Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Látin er mín kæra vinkona Dag- mar Hallgrímsdóttir frá Eyvindará á 96. aldursári og hefur hún lokið löngu og farsælu ævistarfi. Ég kynntist fyrst Dagmar sumarið 1958, fljótlega eftir að ég flutti á Egilsstaði. Þá var hún húsfreyja á Eyvindará. Þar bjuggu þau hjónin Dagmar og Björn Sveinsson bóndi og fyrrverandi odd- viti Eiðaþinghár. Mikill og góður vin- skapur var á milli tengdaforeldra minna, þeirra Elínar og Péturs á Eg- ilsstöðum og hjónanna á Eyvindará. Árið 1960 fluttu þau í Egilsstaða- kauptún ásamt syni sínum Guðgeiri. Þau hófust handa og byggðu sér fal- legt hús að Selási 31. Þar var mikið menningarheimili og þangað var notalegt að koma, enda oft gest- kvæmt og glatt á hjalla, hjónin sam- stillt og vinamörg. Heimilið minnti mig einhvern veginn á dönsk eða DAGMAR ANDREA HALLGRÍMSDÓTTIR ✝ Dagmar AndreaHallgrímsdóttir fæddist í Hallgríms- húsi á Eskifirði 17. júlí 1905. Hún lést 23. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Hallgrímur Jónsson, járnsmiður, f. 5. september 1851, d. 1934, og Þóra Óla- dóttir, f. 16. septem- ber 1880, d. 27. júlí 1945. Systkini And- reu voru: Guðrún Hallgrímsdóttir, 20. apríl 1901, dáin 1969; Hallgrímur Hallgrímsson, f. 4. júlí 1909, d. 1984. Eiginmaður Dagmarar Andreu var Björn Sveinsson frá Eyvind- ará, f. 9. apríl 1904, látinn. Sonur þeirra er Guðgeir Björnsson, f. 12. apríl 1954. Hans sonur er Björn Logi, f. 29. júní 1984. Útför Dagmarar Andreu fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. norsk heimili, sem ég hafði komið á. Þar gætti greinilega áhrifa hús- freyjunnar, sem var fædd og uppalin á Esikifirði, eins og hann var og hét. Þau byggðu hús sitt á bjargi í orðs- ins fyllstu merkingu, en þrátt fyrir klappirnar komu þau upp fallegum garði umhverfis húsið, sem Dagmar lagði mikla rækt við. Þau uppskáru eins og til var sáð. Það að eldast kom þeim hjónum ekkert á óvart, þau gerðu sér fyllilega grein fyrir því óhjákvæmilega og þegar þar að kom drógu þau saman seglin, létu einka- syninum eftir Selás 31 og fluttu í Dvalarheimili aldraðra að Lagarási 17 árið 1988. Björn lést árið 1992. Eft- ir lát hans bjó Dagmar áfram í íbúð þeirra á Lagarási fram á síðasta dag. Dagmar var heiðursfélagi í kven- félaginu Bláklukkum á Egilsstöðum og starfaði alla tíð í félaginu. Þar lá hún ekki á liði sínu, meðan starfsork- an leyfði, tók þátt í ferðalögum okkar, skrifaði frábærar ferðasögur og setti upp leikrit, ef því var að skipta, eins og gert var á Eskifirði í gamla daga. Dagmar gegndi mörgum trúnaðar- störfum innan félagsins, sat í stjórn þess og var hún formaður um árabil og oft var hún fulltrúi félags okkar á aðalfundum SAK. Dagmar var skel- eggur fulltrúi Bláklukkna og lá ekk- ert á skoðunum sínum. Hún var mjög heilsteypt kona. Meðan ég var formaður kven- félagsins gat ég alltaf leitað til hennar og fengið holl og góð ráð. Eins og að ofan getur hefur vinátta okkar staðið öll þessi ár og náðum við vel saman þrátt fyrir aldursmun, sem ég aldrei fann fyrir. Það var uppörvandi að heimsækja Dagmar og fá hana til að rifja upp gamla daga á Eskifirði, en æskustöðvarnar voru henni mjög kærar. Vegna beinbrota og aðgerða þar að lútandi átti Dagmar stundum erfitt með gang og studdist við staf. Það lét hún þó ekki aftra sér og sá um heimili sitt til hinstu stundar með hjálp frá syninum sem var hennar stoð og stytta í hvívetna. Verslunarferðir okkar Dagmarar seinni árin voru skemmtilegar, þær svo sannarlega voru of fáar – en hún vildi ekki íþyngja neinum. Við litum inn í versl- anir staðarins eftir því sem þrek leyfði og enduðum svo með smá bíltúr um þorpið okkar og fengum okkur svo kaffisopa að lokum. Síðasta samverustund okkar var 8. þ.m. er við hjónin komum til að kveðja hana áður en haldið skyldi aft- ur á Blönduós til starfa eftir jólafrí. Það hvarflaði ekki að mér þá, að þetta yrði okkar síðasti fundur. Er við gengum í bæinn sat Dagmar við að ráða danska krossgátu úr Hjemmet, sem hún gerði oft án erfiðis. Faðmaði okkur að sér hlý og góð eins og alltaf og þrátt fyrir að hún neytti aldrei áfengis, bauð hún upp á sherrý. Þarna áttum við notalega stund áður en lagt var upp. Ég sakna vinar í stað. Við hjónin vottum Guðgeiri, Birni, Ingibjörgu og öðrum ættingjum okk- ar dýpstu samúð. Guð gefi þeim góða daga. Hulda Matthíasdóttir. ✝ Guðrún SigríðurValdimarsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 20. maí 1913. Hún lést á Landspítalanum 21. janúar síðastliðinn. Guðrún var dóttir Valdimars Þorvalds- sonar, f. 1878, d. 1976, bátasmiðs og fræðimanns frá Sel- árdal í Súgandafirði, og Kristínar Bene- diktsdóttur frá Bol- ungarvík, f. 1880, d. 1948. Systkini Guð- rúnar sammæðra voru: Guðmund- ur, f. 1903, Sigríður, f. 1905, og Jó- hanna Vigdís, f. 1907, Jóhannesarbörn, og Ólafur S. Ólafsson, f. 1911. Alsystkini henn- ar voru: Þorvaldur, f. 1916, og Benedikt, f. 1920, Valdimarssynir. Auk þeirra áttu Valdimar og Kristín fimm börn sem létust í æsku. Öll systkini Guðrúnar eru látin nema Ólafur. Guðrún giftist 1. janúar 1942 Suðureyri og fór síðan til náms í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1929–1931. Að því loknu stundaði hún saumanám í Reykjavík, hjá þýskri konu sem hét Sonja Péturs- son. Þar var hún í tvö ár. Guðrúnu langaði að sjá meira af heiminum og flutti til Danmerkur 1934 og starfaði þar í nokkur ár við þjón- ustustörf, m.a. hjá Íslandsvininum Jóni Krabbe í Holti. Guðrún flutt- ist alkomin til Íslands haustið 1937. Auk húsmóðurstarfa sinnti hún fjölbreyttum félagsmálum, m.a. í Kvenfélaginu Ársól og sá um minningarsjóð Sigríðar Þorvalds- dóttur. Saumanámið nýttist henni vel fyrir fjölskylduna og aðra, einnig hélt hún námskeið í saum- um í Bolungarvík. Guðrún missti mann sinn 1972 og bjó ein í húsi þeirra á Aðalgötu 18 til æviloka. Hún hafði yndi af ferðalögum og fór margar utan- landsferðir en seinni árin ferðaðist hún aðallega innanlands með félagi eldri borgara á Vestfjörð- um. Minningarathöfn um Guðrúnu var haldin í Fossvogskirkju 24. janúar þar sem séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir flutti kveðjuorð. Út- för Guðrúnar fer fram frá Suður- eyrarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Ólafi Friðbertssyni, skipstjóra og útgerð- armanni. Foreldrar hans voru: Friðbert Guðmundsson, hrepp- stjóri og útgerðar- maður á Suðureyri, og Elín Þorbjarnardóttir. Börn Guðrúnar eru: 1) Valdimar, f. 29.1. 1939, bókari hjá Eim- skip, maki Nanna Jónsdóttir. 2) Einar, f. 27.3. 1942, skipstjóri, maki Ragnheiður Sörladóttir. 3) Bragi, f.12.3. 1943, skip- stjóri, maki Hansína Þórðardóttir. 4) Ellert, f. 12.7.1944, verkfræð- ingur. 5) Ólafur, f. 12.7. 1944, skip- stjóri, maki Arnbjörg Ágústsdótt- ir. 6) Kristín Valgerður, f. 11.12. 1948, félagsráðgjafanemi við HÍ, maki Hannes Halldórsson. 7) Sig- urður, f. 30.8. 1952, verkstjóri og skipstjóri, maki Deborah Anne Ólafsson. Guðrún átti 23 barna- börn og 21 barnabarnabarn. Guðrún lauk barnaskólanámi á Í dag verður Gunna amma jarð- sunginn í Suðureyrarkirkju. Hlut- irnir gerðust oft hratt hjá henni ömmu og var engin undantekning á því þegar hún ákvað að yfirgefa þennan heim. Í stað þess að taka flugvél til síns heima þá ákvað hún að fara í miklu lengra og allt annað ferðalag að þessu sinni þar sem eng- in flugvél kom við sögu. Við vitum að móttökurnar hafa verið ánægjuleg- ar því afi hefur þurft að bíða lengi eftir henni en það eru 29 ár síðan hann lést. Amma sýndi það að hugurinn er miklu sterkari en líkaminn, hún var búin að fá tvö alvarleg hjartaáföll áður er hún fór. Fyrsta áfallið var í nóvember og hafði hún að eigin sögn ekki tíma til að liggja á spítala því það væri von á fullt af fólki yfir jólin og sagði hún læknunum á Ísafirði að hún mætti ekkert vera að þessu hangsi. Annað áfallið kom annan í jólum hér í Reykjavík og þá sýndi hún aftur ótrúlegan viljastyrk og náði sér upp úr því. Tímann notaði hún vel eftir að hún kom af spít- alanum og náði hún að kveðja sína nánustu, þ.e. þá sem bjuggu hér sunnanlands. Hún hafði örugglega sterka tilfinningu fyrir því að stund- in nálgaðist. Suðureyri var hennar fæðingar- staður og þar undi hún sér best. Hún eignaðist sjö börn og bjuggu þau flest á Suðureyri þar til þau fluttu eitt af öðru á höfuðborgar- svæðið og nú er einungis einn sonur eftir á Suðureyri. Það var alltaf gott að vita af Sigga, Debbie og krökk- unum svona nálægt henni. Við vilj- um nota tækifæri til að þakka þeim öllum fyrir að vera til staðar. Það er mikil eftirsjá að henni ömmu en hún var kjarnakona og var höfuð fjölskyldunnar og mun enginn geta fyllt það skarð, sem komið er við fráfall hennar. Hún upplýsti okk- ur reglulega um hagi ættingja og Súgfirðinga, en hún amma hafði ótrúlegt minni og hana rak aldrei í vörðurnar í þeim málum. Amma hafði þá náðargáfu að geta sagt skemmtilega frá og sjá spaugilegu hliðarnar á öllu og alltaf var stutt í hláturinn. Þær voru yndislegar stundirnar sem við áttum við eld- húsborðið hennar. Þarna sátum við systkinin með kakóbollana okkar og hlustuðum á hana segja okkur sögur úr dönskublöðunum. Þær voru ófáar næturnar sem við fengum að gista og kvöldunum var varið í að spila myllu eða rommý. Þegar amma kom suður stoppaði hún stutt, flýtti sér að heimsækja ættingja og vini og dreif sig svo vestur aftur, þar sem henni leið best. Í bæjarferðum sínum þótti henni tilheyra að staldra við á kaffi- húsi og virða mannlífið fyrir sér og eigum við ættingjarnir margar góð- ar minningar frá kaffihúsaferðum ömmu. Okkur langar að rifja upp nokkrar sögur af ömmu. Þegar amma var komin á níræðisaldurinn fékk hún flotta og rándýra loðhúfu í afmæl- isgjöf. Hún setti upp húfuna, horfði vel og lengi í spegilinn og sagði: „Ég er eins og gömul kerling með þessa húfu á höfðinu,“ og notaði hana mjög sjaldan eða aldrei eftir það. Gunna amma hafði alltaf gaman af því að virða fólk fyrir sér og eins og þið vitið heyrði hún frekar illa svo henni lá frekar hátt rómur. Þegar hún lá á spítalanum á milli jóla og nýárs hafði hún lúmskt gaman af því að skoða sjúklingana og ef hún sá einhvern staulast áfram eða einhver var hálf skrítinn í útliti sagði amma hátt og upp við eyrað á þeim sem hún var að spjalla við „er þessi úr Hafnarfirðinum?“ Eitt sinn lenti amma í bardaga við flugugrey. Þannig var að hún og Veiga vinkona hennar voru saman á ferðalagi með eldri borgurum og Veiga fær ömmu til að drepa fluguna sem var frekar stór og ógeðsleg þarna á hvítum veggnum. Amma tekur þá inniskóinn sinn og lemur duglega í fluguna, en ekki dugði það, flugan sat sem fastast á veggnum og þar sem amma sá frekar illa hélt hún áfram að berja á flugunni, en ekkert dugði, flugan drapst ekki, enda var þetta stór svartur blettur á veggn- um. Til eru margar skemmtilegar sög- ur af Gunnu ömmu og eru þær vel varðveittar hjá þeim sem hana þekktu. Við höfum verið að gera okkur meira grein fyrir því hversu heppin við vorum að eiga svona góða og skemmtilega ömmu sem gaf okkur svo mikið. Stærsta gjöfin er að sjálf- sögðu hann pabbi sem er ótrúlega líkur henni. Þótt við vitum að amma sé nú loks komin í faðm afa, þá er söknuðurinn mikill. Elsku amma þakka þér fyrir að vera amman sem gat hlegið, sagt sögur, gert grín, sinnt okkur og ver- ið til staðar á erfiðum og góðum stundum. Þú ert besta fyrirmynd sem hægt er að hugsa sér. Megir þú hvíla í friði og guð veri með þér. Álfheiður, Kristín og Ólafur Friðbert Einarsbörn. Elsku amma mín, nú hefur þú sagt skilið við okkur að sinni. Ég kveð þig með söknuði í hjarta og verð ætíð þakklát fyrir væntum- þykjuna, virðinguna og viðurkenn- inguna. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Þín, Íris Margrét Valdimarsdóttir. Kæra langamma. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Takk fyrir að vera langamma okkar. Við vitum að þú ert á himnum núna, lítur niður til okkar og ert hjá okkur jafnt á góðum sem erfiðum stund- um. Við vitum líka að þú ert ánægð þar sem þú ert núna á þessum góða stað. Guð geymi þig að eilífu því við vitum að þú vakir yfir okkur og verndar okkur. Þín langömmubörn, Sigurður Einar, Telma, Kolbeinn, Ragnheiður, Friðbert Þór, Hartmann Helgi og Guðrún Sigríður. Í dag verður jarðsett á Suðureyri við Súgandafjörð mikil mannkosta- kona, Guðrún Valdemarsdóttir eða Gunna Valda eins og við kölluðum hana heima. Á mínum yngri árum var hún einn af föstu punktunum í tilverunni, án þess að ég hugsaði neitt sérstaklega um það. Hún hugsaði um öll börnin sín, frændsystkini mín, sem sum hver voru einnig vinir mínir og leik- félagar, ásamt því að styðja við bak- ið á manni sínum, Ólafi Friðberts- syni skipstjóra. Það var mikill erill á heimili hennar, enda stórt heimili, en auk þess vann hún einnig í frysti- húsinu eins og reyndar flestar konur á Suðureyri. Maður tók ekki svo mikið eftir þessu því allt virtist ganga svo vel upp en þetta hlýtur að hafa verið hörkuvinna. Þroskaárum mínum fjölgaði og ég fór að sjá meira samhengi í mann- lífsmynstrinu og Gunna Valda varð einn af eftirtektarverðari einstak- lingum í Súgandafjarðar-minning- unum mínum. Upp í hugann kemur fjöldinn allur af skemmtilegum stundum, hlátri, einstakri kímni og líflegri frásagnartækni hennar. Já, það var gaman að hlæja aftur á bak með Gunnu Valda. Fyrir nokkrum árum fór hún ásamt mömmu minni, Svanhvíti, og fleiri konum í ferð fyrir aldraða til Portúgals. Það hittist svo vel á að ég var á ferðalagi í nálægu landi á sama tíma svo ég ákvað að koma þeim að óvörum og heimsækja þær. Það urðu að sjálfsögðu miklir fagnaðar- fundir og strax hljómuðu gamansög- urnar hjá Gunnu. Gunna var sérlega lunkin að sjá gamansömu hliðarnar á hinu dag- lega lífi. Sem dæmi má nefna að þær mamma höfðu víst skroppið út í búð til þess að kaupa í matinn. Þar á meðal vantaði smjör sem einhver sagði þeim að héti „bútter“, á ensku. Þær voru allt að hálfri klukkustund að finna smjörið og annað sem vant- aði, enda allt á framandi tungumáli. Að búðarferð lokinni var komið að því að reiða fram morgunmat. Smjörið var sett á borðið en þegar átti að fara að nota það reyndist það undarlega hart og eintóm vandræði að smyrja því á brauðið. Svo þegar bitið var í brauðið tók ekki betra við, þá var bara eins og gómarnir vildu límast saman! Svipaða sögu var að segja þegar átti að steikja upp úr smjörinu. Það bara bráðnaði ekki. Eina ráðið var að fara aftur út í búð og kaupa frekar „margarín“ sem var miklu líkara því sem það átti að vera, en smjörlíki samt. Þessu lýsti Gunna með miklum tilþrifum og dill- andi og smitandi hlátri. Ekki minnk- aði hláturinn þegar ég las á smjör- pakkann og það kom í ljós að þær voru búnar að glíma við að smyrja brauðið með smjördeigi! Síðastliðið sumar fékk ég, ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum, að gista hjá Gunnu á Súganda. Kvöldin voru samfelldur skemmtiþáttur. Við átt- um þess kost að spjalla við hana og hlusta á frásagnir og fróðleik með sí- felldu hláturívafi. Það er svo sann- arlega eftirminnilegt. Það var ljóst að þrátt fyrir háan aldur var hún mjög lífsglöð og einstaklega hríf- andi. Okkur var einnig ljóst hversu vel fjölskyldan hennar í næsta húsi hugsaði vel um hana. Fyrr í þessum mánuði hitti ég Gunnu í síðasta sinn. Þá lá hún á sjúkrahúsi. Var hún sem endranær hin hressasta í viðmóti enda átti að fara að útskrifa hana. Hún vatt sér strax í skemmtisögurnar og gerði óspart grín að dvöl sinni á sjúkra- húsinu. Það hljómaði enn á ný skelli- hlátur. Og hann var svo sannarlega smitandi. Nú er hláturinn hennar þagnaður en hann lifir enn í minningunni. Minningin um greinda, glæsilega konu og góðan samferðamann mun lifa. Ég og fjölskylda mín vottum frændum mínum öllum og frænkum og mökum þeirra, börnum og barna- börnum innilega samúð. Friðbert Pálsson. GUÐRÚN VALDIMARSDÓTTIR ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.