Morgunblaðið - 01.02.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.02.2001, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ REYKJAVÍKURBORG ætlar að greiða niður skuldir um 2,6 milljarða kr. á næstu þremur árum, samkvæmt þriggja ára áætlun um rekstur, fram- kvæmdir og fjármál borgarinnar. Jafnframt er gert ráð fyrir því að rekstrarútgjöld málaflokka verði u.þ.b 76% af tekjum á tímabilinu og á næsta ári, árinu 2002, verður gerð krafa um 2% hagræð- ingu í óbundnum rekstrarútgjöldum allra mála- flokka. Síðari umræða um þriggja ára rekstraráætl- unina fer fram í dag, en samkvæmt sveitarstjórna- lögum er slík áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélaganna rammi um árlegar fjár- hagsáætlanir þess. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg af þessu tilefni að sú stefna hafi verið mörkuð á yf- irstandandi kjörtímabili að setja þau mál í fyr- irrúm sem lúti að menntun og aðbúnaði barna. Það endurspeglist í þessari áætlun, því hlutdeild fræðslumála haldi áfram að vaxa og samanlagt vaxi hlutdeild leik- og grunnskóla í rekstri borg- arsjóðs úr tæpum 48% í 50% á tímabilinu. Þá taki byggingar grunn- og leikskóla til sín um 63% af því fé sem ætlað sé til byggingaframkvæmda á vegum borgarsjóðs á árunum 2002-2004. Þá kemur fram að í skipulagsmálum verði lokið við nýtt aðalskipulag sem unnið sé á grundvelli þess svæðisskipulags sem nú sé í burðarliðnum. Aukin áhersla verði lögð á þéttingu byggðar og samhliða uppbyggingu í Grafarholti verði skipu- lögð ný byggð í Höllum, Hamrahlíðarlöndum og Norðlingaholti. Stefnt sé að því að úthluta lóðum fyrir að meðaltali 650 íbúðir í Reykjavík árlega. Einnig kemur fram að gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt á næsta ári og sama gildi um álagningarhlutföll fasteigna- gjalda. Gert er ráð fyrir að heildarskuldir borgarsjóðs verði komnar niður í rösklega 30% af skatttekjum í árslok 2004, en þegar hlutfallið hafi verið hæst árið 1994 hafi það verði 123,7%. Í ár stefni þetta hlutfall niður fyrir 50%. Skuldir samstæðunnar hækka um 1.300 milljónir króna Ef hins vegar litið er til heildarskulda samstæð- unnar, þ.e. borgarsjóðs og fyrirtækja í eigu borg- arinnar, er gert ráð fyrir að heildarskuldirnar hækki frá árslokum 2001 til ársloka 2004 um 1.300 milljónir kr. og fari úr 32,8 milljörðum kr. í 34,1 milljarð króna. Þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar Skuldir borgarsjóðs greiddar niður um 2,6 milljarða króna GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra telur að miðað við breytt- ar aðstæður þurfi íslenskir kúa- bændur að endurskoða þau áform sín að flytja inn fósturvísa úr norsk- um kúm. Kúabændur þurfi að gera upp hug sinn áður en hann fari að afturkalla það leyfi sem kúabænd- um var veitt í nóvember sl. til að flytja inn fósturvísa í tilraunaskyni. Þetta kom fram í máli hans á fundi með fréttamönnum í gær um álits- gerð Eiríks Tómassonar lagapró- fessors um kjötinnflutning frá kúa- riðulandinu Írlandi. „Kúabænda vegna hef ég áhyggj- ur af þessum málum,“ sagði Guðni og átti allt eins von á að kúabændur hættu við þessi áform í bili. Fulltrúaráð Landssambands kúa- bænda kemur saman fljótlega til að ræða fósturvísana og einnig hefur tillögu stjórnar Bændasamtakanna um frestun á innflutningnum verið vísað til Búnaðarþings, sem haldið er í byrjun mars næstkomandi. Búkolla fær æ fleiri liðsmenn Guðni minnti á að hann hefði á sínum tíma tekið sér langan um- hugsunarfrest undir feldinum fræga um það hvort innflutningur fóstur- vísanna skyldi heimilaður. Hann gaf í skyn að hefði hann tekið sér lengri tíma til umhugsunar, kannski á annan mánuð, hefði hann jafnvel komist að annarri niðurstöðu, þ.e. að heimila ekki innflutninginn. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að andstaða við innflutning fósturvísanna fer vaxandi meðal kúabænda hér á landi og bænda al- mennt. Þannig hafa stöðugt fleiri gengið til liðs við Búkollu, félag áhugamanna um íslensku kúna. Í félagatali Búkollu voru í gærkvöldi komnir um 1.600 manns, þar af fjöl- margir kúabændur, og bættist stöð- ugt við töluna á meðan þessi frétt var skrifuð. Fyrir fáum dögum voru um 1.300 manns skráðir í félagið. í félaginu. Kannanir Búkollu meðal kúabænda víða um land hafa sýnt mikla andstöðu við innflutninginn og er andstaðan einkum af völdum kúariðufársins í Evrópu. Kúabænd- ur Landbúnaðarráðherra um innflutning fósturvísanna Kúabændur þurfa að endurskoða hug sinn Andstaða við innflutninginn fer vaxandi ÍSLENSKA ríkinu var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur gert í gær að greiða konu 200 þúsund krónur í miskabætur vegna gæsluvarðhalds sem hún var úrskurðuð í vegna fíkniefna- máls. Konan var sýknuð af því í Héraðsdómi á sínum tíma. Fór hún fram á rúmlega 8 milljónir króna í bætur. Konan sat í gæsluvarðhaldi í 11 daga 1999 og var sett í far- bann í sjö mánuði. Hún var ákærð fyrir aðild að smygli á tæplega þúsund e-töflum, en var sýknuð í Héraðsdómi og var málinu ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Hún gerði kröfu um skaðabætur að fjárhæð kr. 8.065.000 með dráttarvöxtum frá þingfestingardegi 29. júní sl. til greiðsludags. Stefnandi krafðist bóta vegna gæsluvarðhalds að ósekju, en konan sat í gæslu- varðhaldi frá 9. júlí 1999 til 20. júlí sama ár. Þá krafðist hún bóta vegna farbanns sem hún sætti frá 20. júlí sama ár til 24. febrúar 2000. Stefnandi krafð- ist annars vegar bóta vegna tekjutaps og hins vegar miska- bóta. Tekjutap ekki sannað Samkvæmt 2. mgr. 175. gr. laga nr. 19/1991 skal bæta fjár- tjón og miska, ef því er að skipta. Þóttu miskabætur til stefnanda hæfilega ákveðnar 200.000 krónur með dráttar- vöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá 29. júní s.l. til greiðsludags. Stefnandi þótti ekki hafa lagt fram þau gögn sem nægðu til að staðreyna tekjutap hennar meðan hún sat í gæsluvarðhaldi. Var stefndi því sýknaður af kröfu stefn- anda að þessu leyti. Málskostnaður milli aðila var felldur niður og allur gjafsókn- arkostnaður stefnanda af mál- inu, þar með talinn málflutn- ingsþóknun lögmanns hennar, 300.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, greiðist úr ríkissjóði. Hjörtur O. Aðalsteinsson héraðsdómari kvað upp dóm- inn. Fær miska- bætur vegna gæsluvarð- halds að ósekju BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra hefur skipað Má Vilhjálmsson, sérfræðing í menntamálaráðuneyt- inu, í embætti skólameistara Menntaskólans við Sund til fimm ára frá 15. febrúar 2001 að telja. Fjórar umsóknir bárust um emb- ættið sem sendar voru skólanefnd Menntaskólans við Sund til umsagn- ar. Skólanefndin mælti einróma með því að Má Vilhjálmssyni yrði veitt embættið. Skipun í emb- ætti skóla- meistara MS STEINÞÓR Júlíus- son, fyrrverandi bæj- arstjóri í Keflavík, lést á heimili sínu 24. janúar síðastliðinn. Hann var fæddur á Siglufirði 4. apríl 1938 og var því á 63. ald- ursári. Foreldrar Steinþórs voru hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir og Júlíus Einarsson. Steinþór missti föður sinn ungur og ólst upp hjá móður sinni, sem ferðaðist víða um land vegna starfa sinna sem ráðskona. Sótti Steinþór barnaskóla m.a. á Siglufirði, Akureyri, í Reykjavík og Keflavík. Steinþór lauk prófi frá Versl- unarskóla Íslands vorið 1958 og eftir nám starfaði hann hjá Magn- úsi Z. Sigurðssyni við fiskútflutn- ing. Hann var bæjar- ritari hjá Keflavíkurbæ árin 1967 til 1980 er hann gerðist bæjarstjóri og gegndi því embætti til ársins 1986. Eftir það hóf hann ásamt fjöl- skyldu sinni undir- búning að stofnun Flughótels í Keflavík. Rak hann það til árs- ins 1999. Steinþór tók þátt í félagsmálum, var félagi í Oddfellow- stúkunni Nirði og Lionsklúbbi Keflavíkur. Einnig starfaði hann mikið fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, var m.a. í stjórn Heimdallar og SUS og gegndi öðr- um trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Eftirlifandi kona Steinþórs er Sigrún Hauksdóttir og eignuðust þau fjögur börn. Andlát STEINÞÓR JÚLÍUSSON FRAMKVÆMDIR við nýjan Barna- spítala Hringsins á lóð Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut ganga vel. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er sjálf uppsteypan örlítið á eftir áætlun en verktakinn á að skila húsinu fullkláruðu að ut- an síðla sumars, ásamt fullfrágeng- inni lóð. Bjóða á innréttingar og uppsetningu búnaðar út í vor og stefna framkvæmdaaðilar að því að taka nýjan barnaspítala í notkun 1. ágúst árið 2002.Barnaspítalinn er 6.800 fermetrar að stærð á fjórum hæðum og kjallara. Heildarkostn- aður við bygginguna, ásamt öllum tækjabúnaði, er á bilinu 1.300 til 1.400 milljónir króna. Morgunblaðið/Jim Smart Byrjað var að steypa upp nýjan barnaspítala á lóð Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut vorið 2000 og á verktakinn, Ólafur og Gunnar ehf. byggingarfélag, að skila byggingunni fullfrágenginni að utan seinni hluta sumars í ár. Taka á spítalann í notkun um mitt næsta ár. Framkvæmdir ganga vel HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hef- ur dæmt karlmann á fimmtugsaldri til greiðslu 200.000 króna sektar fyrir að skjóta tvo hreindýrstarfa á Skjöld- ólfsstaðaheiði fyrrihlutann í ágúst á síðasta ári. Maðurinn játaði sök sína fyrir dómi. Hann hafði ekki veiðileyfi fyrir dýrunum og var ekki í fylgd með eftirlitsmanni með hreindýraveiðum. Þá hafði hann ekki veiðikort. Auk sektarinnar var manninum gert að greiða allan sakarkostnað auk þess sem riffill hans var gerður upp- tækur. Logi Guðbrandsson kvað upp dóminn. 200.000 króna sekt fyrir hrein- dýrsdráp ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.