Morgunblaðið - 27.01.2001, Síða 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 21
enn frekari verðlækkun á útsölunni
menn laugavegi REYKJAVÍK konur kringlunni
BILL Clinton, fyrrverandi Banda-
ríkjaforseti, hefur verið harðlega
gagnrýndur fyrir sumar þeirra
sakaruppgjafa sem hann ákvað
daginn áður en hann lét af emb-
ætti. Í hópi þeirra, sem hann gaf
upp sakir, eru meðal annarra fjár-
málamaðurinn Marc Rich, sem
flýði frá Bandaríkjunum á níunda
áratugnum er hann var sakaður
um skattsvik, og fjórir gyðingar í
New York en þeir voru dæmdir
fyrir rúmu ári fyrir að stela meira
en 3,4 milljörðum ísl. kr. af op-
inberu fé. Voru þessar sakarupp-
gjafir gerðar að umtalsefni í leið-
ara New York Times í fyrradag og
sagt, að þær væru með öllu óverj-
anlegar.
Clinton gaf alls 140 manns upp
sakir en margt af því fólki var búið
að afplána sinn dóm fyrir löngu.
Þar á meðal voru Susan McDougal,
fyrrverandi viðskiptafélagi Clinton-
hjónanna, sem var sakfelld fyrir
fjársvik í Whitewater-málinu, og
Patty Hearst, dóttir auðkýfingsins
Williams Randolphs Hearst, en
hún gekk til liðs við hryðjuverka-
menn sem rændu henni á áttunda
áratugnum. Var hún dæmd í sjö
ára fangelsi 1975 fyrir aðild að
bankaráni en Jimmy Carter, þáver-
andi forseti, veitti henni lausn
1979. Þá gaf Clinton Roger bróður
sínum upp sakir en hann var
dæmdur fyrir fíkniefnamisferli
1984.
Styrkti flokkssjóði demókrata
Sakaruppgjöf þessa fólks og ým-
issa annarra er umdeild en að
Clinton skyldi gefa fjármálamann-
inum Marc Rich upp sakir hefur
vakið mikla hneykslan og fordæm-
ingu. Rich er fæddur í Belgíu en
hefur auk þess ríkisborgararétt í
Bandaríkjunum, Spáni og Ísrael.
Flýði hann land á níunda áratugn-
um en þá var hann sakaður um að
hafa beitt blekkingum og svikum
er hann keypti sex milljónir olíu-
fata frá Íran þrátt fyrir viðskipta-
bann á landinu. Að auki var hann
svo sakaður um að hafa stolið rúm-
lega fjórum milljörðum ísl. kr. und-
an skatti. Rich býr nú í Sviss.
Það sem gerir sakaruppgjöfina
enn grunsamlegri en ella er, að
Denise Rich, fyrrverandi eiginkona
Marc Rich, hefur verið mjög örlát
við demókrata frá árinu 1993. Hef-
ur hún styrkt hina ýmsu flokks-
sjóði þeirra með um 90 millj. kr.
Saksóknarar, sem hafa haft með
mál Rich að gera, segja, að Clinton
hafi ekki haft neitt samband við þá
er hann ákvað að gefa honum upp
sakir og Rudolph Giuliani, borg-
arstjóri í New York, hefur skorað á
Bandaríkjaþing að taka þetta mál
fyrir.
Ráðvendni í stað siðleysis
Í leiðara New York Times í
fyrradag er þessi sakaruppgjöf
harðlega fordæmd og sagt er, að
hún sýni vel hvers vegna yfirlýs-
ingar George W. Bush um meiri
heilindi og ráðvendni hafi fallið svo
mörgum vel í geð, jafnvel fólki sem
er andvígt stefnu hans að öðru
leyti.
Í leiðaranum segir, að ætlast sé
til, að forsetinn beiti heimild sinni
til að gefa fólki upp sakir af mikilli
varkárni og þá aðallega til að bæta
fyrir einhvern órétt. Höfundar
stjórnarskrárinnar hafi áreiðanlega
ekki haft menn á borð við Marc
Rich í huga þegar þeir sömdu um-
rætt ákvæði.
Kom Hillary hvergi nærri?
Clinton gaf einnig upp sakir fjór-
um mönnum, Kalmen Stern, David
Goldstein, Benjamin Berger og
Jacob Elbaum, en þeir tilheyra all-
ir samfélagi hasidískra gyðinga í
New York. Voru þeir sakaðir um
að hafa stolið meira en 3,4 millj-
örðum ísl. kr. af opinberu fé en það
átti að fara til námsmanna, lítilla
fyrirtækja og í húsaleigustyrki. Í
nóvember 1999 voru þeir dæmdir í
fangelsi, allt frá tveimur og hálfu
ári og upp í hálft sjöunda ár. Stytti
Clinton dómana þannig að enginn
mannanna mun sitja lengur inni en
í hálft þriðja ár.
Gyðingar í New York studdu vel
við bakið á Hillary Clinton í öld-
ungadeildarkosningunum í haust
og sagt er, að hasidísku gyðing-
arnir hafi gert það allir sem einn.
Átti hún fund með leiðtogum
þeirra í kosningabaráttunni og síð-
ar var þeim boðið í Hvíta húsið.
Hillary Clinton fullyrðir samt, að
hún hafi engin afskipti haft af því,
að dómarnir yfir hasidísku gyðing-
unum fjórum voru mildaðir.
Clinton sakaður um ósið-
legar sakaruppgjafir
AP
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, með saxófón sem Den-
ise Rich, fyrrverandi eiginkona Marc Rich, gaf honum í veislu í New
York í nóvember sl. Denise er honum á hægri hönd en Hillary á vinstri.
EFTIR að í ljós kom að bókstafurinn
W hafði verið fjarlægður af lykla-
borðum í Hvíta húsinu hafa aðstoð-
armenn Georges W. Bush forseta
ennfremur komist að því að öll fínni
glervara með merki forsetaembætt-
isins var horfin úr flugvél forsetans
þegar henni var flogið til baka eftir
að hafa flutt fyrrverandi forseta, Bill
Clinton, og fjölskyldu hans, til New
York.
Talsmaður forsetaembættisins,
Ari Fleisher, neitaði að tjá sig um
horfnu glervöruna. „Ég vil ekki lýsa
því sem við sáum þegar við komum
vegna þess að það sé hluti af því að
breyta tóninum í Washington. Það
væri auðvelt fyrir okkur að velta
vöngum yfir þessum hlutum og
gagnrýna,“ sagði hann við frétta-
menn.
Sum prakkarastrikin hleyptu þó
illu blóði í þá nýkomnu. Til dæmis
veggjakrot á baðherbergjum, klám-
efni í skrifborðsskúffum, stífluð
skráargöt og sundurklipptar síma-
snúrur í húsinu sem er beint á móti
Hvíta húsinu þar sem flestar skrif-
stofurnar eru.
Fleischer sagði að ekki væri um að
ræða að iðnaðarmenn sem hefðu
málað og teppalagt húsið upp á nýtt í
flýti um síðustu helgi hefðu klippt
sundur snúrurnar. Hann vildi ekki
geta sér til um hver kostnaðurinn
yrði við að laga það sem fráfarandi
stjórn hefði skilið eftir í óreiðu, og
sagði ekki koma til greina að sækja
neinn til saka.
„Forsetinn hefur skilning á því, að
breytingatímar geta verið erfiðir og
tilfinningar sterkar og hann mun
taka þessu sem slíku,“ sagði Fleisch-
er.
Glervöru
saknað úr
forsetavél
Washington. AFP.