Morgunblaðið - 01.02.2001, Side 4

Morgunblaðið - 01.02.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ „MÁLIÐ er ekki flóknara en það að sonur minn þarf sálfræðimeð- ferð, sem kostar hálfa milljón króna fyrsta árið, og hann þarf að- hald og stuðning meðan á henni stendur,“ segir Einar Kristjáns- son, faðir 25 ára ungs manns sem hefur viðurkennt íkveikju og skemmdarverk við Hvalnes í Lóni og hefur áður hlotið dóma fyrir af- brot. Farið var fram á gæsluvarð- hald yfir unga manninum til 28. febrúar en ekki var orðið við þeirri kröfu sýslumanns. Einar Kristjánsson segir að son- ur hans hafi ekki verið greindur með brennusýki heldur úrskurð- aður með einhvers konar sjálfs- eyðingarhvöt og sé hann haldinn mikilli reiði út í samfélagið og allt og alla. Við drykkju magnist þessi reiði og geti þá brotist út í af- brotum. Lenti í sjóslysi fyrir áratug Fyrir áratug lenti sonur Einars í sjóslysi á skólabáti í Hornafjarð- arósi. Hann náði að synda í land ásamt fjórum félögum sínum en tveir fórust. Segir Einar son sinn hafa sýnt mikla rökhugsun og þeir allir raunar búið yfir líkamlegum burðum til að geta synt í land sem var um hálf sjómíla við mjög erf- iðar aðstæður. Einar segir að eftir þennan atburð hafi hegðan sonar hans gerbreyst en hann kveðst ekki geta útskýrt það nánar. Einnig komust foreldrarnir að því þegar hann var 12–13 ára að hann hafði lent í alvarlegu einelti í skóla og segir faðirinn miður að það skyldi ekki hafa uppgötvast fyrr og geti það einnig átt þátt í ástandi hans í dag. „Eftir sjóslysið fer hann að drekka og sýna slæma hegðun en aldrei fengum við hjálp þótt við leituðum eftir henni. Þá höfðum við löngu áður áttað okkur á því að hann þurfti aðstoð. Þegar hann svo brýtur fyrst af sér 17 ára gamall leituðum við til geðdeildar Land- spítalans en komum þar að lok- uðum dyrum. Á fimm mínútum er úrskurðað að sonur minn eigi ekki erindi þangað. Geðlæknir ræddi við son okkar og eftir tiltölulega stutt viðtal, trúlega kringum fimm mínútur, segir hann að hann eigi bara að fara í afvötnun og hætta að drekka. Það kom ekki til greina að setja hann í neina meðferð hjá geðlækni og þá var heldur ekki rætt neitt um réttargeðdeild eða annað. Við leituðum áfram og komum honum hins vegar inn á Tinda þótt hann væri að verða of gamall þar, nærri 18 ára. Þegar hann kom þaðan var enga eftirmeðferð að fá og hann leiddist út í afbrot. Þá voru einu úrræðin að setja hann inn.“ Verði honum og öðrum til góðs Faðirinn segir að pilturinn hafi verið dæmdur síðar með skilorði og hafi þá átt að setja honum til- sjónarmann til stuðnings. Það hafi ekki gengið og engin úrræði hafi fundist honum til hjálpar. Faðirinn segir Kvíabryggju vera mannúð- legan stað en þar afplánaði sonur hans um tíma. Það sé Litla-Hraun hins vegar ekki. Hann segir son sinn smám saman vera að átta sig á því að hann þarfnist hjálpar og meðferðar og því sé hann nánast á byrjunarreit aftur. Núna fyrst sé hann tilbúinn í meðferð og það sem vanti sé aðhaldsmeðferð sem fremur sé fáanleg hjá sálfræðing- um og geðlæknum. „Sálfræðiaðstoðin er bæði hon- um og okkur foreldrunum ofviða fjárhagslega en það er eina hjálpin sem myndi duga honum. Þurfi menn meðferð hjá sálfræðingi verða viðkomandi að greiða hana sjálfir. Það sem ég vil er að þetta sam- tal leiði af sér er eitthvað gott fyr- ir son minn og aðra sem ég veit að eru í sömu sporum en ég þykist vita að þeir eru margir,“ sagði Einar Kristjánsson að lokum. Faðir unga mannsins, sem játað hefur íkveikju í Hvalnesi í Lóni, um feril sonarins Þarf sálfræðimeðferð og frekari stuðning SEX tonna trilla, Sigtryggur ÍS 284, strandaði utan við eyrina við Sandgerðishöfn um kl. 3.30 í nótt. Báturinn var að koma úr línuróðri er hann steytti á eyrinni. Tveir menn voru í bátnum og sakaði þá ekki. Björgunarsveitin Sigurvon fór á Björgunarskipinu Hannesi Hafstein bátnum til aðstoðar ásamt dótt- urbátnum Sigga Guðjóns, sem kom taug í Sigtrygg og dró hann á flot. Þó nokkur hreyfing var á strand- stað og mikill leki í vélarrúmi báts- ins. Siggi Guðjóns dró Sigtrygg til hafnar í Sandgerði en þar á bryggj- unni beið Slökkvilið Sandgerðis með dælur og dældi sjó úr vél- arrúmi bátsins þar til öflugur krani kom og hífði bátinn á land. Töluverðar skemmdir urðu á skrúfum og stýrisbúnaði bátsins auk skemmda í vélarhúsi sem fyllt- ist af sjó. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Siggi Guðjóns kom með Sigtrygg að bryggju í Sandgerði. Strandaði við Sandgerði Sandgerði. Morgunblaðið. HÉRAÐSDÓMUR Austur- lands hafnaði í gær gæsluvarð- haldskröfu sýslumannsins á Höfn í Hornafirði yfir karl- manni á þrítugsaldri sem hefur játað á sig skemmdarverk að bænum Hvalnesi í Lóni og hafa orðið valdur að bruna bæjarins. Sýslumaður fór þá fram á að maðurinn væri úrskurðaður í nálgunarbann að jörðinni Hval- nesi og féllst héraðsdómur á þá kröfu. Manninum er þó heimil för um þjóðveg 1 sem liggur um jörðina. Krafan um gæsluvarðhald byggðist á því að maðurinn væri líklegur til að halda áfram afbrotum á meðan mál hans væri í rannsókn. Gæsluvarð- hald væri nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sak- borningsins. Á þetta féllst hér- aðsdómur ekki. Gert að sæta nálgun- arbanni Kröfu um gæslu- varðhald hafnað ÁRVISSAR pestir eru nú að ganga yfir landið og hafa margir vinnustað- ir fundið fyrir því, að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Hann sagði að samt væri ekki enn búið að greina inflúensu ársins, en þó mætti gera ráð fyrir því að hún myndi herja á landsmenn á næstu dögum eða vik- um. Aðspurður sagði Sigurður að fyrir utan það að láta bólusetja sig á haustin, væri harla lítið sem fólk gæti gert til þess að forðast inflúens- una. „Nema hugsanlega eitt og það er að gæta þess að þvo sér vel um hendurnar reglulega,“ sagði Sigurð- ur. „Því gagnstætt því sem margir telja þá er ýmislegt sem bendir til þess að svona pestir smitist jafnvel frekar við snertingu en með hósta eða úða.“ Sigurður sagði að athyglisverð til- raun sem gerð hefði verið í Háskól- anum í Wisconsin í Bandaríkjunum hefði sýnt fram á þetta. Þá hefði hóp- ur stúdenta verið sýktur í nef með kvefveiru og nemendurnir síðan settir í sal með öðrum stúdentum sem ekki hefðu verið sýktir. Hann sagði að eftir að hafa verið saman í sólarhring hefðu nánast allir í saln- um verið búnir að sýkjast af kvef- veirunni. Að sögn Sigurðar var sama tilraun endurtekin, nema hvað að sérstakur kragi var settur á þá sem voru sýktir í nefið með kvefveirunni, þannig að þeir gátu ekki snert á sér andlitið. Hann sagði að eftir sólarhring hefði smittíðnin verið miklu minni hjá þessum hópi en þeim fyrri, sem benti til þess að snerting hefði mikil áhrif á smit. „Þannig að það er ekki slæmt hjá fólki sem er með kvefpestir að gæta þess að þvo á sér hendurnar reglu- lega.“ Landlæknir segir inflúensuna vera á leiðinni til landsins Veikindi farin að segja til sín á vinnustöðum OLÍUFÉLÖGIN hafa öll ákveðið að breyta verði á eldsneyti frá og með deginum í dag, 1. febrúar, vegna þró- unar á heimsmarkaði. Bens- ínlítrinn hækkar um 2,50 krónur þar sem verð á heims- markaði hefur hækkað að undanförnu. Hins vegar lækkar verð á dísilolíu og flotaolíu um 1,60 kr. á lítra sökum verðþróunar niður á við á sömu mörkuðum. Svart- olíuverð helst óbreytt. Eftir verðbreytingarnar er almennt lítraverð á 95 oktana bensíni, miðað við fulla þjón- ustu á bensínstöð, 94,30 krón- ur og 99 krónur á 98 oktana bensíni. Dísilolía fer niður í 45,70 krónur á hvern lítra og flotaolía í 33,10 krónur. Bensín hækkar en dísilolía lækkar VERÐ á áfengi og tóbaki hækkar núna um mánaðamótin hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR. Bjór hækkar að meðaltali um 0,20% og annað áfengi að meðaltali um 0,71%. Samkvæmt tilkynningu frá ÁTVR stafa þessar verðhækkanir af nýju verði innflytjenda á áfengi. Verð á tóbaki hækkar í dag að meðaltali um 1,88%. Sígarettur hækka um 1,84% að meðaltali og vindlar um 3,20%. Að sögn ÁTVR er þessi hækkun rakin til gengishækk- unar dollars og evru. Tóbak og áfengi hækkar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.