Morgunblaðið - 27.01.2001, Page 56
DAGBÓK
56 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI átti ánægjulegakvöldstund í Kaffileikhúsinu
ekki alls fyrir löngu, en það kvöld lék
hljómsveitin Feliciade seiðandi bras-
ilíska tónlist, samba og bossa-nova, í
anda Antonio Carlos Jobim og fleiri
snillinga latneskrar dægurtónlistar.
Þar fór fremst í flokki söngkonan
Tena Palmer, sem er af kanadísku
bergi brotin eftir því sem Víkverji
kemst næst, en aðrir liðsmenn hljóm-
sveitarinnar eru bassaleikarinn Guð-
jón Þorláksson, Matthías Hemstock
á trommur, gítarleikarinn Hilmar
Jensson og Jóel Pálsson á saxófón.
Hér er valinn maður í hverju rúmi
enda þarf ekki að orðlengja það að
Víkverji varð afskaplega hrifinn og
upphafinn af leik sveitarinnar og
eimir enn eftir af hrifningarvímunni
sem hann komst í við að hlusta á leik
þessarar frábæru hljómsveitar.
Túlkun söngkonunnar á þessari
hrynmjúku tónlist var framúrskar-
andi og hið sama má segja um fram-
lag strákanna í hljómsveitinni. Vík-
verji hreifst sérstaklega af
frábærum saxófónleik Jóels Pálsson-
ar. Hann hefur mjúkan og fallegan
tón sem gefur Stan Getz ekkert eftir.
Auk þess býr hann yfir ótrúlegri
tækni og andríki í túlkun sinni og
þorir Víkverji að fullyrða hér að
þessi piltur er tónlistarmaður á
heimsmælikvarða.
Eftir þessa reynslu og í ljósi þess
hversu góð stemmning ríkti í troð-
fullu Kaffileikhúsinu þetta kvöld er
Víkverji viss um að góður grundvöll-
ur er fyrir rekstri veitingahúss hér á
landi, sem sérhæfir sig í latneskri
dægurmenningu. Víkverji er svo viss
í sinni sök að hann væri jafnvel
reiðubúinn að leggja fjármuni í slíkt
fyrirtæki, ef hann bara ætti ein-
hverja peninga.
x x x
VÍKVERJI hefur ekki hundsvit ápólitík enda segja vinir hans að
hann sé „pólitískt viðrini og alltaf
sammála síðasta ræðumanni.“ Það er
mikið til í því og í ljósi þess er eðlilegt
að Víkverji botni hvorki upp né niður
í „öryrkjadeilunni“ svokölluðu. Vík-
verja finnst til dæmis að þessi deila
einkennist öðru fremur af harðvít-
ugu áróðursstríði þar sem miklu
moldviðri er þyrlað upp til að rugla
menn í ríminu.
Burtséð frá dómi Hæstaréttar,
stjórnarskránni og umdeildri laga-
setningu eru ýmsir torkennilegir
angar á þessu máli að dómi Víkverja.
Hann áttar sig til dæmis ekki alveg á
því hvers vegna svokölluðum „jafn-
aðarmönnum“, (það er þeim sem eru
vinstra megin í íslenskum stjórnmál-
um), er svona mikið í mun að allir fái
sömu upphæð í formi örorkubóta,
burtséð frá heimilisaðstæðum.
Tekjutenging örorkubóta hlýtur á
sínum tíma að hafa verið sett á sem
eins konar aðgerð til að „jafna“ kjör
öryrkja. Nú er viðbúið að þeir sjóðir,
sem bæturnar eru greiddar úr, séu
ekki óþrjótandi og væri þá ekki meiri
„jöfnuður“ fólgin í því að beina þess-
um peningum frekar til þeirra sem
minnst hafa á milli handa?
Víkverja varð ósjálfrátt hugsað til
„öryrkjadeilunnar“ þegar hann las
frétt þess efnis að Bítillinn Paul
McCartney væri stóreignamaður
upp á 80 milljarða króna. Sambýlis-
kona hans hefur misst annan fótinn
og hlýtur því að vera 100% öryrki.
Segjum svo að þau gangi í hjónaband
og búi við almannatryggingarkerfi
þar sem jafnar bætur eru greiddar
úr sameiginlegum sjóðum skattborg-
ara án tillits til tekna maka. Frú
McCartney fengi samkvæmt því
sömu upphæð í örorkubætur og aðr-
ir. Er þetta kannski „jafnaðarstefn-
an“ í hnotskurn?
ÍSLENSKA þjóðin hefur í
gegnum tíðina átt afreks-
menn. Nú eigum við til við-
bótar afbragðs afreksmenn,
sem eru rískisstjórn Davíðs
Oddssonar og hennar skó-
sveinar. Þeir hafa afrekað
það að fara í stríð við Ör-
yrkjabandalag Íslands og
stóran hluta af þjóðinni.
Þeir hafa afrekað það að
grafa sína eigin gröf á póli-
tíska sviðinu. Ef ekki núna í
þessari lotu, þá eftir tvö ár
þegar þeir þurfa að biðja
þjóðina um umboð til áfram-
haldandi stjórnarsetu. Það
er ég hræddur um að verði
þungur róður, eftir allt sem
að undan er gengið. Fólkið í
landinu gleymir ekki þess-
um svarta þriðjudegi 23.
janúar 2001. Fundurinn í
Ráðhúsinu og umræðan í
þjóðfélaginu segir allt sem
segja þarf.
Gunnar G. Bjartmarsson,
Hátúni 10.
Tímaskekkja
ÞINGMENNIRNIR Vil-
hjálmur Egilsson, Ásta
Möller, Árni R. Árnason,
Þorgerður K. Gunnarsdótt-
ir og Pétur H. Blöndal hafa
lagt fram á Alþingi frum-
varp til laga um að opnað
verði fyrir smásöluverslun
með áfenga drykki í al-
mennum matvöruverslun-
um. Ofneysla áfengis og allt
sem henni fylgir, niðurbrot
fjölskyldna, glæpir, sjálfs-
morð, neysla eiturlyfja
o.sv.frv. er aðal þjóðarböl
Íslendinga. Það er viður-
kennd staðreynd, að neysla
eiturlyfja kemur í kjölfar
áfengisneyslu. Kannanir
hafa sýnt að auðveldara að-
gengi að áfengi leiðir af sér
meiri neyslu.
Verði þetta frumvarp að
lögum gerir það yfirlýsta
stefnu stjórnvalda um vímu-
laust Ísland ótrúverðuga og
hlægilega. Þessir þingmenn
og þetta frumvarp er tíma-
skekkja. Ég skora á kjós-
endur, sem bera hag þjóð-
arinnar fyrir brjósti, að
veita þessum þingmönnum
ekki brautargengi í næstu
kosningum.
190422-7399.
Kínverskt nudd í
Kópavoginum
MIG langar að benda fólki á
að kynna sér þá þjónustu
sem Kínverska Nuddstofan
í Hamraborg í Kópavogin-
um býður upp á. Þangað til
fyrir u.þ.b. tveim mánuðum
hafði ég fundið fyrir stig-
vaxandi verkjum í baki,
eymslum í herðum og átti
erfitt með að hreyfa hálsinn,
auk þess sem ég átti vanda
til að vakna upp með doða í
handleggjum eftir nóttina.
Ég ákvað að prófa einn tíma
í nuddi og nú eftir tvo mán-
uði er líðanin öll önnur og
fer ég enn þangað í nudd og
nálastungur. Ég vil bara
þakka þessu góða fólki fyrir
hvað mér líður miklu betur í
dag.
Ánægður viðskiptavinur.
Til umhugsunar
KAUPMAÐURINN á
horninu er nánast þjóðsaga
– gott? Ég leyfi mér að full-
yrða að með örfáum undan-
tekningum eigum við Ís-
lendingar enn eitt heimsmet
og það í verðlagi nauðsynja,
þrátt fyrir lægsta hugsan-
legt vöruverð hjá Bónus,
Hagkaupum og Nóatúni,
sem sjálfsagt, með ýtrustu
hagkvæmni í rekstri, hefur
tekist að spara þannig að
fyrirtækin virðast geta, á
breiðum grundvelli, fjárfest
fyrir engar smá upphæðir í
öllu sem virðist fjárvænlegt.
Hver trúir lengur öllu sem
sagt er?
Húsmóðir á
Vestfjörðum.
Þakkir til RÚV
SIGRÚN hafði samband við
Velvakanda og langaði að
koma á framfæri þakklæti
til viðmælanda þáttarins
Rás 1 klukkan eitt, sem var
Jón Sigurðsson forstjóri Ís-
lenska álfélagsins og var í
Ríkisútvarpinu á rás 1.
Þetta er einn albesti þáttur
sem ég hef heyrt. Hafið
mínar bestu þakkir fyrir.
Tapað/fundið
Bláir flís-barnavett-
lingar í óskilum
BLÁIR Lego flís barnavett-
lingar fundust á Álfhólsveg-
inum í Kópavogi, miðviku-
daginn 24. janúar sl.
Upplýsingar í síma 696-
4836.
Brúnt lyklaveski
í óskilum
BRÚNT leður-lyklaveski
fannst við gangbrautarljós-
in hjá Bóksölu stúdenta,
miðvikudaginn 24. janúar sl.
Upplýsingar í síma 5700-
777.
Hringur í óskilum
STÓR karlmanns-silfur-
hringur fannst við Klepps-
veg miðvikudaginn 24. jan-
úar sl. Á hringinn er áletrað
dölin og úrin.
Upplýsingar í síma 588-
1415.
Eyrnalokkur tapaðist
EYRNALOKKUR með
perlu og sirkonum tapaðist í
Perlunni á nýársdag. Skilvís
finnandi er vinsamlegast
beðinn að hafa samband í
síma 551-6128 eftir kl. 19.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Svartur
þriðjudagur
23. janúar 2001
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 hörundslit, 8 frá á fæti,
9 pysjan, 10 stormur, 11
sól, 13 korns, 15 él, 18
gufusúlu, 21 auðug, 22
hægja vind, 23 fengur, 24
alþekkt í landinu.
LÓÐRÉTT:
2 starfið, 3 koma í veg
fyrir, 4 saxa, 5 refurinn, 6
eldstæðis, 7 röskur, 12
nægilegt, 14 megna, 15
hrósa, 16 reika, 17 háski,
18 hávaði, 19 vindhviðan,
20 landabréf.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 dunar, 4 þægur, 7 arðan, 8 örðug, 9 dyl, 11
berg, 13 enni, 14 eljan, 15 vörð, 17 náin, 20 urt, 22 getan,
23 rómar, 24 riðla, 25 gerið.
Lóðrétt: 1 dramb, 2 níðir, 3 rönd, 4 þjöl, 5 góðan, 6
regni, 10 yljar, 12 geð, 13 enn, 15 vogar, 16 rotið, 18 álm-
ur, 19 nýrað, 20 unna, 21 treg.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Hvidbjörnen fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Ottó og Gnúpur fóru í
gær. Merik kom í gær.
Fréttir
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
Mannamót
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50. Á
mánudag verður félags-
vist kl. 13.30. Púttæfing
í Bæjarútgerðinni
mánudag kl. 10–12,
tréútskurður í Flens-
borg kl. 13. Á þriðjudag
verður brids og saumar.
Línudans á miðvikudag
kl. 11. Byrjendur vel-
komnir. Á miðvikudag
og föstudag verður
myndmennt. Getum
bætt við örfáum í mynd-
mennt á miðvikudögum.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10–13. Matur í hádeg-
inu. Mánudagur: Brids
kl. 13. Þriðjudagur:
Skák kl. 13.30 og alkort
spilað kl. 13.30. Mið-
vikudagur: Göngu-
Hrólfar fara í létta
göngu frá Hlemmi kl.
10. Baldvin Tryggvason
verður til viðtals um
fjármál og leiðbeiningar
um þau mál á skrifstofu
FEB fimmtudaginn 1.
febrúar kl. 11–12. Panta
þarf tíma. Leikhóp-
urinn Snúður og
Snælda mun frumsýna
4. febrúar „Gamlar
perlur“ sem eru þættir
valdir úr fimm gömlum
þekktum verkum. Sýn-
ingar eru fyrirhugaðar
á miðvikudögum kl. 14
og sunnudögum kl. 17.
Breyting hefur orðið á
viðtalstíma Silfurlín-
unnar, opið verður á
mánud. og miðvikud.
frá kl. 10 til 12 f.h. Uppl.
á skrifstofu FEB í
s.588-2111 frá kl. 10 til
16.
Félag eldri borgara
Garðabæ. Söngraddir
óskast í Samkór eldri
borgara Garðabæ. Æf-
ingar fara fram í
Kirkjuhvoli á mánudög-
un kl. 17.30. Söngstjóri
Kristín Pjétursdóttir.
Nánari upplýsinar í
síma 565-6424 hjá
Hólmfríði.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund og leikfimiæfingar
í Breiðholtslaug á
mánudögum kl. 9.25 og
fimmtudögum kl. 9.30.
Umsjón Edda Bald-
ursdóttir íþróttakenn-
ari. Á þriðjudag kl. 13
boccia og á föstudögum
kl. 9.30, umsjón Óla
Stína. Allar upplýsingar
um starfsemina á staðn-
um og í síma 575-7720.
Vesturgata 7. Fimmtu-
daginn 1. febrúar verð-
ur þjónustumiðstöðin
lokuð frá kl. 13 vegna
undirbúnings þorra-
blóts sem hefst kl.
17.30. Fimmtud. 1.
febrúar kl. 10.30 er
helgistund í umsjón sr.
Jakobs Ágústs Hjálm-
arssonar, dóm-
kirkjuprests, kór
félagsstarfs aldraðra
syngur undir stjórn
Sigurbjargar Petru
Hólmgrímsdóttur.
Eldri borgarar Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. farið verður í
félagsmiðstöðina
Gerðuberg mánudaginn
29. janúar lagt af stað
kl.13 frá Hlaðhömrum.
skáning hjá Svanhildi s.
566-6377.
Kirkjustarf aldraðra
Digraneskirkju. Opið
hús þriðjudag frá kl. 11.
Leikfimi, matur, helgi-
stund og fræðsla. Verið
velkomin.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur
verður í kvöld kl. 21 í
Konnakoti, Hverfisgötu
105. Nýir félagar vel-
komnir. Munið gönguna
mánudag og fimmtu-
dag.
Hringurinn. Í tilefni 97
ára afmæli Hringsins
verður boðið upp á
súkkulaði, kaffi og kök-
ur í félagsheimilinu á
Ásvallagötu 1, sunnu-
daginn 28. janúar kl. 14.
Félagsstarf SÁÁ.
Félagsstarf SÁÁ.
Félagsvist í Hreyf-
ilshúsinu (3. hæð) laug-
ardaga kl. 20.
Kvenfélag Hreyfils.
Vegna leikhúsferðar
Kvenfélagsins laug-
ardaginn 27. janúar
verður fundurinn ekki
þriðudaginn 30. janúar.
Skagfirðingafélagið í
Reykjavík verður með
aðalfund í Drangey,
Stakkahlíð 17, sunnu-
daginn 28. janúar og
hefst hann kl. 15.
Venjuleg aðlafund-
arstörf.
Breiðfirðingafélagið.
Félagsvist spiluð á
sunnudögum kl. 14 í
Breiðfirðingabúð, Faxa-
feni 14. Annar dagur í
fjögurra daga keppni.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Suðurlandi: Í
Vestmannaeyjum: hjá
Axel Ó. Láruss. skó-
verslun, Vest-
mannabraut 23, s. 481-
1826. Á Hellu: Mosfelli,
Þrúðvangi 6, s.487-5828.
Á Flúðum: hjá Sólveigu
Ólafsdóttur, Versl.
Grund s. 486-6633. Á
Selfossi: í versluninni
Írisi, Austurvegi 4, s.
482-1468 og á sjúkra-
húsi Suðurlands og
heilsugæslustöð, Ár-
vegi, s. 482-1300. Í Þor-
lákshöfn: hjá Huldu I.
Guðmundsdóttur,
Oddabraut 20, s. 483-
3633.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Reykjanesi. Í
Grindavík: í Bókabúð
Grindavíkur, Vík-
urbraut 62, s. 426-8787.
Í Garði: Íslandspósti,
Garðabraut 69, s. 422-
7000. Í Keflavík: í Bóka-
búð Keflavíkur, Penn-
anum, Sólvallagötu 2, s.
421-1102, og hjá Ís-
landspósti, Hafnargötu
89, s. 421-5000. Í Vog-
um: hjá Íslandspósti b/t
Ásu Árnadóttur, Tjarn-
argötu 26, s. 424-6500, í
Hafnarfirði: í Bókabúð
Böðvars, Reykjavík-
urvegi 64, s. 565-1630
og hjá Pennanum-
Eymundssyni, Strand-
götu 31, s. 555-0045.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Vesturlandi:
Á Akranesi: í Bóka-
skemmunni, Stillholti
18, s. 431-2840, Dalbrún
ehf., Brákarhrauni 3,
Borgarnesi og hjá Elínu
Frímannsd., Höfða-
grund 18, s.431-4081. Í
Grundarfirði: í Hrann-
arbúðinni, Hrannarstíg
5, s. 438-6725. Í Ólafs-
vík: hjá Ingibjörgu Pét-
ursd., Hjarðartúni 1, s.
436-1177.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Norðurlandi:
Á Blönduósi: í blóma-
búðinni Bæjarblóminu,
Húnabraut 4, s. 452-
4643. Á Sauðárkróki: í
Blóma- og gjafabúðinni,
Hólavegi 22, s. 453-
5253. Á Hofsósi: hjá Ís-
landspósti hf., s. 453-
7300, Strax, mat-
vöruverslun, Suðurgötu
2–4, s. 467-1201. Á
Ólafsfirði: í Blóma-
skúrnum, Kirkjuvegi
14b, s. 466-2700 og hjá
Hafdísi Kristjáns-
dóttur, Ólafsvegi 30, s.
466-2260. Á Dalvík: í
Blómabúðinni Ilex,
Hafnarbraut 7, s.466-
1212 og hjá Valgerði
Guðmundsdóttur,
Hjarðarslóð 4e, s. 466-
1490. Á Akureyri: í
Bókabúð Jónasar,
Hafnarstræti 108, s.
462-2685, í bókabúðinni
Möppudýrinu, Sunnu-
hlíð 12c, s. 462-6368,
Pennanum-Bókvali,
Hafnarstræti 91–93, s.
461-5050 og í blómabúð-
inni Akri, Kaupvangi,
Mýrarvegi, s. 462-4800.
Á Húsavík: í Blómabúð-
inni Tamara, Garð-
arsbraut 62, s. 464-1565,
í Bókaverslun Þórarins
Stefánssonar, s. 464-
1234 og hjá Skúla Jóns-
syni, Reykjaheiðarvegi
2, s. 464-1178. Á Laug-
um í Reykjadal: í Bóka-
verslun Rannveigar H.
Ólafsd., s.464-3191.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Austfjörðum:
Á Seyðisfirði: hjá Birgi
Hallvarðssyni, Botna-
hlíð 14, s. 472-1173. Á
Neskaupstað: í blóma-
búðinni Laufskálanum,
Kristín Brynjarsdóttir,
Nesgötu 5, s. 477-1212.
Á Egilsstöðum: í
Blómabæ, Miðvangi, s.
471-2230. Á Reyð-
arfirði: hjá Grétu Frið-
riksd., Brekkugötu 13,
s. 474-1177. Á Eskifirði:
hjá Aðalheiði Ingi-
mundard., Bleikárshlíð
57, s. 476-1223. Á Fá-
skrúðsfirði: hjá Maríu
Óskarsd., Hlíðargötu
26, s. 475-1273. Á
Hornafirði: hjá Sig-
urgeir Helgasyni, Hóla-
braut 1a, s. 478-1653.
Í dag er laugardagur 27. janúar,
27. dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Óttast eigi land! Fagna og gleðst,
því að Drottinn hefir unnið stórvirki.
(Jóel 2, 22.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16