Morgunblaðið - 01.02.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.02.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Það var vel við hæfi að ljúka samkomunni með „Ó Guð vors lands, ó lands vors guð“. Á GRUNDVELLI samstarfssamn- ings milli Íslands og Færeyja, sem gerður var fyrir nokkrum árum og nefnist FITUR, er starfræktur sjóð- ur sem veitir styrki til að bæta ferða- þjónustu í löndunum. Frestur til að skila inn styrkumsóknum til Ferða- málaráðs Íslands og Ferðaráðs Fær- eyja rennur út 1. mars. Samningur landanna gildir til 2002 og leggur hvort um sig fram 10 milljónir króna á ári. Á samningstímanum er stefnt að því að fjölga farþegum milli land- anna um að minnsta kosti 30%. FITUR veitir styrki m.a. vegna náms í tengslum við ferðaþjónustu, samstarfs innan ferðaþjónustugeir- ans og milli landanna og markaðs- setningar í ferðaþjónustu. Styrkir hafa verið veittir til íþróttafélaga, skóla og námsstofnana, samtaka at- vinnulífsins, sveitarfélaga og vina- bæja þessara grannþjóða. Í samningnum er lögð áhersla á að íbúar landanna ferðist meira inn- byrðis og er fjallað sérstaklega um samskipti í atvinnu- og menningar- málum, vinabæjartengsl og íþrótta- og námsferðir, enda sé um að ræða samskipti sem líkleg eru til að mynda tengsl og auka skilning á milli þjóðanna. Til að auka þessi sam- skipti mun FITUR veita styrki til ofangreindra aðila, enda séu mark- mið heimsóknanna skýr og í anda samstarfsins. Fjölga á farþegum milli Ís- lands og Færeyja um 30% Ráðstefna um stöðu löggjafarþinga Hvert stefnir valdið? LögfræðiAkademíanog Félag stjórn-málafræðinga stendur næstkomandi laugardag, 3. febrúar, fyrir ráðstefnu um stöðu þjóð- þinga og framkvæmda- valds á Norðurlöndum, undir yfirskriftinni „Hvert stefnir valdið“. Fer ráð- stefnan fram í húsnæði ReykjavíkurAkademíunn- ar að Hringbraut 121, 4. hæð, og stendur frá kl. 10 til 15, með stuttu hádegis- hléi. Guðmundur Heiðar Frí- mannsson, deildarforseti kennaradeildar Háskólans á Akureyri, er formaður LögfræðiAkademíunnar. Hann var fyrst spurður um tilefni ráðstefnunnar. „Á síðastliðnu ári var þetta félag – LögfræðiAkademían – stofnað, en tilgangurinn með stofnun þess var ekki sízt að efla skoðanaskipti og umræðu um stjórnskipun í landinu, m.a. um smáríki og annað sem tengist ís- lenzkum aðstæðum á þessu fræða- sviði. Tilgangurinn með þessari ráð- stefnu er sá, að fá vandaða fræði- menn af Norðurlöndum til að fara yfir þau aðalatriði í breytingum á stjórnskipan sem hafa átt sér stað á Norðurlöndum á síðustu 5–10 árum. Undanfarinn áratug hafa fræði- menn fjallað töluvert um vald- mörk milli stofnana lýðræðisríkis- ins. Umfjöllun af þessu tagi hefur verið áberandi í tengslum við sam- runaferlið í Evrópu. Meðal þess sem rannsakað hefur verið er staða löggjafarþinga í stjórnskipuninni og með þessari ráðstefnu viljum við kynna þessa fræðiumræðu fyrir Íslendingum.“ – Verður leitazt við að svara ein- hverjum ákveðnum spurningum? „Það má segja að meginspurn- ingarnar séu þessar: Hvort orðið hafi afgerandi breyting á síðustu árum á jafnvægi valdastofnana ríkisins og, ef svo er, hvert valdið stefni. Færist það frá löggjafar- þingunum til framkvæmdavalds- ins? Stefnir það frá innlendum stjórnvöldum til yfirþjóðlegra stofnana, eða hvort tveggja? Ennfremur verður hugað að því hvaða áhrif þátttakan í EES og ESB hefur haft á hinar þrjár greinar ríkisvaldsins.“ – Til hverra vilja aðstandendur ráðstefnunnar höfða? „Þeir sem við erum að reyna að ná inn á svona ráðstefnu er satt að segja eins víður hópur og mögu- legt er, þ.e.a.s. allir þeir sem hafa áhuga á stjórnmálum og eiginleg- um grunnatriðum stjórnmála í landinu. Stjórnskipan er ákveðin forsenda fyrir stjórnmálum og það er eðlilegt að menn velti a.m.k. stundum fyrir sér hvaða forsend- ur er eðlilegt að gefa sér og hvaða forsendur er eðlilegt að búa við þegar menn eiga pólitísk sam- skipti. Umræða eins og þessi ætti meðal annars að þjóna þeim tilgangi að draga fram breyt- ingar bæði sem orðið hafa og eru að verða í samskiptum milli stofn- ana hins þrígreinda rík- isvalds, sem við búum við á Norðurlöndum, og líka hvaða hugmyndir eru uppi um þessar breytingar.“ – Hverjir munu taka til máls á ráðstefnunni og hvað munu þeir fjalla um? „Það eru fimm fyrirlesarar á ráðstefnunni, tveir íslenzkir og þrír af hinum Norðurlöndunum. Í fyrsta erindinu fjallar Joakim Nergelius við háskólann í Lundi um löggjafarþingin á Norðurlönd- um. Síðan mun Sigurður Líndal, prófessor við Háskóla Íslands, ræða um sögulega stöðu Alþingis í stjórnskipun á Íslandi. Þriðji fyr- irlesarinn er prófessor við Ósló- arháskóla, Eivind Smith að nafni. Hann mun reyna að svara því hvort þátttakan í Evrópska efna- hagssvæðinu hefur breytt valda- jafnvæginu milli löggjafar- og framkvæmdavalds í Noregi. Sá fjórði er Claus Larsen-Jensen, formaður Evrópumálanefndar danska þingsins; hann mun ræða um fullveldi danska þjóðþingsins gagnvart Evrópusambandinu. Síðasta fyrirlesturinn flytur Ólafur Þ. Harðarson, prófessor við Háskóla Íslands. Hann mun leita svara við spurningunni „Fara völd þjóðþinga þverrandi?“ og hann mun kynna rannsókn á viðhorfum norrænna þingmanna til þess. Í lokin mun svo Guðmundur Al- freðsson, prófessor í Lundi, reyna að draga saman í eina niðurstöðu megininntak fyrirlestranna.“ – Mun gestum á ráðstefnunni gefast færi á að taka þátt í um- ræðum? „Já, hugmyndin er sú, að menn fái tækifæri til að spyrja fyrirles- arana hvern fyrir sig örstutt í lok hvers erindis, en síðan seinni part- inn, þ.e. síðasta klukku- tímann, milli kl. tvö og þrjú síðdegis, verði pallborðsumræður þar sem gestum verði gef- inn kostur á að leggja frekari spurningar fyr- ir fyrirlesarana og að þeim gefist sjálfum færi á að ræða saman bæði um það sem komið hefur fram og ýmislegt sem þeir vilja kannski ræða frekar en þeim var unnt í sínum fyrirlestr- um. Umræðurnar verða á ensku, en erindin ýmist á ensku eða dönsku.“ Guðmundur Heiðar Frímannsson  Guðmundur Heiðar Frímanns- son fæddist á Ísafirði árið 1952. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1972, BA í heimspeki og sálfræði með heim- speki sem aðalgrein frá Háskóla Íslands árið 1976. Hann lauk doktorsprófi í heimspeki frá há- skólanum í St. Andrews í Skot- landi árið 1992. Frá því ári hefur hann starfað við Háskólann á Akureyri og gegnir nú stöðu deildarforseta kennaradeildar skólans. Guðmundur er kvæntur Elísabetu Hjörleifsdóttur, hjúkr- unarfræðingi, og eiga þau fjögur börn. Ljósi varpað á breytingar á samskiptum hins þrígreinda ríkisvalds
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.