Morgunblaðið - 27.01.2001, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 27.01.2001, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 55 Tilboð Smellurammar 40x50 cm á 300 50x60 cm á 400 Afsláttur 15% Innrömmun Speglar Tilb. rammar Afsláttur30% Plaggöt innrömmuð Síðumúla 34 • 108 Reykjavík Sími 533 3331• Fax 533 1633 Tilboð Álrammar Gull/silfur 24x30 cm á 700 30x40 cm á 900 40x50 cm á 1100 59x66 cm á 1600 24x30 svart á 400 Tilboð Trérammar Margar stærðir kr. 200-400 ÚTSÖLULOK Laugardag 10-16 og sunnudag 13-17 ÞAÐ fór eins og margir áttu von á. Alexei Shirov þoldi ekki álagið og glutraði niður forystunni sem hann hafði á Corus-skákmótinu í Wijk aan Zee og Garry Kasparov fékk í hend- ur forystukyndilinn. Margir óvæntir atburðir áttu sér stað í elleftu um- ferð. Englendingurinn Michael Adams laut í lægra haldi með hvítu fyrir Hvít-Rússanum Alexei Feder- ov, Timman stóð betur og hefði átt a.m.k. hálfan vinning skilið gegn Kasparov, Kramnik gerði með hvítu stutt jafntefli við Leko en Ungverj- inn er haldinn illvígum vírus ættuð- um frá Indlandi, FIDE-heimsmeist- arinn Anand vaknaði af dvala og bar auðveldlega sigurorð af Jeroen Piket og í eftirfarandi skák gerði Shirov sig sekan um ótrúlega ódýr mistök í byrjuninni gegn Vassili Ivansjúk. Hvítt: Vassili Ivansjúk Svart: Alexei Shirov 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 Rg4 7. Bg5 h6 8. Bh4 g5 9. Bg3 Bg7 10. h3 Rf6 Þessi hugmynd Juditar Polgar kom fyrst fram á sjónarsviðið í skák á milli hennar og Kasparovs á Corus- mótinu fyrir ári. Þá eins og nú lék hvítur 11. Bc4 og eftir 11...Db6 12. O-O var komin upp staða þar sem svartur þarf að gera upp við sig hvort hann eigi að ljúka liðskipan sinni eða seilast eftir peðum and- stæðinganna. Judit í téðri skák var skynsöm og lék 12...0-0 og eftir 13. Rde2 Dxb2 14. Bb3 Da3 15. f4 hafði hvítur prýðileg færi fyrir peðið. 12... Rxe4?? Ótrúlegt en satt. Eins og glöggir lesendur Morgunblaðsins vita var bent á fyrir ári í skýringum við skák Kasparovs og Polgar að þessi leikur gengi ekki upp sökum sama framhalds og kemur upp í næstu leikjum. Það er með ólíkind- um að Shirov skuli ekki hafa rann- sakað þessa flóknu stöðu gaumgæfi- legar en það að hann taldi sig geta komist upp með að leika þessu. 13. Rxe4 Dxd4 14. Rxd6+! exd6 15. De2+! Svartur er núna dæmdur til að verja vonda stöðu. Ef hann reynir að halda í manninn verður kóngur hans komin á slíka hrakhóla að fljót- lega yrði hann mát. Sökum þessa gaf Shirov hann til baka með 15... Be6 en eftir 16. Bxe6 O-O 17. Had1 var staða hans töpuð m.a. vegna þess að 17... Dxb2 gengur ekki upp sökum 18. Bxd6! fxe6 19. Bxf8 Bxf8 (19... Kxf8 20. Df3+ Ke7 21. Hb1 og hvítur vinnur) 20. Dxe6+ og hvíta sóknin reynist óstöðvandi. Hann reyndi 17...Df6 en eftir 18. Bd5 var óumflýj- anlegt að svartur myndi tapa a.m.k. peði. Framhaldið varð 18...Rc6 19. c3 Had8 20. Hfe1 Dg6 21. a4! Kh7 22. Bxc6 bxc6 23. Dxa6 d5 24. a5 f5 Svartur rembist eins og rjúpan við staurinn að fá mótspil á kóngsvæng en næsti leikur hvíts slekkur þann vonarneista. 25. Be5! Ha8 26. Db6 Hf7 27. b4 f4 28. f3 h5 29. Df2 Bh6 30. Bd4 g4 31. hxg4 hxg4 32. fxg4 f3 33. gxf3 Haf8 Þótt svartur hafi fórn- að tveim peðum til viðbótar við það sem hann missti hefur það ekkert bætt stöðu hans. Næsti leikur hvíts er einfaldur og sterkur. 34. Kg2! Hxf3 35. Dxf3 Hxf3 36. Kxf3 Dc2 37. a6 Dh2 38. Be5 Da2 39. Ha1 Dc2 40. a7 Dd3+ 41. Kf2 og svartur gafst upp enda staða hans koltöpuð. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi Sá keppandi sem hefur komið einna mest á óvart á Skákþingi Reykjavíkur er Björn Þorfinnsson, en mestan hluta þess hefur hann leitt það einn. Björn er mikill baráttujaxl og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna þegar taflmennskan á í hlut. Bróðir hans, Bragi, vann síðasta Haustmót TR og lenti í öðru sæti í vali á skák- manni ársins fyrir árið 2000 sem Skáksamband Íslands stóð fyrir í samvinnu við skak.is. Þó að þeir bræður séu ekki báðir meðal þátt- takenda á Skákþinginu hefur eldri bróðirinn staðið fyrir sínu og virðist ætla að feta í fótspor litla bróður frá síðasta ári. Í áttundu umferð kom hins vegar bakslag í seglin hjá Birni þegar hann beið lægri hlut fyrir Arnari E. Gunnarssyni. Þetta gerði það að verkum að Stefán Kristjáns- son náði honum að vinningum en hann hefur unnið tvær skákir í röð eftir að hafa mætt Birni í eftirfarandi skák. Hvítt: Stefán Kristjánsson Svart: Björn Þorfinnsson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Bc5 5. Rxc6 Df6 6. Dd2 dxc6 7. Rc3 Be6 8. Ra4 Hd8 9. Bd3 Bd4 10. O-O Rh6 11. c3?! Skoski leikurinn hefur verið mikið í tísku síðan Garry Kasparov beitti honum í heimsmeist- araeinvígi gegn Anatoly Karpov 1990. Afbrigðið sem Stefán beitir hlaut fyrst viðurkenningu eftir að Kasparov tefldi það í heimsmeistara- einvígi gegn Nigel Short 1993. Það er merkilegt að hvorki í heimsmeist- araeinvíginu gegn Kramnik á síðasta ári né í Corus-mótinu hefur Kasp- arov beitt skoska leiknum. Texta- leikurinn er vafasamur þar sem hann í raun hótar engu. 11. h3 er tal- ið skynsamlegra til að koma í veg fyrir að svarti riddarinn komist á virkan reit. 11... Rg4! 12. cxd4 Dxd4 13. b3? Þótt djúpt í árinni sé tekið má halda fram að þetta sé tapleikurinn. Þótt hugmyndin sé prýðileg virðist hún ekki ganga upp. 13. Dc2 Dxd3 14. Dxd3 Hxd3 15. Rc5 væri betur til þess fallið að verða sér úti um frum- kvæði. 13... De5! Millileikir geta oft kom- ið að góðum notum og er ekki ofsagt að þessi sé mikilvægur. Eftir 13... Dxa1 14. Rc3 Re5 15. Ba3 Hxd3 16. Dg5 stendur hvítur með pálmann í höndunum. Jafnframt eftir 13... Dxd3 14. Dxd3 Hxd3 15. Rc5 stendur hvítur betur. 14. Df4 Aðrir leikir ganga ekki upp að því er virðist. 14. g3 Dxa1 15. Rc3 Re5 og svartur vinnur. Jafnframt er 14. f4 ófull- nægjandi sökum 14...Dd4+ 15. Kh1 Dxa1 16. Rc3 Hxd3 17. Dxd3 Dxc1! og svartur vinnur. 14... Dxa1 15. Bb2 Dxa2 16. Bc2 Bxb3 17. Bxb3 17. Ha1 gekk ekki upp sökum 17...Bxc2 18. Hxa2 Hd1#. Þetta afbrigði sýnir prýðilega í hvers konar úlfakreppu hvítur er. 17... Dxb3 18. Dxg4 Hg8! 19. Bf6! Eini leikurinn sem reynir að halda lífi í stöðunni. Núna þarf svart- ur að taka vandasama ákvörðun. 19... gxf6! Einfalt og gott þar sem svartur fær unnið endatafl í fram- haldinu. 20. Dxg8+ Ke7 21. Dxh7 Hd1?! Engin ástæða var til að þvinga þessi uppskipti fram. 21... Dxa4 hefði verið ákjósanlegra. 22. g3 Dxa4 23. h4 a5 24. h5 Hxf1+ 25. Kxf1 Db5+ 26. Kg2 a4 27. h6 a3 28. Dg8 a2 29. Da8 Í síðustu leikjum hefur mikið kapphlaup átt sér stað um hvor verði á undan að koma sér upp drottningu. Hvítur gat ekki haldið áfram leikn- um þar sem eftir 29. h7 a1=D 30. h8=D Dbf1+ 31. Kf3 Dad1+ mátar svartur. 29... Db1! Eftir þetta á hvítur sér ekki viðreisnar von. 30. Da3+ Kd7 31. h7 Dxe4+! 32. Kg1 Db1+ 33. Kg2 a1=D 34. Dxa1 Dxa1 35. h8=D b5 36. g4 De5 og hvítur gafst upp. Sama gamla sagan SKÁK W i j k a a n Z e e CORUS-SKÁKMÓTIÐ 3.–28.1. 2001 Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson Strandganga Útivistar FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir á sunnudaginn 28. janúar kl. 11 til strandgöngu sunnan Hafnarfjarðar Þetta er um 3 klst. ganga frá Hvassahrauni um Lónakot og Hraun að Straumsvík. Þarna er sérstæð strandlengja og á leiðinni eru merkar minjar um búsetu og útræði fyrri tíma. Verð. 1.100 kr. f. félaga og 1.300 kr. f. aðra og far- arstjóri er Kristján M. Baldursson. Þetta er ágæt fjölskylduganga, en allir eru velkomnir í ferðina. Miðar eru seldir í farmiðasölu BSÍ en þaðan er brottför kl. 11. Stansað verður við kirkjugarðinn Hafnar- firði. Fyrirhugaðri dagsferð jeppa- deildar Útivistar sem vera átti um helgina á Skjaldbreið er frestað til 10. febrúar vegna snjóleysis. Næsta helgarferð Útivistar er þorrablót í Húnaþingi vestra 2.-4. febrúar, en vegna mikillar aðsóknar hefur plássum verið fjölgað í ferðina. Gönguferð með Ferðafélaginu FERÐAFÉLAG Íslands efnir til gönguferðar sunnudaginn 28. janúar nk. Að þessu sinni hefst ganga við Bláfjallaveg. Gengið verður um Rjúpnadali og meðfram Sandfelli nið- ur í Læjarbotna. Þetta eru 10-12 km og áætlaður göngutími er um 4 klst. Fararstjóri í ferðinni er Sigurður Kristjánsson. Brottför eru frá BSÍ kl. 11 og komið við í Mörkinni 6. Þátt- tökugjald í þessari ferð er 1.500 kr. Matvís vill engan innflutn- ing á kjöti SAMBANDSSTJÓRN Matvæla- og veitingasambands Íslands átelur í ályktun harðlega vinnbrögð land- búnaðarráðuneytis og embættis yf- irdýralæknis vegna innflutnings á nautakjöti frá kúariðusýktum svæð- um í Evrópu. Matvís skorar á stjórn- völd að stöðva alfarið innflutning á kjöti og kjötafurðum þar til settar hafa verið strangari reglur um inn- flutning og framfylgt. Námskeið gegn reykingum Í HEILSUSTOFNUN NLFÍ í Hveragerði hafa mörg námskeið verið haldin gegn reykingum. Næsta námskeið verður haldið í 4. febrúar nk. Námskeiðin taka eina viku og eru 10 manns í hóp. Í fréttatilkynningu segir: „Það hefur verið sýnt fram á það, að hreyfing, fræðsla, umræður, slökun og útivist, sem boðið er upp á í Heilsustofnun, hjálpa mikið. Mörg- um reynist auðveldara að taka á tób- aksfíkninni fjarri erli hversdagsins og er því dvöl í friðsældinni í Hvera- gerði góður valkostur.“ STUTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.