Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 56
DAGBÓK 56 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Víkverji skrifar... VÍKVERJI átti ánægjulegakvöldstund í Kaffileikhúsinu ekki alls fyrir löngu, en það kvöld lék hljómsveitin Feliciade seiðandi bras- ilíska tónlist, samba og bossa-nova, í anda Antonio Carlos Jobim og fleiri snillinga latneskrar dægurtónlistar. Þar fór fremst í flokki söngkonan Tena Palmer, sem er af kanadísku bergi brotin eftir því sem Víkverji kemst næst, en aðrir liðsmenn hljóm- sveitarinnar eru bassaleikarinn Guð- jón Þorláksson, Matthías Hemstock á trommur, gítarleikarinn Hilmar Jensson og Jóel Pálsson á saxófón. Hér er valinn maður í hverju rúmi enda þarf ekki að orðlengja það að Víkverji varð afskaplega hrifinn og upphafinn af leik sveitarinnar og eimir enn eftir af hrifningarvímunni sem hann komst í við að hlusta á leik þessarar frábæru hljómsveitar. Túlkun söngkonunnar á þessari hrynmjúku tónlist var framúrskar- andi og hið sama má segja um fram- lag strákanna í hljómsveitinni. Vík- verji hreifst sérstaklega af frábærum saxófónleik Jóels Pálsson- ar. Hann hefur mjúkan og fallegan tón sem gefur Stan Getz ekkert eftir. Auk þess býr hann yfir ótrúlegri tækni og andríki í túlkun sinni og þorir Víkverji að fullyrða hér að þessi piltur er tónlistarmaður á heimsmælikvarða. Eftir þessa reynslu og í ljósi þess hversu góð stemmning ríkti í troð- fullu Kaffileikhúsinu þetta kvöld er Víkverji viss um að góður grundvöll- ur er fyrir rekstri veitingahúss hér á landi, sem sérhæfir sig í latneskri dægurmenningu. Víkverji er svo viss í sinni sök að hann væri jafnvel reiðubúinn að leggja fjármuni í slíkt fyrirtæki, ef hann bara ætti ein- hverja peninga. x x x VÍKVERJI hefur ekki hundsvit ápólitík enda segja vinir hans að hann sé „pólitískt viðrini og alltaf sammála síðasta ræðumanni.“ Það er mikið til í því og í ljósi þess er eðlilegt að Víkverji botni hvorki upp né niður í „öryrkjadeilunni“ svokölluðu. Vík- verja finnst til dæmis að þessi deila einkennist öðru fremur af harðvít- ugu áróðursstríði þar sem miklu moldviðri er þyrlað upp til að rugla menn í ríminu. Burtséð frá dómi Hæstaréttar, stjórnarskránni og umdeildri laga- setningu eru ýmsir torkennilegir angar á þessu máli að dómi Víkverja. Hann áttar sig til dæmis ekki alveg á því hvers vegna svokölluðum „jafn- aðarmönnum“, (það er þeim sem eru vinstra megin í íslenskum stjórnmál- um), er svona mikið í mun að allir fái sömu upphæð í formi örorkubóta, burtséð frá heimilisaðstæðum. Tekjutenging örorkubóta hlýtur á sínum tíma að hafa verið sett á sem eins konar aðgerð til að „jafna“ kjör öryrkja. Nú er viðbúið að þeir sjóðir, sem bæturnar eru greiddar úr, séu ekki óþrjótandi og væri þá ekki meiri „jöfnuður“ fólgin í því að beina þess- um peningum frekar til þeirra sem minnst hafa á milli handa? Víkverja varð ósjálfrátt hugsað til „öryrkjadeilunnar“ þegar hann las frétt þess efnis að Bítillinn Paul McCartney væri stóreignamaður upp á 80 milljarða króna. Sambýlis- kona hans hefur misst annan fótinn og hlýtur því að vera 100% öryrki. Segjum svo að þau gangi í hjónaband og búi við almannatryggingarkerfi þar sem jafnar bætur eru greiddar úr sameiginlegum sjóðum skattborg- ara án tillits til tekna maka. Frú McCartney fengi samkvæmt því sömu upphæð í örorkubætur og aðr- ir. Er þetta kannski „jafnaðarstefn- an“ í hnotskurn? ÍSLENSKA þjóðin hefur í gegnum tíðina átt afreks- menn. Nú eigum við til við- bótar afbragðs afreksmenn, sem eru rískisstjórn Davíðs Oddssonar og hennar skó- sveinar. Þeir hafa afrekað það að fara í stríð við Ör- yrkjabandalag Íslands og stóran hluta af þjóðinni. Þeir hafa afrekað það að grafa sína eigin gröf á póli- tíska sviðinu. Ef ekki núna í þessari lotu, þá eftir tvö ár þegar þeir þurfa að biðja þjóðina um umboð til áfram- haldandi stjórnarsetu. Það er ég hræddur um að verði þungur róður, eftir allt sem að undan er gengið. Fólkið í landinu gleymir ekki þess- um svarta þriðjudegi 23. janúar 2001. Fundurinn í Ráðhúsinu og umræðan í þjóðfélaginu segir allt sem segja þarf. Gunnar G. Bjartmarsson, Hátúni 10. Tímaskekkja ÞINGMENNIRNIR Vil- hjálmur Egilsson, Ásta Möller, Árni R. Árnason, Þorgerður K. Gunnarsdótt- ir og Pétur H. Blöndal hafa lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um að opnað verði fyrir smásöluverslun með áfenga drykki í al- mennum matvöruverslun- um. Ofneysla áfengis og allt sem henni fylgir, niðurbrot fjölskyldna, glæpir, sjálfs- morð, neysla eiturlyfja o.sv.frv. er aðal þjóðarböl Íslendinga. Það er viður- kennd staðreynd, að neysla eiturlyfja kemur í kjölfar áfengisneyslu. Kannanir hafa sýnt að auðveldara að- gengi að áfengi leiðir af sér meiri neyslu. Verði þetta frumvarp að lögum gerir það yfirlýsta stefnu stjórnvalda um vímu- laust Ísland ótrúverðuga og hlægilega. Þessir þingmenn og þetta frumvarp er tíma- skekkja. Ég skora á kjós- endur, sem bera hag þjóð- arinnar fyrir brjósti, að veita þessum þingmönnum ekki brautargengi í næstu kosningum. 190422-7399. Kínverskt nudd í Kópavoginum MIG langar að benda fólki á að kynna sér þá þjónustu sem Kínverska Nuddstofan í Hamraborg í Kópavogin- um býður upp á. Þangað til fyrir u.þ.b. tveim mánuðum hafði ég fundið fyrir stig- vaxandi verkjum í baki, eymslum í herðum og átti erfitt með að hreyfa hálsinn, auk þess sem ég átti vanda til að vakna upp með doða í handleggjum eftir nóttina. Ég ákvað að prófa einn tíma í nuddi og nú eftir tvo mán- uði er líðanin öll önnur og fer ég enn þangað í nudd og nálastungur. Ég vil bara þakka þessu góða fólki fyrir hvað mér líður miklu betur í dag. Ánægður viðskiptavinur. Til umhugsunar KAUPMAÐURINN á horninu er nánast þjóðsaga – gott? Ég leyfi mér að full- yrða að með örfáum undan- tekningum eigum við Ís- lendingar enn eitt heimsmet og það í verðlagi nauðsynja, þrátt fyrir lægsta hugsan- legt vöruverð hjá Bónus, Hagkaupum og Nóatúni, sem sjálfsagt, með ýtrustu hagkvæmni í rekstri, hefur tekist að spara þannig að fyrirtækin virðast geta, á breiðum grundvelli, fjárfest fyrir engar smá upphæðir í öllu sem virðist fjárvænlegt. Hver trúir lengur öllu sem sagt er? Húsmóðir á Vestfjörðum. Þakkir til RÚV SIGRÚN hafði samband við Velvakanda og langaði að koma á framfæri þakklæti til viðmælanda þáttarins Rás 1 klukkan eitt, sem var Jón Sigurðsson forstjóri Ís- lenska álfélagsins og var í Ríkisútvarpinu á rás 1. Þetta er einn albesti þáttur sem ég hef heyrt. Hafið mínar bestu þakkir fyrir. Tapað/fundið Bláir flís-barnavett- lingar í óskilum BLÁIR Lego flís barnavett- lingar fundust á Álfhólsveg- inum í Kópavogi, miðviku- daginn 24. janúar sl. Upplýsingar í síma 696- 4836. Brúnt lyklaveski í óskilum BRÚNT leður-lyklaveski fannst við gangbrautarljós- in hjá Bóksölu stúdenta, miðvikudaginn 24. janúar sl. Upplýsingar í síma 5700- 777. Hringur í óskilum STÓR karlmanns-silfur- hringur fannst við Klepps- veg miðvikudaginn 24. jan- úar sl. Á hringinn er áletrað dölin og úrin. Upplýsingar í síma 588- 1415. Eyrnalokkur tapaðist EYRNALOKKUR með perlu og sirkonum tapaðist í Perlunni á nýársdag. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 551-6128 eftir kl. 19. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Svartur þriðjudagur 23. janúar 2001 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 hörundslit, 8 frá á fæti, 9 pysjan, 10 stormur, 11 sól, 13 korns, 15 él, 18 gufusúlu, 21 auðug, 22 hægja vind, 23 fengur, 24 alþekkt í landinu. LÓÐRÉTT: 2 starfið, 3 koma í veg fyrir, 4 saxa, 5 refurinn, 6 eldstæðis, 7 röskur, 12 nægilegt, 14 megna, 15 hrósa, 16 reika, 17 háski, 18 hávaði, 19 vindhviðan, 20 landabréf. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 dunar, 4 þægur, 7 arðan, 8 örðug, 9 dyl, 11 berg, 13 enni, 14 eljan, 15 vörð, 17 náin, 20 urt, 22 getan, 23 rómar, 24 riðla, 25 gerið. Lóðrétt: 1 dramb, 2 níðir, 3 rönd, 4 þjöl, 5 góðan, 6 regni, 10 yljar, 12 geð, 13 enn, 15 vogar, 16 rotið, 18 álm- ur, 19 nýrað, 20 unna, 21 treg. Skipin Reykjavíkurhöfn: Hvidbjörnen fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ottó og Gnúpur fóru í gær. Merik kom í gær. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Mannamót Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á mánudag verður félags- vist kl. 13.30. Púttæfing í Bæjarútgerðinni mánudag kl. 10–12, tréútskurður í Flens- borg kl. 13. Á þriðjudag verður brids og saumar. Línudans á miðvikudag kl. 11. Byrjendur vel- komnir. Á miðvikudag og föstudag verður myndmennt. Getum bætt við örfáum í mynd- mennt á miðvikudögum. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Mánudagur: Brids kl. 13. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30 og alkort spilað kl. 13.30. Mið- vikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 10. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtudaginn 1. febrúar kl. 11–12. Panta þarf tíma. Leikhóp- urinn Snúður og Snælda mun frumsýna 4. febrúar „Gamlar perlur“ sem eru þættir valdir úr fimm gömlum þekktum verkum. Sýn- ingar eru fyrirhugaðar á miðvikudögum kl. 14 og sunnudögum kl. 17. Breyting hefur orðið á viðtalstíma Silfurlín- unnar, opið verður á mánud. og miðvikud. frá kl. 10 til 12 f.h. Uppl. á skrifstofu FEB í s.588-2111 frá kl. 10 til 16. Félag eldri borgara Garðabæ. Söngraddir óskast í Samkór eldri borgara Garðabæ. Æf- ingar fara fram í Kirkjuhvoli á mánudög- un kl. 17.30. Söngstjóri Kristín Pjétursdóttir. Nánari upplýsinar í síma 565-6424 hjá Hólmfríði. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug á mánudögum kl. 9.25 og fimmtudögum kl. 9.30. Umsjón Edda Bald- ursdóttir íþróttakenn- ari. Á þriðjudag kl. 13 boccia og á föstudögum kl. 9.30, umsjón Óla Stína. Allar upplýsingar um starfsemina á staðn- um og í síma 575-7720. Vesturgata 7. Fimmtu- daginn 1. febrúar verð- ur þjónustumiðstöðin lokuð frá kl. 13 vegna undirbúnings þorra- blóts sem hefst kl. 17.30. Fimmtud. 1. febrúar kl. 10.30 er helgistund í umsjón sr. Jakobs Ágústs Hjálm- arssonar, dóm- kirkjuprests, kór félagsstarfs aldraðra syngur undir stjórn Sigurbjargar Petru Hólmgrímsdóttur. Eldri borgarar Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. farið verður í félagsmiðstöðina Gerðuberg mánudaginn 29. janúar lagt af stað kl.13 frá Hlaðhömrum. skáning hjá Svanhildi s. 566-6377. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Opið hús þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fræðsla. Verið velkomin. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verður í kvöld kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar vel- komnir. Munið gönguna mánudag og fimmtu- dag. Hringurinn. Í tilefni 97 ára afmæli Hringsins verður boðið upp á súkkulaði, kaffi og kök- ur í félagsheimilinu á Ásvallagötu 1, sunnu- daginn 28. janúar kl. 14. Félagsstarf SÁÁ. Félagsstarf SÁÁ. Félagsvist í Hreyf- ilshúsinu (3. hæð) laug- ardaga kl. 20. Kvenfélag Hreyfils. Vegna leikhúsferðar Kvenfélagsins laug- ardaginn 27. janúar verður fundurinn ekki þriðudaginn 30. janúar. Skagfirðingafélagið í Reykjavík verður með aðalfund í Drangey, Stakkahlíð 17, sunnu- daginn 28. janúar og hefst hann kl. 15. Venjuleg aðlafund- arstörf. Breiðfirðingafélagið. Félagsvist spiluð á sunnudögum kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14. Annar dagur í fjögurra daga keppni. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Í Vestmannaeyjum: hjá Axel Ó. Láruss. skó- verslun, Vest- mannabraut 23, s. 481- 1826. Á Hellu: Mosfelli, Þrúðvangi 6, s.487-5828. Á Flúðum: hjá Sólveigu Ólafsdóttur, Versl. Grund s. 486-6633. Á Selfossi: í versluninni Írisi, Austurvegi 4, s. 482-1468 og á sjúkra- húsi Suðurlands og heilsugæslustöð, Ár- vegi, s. 482-1300. Í Þor- lákshöfn: hjá Huldu I. Guðmundsdóttur, Oddabraut 20, s. 483- 3633. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi. Í Grindavík: í Bókabúð Grindavíkur, Vík- urbraut 62, s. 426-8787. Í Garði: Íslandspósti, Garðabraut 69, s. 422- 7000. Í Keflavík: í Bóka- búð Keflavíkur, Penn- anum, Sólvallagötu 2, s. 421-1102, og hjá Ís- landspósti, Hafnargötu 89, s. 421-5000. Í Vog- um: hjá Íslandspósti b/t Ásu Árnadóttur, Tjarn- argötu 26, s. 424-6500, í Hafnarfirði: í Bókabúð Böðvars, Reykjavík- urvegi 64, s. 565-1630 og hjá Pennanum- Eymundssyni, Strand- götu 31, s. 555-0045. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Á Akranesi: í Bóka- skemmunni, Stillholti 18, s. 431-2840, Dalbrún ehf., Brákarhrauni 3, Borgarnesi og hjá Elínu Frímannsd., Höfða- grund 18, s.431-4081. Í Grundarfirði: í Hrann- arbúðinni, Hrannarstíg 5, s. 438-6725. Í Ólafs- vík: hjá Ingibjörgu Pét- ursd., Hjarðartúni 1, s. 436-1177. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Norðurlandi: Á Blönduósi: í blóma- búðinni Bæjarblóminu, Húnabraut 4, s. 452- 4643. Á Sauðárkróki: í Blóma- og gjafabúðinni, Hólavegi 22, s. 453- 5253. Á Hofsósi: hjá Ís- landspósti hf., s. 453- 7300, Strax, mat- vöruverslun, Suðurgötu 2–4, s. 467-1201. Á Ólafsfirði: í Blóma- skúrnum, Kirkjuvegi 14b, s. 466-2700 og hjá Hafdísi Kristjáns- dóttur, Ólafsvegi 30, s. 466-2260. Á Dalvík: í Blómabúðinni Ilex, Hafnarbraut 7, s.466- 1212 og hjá Valgerði Guðmundsdóttur, Hjarðarslóð 4e, s. 466- 1490. Á Akureyri: í Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti 108, s. 462-2685, í bókabúðinni Möppudýrinu, Sunnu- hlíð 12c, s. 462-6368, Pennanum-Bókvali, Hafnarstræti 91–93, s. 461-5050 og í blómabúð- inni Akri, Kaupvangi, Mýrarvegi, s. 462-4800. Á Húsavík: í Blómabúð- inni Tamara, Garð- arsbraut 62, s. 464-1565, í Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, s. 464- 1234 og hjá Skúla Jóns- syni, Reykjaheiðarvegi 2, s. 464-1178. Á Laug- um í Reykjadal: í Bóka- verslun Rannveigar H. Ólafsd., s.464-3191. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Austfjörðum: Á Seyðisfirði: hjá Birgi Hallvarðssyni, Botna- hlíð 14, s. 472-1173. Á Neskaupstað: í blóma- búðinni Laufskálanum, Kristín Brynjarsdóttir, Nesgötu 5, s. 477-1212. Á Egilsstöðum: í Blómabæ, Miðvangi, s. 471-2230. Á Reyð- arfirði: hjá Grétu Frið- riksd., Brekkugötu 13, s. 474-1177. Á Eskifirði: hjá Aðalheiði Ingi- mundard., Bleikárshlíð 57, s. 476-1223. Á Fá- skrúðsfirði: hjá Maríu Óskarsd., Hlíðargötu 26, s. 475-1273. Á Hornafirði: hjá Sig- urgeir Helgasyni, Hóla- braut 1a, s. 478-1653. Í dag er laugardagur 27. janúar, 27. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Óttast eigi land! Fagna og gleðst, því að Drottinn hefir unnið stórvirki. (Jóel 2, 22.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.