Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ eru ekki margir rithöfundar sem lagt hafa sig eftir því yfirlætis- lausa formi sem fengið hefur heitið örleikrit. Eins og nafnið bendir til eru örleikrit stutt, allt frá nokkrum línum og upp í fáeinar blaðsíður, 1–10 mínútur í flutningi. Hvenær örleikriti sleppir og einþáttungur tekur við er ekki gott að segja en líklega skilur á milli við 10 mínútna markið. Kjartan Árnason sendi frá sér safn örleikrita fyrir jólin en áður hafði hann gefið út örleikrit árin 1994–95. Að þessu sinni eru örleikritin 20 að tölu, skipt upp í fjóra kafla eftir efnislegu innhaldi þar sem þjóðerniskennd, matarást, samtíningur og mannleg örlög eru sameiningarþemu. Öll eiga örleikrit- in það sameiginlegt að vera lipurlega skrifuð, samtölin oft fyndin og hvass broddur í innihaldinu. Á vissan hátt má segja að örleikrit sé hentugt ádeiluform þar sem persónusköpun er ávallt einföld (vegna tímans) og atburðarás skýr, en þetta tvennt ásamt miklu hugmyndaflugi eru aðal- einkenni Kjartans sem höfundar. Húmor Kjartans nýtur sín einnig vel og hann teflir saman andstæðum og fáránleika á ýmsa vegu, svo úr verður oft kaldranaleg gamansemi. Örleikrit- ið Fjölmyrðill er ágætt dæmi um þetta: þar er illa máli farin fréttakona á morðstað að spyrja rannsóknarlög- reglumann spjörunum úr, tillitsemi við hinn látna og aðstandendur hans er víðs fjarri og í ljós kemur að hún hefur fjarlægt morðvopnið, gaffal, úr baki fórnarlambsins. Þá er annað leikrit um tvo risahumra, annar matsveinn, hinn útvarpsmaður. Viðfangsefni þeirra er matreiðsla smámenna sem bragðast svo ljómandi vel ef þeim er stungið lifandi í sjóðandi vatn. Sum örleikritanna geta þó varla kallast meira en leiknar gamansögur, en fyndnar sem slíkar, t.a.m. þar sem tveir menn sitja á bekk í þröngu her- bergi og ræða um hvað þeir hafi fengið marga mánuði og hversu marga mánuði félagar þeirra hafi fengið. Það kemur á daginn að þetta eru rithöfundar að ræða um úthlut- un listamannalauna. Gaman væri að sjá einhver örleik- rita Kjartans sviðsett. Þó hugmynd- ir hans um útfærslu virðist oft býsna langsóttar og illframkvæmanlegar er nánast allt hægt í leikhúsi og vafalaust myndu þau gera sig betur í hugvitsamlegum sviðsbúningi en í bókstaflegri kvikmyndaútfærslu. Sum þessara verka eru þó þess eðlis að þau gera sig jafnvel betur við lestur en við leikinn flutning; eru rit- verk en ekki leikverk. Humrar snæða soðin smámenni BÆKUR Ö r l e i k r i t Eftir Kjartan Árnason. 54 bls. Kilja. Örlagið 2000. LAUN HEIMSINS Hávar Sigurjónsson KRISTJÁN Jóhannsson tenórsöngv-ari og Magnús Baldvinsson bassa-söngvari sungu saman í óperunni Iltrovatore í Óperuhúsinu í Frank- furt um helgina. Sýningin hefur fengið góðar viðtökur og var Kristjáni líkt við Pavarotti í dómi í þýsku blaði. Í umsögn um uppfærsluna í Frankfurter Neue Presse segir að geislað hafi af Kristjáni Jóhannssyni í anda Pavarotti, og er söngstíl hans lýst sem kraftmiklum og duttlunga- fullum, í anda ítalskrar sönghefðar. Kristján hlær þegar hann er spurður um meinta duttl- unga í söngstíl sínum. „Maður verður nátt- úrlega að leika aðeins við áhorfandann, kitla hann svolítið. Til þess er maður nú þarna,“ segir hann og bætir því við að honum skiljist á Magnúsi Baldvinssyni að dómurinn sé mjög jákvæður, líkt og reyndar viðtökur áhorfenda og annarra fjölmiðla. „Ég held að við getum verið stolt af þessu,“ bætir hann við. Framtíð Magnúsar björt Magnús Baldvinsson hefur hlotið lof fyrir frammistöðu sína í hlutverki Ferrandós í óp- erunni, en hún var sett upp á síðasta leikári en var tekin aftur til sýninga síðastliðna helgi og þá með Kristjáni Jóhannssyni innanborðs. Kristján fer fögrum orðum um samstarf þeirra Magnúsar og bætir því við að það hafi ekki átt sér stað í mörg ár að hann syngi er- lendis í óperu með Íslendingi. „Hann gerði þetta með miklum sóma,“ segir Kristján. „Ég er nú búinn að syngja með öllum helstu bassasöngvurum veraldar undanfarin 20 ár og vænti mikils af honum. Ef áfram fer sem horfir og hann nær til réttu umboðsmann- anna, held ég að hann geti átt glæsilegan fer- il,“ segir Kristján. Hvað sýninguna sjálfa varðar telur Kristján söngvarana eiga mestan heiður af því hvernig tekist hafi til. Þykir honum leikstjórinn taka á verkinu á þann ný- stárlega máta sem nú sé í tísku, einkum í Þýskalandi. „Menn eru að reyna að hneyksla áhorfandann og fara nýjar leiðir sem virða gamlar hefðir að vettugi. Þessir menn hafa oft litla tilfinningu fyrir óperunni sem leik- húsformi. Þetta gekk hins vegar vel þar sem söngvarar náðu að vinna vel saman auk hljómsveitarstjórans.“ Kristján segir að lokum að alltaf sé nokkur skortur á hinum stóru röddum sem henti í óp- erur Verdis og Puccinis. Stærstur hluti óp- erusöngvara sérhæfi sig í lýrískum röddum Mozart-óperanna. Því telur hann að mikill fengur sé í Magnúsi sem henti mjög vel í bassahlutverk Verdis. „Við getum ekki annað en boðið hann velkominn í þann hóp,“ segir Kristján og slær þannig á létta strengi. Þegar Kristján er spurður hvað sé á döfinni á næstunni svarar hann því að það sé einfald- lega allt vitlaust að gera. „Ég er á leiðinni til Vín núna á eftir, en þar syng ég í þremur óp- erum,“ segir Kristján en í framhaldinu liggur leið hans m.a. til Aþenu, Hamborgar, Veróna, Baltimore og Buenos Aires. Þannig er óhætt að segja að Kristján verði á ferðinni um ver- öldina þvera og endilanga á næstunni. Maður verður að leika aðeins við áhorfandann Kristján Jóhannsson Magnús Baldvinsson ÍSLENSKI dansflokkurinn hef- ur ráðið til starfa tvo nýja dans- ara, Hlín Diego Hjálmarsdóttur og Peter Anderson. Hlín Diego útskrifaðist frá Ballett Akademien í Stokkhólmi árið 1995 og lauk listdansnámi við Sænska ballettskólann 1998. Í Svíþjóð starfaði hún við Óp- eruna í Malmö og Moderna Jazz dansensemblen í Stokkhólmi. Hlín starfaði sem gestadansari með Íslenska dansflokknum síð- asta vetur, m.a. í verkinu Diaghilev: Goðsagnirnar eftir Jochen Ulrich en hún lék einnig Kordelíu í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á Lé konungi. Peter Anderson er Breti og hefur starfað m.a. hjá Char- leroi/danse, Diversions Dance og Plan K. Hann tekur þátt í sýningum á Kraak Eet og Kraak Twee eftir Jo Strømgren og Still Moving eftir Rui Horta sem eru frumsamin fyrir Íslenska dansflokkinn og verða frum- sýnd á Stóra sviði Borgarleik- hússins 3. marz. Peter tekur einnig þátt í sýningum Íslenska dansflokksins í Kanada í marz. Jóhann Freyr Björgvinsson og Júlía Gold hafa látið af störf- um hjá Íslenska dansflokknum. Morgunblaðið/Ásdís Hinir nýju dansarar hjá Íslenska dansflokknum, Hlín Diego Hjálm- arsdóttir og Peter Anderson, á æfingu í Borgarleikhúsinu. Tveir nýir dansarar hjá ÍD Í SKÁLHOLTI verður dagskrá um sálmaskáldin sr. Valdimar Briem og sr. Matthías Jochums- son, sunnudaginn 4. febrúar kl. 14. Nú eru níutíu ár síðan Valdimar Briem var vígður vígslubiskup Skálholtsstiftis og afmælisdag hans ber upp á 1. febrúar. Að undanförnu hefur verið uppi sýning í kjallara Skálholtskirkju á myndverkum Katrínar Briem, af- komanda séra Valdimars, sem hún hefur gert við sálma og ljóð hans og lýkur henni nú á mánudag. Guðfræðideild Háskóla Íslands veitti þessum ástsælustu sálma- skáldum Íslendinga heiðursdokt- orsnafnbót á sínum tíma og 14. hefti ritraðar Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem út kom um áramótin, sl. var helgað sr. Valdi- mari. Dagskráin hefst á messu í kirkjunni þar sem sungnir verða sálmar eftir skáldin. Skálholtskór- inn syngur undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar og Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri kirkj- unnar, leikur á orgel. Í Skálholts- skóla kl. 16.15 verða flutt tvö er- indi og hið fyrra flytur Kristinn Kristmundsson skólameistari og fjallar það um líf og skáldskap sr. Valdimars en seinna erindið flytur dr. Pétur Pétursson prófessor og fjallar það um samband trúar- skáldanna tveggja og áhrif þeirra hvor á annan. Lesari með honum er Ingunn Jensdóttir leikkona. Dagskránni lýkur með því að Rósa B. Blöndals rithöfundur flytur ljóð eftir sr. Valdimar Briem. Matthías Jochumsson Valdimar Briem Dagskrá um sálma- skáld í Skálholts- kirkju LORIN Maazel var nú í vikunni valinn stjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar New Yorkborgar og lauk þar með þriggja ára leit að nýjum stjórnanda sveitarinnar að því er greint var frá í dagblaðinu New York Times. Maazel, sem er hljóm- sveitarstjóri, tónskáld og fiðluleik- ari, verður þar með 24. stjórnandi sveitarinnar en einungis þriðji Bandaríkjamaðurinn sem gegnt hefur þessu embætti, er hann tekur við af núverandi stjórnanda, Kurt Masur. Maazel starfar nú sem stjórnandi sinfóníuhljómsveitar Bavaríska rík- isútvarpsins og lýsti hann yfir ánægju sinni með valið í viðtali við New York Times, jafnframt því sem hann hét því að sinna verkum nýrra tónskálda ekki síður en sí- gildum verkum. Hann hefur áður stjórnað sinfóníuhljómsveitum í Berlín, Cleveland, Vín og Pittsburg og býr að mati dagblaðsins yfir þeim stöðugleika og íhaldssemi er forsvarsmenn sinfóníuhljómsveitar- innar leituðu eftir. Sú staðreynd að Maazel er vel þekktur stjórnandi er ekki síður talin honum til tekna þó gagnrýnendur greini nokkuð á um hvort hann búi yfir nægjanlegri hlýju og samskiptahæfni. Stjórnar eftir minni Lítill vafi þykir þó leika á því að Maazel valdi fullkomlega þeirri verkaskrá er notið hefur vinsælda meðal áheyrenda sinfóníuhljóm- sveitarinnar. Þá eru íburðarmiklir stjórnunarhættir hans taldir líkleg- ir til falla tónleikagestum vel í geð, en Maazel hefur m.a. lagt það í vana sinn að stjórna flutningi verka eftir minni og á að baki á fjórða hundrað upptökur af verkum þekktra tónskálda á borð við Moz- art, Beethoven, Mahler og Sibelius svo nokkur séu nefnd. Sá orðrómur hefur verið uppi undanfarnar vikur að Maazel yrði valinn næsti stjórnandi sinfóníu- hljómsveitarinnar, en forsvarsmenn neituðu að staðfesta slíkar fregnir fyrr en nú í vikunni. Almenn ánægja virðist ríkja með valið meðal aðstandenda sveitarinn- ar og eru tónlistarmenn sinfóníu- hljómsveitarinnar ekki hvað síst ánægðir með valið, en Maazel stjórnaði sveitinni á nokkrum tón- leikum í nóvember sl. „Ég er bjart- sýnn á að við höfum nú fengið einn besta stjórnanda í heimi og að hann muni gera okkur að afbragðs góðri sinfóníuhljómsveit,“ sagði Joseph Robinson, fyrsti óbóleikari sveitar- innar. Maazel til New York-sinfóníunnar AP Lorin Maazel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.