Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 42
SKOÐUN 42 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÖRYRKJADÓMUR Hæstaréttar hefur ekki einasta vakið umræður um stöðu öryrkja og annarra hópa í samfélaginu sem hafa þörf fyrir félagslega aðstoð, heldur einnig stöðu dómstóla í stjórnskipuninni og þýðingu alþjóðlegra skuldbindinga við túlkun íslensku stjórnarskrár- innar. Í greininni er fjallað um eft- irfarandi atriði: Heimildir dómstóla til að meta stjórnskipulegt gildi laga (2), tengsl þjóðaréttar og landsréttar (3), skýringu á dómi Hæstaréttar (4) og viðbrögð ríkisstjórnarinnar (5). Heimild dómstóla til að meta stjórnskipulegt gildi laga Í dómi sínum komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ákvæði 5. mgr. 17. gr. almannatryggingalaga, að því er varðar þá aðferð sem þar var viðhöfð við tengingu örorkubóta við tekjur maka eða sambúðaraðila, væri ósamrýmanleg ákvæðum 1. mgr. 76. gr., sbr. og 65. gr. stjórn- arskrárinnar. Þetta gerir Hæstirétt- ur m.a. á grundvelli heimildar sinnar til að meta stjórnskipulegt gildi laga. Fátt hefur fengið meira rými í fræðiritum um lögfræði en álitaefnið um heimild dómstóla til að meta stjórnskipulegt gildi laga. Hér á landi eru dómstólar taldir hafa þessa heimild án þess að sérstaklega sé mælt fyrir um hana í stjórnarskránni eða almennum lögum. Samkvæmt fræðilegum viðhorfum í stjórnskip- unarrétti og réttarheimildafræði hefur reglan stöðu sem stjórnskipu- leg réttarvenja (dómvenja). Reglan hefur nú svo traustan sess í íslenskri stjórnskipun að hún verður tæpast takmörkuð eða afnumin nema með breytingu á stjórnarskránni. Af dómum frá síðari hluta 19. aldar má vera ljóst að reglan var þá talin gilda, sbr. t.d. dóm Landsyfirréttarins 1900, bls. 176. Það var þó ekki fyrr en með Hrafnkötlumálinu frá 1943 að Hæstiréttur vék til hliðar lögum vegna þess að þau voru ekki talin samrýmast stjórnarskrá. Í málinu voru lagaákvæði sem takmörkuðu útgáfu fornrita talin andstæð ákvæði stjórnarskrárinnar um prentfrelsi. Hæstiréttur hefur beitt þessu valdi sínu margoft síðan. Er nú svo komið að slíkir dómar eru kveðnir upp sem næst árlega hér á landi. Hugmyndin um að fela sjálfstæðum stofnunum (oftast dómstólum) mat á stjórn- skipulegu gildi laga á sér djúpar ræt- ur í vestrænni réttarmenningu eins og hún hefur þróast eftir að einveldið leið undir lok. Bandaríkjamenn voru einna fyrstir til að festa hana í sessi, sbr. hið fræga mál Marbury v. Madison frá 1803 og telja hana gjarnan til merkasta framlags síns til lög- spekinnar, þótt höfund- arréttur þeirra að henni sé ekki vafalaus. Þar í landi er þetta vald, eins og á Íslandi, hjá hinum almennu dómstólum. Langt mál og flókið er að gera grein fyrir þeim heim- spekilegu og stjórn- málalegu hugmyndum sem heimildin byggist á, en í stuttu máli er lit- ið svo á að í þjóðfélagi þar sem viðurkennd eru grundvall- armannréttindi, skráð eða óskráð, sem allir menn njóta skilyrðislaust, þurfi að gera ráð fyrir að unnt sé að takmarka aðra þætti ríkisvalds, einkum löggjafarvaldið, þannig að það gangi ekki á þessi réttindi. Þann- ig er það álit margra að reglan sé nánast óhjákvæmilegur hluti af skil- greiningu á réttarríkinu og lýðræð- islegum stjórnarháttum yfirleitt. Er nú gert ráð fyrir slíkri heimild til að meta stjórnskipulegt gildi laga í flestum ef ekki öllum lýðræðisríkjum heimsins, þótt henni sé komið fyrir með mismunandi hætti í löggjöf ein- stakra ríkja og hún sé ekki alltaf hjá hinum almennu dómstólum. Það er einnig hið almenna viðhorf að slík heimild dómstóla eða hliðstæðra stofnana sæti takmörkunum. Er það gjarnan orðað þannig, að dómstólar megi þó ekki taka ákvarðanir sem eftir eðli sínu eru pólitískar. Það er því enginn ágreiningur um það, að niðurstaða dómstóla á eingöngu að vera lögfræðileg. Til eru síðan him- inháir bunkar fræðirita í lögum þar sem þess er freistað að skilgreina hvað krafan um að niðurstaðan sé lögfræðileg felur í sér, en það er önn- ur saga og býsna löng. Lengst af hefur verið ríkjandi það viðhorf á Íslandi (og raunar annars staðar) að Hæstiréttur ætti að beita þessu valdi sínu af varfærni og eru dómar sem að þessu lúta framan af í samræmi við það. Hæstiréttur hefur m.ö.o. ávallt verið tregur til að lýsa lög andstæð stjórnarskánni. Er það byggt á því augljósa sjónarmiði að dómstólar ættu að fara gætilega í að lýsa ákvarðanir lýðræðislega kjör- inna fulltrúa þjóðarinnar andstæðar stjórnarskrá. Þessi afstaða dómstóla jafngildir því að löggjafanum er í rík- um mæli játað vald til að túlka og kveða nánar á um inntak þeirra rétt- inda sem ákvæði stjórnarskrárinnar mæla fyrir um. Þetta hefur ekki síst verið talið eiga við um eigna- og at- vinnuréttindi og önnur málefni sem varða skipulag viðskipta- og efna- hagsmála og síðan en ekki síst félagsmálalöggjöfina. Með nokkurri einföldun má segja að dómstólar hafi byggt á því sjónarmiði að ósamræmi laga og stjórnarskrár þyrfti að vera því sem næst augljóst ef víkja ætti lögum til hliðar. Dómstólar hafi því haft tilhneigingu til að „draga taum ríkisvaldsins“ eins og það hefur verið orðað. Þessi „tregða“ íslenskra dómstóla sætti harðri gagnrýni um miðjan ní- unda áratuginn. Kjarni þeirrar gagnrýni var sá að íslenskir dómstól- ar (einkum Hæstiréttur) drægju taum ríkisvaldsins og takmörkuðu stjórnarskrárbundin réttindi borg- aranna umfram það sem hrein lög- fræðileg rök stæðu til. Fleiri töldu þó „tregðu“ dómstólanna eðlilega í lýð- ræðisþjóðfélagi, einkum vegna þess að dómarar væru ekki lýðræðislega kjörnir og sættu ekki pólitísku að- haldi sem slíkir. Hefur í kennslu í lagadeild verið gengið út frá þessu varfærnislega viðhorfi, en vísað til fyrrnefndrar gagnrýni sem dæmi um önnur viðhorf. Síðasta áratuginn hefur dómum hér á landi þar sem lögum er vikið til hliðar sem andstæðum stjórnar- skránni fjölgað mikið. Ástæður fyrir þessari fjölgun eru ekki kunnar, en aukin áhersla á hvers kyns mann- réttindi og aukin vitund borgaranna um þau á áreiðanlega sinn þátt í henni. Er nánar vikið að áhrifum al- þjóðlegra mannréttindasáttmála í III. kafla hér á eftir. Vert er einnig að benda á að í sam- anburði við önnur ríki Norðurlanda sker Ís- land sig mjög mikið úr þegar kemur að hlut dómstóla við mat á stjórnskipulegu gildi laga. Í öllum þessum löndum er þessi réttur dómstólanna viður- kenndur, en dómar þar sem lögum er vikið til hliðar eru fáir og engir í sumum löndunum. Á Íslandi eru dómarnir aftur á móti fjölmargir eins og fyrr segir. Þetta kemur á óvart í ljósi þess að íslenskt réttarkerfi er sögulega séð hluti af hinni norrænu réttarhefð og þangað sækja Íslendingar helst fyrirmyndir sínar um lagamenntun, löggjöf og lagaframkvæmd. Erfitt er því að skýra þennan mun, en þrennt má nefna. Í fyrsta lagi að íslenskir dómarar og lögfræðingar hafi að ein- hverju leyti losað um tengsl sín við almenn norræn viðhorf í þessum efn- um og sæki fyrirmyndir sínar annað, svo sem til Evrópudómstólsins og Mannréttindadómstóls Evrópu og jafnvel til Bandaríkjanna, þar sem staða dómstólanna er mjög sterk að þessu leyti. Í öðru lagi er hugsanlegt að sú gagnrýni sem Hæstiréttur mátti sæta um miðjan níunda ára- tuginn fyrir meinta fylgispekt sína við hagsmuni ríkisvaldsins, og ýmsir áhrifamenn í íslensku þjóðfélagi tóku undir, hafi ýtt undir þá þróun sem síðar fór að gæta, þótt erfitt sé um það að fullyrða. Í þriðja lagi er hugsanlegt að hluti skýringarinnar sé að lagasetning á Íslandi sé óvand- aðari en annars staðar og íslenskir stjórnmálamenn hugi ekki, í sama mæli og kollegar þeirra á Norður- löndum, að þeim mörkum sem stjórnarskrá og aðrar grundvallar- reglur, og skýring þeirra á hverjum tíma, kann að setja þeim. Án frekari rannsókna er erfitt að geta sér til um ástæður þess að Ísland hefur sér- stöðu að þessu leyti. Áhrif alþjóðlegra mann- réttindasáttmála á skýringu stjórnarskrárinnar Í öryrkjamálinu vísar Hæstiréttur m.a. til 26. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og ennfremur til 9. gr. alþjóðasamn- ings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og lætur þess- ar þjóðréttargerðir hafa áhrif á skýr- ingu ákvæða íslensku stjórnarskrár- innar. Ýmsir hafa orðið til að nefna þetta og telja óvenjulegt og ganga lengra en áður í því að láta þjóðarétt hafa áhrif á landsréttinn. Þá er þess að geta að þessi aðferð er hluti af mjög skýrri þróun sem átt hefur sér stað allan síðasta áratug hér á landi, eða allt frá því að Hæstiréttur kvað upp dóm þann sem er að finna í dómasafni Hæstaréttar H.1990,2, en sá dómur varð til þess að hraða mjög víðtækri endurskoðun á dómstóla- skipan landsins, þar sem dómsvald sýslumanna var talið fara gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu. Síðan þá hefur færst í aukana að alþjóðlegir mannréttinda- sáttmálar séu látnir ráða skýringu mannréttindaákvæða stjórnarskrár- innar. Lögfesting mannréttindasátt- mála Evrópu hefur ýtt undir þessa þróun og hafa ýmis ákvæði þeirra laga eins konar „stjórnarskrárígildi“ eins og það hefur verið orðað, sé litið til þess hvernig þeim hefur í reynd verið beitt við skýringu á stjórnar- skránni. Nefna mætti marga dóma Hæstaréttar þar sem þessi aðferð er notuð þótt þeir verði ekki raktir hér plássins vegna. Er kvótadómurinn fyrri (Valdimarsmálið) ágætt dæmi um þetta. Mín skoðun er sú að þetta aukna vægi alþjóðlegra mannrétt- indasáttmála við skýringu og beit- ingu íslensku stjórnarskrárinnar sé megineinkenni á réttarþróun á Ís- landi síðasta áratuginn. Í því ljósi er öryrkjadómurinn hluti af þróun sem hefur átt sér stað á undanförnum ár- um, þar sem skil milli landsréttar og alþjóðlegra skuldbindinga á sviði mannréttinda verða óljósari en áður. Rifja má upp deilurnar um lögin (frumvarpið) um gagnagrunn á heil- brigðssviði í þessu sambandi. Stór hluti þeirra snerist um það hvort lög- HÆSTIRÉTTUR OG ÖRYRKJAMÁLIÐ Davíð Þór Björgvinsson BALDUR Jónsson prófessor er einn staðfastasti uppihalds- maður íslenskrar tungu á dög- um okkar. Einn af þeim sem aldrei hvika, gæddur rannsókn- argleði og sköpunargáfu. Hann segir í kunningjabréfi til mín, sem mér þótti betur fengið en ófengið, meðal annars: „Oft verður mér hugsað til þín af ýmsu tilefni, ekki einungis vegna þess að þú minnir á þig vikulega. Vorum við nokkuð búnir að ræða um sögnina að víkja sæti? Eða varst þú með pistil um hana? Nú get ég ekki munað það fremur en annað. Þegar þetta orðalag var að kom- ast í tísku fyrir allmörgum árum fór ég að velta því svolítið fyrir mér, og hálfskammast mín fyrir að ég skyldi ekki undireins átta mig á því. Það er dálítill hefð- arbragur á þessu, eins og þetta þykist vera aldagamalt og rótgróið lagamál. Þetta minnir ofurlítið á sagnir sem jafnan eru áhrifslausar, en stýra stundum falli vegna brottfallins forskeyt- is, t.d. gráta Björn bónda, sitja hest, liggja konu og fleira sem er rammíslenskt. En það er samt einhver laumufarþega- svipur á þessu víkja sæti. Ég sé engin merki þess að það geti verið mjög gamalt og er hand- viss um að þarna hefir ekkert forskeyti verið fyrir landnám og síðan fallið brott. Hvaða falli skyldu menn hugsa sér að víkja stýrði í þessu sambandi, víkja e-ð eða víkja e-u? Það verður ekkert vit í þessu nema víkja standi með þágufalli og síðan fylgi atviks- legur liður, eins og t.d. í víkja e-u til hliðar eða víkja e-u við. Auk þess getum við auðvitað vikið úr sæti fyrir öðrum. En það er eins og það sé ekki ís- lensk hugsun í þessu víkja sæti – enda er það ekki svo. Fyrir nokkrum árum var ég að taka til í einhverju dóti í mál- stöðinni. Þá kom upp í hendurn- ar á mér norskt lesmál þar sem við mér blöstu orðin „vika plass- en“. Það var og! Ég fór beint í danska orðabók og lærði þá fyrst það sem ég hefði átt að vita fyrir löngu að á dönsku er sagt vige sin plads sem Freysteinn þýðir með orðunum „þoka fyrir e-m“. Það hefir hann frá Kon- ráði. Það er alltaf gaman að sjá hvað Konráð leggur til mála. Hann þýðir áhrifssögnina vige með „þoka úr (e-u)“, og notk- unardæmin vige sit Sæde eða vige sin Plads þýðir hann með orðunum „þoka fyrir e-m“. Síð- an kemur þessi dýrlega viðbót í svigum: „sb.: Þú skalt þoka fyrir konu þessi, Nj. 52“! Þar á eftir kemur svo notkunardæmið vige sit Dommersæde. – Þá ætti að vera ljóst hvers vegna dómarar „víkja sæti“ á Íslandi nú á dög- um. Þetta rifjaðist allt upp fyrir mér skömmu fyrir jól þegar ég var að lesa Morgunblaðið. Þar sá ég í grein eftir Helga Hálf- danarson orðalagið „rýma sæt- ið“, í svipaðri merkingu (sbr. Blöndal, u. rýma). Það lætur varla mjög ókunnuglega í þínum eyrum. Er þetta ekki sama sag- an og fyrri daginn, að það er hægt að komast af án þess að vera sífellt að afbaka blessaða dönskuna?“  „Vegna deilna innan fjöl- skyldunnar“ hringdi í mig Pétur Pétursson þulur og vildi fá úr- skurð um að „koma í opna skjöldu“ væri alltaf neikvætt. Væri þetta sérlega myndrænt, menn sæju þetta alveg fyrir sér, enda hefði Halldór Laxness sagt að fornir rithöfundar okkar hefðu haft „afar næmt auga“, það er tamið sér myndrænan stíl. Nú má vera að merking orð- taksins hafi breyst frá því, sem var, og ungt fólk hafi orðtakið að koma í opna skjöldu í ann- arri merkingu en við sem eldri erum. En svo skal slegið upp í nýj- ustu biblíu myndrænna orðtaka: Mergur málsins eftir próf. Jón G. Friðjónsson (1993): þar segir: „Koma einhverjum í opna skjöldu; eitthvað kemur ein- hverjum í opna skjöldu = koma einhverjum að óvörum; eitthvað kemur flatt upp á einhvern ... Það er dregið af hernaði og er bein merking „að koma aftan að einhverjum, á hlið við einhvern (þar sem skjöldurinn hlífir ekki), þ.e. opinn skjöldur merk- ir „bakhlið á hvelfdum skildi“, andstætt loknum skildi.“ Elstu dæmi um nútímamerk- inguna eru frá síðari hluta 19. aldar.“ Þetta mun duga Pétri og fólki hans. Þá minnti Pétur mig á máls- hátt sem ég kunni ekki: „Ekki er hana at borgnara, þó hæna beri skjöld.“ Umsjónarmaður heldur að þetta sé sagt konum til hnjóðs, en sér í fréttum að Þjóðverjar t.d. telji nú konur fullgilda hermenn.  Inghildur austan kvað: Söng Engilbjartur í Ausu oftlega svofellda klausu: „Þó þið girnist mig allar, þá er eitthvað sem kallar: Nei, takk, ég ligg ekki á lausu.“  Kristinn Baldursson lögfr. var svo vinsamlegur að benda mér á bók Árna Óla Erill og fer- ill en þar leiðréttist það sem ég hafði eftir almennri sögn í þætti 1092. Árni segir: „Þá er Baldur Sveinsson kom að blaðinu sumarið 1914, þótti honum nafnið á því of langt og óþjált í munni. „Við verðum að gefa blaðinu gælunafn, stutt og laggott,“ sagði hann. „Öll góð börn eiga gælunafn og hví skyldi þá Morg- unblaðið ekki eiga það líka?“ Og svo fann hann upp á að kalla það Mogga. Nafnið flaug þegar um allan bæ og var innan skamms í allra munni. Oft hefi ég heyrt menn halda því fram, að þetta sé uppnefni, gefið af einhverjum sem var illa við blaðið. En svo er ekki. Það er gælunafn, og fyrst notað á heim- ili blaðsins sjálfs.“ Umsjónarm. þakkar Kristni, sem er sonur Baldurs Sveins- sonar, kærlega þessa fræðslu og kemur nú upp úr kafinu, að mál- tækið: Sjaldan lýgur almanna- rómur er ekki einhlítt.  Hlymrekur handan kvað: „Hæ, minni sóda og massasjúss! Ég vil magnaðan komast í rúss, og skál! sagði drjólinn (og dansaði um jólin) „fyrir Djors Hörbert Voker Búss“. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1094. þáttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.