Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ „PETER var eins og eiturlyf fyrir Blair. Hann varð að fá sinn daglega skammt af honum,“ er lýsing sam- starfsmanns á sambandi þeirra Tony Blairs, forsætisráðherra Breta, og Peter Mandelsons Írlandsráðherra, sem vék úr embætti á miðvikudag fyrir að hafa beitt sér fyrir að Hinduja, indverskur auðmaður, fengi breskt ríkisfang. Blair kallaði afsögnina „harmafrétt“ og varði þennan nána samstarfsmann sinn dyggilega í þinginu, þegar svívirð- ingunum rigndi yfir þá, þar sem þeir sátu saman á þingbekknum eins og tveir dæmdir menn. Þótt Blair beri sig mannalega efast fáir um skaðleg áhrif málsins. Vorkosningar þykja sennilegar og það er ekki auðvelt fyrir flokksfor- ystuna að sigla inn í kosningabaráttu með mál Mandelsons í fersku minni. Verkamannaflokkurinn undir for- ystu Blairs vann kosningarnar með loforði um að stjórnin yrði „hvítari en hvít og hreinni en hrein“, eftir lang- varandi spillingarmál tengd Íhalds- flokknum. Það bætir ekki úr skák að Hinduja-fjölskyldan sætir spillingar- rannsókn á Indlandi. Svo virðist sem Mandelson hafi ekki ætlað að segja af sér er hann gekk á fund Blairs á miðvikudags- morgun. Auk þess sem Alastair Campbell, blaðafulltrúi Blairs, hafi sett honum stólinn fyrir dyrnar, hafi áframhaldandi valdabarátta við Gordon Brown forsætisráðherra verið ófýsileg. Útreiðin, sem Mandel- son hefur fengið í breskum fjölmiðl- um, er yfirþyrmandi illskeytt og sýn- ir að hann á fáa vini þar og í eigin flokki. Það var helst David Trimble, leiðtogi Sambandsflokks Ulsters, UUP, sem hrósaði honum. Fáir nefndu annars að Mandelson hefði í raun staðið sig vel sem Írlandsmála- ráðherra. Evrópuráðherrann einnig til athugunar Í gær barst athyglin að Keith Vaz Evrópuráðherra, sem einnig hefur rekið á eftir ríkisfangi fyrir Hinduja og tvo bræður hans. Vaz fullyrti að ekkert óeðlilegt væri þó að stöku um- sóknum væri flýtt. Slíkt gerðist oft, til dæmis þegar í hlut ætti fólk, sem stundaði viðskipti í Bretlandi. Eins og í svo mörgum öðrum pólitískum hneyklismálum var það ekki það, að Mandelson hringdi til að reka á eftir umsókn Hinduja um breskt ríkis- fang, sem olli falli hans, heldur að hann reyndi að hylma yfir – eða „gleymdi“ símtalinu eins og hann segir sjálfur. Atburðurinn, sem um ræðir, átti sér stað 1998. Þegar Blair ræddi við Campbell um helgina var aðaláhyggjuefni þeirra grein í einu helgarblaðanna um stríð Mandelsons og Browns. Þeir voru hins vegar lítið að velta fyr- ir sér annarri frétt um þingmann, sem spurst hafði fyrir um þátt Mand- elsons í að ýta á um ríkisfang fyrir auðmanninn. Í fréttinni var hins vegar hugsan- leg fyrirgreiðsla Mandelsons tengd við það að auðmaðurinn og bræður hans, Hinduja-bræðurnir, höfðu um svipað leyti lagt fram milljón punda til Þúsaldarhvelfingarinnar, sem Mandelson hafði á sinni ráðherra- könnu á þessum tíma. Þegar svo blaðið bar þetta samband undir hann sagðist hann ekki hafa komið nærri því að hringja í ráðherrann, sem fer með innflytjendamál. Þetta endurtóku svo Campbell og fleiri fyrir hans hönd á sunnudag og mánudag. Eftir á hefur hann sagt vinum sínum að hann hafi verið bú- inn að gleyma þessari eftirgrennslan og hún hafði auðvitað ekki tengst gjöf bræðranna. Ýmsir láta að því liggja að hefði hann strax viðurkennt símtalið hefði aldrei komið til þessa máls. Daður við fjölmiðla hefnir sín „Við eigum stríð fyrir höndum,“ fullyrðir The Independent að Blair hafi sagt við Mandelson, þegar hann mætti á fund Blairs á miðvikudaginn. „Ég kæri mig ekki um stríð,“ svaraði Mandelson þá. Nánir vinir Mandel- sons halda því fram að hann hafi misst bardagalöngunina því langvinn barátta við Brown fjármálaráðherra hafi dregið úr honum kjark og kraft. Það þykir með ólíkindum að manni, sem talinn er potturinn og pannan í samskiptum flokksins við fjölmiðla, skulu hafa orðið á þau mis- tök að segja ekki satt frá. En í ná- kvæmri úttekt fjölmiðla á eðli Mand- elsons er iðulega bent á að hann hafi hugarfar fjárhættuspilara erleiti eft- ir spennu og að hann sé nógu hort- ugur til að álíta að almennar reglur eigi ekki við um sig. Í beittri grein í Guardian spyr Roy Greenslade, fyrrum ritjóri Daily Mirrors, hvort Mandelson hafi verið fórnarlamb fjölmiðlanna. Öldungis ekki, fullyrðir hann. Mandelson hafi um árabil unnið að eigin framgangi með því að lauma sögum að blaða- mönnum, ekki síst um keppinauta innan flokksins. Þessi gjaldmiðill Mandelsons hafi þó tapað gildi sínu með árunum því blaðamenn hafi séð í gegnum spilið og ekki viljað láta nota sig til að Mandelson gæti otað sínum tota. Í sama blaði segir Roy Hattersley, fyrrum leiðtogi Verkamannaflokks- ins, að þeir séu ekki ófáir ráðherr- arnir, sem af góðum ástæðum álíti Mandelson hafa lekið sögum um van- hæfni þeirra. „Ég held hann hafi not- ið þess að lifa á ystu nöf,“ ályktar Hattersley. Mandelson hefur verið áberandi hrifinn af ríkidæmi og hann var fjarska hrifinn af írska kastalanum, sem fylgdi embætti hans og hélt gjarnan veislur þar. Hann býr með brasilískum karlmanni, sem fylgir honum í einkalífinu, en sést yfirleitt ekki við opinber tækifæri. Samspil auðs og stjórnmála Það er hluti af breskri þinghefð að ráðherrar þurfi að svara spurningum þingmanna og það þurfti Mandelson að gera í þinginu á miðvikudag, þótt hann hefði þegar sagt af sér. „Hann er meiri maður en margir gagnrýn- endur hans hér í dag,“ sagði Blair í þeim umræðum. William Hague fór á kostum og tók þann pól í hæðina að afsögn Mandelsons nú, eftir að Blair hafði aftur tekið hann inn eftir síð- ustu afsögn, sýndi dómgreindarskort Blairs. Í umfjöllun undanfarinna daga hefur verið brugðið upp mynd af um- svifum indversku Hinduja-bræðr- anna. Þeir þekkja alla, sem eru ein- hvers megnugir í bresku þjóðfélagi og héldu Hague boð eftir að hann varð formaður. Blair hefur líka verið gestur þeirra, þar sem Cherie kona hans var klædd dýrindis indverskum fötum. Samspil auðs og stjórnmála er því ekki einstakt í tilfelli Mandel- sons, en mönnum ber saman um að hann hafi haft einstaklega gaman af því að fara í boð auðmanna eins og Hinduja-bræðranna. „Vandi Mand- elsons er að allir vinir hans eru utan flokksins,“ lét einn fyrrum sam- starfsmaður hans um mælt. Íhaldsflokkurinn slóst við spilling- armál mörg síðustu ár valdatíma síns og nú eru svipuð mál tekin að hrann- ast upp hjá Verkamannaflokknum. Margir benda á að þetta sýni einfald- lega hvað það sé erfitt að fóta sig á gráa svæðinu milli vinargreiða og eðlilegra starfshátta. Auðmenn sækja í stjórnmálamenn af því þeir vilja hafa áhrif. Stjórnmálamennirn- ir þurfa á auðmönnum að halda til að fjármagna flokkana og önnur umsvif. Framtíð Mandelsons og flokksins aðskilin Blair átti erfitt með að taka sér þau orð í munn að Mandelson ætti engu hlutverki að gegna meir í flokknum en talsmaður hans og fleiri frammámenn flokksins hafa verið ómyrkir í máli. Mandelson gæti stutt flokkinn, til dæmis með því að ganga í hús og dreifa bæklingum. Hlutverki hans í stefnumótun væri endanlega og að fullu lokið. Yfirhylming og „gleymska“ olli falli Mandelsons AP Peter Mandelson fyrir framan Downingstræti 10, bústað forsætisráðherrans, er hann skýrði frá því að hann hefði sagt af sér sem ráðherra. Hann ætlar þó að sitja áfram á þingi fyrir sitt kjördæmi. Afsögn Mandelsons Írlandsráðherra hefur dregið athyglina að sambandi stjórnmála og auðs eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur, en náið samband hans við Blair er óþægilegt nú þegar dregur að kosningum. HÆGAGANGUR í bandarísku efnahagslífi og áhrif hans á allt frá vöxtum í Evrópu til fjár- mögnunar nýrra netfyrirtækja gnæfði yfir önnur umræðuefni á fyrsta degi árlegu Alþjóðaefna- hagsráðstefnunnar (WEF) í Davos í Sviss í gær, þar sem saman eru komnir þjóðhöfðingj- ar og kaupsýsluforkólfar hvað- anæva úr heiminum. Alan Greenspan, seðlabanka- stjóri í Bandaríkjunum, til- kynnti á fimmtudag að verulega hefði dregið úr hagvexti í Bandaríkjunum og væri hann nú að líkindum enginn. Forráða- menn evrópska seðlabankans (ECB) kváðust myndu fylgjast vandlega með því hver viðbrögð Greenspans yrðu. Vaxtastefna ECB er nú í biðstöðu en lækki bandaríski seðlabankinn vexti gæti það orðið til þess að menn yrðu að íhuga stöðu sína vand- lega í Evrópu, að því er Ernst Welteke, seðlabankastjóri í Þýskalandi og stjórnarmaður í ECB, sagði í umræðum um tengsl evrunnar og dollarans. Þátttakendur í annarri um- ræðu sem fram fór, um framtíð Netsins, lögðu áherslu á nauð- syn þess að tengja hugmyndir um notkun Netsins við raun- verulegar eignir. Það sé liðin tíð að menn séu til í að ausa pen- ingum í „framandi hugmyndir“ en frammámenn í bæði „gamla“ og „nýja“ hagkerfinu voru vissir um að Netið yrði áfram nauð- synlegur þáttur í viðskiptum – en þó með öðrum og íhaldssam- ari hætti en verið hafi. Meðal þeirra stjórnmála- manna sem von er á til Davos eru forsætisráðherra Japans, nýr forseti Júgóslavíu, Vojislav Kostunica og Yasser Arafat, for- seti heimastjórnar Palestínu- manna. Shimon Peres, ráðherra í ísraelsku ríkisstjórninni, kom til Davos í gær og munu hann og Arafat flytja ávörp þar á morg- un. Þá hefur því verið fleygt að Ehud Barak, forsætisráðherra Ísraels, sem ekki var meðal áætlaðra gesta, myndi koma til viðræðna við Arafat og ráðstefn- an þannig verða vettvangur frið- arumleitana fyrir botni Miðjarð- arhafs. Bandarísk efnahagsmál efst á baugi í Davos Vonir um fund Bar- aks og Arafats Davos í Sviss. AP, AFP. RÚSSNESKI fjölmiðlakóngurinn Vladimír Gús- inskí ítrekar í einu af fyrstu viðtölum sem hann veit- ir eftir handtöku sína í sl. desember að ásakanir á hendur sér séu ekki á rökum reistar heldur standi Vladimír Pútín Rússlandsforseti á bak við þær. Gúsinskí sakar Pútín einnig um að vera á leiðinni að breyta Rússlandi í „einræðis- og fasistaríki“. „Ásakanirnar eru ósannar, það er svo ljóst að hvaða saksóknari sem er getur séð í gegnum þær,“ segir Gúsinskí í viðtalinu sem hann veitti spænska dagblaðinu El Mundo. Gúsinskí var handtekinn 12. desember síðastlið- inn eftir að rússnesk stjórnvöld höfðu gefið út al- þjóðlega handtökuskipun á hendur honum. Hann er nú í stofufangelsi á meðan framsalsbeiðni Rússa er til athugunar. Stjórnvöld segja að lán, að andvirði 26 milljarða króna, sem fyrirtæki hans, Media Most, fékk frá fyrirtækinu Gazprom, sem er rík- isfyrirtæki meðeinokun á náttúrugasi, hafi verið fengið á fölskum forsendum. Þrátt fyrir að Media Most og Gazprom hafi náð samkomulagi um sölu hlutabréfa Media Most til að greiða skuldir hafa saksóknarar ekki dregið ákær- ur sínar til baka. Umfjöllun um stríð í Tsjetsjníu ástæða ásakana Í viðtalinu heldur Gúsinskí því fram að vandræði sín hafi hafist þegar sjónvarpsstöð hans, NTV, gagnrýndi stríð Rússa á hendur Tsjetsjníu. „Sem fulltrúi gyðinga, sem þurftu að þola helförina, trúi ég því að það megi ekki líða nokkru ríki að stunda þjóðarmorð,“ sagði Gúsinskí og bætti við að glæpur sjónvarpsstöðvar hans hefði verið að sýna hvað gerðist þar. Nokkur vestræn ríki hafa lýst yfir áhyggjum sín- um vegna málsins en Pútín neitar því staðfastlega að það eigi sér rætur í vilja hans til að hafa afskipti af fjölmiðlun, hann hefur hins vegar haldið því fram að fjölmiðlakóngar hafi hunsað lög og rétt í þeirri óreiðu sem ríkti undir stjórn Borís Jeltsíns. Gúsinskí segir að sín stóru mistök hafi legið í því að fara út í fjölmiðlageirann. „Ég er bara kaup- sýslumaður sem er vanur að græða peninga. En sviðið sem ég valdi er örlítið sérstakt í Rússlandi. Ef ég hefði valið olíuviðskipti, gas eða góðmálma, eins og aðrir gera, ætti ég marga vini í ríkisstjórninni og væri í góðu sambandi við forsetann.“ Gúsinskí segir ásakanir á hendur sér ekki á rökum reistar Segir Pútín vera að breyta Rússlandi í einræðisríki Madríd. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.