Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 17 SEÐLABANKINN keypti krónur á millibankamarkaði þrjá síðustu viðskiptadaga þessarar viku í því skyni að verja gengi krónunnar gegn frekari lækkunum og námu inngripin samanlagt 4,2 milljörðum króna. Frá upphafi miðvikudags til loka föstudags fór krónan úr 122,38 stig- um í 121,93 stig, sem þýðir að hún styrktist um 0,37%, en sé litið til vikunnar í heild lækkaði krónan um 0,15%. Lægri vísitala þýðir sterkari krónu þar sem vísitalan mælir verð erlends gjaldeyris. Viðskipti á millibankamarkaði voru nokkuð lífleg í síðustu viku, eða rúmir 4 milljarðar króna á dag að meðaltali, en meðaltal síðasta árs var rúmir 3 milljarðar króna. Ellefta febrúar á síðasta ári víkk- aði Seðlabanki Íslands vikmörk vísitölu krónunnar úr 6% frá mið- gildi í 9% frá miðgildi. Miðgildið sem Seðlabankinn miðar við er 115,01 stig, sem þýðir að neðri mörkin eru 104,66 stig og efri mörkin 125,36 stig. Vísitalan er því ekki langt frá efri mörkunum nú, en á síðasta ári fór hún undir 108 stig og var þá komin niður undir neðri mörkin. Fyrri vikmörk, þ.e. þegar miðað var við 6% frávik, voru 108,11 og 121,91 stig, sem þýðir að vísitalan hefur farið út fyrir bæði efri og neðri mörk frá því þau voru víkkuð. Á meðfylgjandi línuriti má sjá gengisvísitölu krónunnar frá upp- hafi síðasta árs, helstu inngrip Seðlabankans og þær vaxtahækk- anir sem orðið hafa á þessu tíma- bili. Seðlabankinn styður krónuna gegn frekari lækkunum Kaupir 4,2 milljarða kr.                                      !   !    !           "                     #     $       %  "  #    &   '( )    #     $*         #     *        ! #    &   ( + ! #     )     , ! #      )( $  ! ● SIGRÚN Bjarnadóttir, fram- kvæmdastjóri Vöxtu ehf., sem sam- keppnisráð hefur úrskurðað að beri að greiða dagsektir þar til gögn hafa verið látin í té vegna kaupa Banana ehf. á Ágæti, segir að úrskurður samkeppnisráðs sé enn í skoðun og menn séu að íhuga þann möguleika að fara með málið fyrir dómstóla. Sigrún segir að Vaxta ehf. starfi undir lögum um verðbréfaþing og þar sé skýrt kveðið á um þagn- arskyldu og Vaxta vilji standa vörð um hana. „Okkur finnst líka skipta máli að við erum ekki beinn aðili að málinu og við teljum því að okkur beri ekki að afhenda gögn í þessu máli.“ Vaxta íhugar dómstóla- leiðina ● EIMSKIP hefur stofnað dótturfyr- irtæki í Danmörku, Eimskip Den- mark A/S, og mun fyrirtækið taka til starfa 1. mars næstkomandi og reka tvær skrifstofur í Danmörku. Starfs- menn verða í byrjun 15 talsins. Höfuðstöðvar Eimskip Denmark A/S verða í Árósum þar sem skip Eimskips hafa viðkomu vikulega, en einnig verður skrifstofa í Kaup- mannahöfn. Með stofnun Eimskip Denmark A/S lýkur umboðssam- starfi Eimskips og DFDS í Dan- mörku, en DFDS hefur verið með um- boð fyrir Eimskip allt frá árinu 1968. Forstöðumaður Eimskip Denmark A/S verður Helgi Ingólfsson, en hann er jafnframt forstöðumaður Eimskip Transport AB í Svíþjóð. Eimskip stofnar dótturfyrirtæki í Danmörku ● YFIRSTJÓRN Schiphol-flugvall- arins í Amsterdam hefur tilkynnt að Flugleiðir séu stundvísasta flug- félagið sem notaði flugvöllinn á árinu 2000, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Flugleiðum. Flugleiðir fljúga sjö sinnum í viku til og frá Amst- erdam yfir sumarmánuðina en fimm sinnum í viku í vetur. Schiphol er einn stærsti alþjóðlegi flugvöllur Evr- ópu og nýttur af flestum helstu flug- félögum álfunnar. Þar er haldin ná- kvæm samantekt um brottfarir og komur allra flugvéla og þær tölur eru síðan bornar saman við áætlanir flugfélaganna til að skera úr um hvaða flugfélag stendur sig best. Flugleiðir hljóta þessi verðlaun fyrir árið 2000 og voru vélar félagsins á áætlun í 86% tilfella og er þá miðað við að brottför sé innan 15 mínútna frá áætlun. Stundvísi á Schiphol- flugvellinum hefur aukist frá 1999 og var á árinu 2000 rúmlega 64% að meðaltali. Flugleiðir hafa lagt mikla áherslu á stundvísi á undanförnum misserum og hafa að mati félagsins náð veru- legum árangri, eins og sést á sam- anburði Schiphol. Flugleiðir stundvísastar á Schiphol STUTTFRÉTTIR ● AUGLÝSINGAMIÐLUN ehf., sem nýlega var stofnað af auglýsingastof- unum Fíton, Auk og Nonna & Manna, hefur ákveðið að kaupa aug- lýsingabirtingar af Ríkisútvarpinu fyr- ir 200 milljónir króna á árinu 2001. Samningur um kaupin var undirrit- aður í gær af þeim Jóni Erni Valssyni fyrir hönd Auglýsingamiðlunar og Markúsi Erni Antonssyni fyrir hönd Ríkisútvarpsins. Samningurinn er einn sá stærsti sinnar tegundar sem einstakur aðili hefur gert við fjölmiðil hér á landi, jafnframt fyrsti samningurinn um kaup á birtingum sem Auglýsinga- miðlun ehf. gerir. Kaupa birtingar fyrir 200 millj- ónir króna HLUTABRÉF í sænska Ericsson- símafyrirtækinu hröpuðu í verði í gær eftir að tilkynnt var að fyrirtæk- ið myndi hætta framleiðslu farsíma og áætlanir fyrirtækisins fyrir árið 2001 voru lækkaðar. Ákvörðun Er- icsson er talin geta orðið til þess að um 600 manns missi vinnuna. Sænskir fjölmiðlar sögðu það í gær sæta undrun að Ericsson skyldi hafa tapað um 24 milljörðum skr., um 213 milljörðum ísl., á farsíma- framleiðslu á síðasta ári. Er það Sví- þjóðarmet. Ástæðan er að sögn Kurt Hellström, forstjóra Ericsson, bruni í verksmiðju fyrirtækisins í Mexíkó og erfiðleikar við að fá einstaka hluta til framleiðslunnar. Kostnaður við að bjóða út framleiðsluna nemur um 8 milljörðum skr., rúmlega 70 millj- örðum ísl. Bandaríska fyrirtækið Flextronics tekur við farsímafram- leiðslunni en það hefur haft hana með höndum um nokkurn tíma. Hellström kynnti í gær fjárhags- áætlun fyrirtækisins og lagði áherslu á heildarhagnað upp á 28,7 milljarða, um 255 milljarða ísl. kr. Stærstur hlutinn, yfir 15 milljarðar skr., eru hagnaður á hlutabréfamarkaði. Þá hagnaðist fyrirtækið vel á sölu kerfa fyrir farsíma og varð heildarsölu- aukningin á síðasta ársfjórðungi um 27%. Þrátt fyrir að Hellström bæri sig vel og að hagnaður fyrirtækisins væri meiri en spáð hafði verið, lækk- uðu hlutabréf í Ericsson um 10 kr. sænskar, um 90 ísl. kr. Vegna breyt- inganna, sem Ericsson tilkynnti um, er ekki búist við hagnaði á fyrsta árs- fjórðungi 2001 en svo segist Hell- ström telja að gera megi ráð fyrir gróða. Ericsson hefur verið leiðandi í þróun hinna svokölluðu þriðju kyn- slóðar síma, eða UMTS, og hyggst vera það áfram, stefnir að yfir 50% markaðshlutfalli. Sænska símafyrirtækið Ericsson hættir framleiðslu farsíma Hlutabréf Ericsson hrapa í verði Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.