Morgunblaðið - 27.01.2001, Síða 15

Morgunblaðið - 27.01.2001, Síða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 15 VERKSTJÓRN Námskeið ætlað öllum verkstjórnendum, bæði nýjum og þeim sem vilja bæta námi við reynslu. Verkstjórnarfræðslan á Iðntæknistofnun býr yfir meira en þriggja áratuga reynslu við fræðslu verkstjórnenda. Námsþættirnir eru alls yfir 20. Meðal þeirra eru: - Almenn samskipti - Hvatning og starfsánægja - Samningatækni - Valdframsal - Áætlanagerð - Stjórnun breytinga Námskeiðið er samtals 90 stundir og skiptist í tvo hluta. Þrjú námskeið verða á vorönn og hefjast 5. febrúar, 5. mars og 3. apríl. Innritun stendur yfir í síma 570 7100 og á vefsíðu Iðntæknistofnunar www.iti.is. Keldnaholti, 112 Reykjavík AAlfa-námskeið verður haldiðí Glerárkirkju * Alfanámskeið hafa verið haldin á Íslandi í nokkur ár og hefur þátttaka aukist á hverju ári. * Alfa er ódýrt, skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið um grundvallaratriði kristinnar trúar. * Kynningarfundur um námskeiðið verður í Glerárkirkju nk. miðvikudag, 31. janúar kl. 20:00. Þar verður sagt frá innihaldi og tillögum þess. Námskeiðið mun standa yfir í tíu vikur, eitt kvöld í viku. Ath.: Einnig verður sagt frá námskeiðinu í stuttu spjalli í safnaðarsal kirkjunnar eftir messu nk. sunnudag. Kynntu þér alfa námskeið á vefnum www.alfa.is veg, S: 588-8899 1620 564-2355 869 6215 delfía, S: 552-1111 S: 567-8800 3987 1-4337 431 1745 rkjunnar skei› hefjast í janúar rtöldum stö›um: AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag, sr. Guðmundur Guðmundsson. Sunnudaga- skóli einnig kl. 11, fyrst í kirkju og síðan í safnaðarheim- ili. Fundur í Æskulýðsfélaginu kl. 17 sama dag. Biblíulestur kl. 20.30 á mánudagskvöld. Tíu boðorð, ágirnd og nægjusemi. Sr. Guðmundur Guðmundsson hefur umsjón með stundinni. Morgunsögur kl. 9 á þriðju- dagsmorgun. Mömmumorgun frá kl. 10 til 12 á miðvikudags- morgun. Opið hús, kaffi og spjall. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12 á fimmtudag. Bænaefnum má koma til prestanna. Léttur hádegis- verður á vægu verði í safn- aðarheimili á eftir. GLERÁRKIRKJA: Barnasam- vera og messa kl. 11 á morgun, sunnudag. Foreldrar eru hvattir til að koma með börn- um sínum. Kynning verður á Alfa-námskeiði í safnaðarsal að lokinni messu, en boðið verður upp á slíkt námskeið í kirkjunni á næstunni. Kyrrð- ar- og tilbeiðslustund í kirkj- unni kl. 18 á þriðjudag. Hádeg- issamvera frá kl. 12 til 13 á miðvikudag, helgistund, fyrir- bænir og sakramenti. Léttur hádegisverður í safnaðarsal á vægu verði á eftir. Opið hús fyrir mæður og börn kl. 10 til 12 á fimmtudag. Æfing barna- kórs Glerárkirkju verður kl. 17.30 þann dag og eru nýir félagar velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un. Bænastund verður kl. 19.30 á sunnudagskvöld. Al- menn samkoma kl. 20. Heim- ilasamband kl. 15 á mánudag. Flóamarkaður er alla föstu- daga frá kl. 10 til 18 í húsa- kynnum Hjálpræðishersins á Hvannavöllum 10. HRÍSEYJARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli verður í Hríseyjar- kirkju kl. 11 á morgun, sunnu- dag. Guðsþjónusta kl. 14 sama dag. Ninja Rut Þorgeirsdóttir spilar á fiðlu í athöfninni. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í Péturskirkju, Hrafnagils- stræti 2. KFUM og K: Almenn sam- koma í kvöld, laugardag, kl. 20.30. Ræðumaður verður Skúli Svavarsson kristniboði. SJÓNARHÆÐ: Sunnudaga- skóli verður í Lundarskóla á morgun, sunnudag kl. 13.30. Almenn samkoma á Sjónar- hæð, Hafnarstræti 63 kl. 17. Fundur fyrir 6-12 ára börn á Sjónarhæð kl. 17.30 á mánu- dag. Kirkjustarf NÝHERJI og Íslandsnet efna til opins morgunfundar um net- verslun í nútíð og framtíð en hann verður á Hótel KEA næstkomandi þriðjudag, 30. janúar 8.30. Tilgangur fundarins er að varpa ljósi á hlutverk Netsins og annarra fjarskiptamiðla í neytendaverslun samtímans. Áherslan verður tvíþætt, ann- ars vegar verður fjallað um hlutverk og möguleika Netsins á öllum stigum verslunar, allt frá markaðssetningu til af- hendingar vöru og hins vegar á þær tæknilausnir sem í boði eru og hvernig þær geta auð- veldað samskipti verslunar- manna jafnt við viðskiptavini sem birgja eða aðra. Þeir sem flytja erindi eru Sveinn Eydal verslunarstjóri Verslun.strik.is, Ásgeir Frið- geirsson framkvæmdastjóri Ís- landsnets og Jökull M. Stein- arsson yfirmaður veflausna hjá Nýherja. Nýherji og Íslandsnet Net- verslun í nútíð og framtíð NÁNAST ekkert hefur þurft að sinna snjómokstri á Akureyri það sem af er þessu ári og segir Guð- mundur Guðlaugsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar, þennan jan- úarmánuð hafa verið einstaklega þægilegan. Guðmundur sagði að aðeins hefði þurft að hreinsa götur í tvö til þrjú skipti á fyrstu dögum ársins en síð- asta hálfa mánuðinn hefði allt verið marautt og hiti yfir frostmarki. Hann sagði að eitthvað hefði verið um hálkueyðingu þar sem ísing hefði verið á götum fyrst á morgn- ana en þau tæki sem notuð eru í því verkefni séu mun ódýrari en þau sem sinna snjómokstri. Guðmundur sagði þessa stöðu vissulega ánægjulega og koma bæj- arsjóði vel. Ekki væri óalgengt í snjóþungum mánuðum að eyða um 10 milljónum króna í snjómokstur. „Það er enginn vandi að fara upp í slíka upphæð þegar mikill snjór er. Þetta snjóleysi er því besta mál hvað það varðar,“ sagði Guðmund- ur. Hann sagði ekki mikinn mann- skap að störfum um þessar mundir á vegum deildarinnar og því væri ekki verið að sinna miklum fram- kvæmdum. „Við erum þó að vinna við fráveituframkvæmdir niður við Útgerðarfélag Akureyringa og Strýtu en það er verkefni sem ann- ars hefði verið unnið að í vor. Þessi góða tíð gerir að verkum að við get- um unnið þetta núna,“ sagði Guð- mundur. Nánast enginn snjómokstur í janúar HELDUR vetrarlegra var um að litast á Akureyri í gær enda jörð orðin hvít á ný eftir einmuna veð- urblíðu undanfarna daga. Ekki er þó hægt að kvarta yfir veðrinu þrátt fyrir einhverja ofankomu og um helgina verða áfram norð- lægar áttir og éljagangur. Vetur konungur hefur farið frekað mjúkum höndum um Ak- ureyringa sem og aðra Norðlend- inga en margir eru þó með var- ann á og eru þess vissir að eitthvað eigi eftir að ganga á fyr- ir vorið. Þrátt fyrir snjóléttan vetur til þessa hefur verið nægur snjór í Hlíðarfjalli og gott skíða- færi. Morgunblaðið/Kristján Jörð var á hvít á ný norðan heiða í gær eftir einmuna veðurblíðu síðustu daga. Jörð orðin hvít á ný

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.