaðan í hinu svokallaða Silhouette-máli árið 1998 hafi tekið af allan vafa um lög- mæti innflutnings frá löndum utan Evrópusambandsins þegar Evrópu- dómstóllinn ályktaði að leita þyrfti samþykkis framleiðenda til þess að flytja mætti inn vörur utan sam- bandsins. Hæstaréttur Bretlands flækti hins vegar málið enn frekar ári síðar með því að komast að þeirri niðurstöðu að framleiðandi Davidoff gæti ekki takmarkað sölu varnings síns í Evrópusambandslöndum sem fluttur hefði verið inn frá öðrum löndum vegna þess að hann hefði ekki tekið það skýrt fram í dreifing- arskilmálum að það væri bannað. Tveggja ára undirbúningur málaferla Tekið hefur Tesco tvö ár að koma málinu fyrir dómstóla en að lokum höfðaði fyrirtækið mál á hendur Levı́s á þeim grundvelli að það hefði uppi „ástæðulausar hótanir“ varð- andi sölu á vörumerki Levı́s en hver sá sem hótað er málsókn vegna gruns um brota á lögum um skrásett vörumerki hefur rétt á því að fara með málið fyrir Evrópudómstólinn til þess að ganga úr skugga um að ásakanirnar séu á rökum reistar. Ákvæði þessu er ætlað að koma í veg fyrir að eigendur vörumerkja eða einkaleyfa geti misnotað einkarétt sinn. Búist er við því að bíða þurfi eftir niðurstöðum í nokkra mánuði en þær munu að öllum líkindum enda alla lagalega óvissu varðandi samhliða innflutning og skera úr um hvort smásölum er leyfilegt að flytja inn merkjavöru frá ódýrari markaðs- svæðum, s.s. Suðaustur-Asíu, og selja hana í Evrópu. Evrópuherferð gegn núgildandi lögum Á sama tíma og Tesco-Levi’s málaferlin hófust hrinti breska rík- isstjórnin af stað Evrópuherferð í því skyni að afnema núgildandi Evr- ópusambandslög sem banna sölu merkjavara í stórmörkuðum. Átta önnur lönd í Evrópusambandinu, Ír- land, Danmörk, Finnland, Belgía, Lúxemborg og Holland, styðja her- ferðina og sendu viðskiptaráðherrar landanna Evrópuráðinu skriflega yf- irlýsingu í desember sl. þar sem þeir hvöttu til þess að innflutnings- og smásölulög Evrópusambandsins yrðu endurskoðuð. Auk þess standa bresku neytendasamtökin að baki herferðinni. Talsmaður Evrópusambandsins skýrði hins vegar frá því á miðju síð- asta ári að ekki væru líkur á því að lögum um vörumerki yrði breytt. Hætta væri á því að aukin samhliða innflutningur gæti staðið í vegi fyrir því að fjárfestar sæju sér hag í að fjárfesta í nýjum vörumerkjum og einnig gæti hann orðið til þess að eig- endur vörumerkja tækju vöru sína af markaðnum. Laganefnd Evrópuþingsins mun fjalla um málið í vikunni en ljóst er að niðurstaða í Tesco-Levi’s mála- ferlunum muni hafa afgerandi áhrif á hugsanlegar lagabreytingar, og þá helst ef dæmt verður Tesco í vil. Stórmarkaðir vilja ódýrari merkjavöru Stórmarkaðakeðjan Tesco í Bretlandi hefur leitað til Evrópudómstólsins til að berjast fyrir rétti til þess að selja Levi’s gallabuxur á niðursettu verði gegn vilja framleiðanda. Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir að beðið sé eftir niðurstöðum. Málaferli Tesco og Levi’s varðandi sölu gallabuxna á niðursettu verði MYNDMARK, sameiginleg mark- aðssamtök myndbandaleigna og út- gefenda, hefur sent frá sér tilmæli til allra myndbandaleigna um að breyta innheimtuaðferðum sínum sem og að gefa kvittun við móttöku og við skil myndbandsspólna. Marg- ar kvartanir hafa borist Neytenda- samtökum vegna innheimtuaðferða myndbandaleigna. „Við vorum í sambandi við Neyt- endasamtökin vegna þessa máls í lok síðasta árs og í kjölfar sendum við tilmæli um breyttar innheimtu- aðgerðir til allra myndbandaleigna,“ segir Stefán Unnarsson hjá Mynd- mark. „Myndmark eru ekki samtök myndbandaleigna þannig að við ráð- um ekki yfir mynd- bandaleigunum, við sendum því tilmæli til þeirra en ekki reglur en vonum engu að síður að sem flestar myndbanda- leigur fari eftir þessu.“ Engin samtök eru til meðal myndbandaleigna og aðspurður um hvort standi til að setja einhverjar reglur segist Stefán ekki vita hver ætti í raun að gera það. „Ég er sammála því að brýnt er að taka á þessum málum og þess vegna sendum við tilmælin. Ef farið verður eftir þeim þá er þetta komið í það form sem bæði Neytendasamtökin og við vilj- um.“ Stefán segist vita um mynd- bandaleigur sem farnar eru að fylgja þessum tilmælum en engar tölulegar upplýsingar liggja þó fyrir enda ekki í umsjón markaðssamtak- anna að fylgjast með því, að hans sögn. „Það er brýnt að myndbanda- leigur taki á þessum málum þannig að allir tryggi hag sinn, bæði leigu- takar og leigusalar.“ Kvittun þegar spólu er skilað „Í tilmælum stjórnar Myndmarks til félagsmanna sinna um samræmd- ar starfsaðferðir kemur fram að það þurfi í raun að taka á tveimur atrið- um, annars vegar innheimtu og inn- heimtuaðferðum og hins vegar skil á spólum,“ segir Björk Sigurgísla- dóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum. „Stjórn Myndmarks mæltist til að innheimta á skuldum færi þannig fram að fyrst yrði hringt í viðkomandi, þá sent bréf þar sem minnt væri á skuld og jafnframt til- kynnt að viðkomandi yrði settur á skuldalista. Ef við- brögðin væru engin væri óhætt að fela þriðja aðila innheimtuna.“ Ennfremur segir Björk að stjórn Myndmarks hafi mælst til þess að skuld vegna hverrar spólu færi ekki yfir 20.000 krónur og vegna tækja 40.000 krónur. „Þá var mælst til að ekki skyldi líða meira en mánuður frá því að spóla er tekin og að send er tilkynn- ing um að viðkomandi spóla hafi ekki borist til leigunnar. Hvað varð- ar skil á spólum var lagt til að myndbandaleigur myndu gefa kvitt- un. Þegar fólk tekur spólu að láni þarf að skrifa undir kvittun og því er jafn eðlilegt að gefin sé kvittun þegar spólunni er skilað,“ segir Björk. Margir hafa kvartað Aðspurð segir hún Neytendasam- tökin ekki hafa kannað hve margar myndbandaleigur hafi tekið upp framangreint ferli. „Það var brýnt að taka á þessu máli því við höfum varla undan kvörtunum. Skemmst er að minnast einstaklings sem fékk kröfu upp á hálfa milljón króna sem var til komin vegna spólna sem talið var að ekki hafi verið skilað. Ljóst er að hér er um tómlæti að ræða af hálfu myndbandaleigunnar, það er að segja að láta ekki heyra í sér í nokkur ár. Sönnun nokkur ár aftur í tímann er mjög erfið.“ Ekki hefur reynt á þetta fyrir dómstólum svo Björk viti og þá seg- ir hún ennfremur að á meðan gömlu vinnuaðferðirnar séu enn við lýði, þ.e. að ekki sé gefin kvittun við skil, verði að telja að myndbandaleigurn- ar beri sönnunarbyrði fyrir því að spólu var ekki skilað. „Mjög erfitt er að innheimta þessar kröfur vegna þessa og það er því öllum í hag að þessi mál komist í lag sem fyrst.“ Skuld vegna spólu ekki hærri en 20.000 krónur Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Nokkrar myndbandaleigur eru farnar að fylgja nýju tilmælunum en engar tölulegar upplýsingar liggja þó fyrir. Myndbanda- leigur hafa fengið tilmæli um að breyta innheimtu- aðferðum Eðalvörur hafa hafið innflutning á Actigener- meðferðars- jampói og hármeðferð- arvörum. Í fréttatilkynningu kemur fram að Actigener sé framleitt úr líf- rænum efnum sem meðal annars sé ætlað að auka hárvöxt og koma í veg fyrir flösu- og húðflögumyndun. Um er að ræða 5 vöruliði; sterkt og milt sjampó, íssjampó, sem er gegn kláða í hársverði, hárnæringu og næringarvökva. Actigener-meðferðarsjampó og hármeðferðarvörur fást í apótekum um allt land. Nýtt Sjampó ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.