Morgunblaðið - 27.01.2001, Page 8

Morgunblaðið - 27.01.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna í Ráðhúsinu Eiga konur áhyggjulaust ævikvöld? RÁÐSTEFNA á veg-um Kvenréttinda-félags Íslands verður haldin í dag í Ráð- húsi Reykjavíkur og hefst klukkan 13. Þar verður fjallað um málefni eldri kvenna undir yfirskrift- inni: Eiga konur áhyggju- laust ævikvöld? „Það vill svo til að þessa ráðstefnu ber upp á 94 ára afmælis- dag Kvenréttindafélags Ís- lands,“ sagði Hólmfríður Sveinsdóttir sem er vara- formaður félagsins og nú starfandi formaður. „Á þes2sari ráðstefnu verða flutt fjögur erindi. Sigríður Jónsdóttir félags- fræðingur mun fjalla um norræna rannsókn sem hún tók þátt í um konur á efri árum. Sigurbjörg Björgvins- dóttir, forstöðukona félagsstarfs aldraðra í Kópavogi, fjallar um „Kópavogsmótelið“ og eldri kon- ur. Bjarnfríður Leósdóttir, fyrr- verandi kennari og verkalýðsfor- kólfur á Akranesi, flytur erindi sem hún nefnir: Hvar eru konurn- ar í verkalýðshreyfingunni? Loks flytur Gunnar Páll Pálsson, hag- fræðingur hjá Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur, erindi um starfslok og atvinnuöryggi kvenna. Síðast en ekki síst mun Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flytja ávarp. Ráðstefnustjóri okkar er enginn annar en Flosi Ólafsson, leikari og „stórbóndi“.“ – Verða skemmtiatriði á dag- skrá ráðstefnunnar? „Eftir framsöguerindin ætlar hið síunga Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík að syngja nokkur lög. Að loknu kaffihléi eftir sönginn verður ráðstefnugestum gefinn kostur á að taka þátt í starfi þriggja vinnuhópa. Að lokinni þeirra vinnu munu hópstjórar kynna niðurstöður hópanna og ályktanir ef um þær verður að ræða. Meðan á því stendur verður boðið upp á léttar veitingar.“ – Eru efri ár kvenna mjög brýnt umfjöllunarefni? „Já, það myndi ég segja og sjálf- sagt hefur of lítið verið fjallað um þau. Þetta er ekki einkamál þeirra sem nú þegar eru að komast eða eru komnar á eftirlaunaaldur, það á vonandi fyrir okkur flestum að liggja að komast á þennan aldur.“ – Eiga konur áhyggjulaust ævi- kvöld? „Það er allur gangur á því en ég held að því sé ekki svo farið með þær allar og raunar ekki alla karl- menn heldur.“ – Hvað er það sem helst veldur konum erfiðleikum á elliárum? „Heilsubrestur er kannski það sem erfiðast er að ráða við. Fjár- hagserfiðleikar og slæm félagsleg staða er hlutskipti of margra. Í því er sitthvað hægt að gera og það má ráða að hluta til við heilsuvandann. Konur nota meira heilbrigðis- þjónustu en karlar og kannski má með fyrir- byggjandi aðgerðum draga úr þörf þeirra fyrir læknisþjónustu á efri árum. Á þessari ráðstefnu munum við fjalla einmitt um þess- ar spurningar í vinnuhópunum út frá mismunandi sjónarhornum.“ – Er áhugi á málefnum eldri kvenna í samfélaginu? „Ég held að hann sé of lítill. Þegar við vorum að undirbúa þessa ráðstefnu kom í ljós að yngri konur töldu sig ekki eiga erindi á ráðstefnuna, sem er mikill mis- skilningur. Æskudýrkunin er mik- il hjá okkur hér á landi eins og annars staðar í hinum vestræna heimi, þú sérð ekki mikið af eldri konum í fjölmiðlum en marga eldri karla. Sú mynd er dregin upp í fjölmiðlum að karlar verði virðu- legir með aldrinum en konur fá hreint ekki sömu stöðu þegar ald- urinn færist yfir.“ – Hefur Kvenréttindafélagið í hyggju að skera upp herör gegn svona viðhorfum? „Við viljum gera okkar til að breyta þessu en það verða fleiri að leggjast á árarnar með okkur.“ – Er ímynd hinna eldri of nei- kvæð að þínu mati? „Það hugsa margir í dag, eink- um konur, með kvíða til þess að verða fullorðnir. Það er slæmt þar sem við eigum að geta átt áhyggjulaust ævikvöld.“ – Hvað getum við gert til að sem flestir eigi áhyggjulaust ævi- kvöld? „Ég held að samfélagið geti bú- ið betur að hinum öldruðu á ýmsan hátt og verði að gera það. Nú eru of langir biðlistar eftir plássum á heimilum fyrir eldra fólk sem ekki getur lengur verið á heimili sínu. Einnig þyrfti að endurskoða líf- eyriskerfið. Svo getur hver og einn skoðað sinn eigin huga – hvort hann sinni nægilega vel þeim sem honum standa næst og eru orðnir aldraðir. Þetta er mikilvægt.“ – Er starfsemi hins 94 ára Kvenréttinda- félags blómleg um þessar mundir? „Já. Fyrir utan svona ráðstefnur og fundi stöndum við vörð um jafnréttismál á öllum sviðum og látum okkur ekkert óviðkomandi hvað það varðar. Kvenréttindafélagið er ekki eingöngu fyrir konur, þetta er jafnréttisfélag og í því eru nokkrir karlar. Þessi ráðstefna í dag er öllum opin, konum og körl- um, ungum sem öldnum. Hólmfríður Sveinsdóttir  Hólmfríður Sveinsdóttir fædd- ist á Akranesi 18. júní 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands og lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands í stjórnmálafræði með fjölmiðla- fræði sem aukagrein. Hún starf- aði á Vinnumálastofnun frá út- skrift þar til í maí sl. en starfar nú á Iðntæknistofnun sem verk- efnisstjóri á fræðslu- og ráðgjaf- ardeild. Hún er um þessar mund- ir starfandi formaður Kven- réttindafélags Íslands. Samfélagið getur búið betur að hin- um öldruðu á ýmsan hátt FÉLAG sérleyfishafa hefur komið að þeirri endurskipulagningu á fyr- irkomulagi sérleyfa til fólksflutn- inga sem samgönguráðuneytið hef- ur verið að vinna að og greint var frá í Morgunblaðinu í vikunni. Oddur Einarsson, framkvæmda- stjóri BSÍ, hefur komið að málinu fyrir hönd félagsins og í samtali við Morgunblaðið sagði hann það óhjá- kvæmilegt að samþjöppun ætti sér stað í greininni til að ná fram hag- kvæmni í rekstrinum og sérleyfum yrði því fækkað í framtíðinni. Færa þyrfti reksturinn til nútímalegra horfs. Oddur benti á að hin síðari ár hefðu nokkrir smærri sérleyfishaf- ar hætt starfsemi og stærri fyr- irtæki tekið við þeirra sérleyfum. Einnig hefðu fyrirtæki sameinast í ákveðnum landshlutum og benti Oddur þar á Austurleið og SBS sem sinntu áætlunarferðum um Suðurland og austur á firði. Í raun eru sérleyfishafar færri en fram hefur komið í blaðinu, eða 21 en ekki 24, en þær upplýsingar voru frá Vegagerðinni sem sér um út- gáfu sérleyfa. Sérleyfishafar í viðræðum um samstarf eða samruna Oddur sagði að eins og sam- gönguráðherra hefði bent á í Morgunblaðinu væri ákveðið óhag- ræði í rekstri sérleyfishafa á áætl- unarleiðum. Fullur skilningur væri á því innan félagsins að stokka kerfið upp þannig að stuðningur ríkisins yrði réttlætanlegur. Marg- ir sérleyfishafar væru óhressir með þá slæmu afkomu sem áætl- unarferðirnar skiluðu. Samgönguráðuneytið hefur ekki lokið endurskipulagningu á veit- ingu sérleyfa en að sögn Odds mætti helst vænta breytinga á sér- leyfum vegna leiða frá Reykjavík og til Vesturlands, Vestfjarða og Norðurlands. Á þessum svæðum væru fleiri en einn sérleyfishafi að störfum á svipuðum leiðum. Í því sambandi upplýsti Oddur að sér- leyfishafarnir væru í viðræðum um hugsanlega samvinnu eða sam- runa. Samþjöppun er óhjákvæmileg Talsmaður Félags sérleyfishafa um fækkun sérleyfa GAGNGERAR endurbætur standa nú yfir á fyrstu hæð Radisson SAS Hótel Sögu. Verið er að endurnýja gestamóttöku hótelsins, veit- ingasalurinn Skrúður stækkaður og Mímisbar breytt úr dansstað í píanóbar og koníaksstofu. Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri á Sögu, segir að lítið hafi verið hreyft við innréttingum á fyrstu hæð hótels- ins frá því það var opnað í júlí 1962 og því hafi verið tímabært að færa húsnæðið í nútímalegra horf þar sem nýjum tíðaranda og al- þjóðastraumum væri fylgt. Christian Lundvall innanhúss- arkitekt hannaði breytingarnar en hann hefur unnið mikið við Radis- son SAS-hótelkeðjuna. Spurð hvort einhverjar skipulagsbreyt- ingar hefði þurft að gera á rekstr- inum meðan á framkvæmdum stæði sagði Hrönn að gestamót- takan væri til bráðabirgða í norð- urenda jarðhæðar hússins en allar breytingar hefðu verið skipulagð- ar með það að leiðarljósi að gestir hótelsins fyndu sem minnst fyrir þeim. Stefnt er á að opna fyrstu hæð- ina að nýju eftir breytingarnar í mars. Hótel Saga færð í nýjan búning Morgunblaðið/Árni Sæberg Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.