Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 43
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 43 in (frumvarpið) væru samrýmanleg hinum ýmsu þjóðréttargerðum sem ekki hafa lagagildi á Íslandi (að undaskildum Mannréttindasáttmála Evrópu) og sumar þeirra jafnvel ekki bindandi fyrir Ísland að þjóð- rétti í ströngum skilningi. Enginn ef- aðist um að löggjafinn ætti að gera sér far um að taka tillit til þeirra, m.a. með tilliti til þess hvernig stjórnarskráin yrði túlkuð. Og þetta munu dómstólar hér á landi áreið- anlega gera líka ef mál vegna gagna- grunnslaganna koma til kasta þeirra. Mun sú deila að stórum hluta snúast um það hvernig túlka beri ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar í ljósi ýmissa þjóðréttargerða. Þetta er eitt meginþemað í umræðum um stjórnskipunarrétt og réttarheim- ildafræði hér á landi nú um stundir. Þá hefur EES-samningurinn ekki orðið til að draga úr þessu, þótt hann fjalli ekki um mannréttindi. Öryrkja- dómurinn er hluti af þessari þróun og viðbót að því leyti að þar er fjallað um félagsleg réttindi. Að sjáfsögðu eru skiptar skoðanir um það hvort Hæstiréttur er hér á réttri leið. Í því sambandi ber að geta þess að þetta er hluti af þróun sem er að eiga sér stað í Evrópu og víðar og fer saman við sívaxandi alþjóðleg samskipti á öllum sviðum. Undirritun íslenskra ráðamanna á alþjóðlegum mannrétt- indasáttmálum felur ekki lengur ein- göngu í sér loforð þeirra gagnvart öðrum ríkjum um að virða tiltekin réttindi gagnvart þegnum sínum, heldur munu þessir sáttmálar hafa bein áhrif á það hvernig ákvæði í ís- lenskum lögum, þ.m.t. í stjórnar- skránni, eru skýrð og afmörkuð. Gera má ráð fyrir að stjórnmála- menn hafi þetta í vaxandi mæli í huga við undirritun slíkra sáttmála og fullgildingu þeirra. Dómur Hæstaréttar Hér er ekki ástæða til að rekja dóminn sérstaklega svo mikið sem um hann hefur verið fjallað. Túlkun dómsins hefur aftur á móti valdið vafa, einkum með tilliti til þess hvort tenging bóta samkvæmt almanna- tryggingalögunum við tekjur maka eða sambúðaraðila bótaþegans sé al- mennt andstæð stjórnarskránni. Þannig skýrður hefði dómurinn ekki aðeins áhrif á réttarstöðu öryrkja, heldur mögulega einnig aldraðra og hugsanlega fleiri hópa. Slík túlkun á dómnum er að mínu viti röng. Af dómnum verður ekki dregin sú ályktun að tekjutenging bóta í almannatryggingakerfinu við tekjur maka eða sambúðaraðila sé almennt andstæð stjórnarskrá, enda segir orðrétt í forsendum dómsins að það geti „átt við málefnaleg rök að styðjast að gera nokkurn greinar- mun á greiðslum til einstaklinga úr opinberum sjóðum eftir því hvort viðkomandi er í sambúð (þ.m.t. hjú- skap, innsk. höf.). Niðurstaðan er aftur á móti sú að þær reglur sem í 17. gr. almannatryggingalaganna fólust þegar dómurinn var kveðinn upp hafi falið í sér að einstaklingar gátu misst rétt til tekjutryggingar með öllu vegna tekna annarra ein- staklinga óháð því hvort þeir sem tekjurnar höfðu voru framfærslu- skyldir gagnvart þeim sem skerð- ingu máttu þola og án þess að taka tillit til framfærsluskyldu þessara einstaklinga sem urðu fyrir skerð- ingu gagnvart öðrum (svo sem maka sínum). Í þessu felst að mati Hæsta- réttar, að staða þessa hóps verður mjög ólík stöðu þeirra ekki eru í hjú- skap eða sambúð og fá óskerta tekju- tryggingu (nema vegna eigin tekna). Skilja má þetta svo að meirihluti Hæstaréttar telji að sá munur á rétt- arstöðu einstaklinga eftir því hvort þeir eru í sambúð með öðrum eða ekki styðjist ekki við málefnleg rök, þegar litið er til þess að réttur úr op- inberum sjóðum er alltaf einstak- lingsbundinn í eðli sínu. Það virðist einnig skipta máli við þetta mat að fjárhæð grunnörorkulífeyris er talin mjög lág (17.715 kr.) og að mögu- leikar þeirra einstaklinga, sem fá litla eða enga tekjutryggingu, til að sjá fyrir sér sjálfir eru í reynd engir og þeir verða að treysta á aðra í því efni, jafnvel þá sem ekki eru fram- fæsluskyldir gagnvart þeim. Ekki verður hér lagt mat á dóm- inn að öðru leyti, enda er það flókið mál. Að ytri búningi er hin lögfræði- lega aðferðafræði sem þar er notuð í öllum meginatriðum í samræmi við þá þróun sem átt hefur sér stað á síð- ustu árum. Þar ber í fyrsta lagi að nefna sífellt meiri áherslu á almenn mannréttindi og í öðru lagi vaxandi áhrif alþjóðlegra mannréttindasátta- mála við afmörkun og skýringu þeirra réttinda sem í ákvæðum stjórnarskrárinnar eru talin felast. Hið nýstárlega er aftur á móti að þessum aðferðum sé einnig beitt við afmörkun þeirra félagslegu réttinda sem stjórnarskráin mælir fyrir um. Þetta hefur ekki sést áður með svo skýrum hætti og í þessu felast tals- verð tíðindi. Þetta er þó í takt við aukna áherslu á félagsleg réttindi jafhliða hinum klassísku frelsisrétt- indum. Dómurinn er að því leyti sig- ur fyrir þá sem hafa viljað veg félagslegra réttinda meiri. Þá má að lokum benda á að í greinargerð með almannatryggingalögunum er sér- staklega vísað til alþjóðlegra sátt- mála sem mæla fyrir um félagsleg réttindi. (Einnig er vísað til þeirra í athugasemdum við frumvarp til stjórnskipunarlaga nr. 97/1995.) Með því er þessari aðferð sem Hæstiréttur notar vissulega gefið undir fótinn. Þrátt fyrir þetta er tæpast vafi á að eftir sem áður er meginreglan sú að það er fyrst og fremst hlutverk löggjafarvaldsins að skilgreina og afmarka félagsleg rétt- indi, þ.m.t. rétt til greiðslna úr op- inberum sjóðum, og alveg víst að enginn þeirra dómara Hæstaréttar sem mynduðu meirihluta í málinu myndi andmæla þeirri meginreglu. Við skilgreiningu og afmörkun rétt- indanna getur löggjafinn í reynd val- ið milli margra mismunandi leiða og valið á milli þeirra er pólitískt, ekki lögfræðilegt. Í þessu starfi ber lög- gjafanum aftur á móti að taka tillit til þess ramma sem ákvæði stjórnar- skrár, eins og þau munu verða skýrð í ljósi alþjóðlegra mannréttindasátt- mála, setja um þessi réttindi. Þótt gera verði hér eftir sem hingað til ráð fyrir rúmum heimildum löggjaf- ans til mats í þessu efni er það jafn- framt órjúfanlegur hluti réttarríkis- ins að dómstólar geti kveðið á um það hvort mat löggjafans sé innan þeirra marka sem stjórnarskráin setur. Að öðrum kosti hefur það tak- markaða þýðingu að mæla fyrir um þessi réttindi í stjórnarskrá. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar Ekki eru efni til að gagnrýna þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að ætla sér tíma til að fara yfir dóm Hæsta- réttar til að meta hvaða skyldur hann legði á ríkið varðandi breyting- ar á almannatryggingalögum og áhrif hans á greiðslur til öryrkja. Dómurinn sjálfur er viðurkenning- ardómur, en mælir ekki fyrir um skyldu til að inna tilteknar greiðslur af hendi. Þaðan af síður felast í hon- um fyrirmæli um það hvernig reglum um greiðslur og stuðning við öryrkja skuli háttað almennt, enda er það pólitísk ákvörðun, ekki lög- fræðileg. Því voru í reynd engar for- sendur til að hefja greiðslur til ör- yrkja strax í kjölfar dómsins. Þá er tæpast ástæða til að gagnrýna það mat ríkisstjórnarinnar að fyrstu við- brögð ættu að verða þau að breyta þeim ákvæðum almannatrygginga- laga sem Hæstiréttur taldi andstæð stjórnarskránni, en hefja síðan leið- réttingu í samræmi við nýjar reglur. Í reynd gat ríkisstjórnin valið úr mörgum mismunandi leiðum til að samræma almannatryggingalögin stjórnarskránni. Hún hefði getað farið þá leið að lækka tekjutrygg- ingu hjá þeim sem hennar nutu til að jafna fjármunum þeim sem til þessa liðs eru ætlaðir á fjárlögum niður á aðra sem misst höfðu hana að öllu leyti. Hún hefði líka getað afnumið tekjutenginguna með öllu og hækk- að þar með útgjöld til þessa liðar að því gefnu að aflað yrði heimildar á fjárlögum. Og þannig mætti lengi telja. Valið milli leiða að þessu leyti er pólitísk ákvörðun eins og fyrr seg- ir og þeir sem hana taka verða að svara fyrir hana gagnvart kjósend- um. Í dómi Hæstaréttar felast aftur á móti engin bein fyrirmæli um það hvernig almannatryggingakerfið á að vera eða hvaða leið á að fara til að leiðrétta eða eftir atvikum bæta kjör öryrkja að öðru leyti, enda væru slík fyrirmæli frá dómstólum í engu sam- ræmi við stjórnskipulega stöðu þeirra. Niðurlag Þróun öryrkjamálsins hefur verið hröð og eins víst að um það bil sem grein þessi kemur á prenti verði hún úrelt að einhverju leyti. Öryrkja- dómurinn setur í fókus eitt mikil- vægasta og langlífasta umræðuefnið í fræðaheimi lögfræðinnar, þ.e. stöðu dómstóla í stjórnskipuninni og heim- ild þeirra til að víkja til hliðar lögum sem andstæðum stjórnarskrá. Það er þörf umræða og leiðir til góðs þeg- ar til lengri tíma er litið. Staða dóm- stólanna er sterk og mönnum er orð- ið ljóst það vald sem þeir hafa. Það er því eðlilegt að dómstólarnir og ákvarðanir þeirra, þótt lögfræðileg- ar og pólitískt hlutlausar eigi að telj- ast, sæti umræðum og jafnvel gagn- rýni af hendi annarra handhafa ríkisvalds þegar þær hafa bein áhrif á pólitískt viðkvæm mál eins og í þessu tilviki. Það er besta og lýðræð- islegasta leið þeirra til að veita dóm- stólunum aðhald. Sagan hefur að geyma dæmi um árekstra og deilur af þessu tagi eins og fram hefur kom- ið í öðrum greinum sem ritaðar hafa verið í Morgunblaðið um þetta mál. Það þarf styrka ríkisstjórn og ábyrga til að taka þeim boðaföllum sem dómar af þessu tagi hafa óhjá- kvæmilega í för með sér og til að halda til streitu þeirri pólitísku stefnu sem mörkuð hefur verið og ríkisstjórnin hefur umboð kjósenda til að framfylgja. En það þarf líka sterka og sjálfstæða dómstóla til að láta þá umfjöllun og gagnrýni sem dómar af þessu tagi óhjákvæmilega sæta ekki leiða til þess að þeir hviki frá þeirri frumskyldu sinni að standa vörð um grundvallarréttindi borgar- anna. Í þessu felst það jafnvægi milli þátta ríkisvaldsins sem á að vera ein- kenni góðrar stjórnskipunar. Málið hefur einnig tekið á sig aðrar mynd- ir. Þannig eru bréfaskriftir forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar óvenjulegar, en kunna að réttlætast af þeim sérstöku aðstæðum og mjög svo hörðu deilum sem dómur Hæsta- réttar hefur vakið. Þá sá forseti Ís- lands ástæðu til að gefa út sérstaka yfirlýsingu um að hann hygðist und- irrita hin nýju lög og staðfesta þau. Sú yfirlýsing er sérstæð og gæti vissulega verið efni í aðra grein. Öryrkjadómurinn setur í fókus eitt mikilvæg- asta og langlífasta um- ræðuefnið í fræðaheimi lögfræðinnar, segir Davíð Þór Björg- vinsson, þ.e. stöðu dómstóla í stjórnskip- uninni og heimild þeirra til að víkja til hliðar lögum sem andstæðum stjórnarskrá. Höfundur er skipaður prófessor við lagadeild HÍ en starfar tímabundið við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.