Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 15 VERKSTJÓRN Námskeið ætlað öllum verkstjórnendum, bæði nýjum og þeim sem vilja bæta námi við reynslu. Verkstjórnarfræðslan á Iðntæknistofnun býr yfir meira en þriggja áratuga reynslu við fræðslu verkstjórnenda. Námsþættirnir eru alls yfir 20. Meðal þeirra eru: - Almenn samskipti - Hvatning og starfsánægja - Samningatækni - Valdframsal - Áætlanagerð - Stjórnun breytinga Námskeiðið er samtals 90 stundir og skiptist í tvo hluta. Þrjú námskeið verða á vorönn og hefjast 5. febrúar, 5. mars og 3. apríl. Innritun stendur yfir í síma 570 7100 og á vefsíðu Iðntæknistofnunar www.iti.is. Keldnaholti, 112 Reykjavík AAlfa-námskeið verður haldiðí Glerárkirkju * Alfanámskeið hafa verið haldin á Íslandi í nokkur ár og hefur þátttaka aukist á hverju ári. * Alfa er ódýrt, skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið um grundvallaratriði kristinnar trúar. * Kynningarfundur um námskeiðið verður í Glerárkirkju nk. miðvikudag, 31. janúar kl. 20:00. Þar verður sagt frá innihaldi og tillögum þess. Námskeiðið mun standa yfir í tíu vikur, eitt kvöld í viku. Ath.: Einnig verður sagt frá námskeiðinu í stuttu spjalli í safnaðarsal kirkjunnar eftir messu nk. sunnudag. Kynntu þér alfa námskeið á vefnum www.alfa.is veg, S: 588-8899 1620 564-2355 869 6215 delfía, S: 552-1111 S: 567-8800 3987 1-4337 431 1745 rkjunnar skei› hefjast í janúar rtöldum stö›um: AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag, sr. Guðmundur Guðmundsson. Sunnudaga- skóli einnig kl. 11, fyrst í kirkju og síðan í safnaðarheim- ili. Fundur í Æskulýðsfélaginu kl. 17 sama dag. Biblíulestur kl. 20.30 á mánudagskvöld. Tíu boðorð, ágirnd og nægjusemi. Sr. Guðmundur Guðmundsson hefur umsjón með stundinni. Morgunsögur kl. 9 á þriðju- dagsmorgun. Mömmumorgun frá kl. 10 til 12 á miðvikudags- morgun. Opið hús, kaffi og spjall. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12 á fimmtudag. Bænaefnum má koma til prestanna. Léttur hádegis- verður á vægu verði í safn- aðarheimili á eftir. GLERÁRKIRKJA: Barnasam- vera og messa kl. 11 á morgun, sunnudag. Foreldrar eru hvattir til að koma með börn- um sínum. Kynning verður á Alfa-námskeiði í safnaðarsal að lokinni messu, en boðið verður upp á slíkt námskeið í kirkjunni á næstunni. Kyrrð- ar- og tilbeiðslustund í kirkj- unni kl. 18 á þriðjudag. Hádeg- issamvera frá kl. 12 til 13 á miðvikudag, helgistund, fyrir- bænir og sakramenti. Léttur hádegisverður í safnaðarsal á vægu verði á eftir. Opið hús fyrir mæður og börn kl. 10 til 12 á fimmtudag. Æfing barna- kórs Glerárkirkju verður kl. 17.30 þann dag og eru nýir félagar velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un. Bænastund verður kl. 19.30 á sunnudagskvöld. Al- menn samkoma kl. 20. Heim- ilasamband kl. 15 á mánudag. Flóamarkaður er alla föstu- daga frá kl. 10 til 18 í húsa- kynnum Hjálpræðishersins á Hvannavöllum 10. HRÍSEYJARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli verður í Hríseyjar- kirkju kl. 11 á morgun, sunnu- dag. Guðsþjónusta kl. 14 sama dag. Ninja Rut Þorgeirsdóttir spilar á fiðlu í athöfninni. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í Péturskirkju, Hrafnagils- stræti 2. KFUM og K: Almenn sam- koma í kvöld, laugardag, kl. 20.30. Ræðumaður verður Skúli Svavarsson kristniboði. SJÓNARHÆÐ: Sunnudaga- skóli verður í Lundarskóla á morgun, sunnudag kl. 13.30. Almenn samkoma á Sjónar- hæð, Hafnarstræti 63 kl. 17. Fundur fyrir 6-12 ára börn á Sjónarhæð kl. 17.30 á mánu- dag. Kirkjustarf NÝHERJI og Íslandsnet efna til opins morgunfundar um net- verslun í nútíð og framtíð en hann verður á Hótel KEA næstkomandi þriðjudag, 30. janúar 8.30. Tilgangur fundarins er að varpa ljósi á hlutverk Netsins og annarra fjarskiptamiðla í neytendaverslun samtímans. Áherslan verður tvíþætt, ann- ars vegar verður fjallað um hlutverk og möguleika Netsins á öllum stigum verslunar, allt frá markaðssetningu til af- hendingar vöru og hins vegar á þær tæknilausnir sem í boði eru og hvernig þær geta auð- veldað samskipti verslunar- manna jafnt við viðskiptavini sem birgja eða aðra. Þeir sem flytja erindi eru Sveinn Eydal verslunarstjóri Verslun.strik.is, Ásgeir Frið- geirsson framkvæmdastjóri Ís- landsnets og Jökull M. Stein- arsson yfirmaður veflausna hjá Nýherja. Nýherji og Íslandsnet Net- verslun í nútíð og framtíð NÁNAST ekkert hefur þurft að sinna snjómokstri á Akureyri það sem af er þessu ári og segir Guð- mundur Guðlaugsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar, þennan jan- úarmánuð hafa verið einstaklega þægilegan. Guðmundur sagði að aðeins hefði þurft að hreinsa götur í tvö til þrjú skipti á fyrstu dögum ársins en síð- asta hálfa mánuðinn hefði allt verið marautt og hiti yfir frostmarki. Hann sagði að eitthvað hefði verið um hálkueyðingu þar sem ísing hefði verið á götum fyrst á morgn- ana en þau tæki sem notuð eru í því verkefni séu mun ódýrari en þau sem sinna snjómokstri. Guðmundur sagði þessa stöðu vissulega ánægjulega og koma bæj- arsjóði vel. Ekki væri óalgengt í snjóþungum mánuðum að eyða um 10 milljónum króna í snjómokstur. „Það er enginn vandi að fara upp í slíka upphæð þegar mikill snjór er. Þetta snjóleysi er því besta mál hvað það varðar,“ sagði Guðmund- ur. Hann sagði ekki mikinn mann- skap að störfum um þessar mundir á vegum deildarinnar og því væri ekki verið að sinna miklum fram- kvæmdum. „Við erum þó að vinna við fráveituframkvæmdir niður við Útgerðarfélag Akureyringa og Strýtu en það er verkefni sem ann- ars hefði verið unnið að í vor. Þessi góða tíð gerir að verkum að við get- um unnið þetta núna,“ sagði Guð- mundur. Nánast enginn snjómokstur í janúar HELDUR vetrarlegra var um að litast á Akureyri í gær enda jörð orðin hvít á ný eftir einmuna veð- urblíðu undanfarna daga. Ekki er þó hægt að kvarta yfir veðrinu þrátt fyrir einhverja ofankomu og um helgina verða áfram norð- lægar áttir og éljagangur. Vetur konungur hefur farið frekað mjúkum höndum um Ak- ureyringa sem og aðra Norðlend- inga en margir eru þó með var- ann á og eru þess vissir að eitthvað eigi eftir að ganga á fyr- ir vorið. Þrátt fyrir snjóléttan vetur til þessa hefur verið nægur snjór í Hlíðarfjalli og gott skíða- færi. Morgunblaðið/Kristján Jörð var á hvít á ný norðan heiða í gær eftir einmuna veðurblíðu síðustu daga. Jörð orðin hvít á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.