Morgunblaðið - 01.02.2001, Side 39

Morgunblaðið - 01.02.2001, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 39 AÐDRAGANDI kjara-samnings grunnskóla-kennara var að mörguleyti óvenjulegur. Samn- ingsaðilar einsettu sér að ná sam- komulagi áður en gildandi samning- ur rann út og það tókst. Forystumenn beggja aðila luku lofs- orði á vinnubrögðin sem viðhöfð voru við samningsgerðina og töldu að þau gætu verið til fyrirmyndar fyrir aðra samninga. Samninga- menn sögðu að um tímamótasamn- ing væri að ræða og að auðveldara ætti eftir að verða að manna skólana með menntuðum kennurum. Nú heyrist hins vegar að óánægja kenn- ara sé svo mikil að sumir kennarar hafi á orði að segja upp störfum verði samningurinn samþykktur. Miðstýrður og ósveigjanlegur samningur Mjög hefur verið gagnrýnt í gegn um árin að kjarasamningur grunn- skólakennara sé of miðstýrður. Í honum er að finna nákvæmar skil- greiningar á vinnutíma, þ.e. hvað kennari á að verja löngum tíma í kennslu, undirbúning o.s.frv. Svig- rúm skólastjóra til að stýra vinnu kennara var aðeins 3 klukkutímar á viku. Mjög margir hafa haldið því fram að þessi ósveigjanlegi kjara- samningur hafi hamlað eðlilegri framþróun í skólastarfi. Segja má að í kjaraviðræðunum í haust hafi forysta grunnskólakenn- ara að nokkru leyti fallist á þessi sjónarmið og sýnt vilja til að mæta þeim gegn því að dagvinnulaun kennara yrðu hækkuð verulega. Í stuttu máli má segja að náðst hafi samkomulag um að í nýjum samn- ingi yrði dregið verulega úr mið- stýringu jafnframt því sem verk- stjórnarvald skólastjóra yrði aukið. Á móti féllust sveitarfélögin á að hækka grunnlaun úr 135 þúsund krónum á mánuði í 190–200 þúsund krónur frá og með 1. ágúst nk. . Nýtt launakerfi Fram til þessa hafa kennarar get- að unnið sig upp launastigann með því að fara á námskeið á sumrin sem hafa sjálfkrafa verið metin í launum. Þetta hefur verið hluti af endur- menntun kennara en einnig mikil- vægur þáttur varðandi staðsetningu þeirra í launastiganum. Skólarnir hafa ekki reynt að stýra því hvaða námskeið kennarar hafa sótt heldur hefur allt frumkvæði komið frá kennurum. Í nýja kjarasamningnum er þetta launakerfi, sem byggist á námskeið- um, lagt fyrir róða og nýtt kerfi tek- ið upp í staðinn. Þetta þýðir að kennara, sem hefur verið duglegur að sækja námskeið og hefur þess vegna náð að klifra upp launastig- ann, verður raðað upp í nýtt launa- kerfi á alveg nýjum forsendum. Kennari, sem ekki hefur sótt nám- náð hafa 55 og 60 ára aldri. Það segir hins vegar ekki nema hálfa sögu þó að þessir kennarar þurfi ekki að kenna jafn mikið og áður því þeim er ætlað að taka að sér önnur störf. Samkvæmt samn- ingnum verða 55 ára kennarar að taka að sér ýmis önnur störf í 2 klukkustundir á viku undir stjórn skólastjóra. Í reynd er því afslátt- urinn ekki lengur fjórar kennslu- stundir heldur tvær. Með sama hætti verður kennsluafsláttur kennara, sem náð hefur 60 ára aldri, ekki níu stundir heldur þrjár. Kennarinn er samkvæmt samn- ingnum skuldbundinn til að vinna sex klukkustundir undir verkstjórn skólastjóra, en þrjár teljast til „óbundinnar viðveru í skólanum til ráðgjafar/handleiðslu“. Þetta hefur valdið mjög mikilli óánægju hjá kennurum, sem eru komnir á þennan aldur eða eru að komast á hann. Kennari á sjötugs- aldri, sem Morgunblaðið ræddi við, sagði að eftir þennan samning þyrfti hann að vinna yfir 300 klukkustundum lengur í skólanum en hann hefði gert samkvæmt eldri samningi (þ.e. 6 stundir x 52 vikur). Segja má að vandinn við þessa umræðu sé sá að samkvæmt eldri samningi átti að heita að kennarar með kennsluafslátt væru að vinna fullan vinnudag eins og aðrir launa- þegar. Í áratugi hefur framkvæmd- in hins vegar verið sú að kennarar hafa einungis skilað þeirri kennslu- skyldu sem talað er um í kjara- samningnum. Kennarar sem kennt hafa meira en skilgreind kennslu- skylda segir fyrir um hafa gert það í yfirvinnu. Þeir sem gagnrýnt hafa samninginn halda því einmitt fram að yfirvinna í skólunum muni minnka með nýja samningnum. Tónlistarkennarar og sérkennar- ar eru einnig óánægðir með sinn hlut, en allir kennsluafslættir voru teknir af þeim í nýja kjarasamn- ingnum. Þessir kennarar líta svo á að þeirra hagsmunum hafi verið fórnað til að ná fram hærri dag- vinnulaunum fyrir allan hópinn. Félagsmönnum hótað? Það kemur í ljós nk. mánudag hvort samningur grunnskólakenn- ara verður samþykktur eða felldur. Formaður Félags grunnskólakenn- ara hefur sagt í fjölmiðlum að ef samningurinn verði felldur séu allar líkur á að það komi til verkfalls í vor. Misjafnt er hvernig þessar yf- irlýsingar hafa verkað á kennara. Margir kennarar segja að yfirlýs- ingarnar byggist á raunsæju mati á samningsstöðunni, en þeir eru líka til sem segja að þarna sé verið að beita félagsmenn hótunum; þ.e. samþykki kennarar ekki samning- inn núna verði haldið á málum þannig að það komi til verkfalls í lok skólaársins. þeir verða þegar nýja launakerfið verður tekið upp 1. ágúst nk. Auk þess treysta ekki allir kennarar skólastjórum til að taka ákvarðanir um laun kennara með þeim hætti að sanngjarnt geti talist. Í nýja kjarasamningnum er ein- göngu miðað við lífaldur við röðun í launaþrep. Þetta þýðir að nýútskrif- aður kennari, sem er 23 ára gamall, og annar, sem er 45 ára, verða á ólíkum launum. Munur á dagvinnu- taxta miðað við þessi aldursmörk getur verið 20–30 þúsund krónur. Þetta hafa kennarar gagnrýnt. Aukin vinnuskylda en óbreytt kennsluskylda Viðkvæmasta atriðið í kjaravið- ræðunum var hvernig ætti að fara með afslátt eldri kennara af kennsluskyldu. Samkvæmt gamla samningnum fá kennarar einnar stundar afslátt frá kennsluskyldu (sem er 28 tímar) eftir 15 ára starf. Þrjár stundir bætast við þegar kennarinn nær 55 ára aldri og fimm stundir bætast við þegar hann verð- ur sextugur. Í kjaraviðræðunum reyndi launanefnd sveitarfélaganna mikið að fá samninganefnd kennara til að afnema þessa afslætti. Kenn- arar samþykktu að gefa eftir af- sláttinn eftir 15 ára starf (eina kennslustund). Ekki var hróflað við kennsluafslætti hjá kennurum sem skeið, getur því hugsanlega verið kominn með svipuð laun og hann. Þetta hefur valdið óánægju hjá mörgum. Í nýja launakerfinu er menntun kennara og stærð bekkja lögð til grundvallar. Kennurum, sem hafa umsjón með bekk, er umbunað sér- staklega. Aukinn er launamunur milli leiðbeinenda (þ.e. þeirra sem ekki hafa formlegt kennarapróf) og menntaðra kennara. Áður var mun- ur á grunnlaunum leiðbeinenda og kennara nokkur þúsund krónur en samkvæmt nýjum samningi getur hann verið á milli 20 og 30 þúsund krónur. Samkvæmt nýja kjarasamningn- um fá skólastjórar sérstakan „launapott“ sem þeim er ætlað að útdeila til kennara. Þessi pottur jafngildir að meðaltali þremur launaflokkum. Samkvæmt nýja kjarasamningnum ber skólastjóra við útdeilingu á launaflokkum til kennara að horfa til verkaskipting- ar innan skólans, ábyrgðar og færni. Ekkert liggur fyrir hvernig skólastjórar koma til með að dreifa þessum peningum til kennara. Kennarar geta ekki treyst því að allir fái þrjá launaflokka því sumir geta fengið einn á meðan aðrir fá 4–5. Borið hefur á því að mörgum kennurum finnst óþægilegt að vita ekki nákvæmlega á hvaða launum Verða samningar grunn- skólakennara felldir? Mikillar óánægju gætir meðal grunnskóla- kennara með nýjan kjarasamning og er talið tvísýnt um að hann verði samþykkt- ur. Óánægjan er tilkomin vegna þess að verið er að gera grundvallarbreytingar á samningnum, m.a. er uppbyggingu á launatöflu breytt. Egill Ólafsson fjallar um þau atriði sem mest óánægja er með. Morgunblaðið/Þorkell Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna og Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, takast í hendur að lokinni undirskrift nýs kjarasamnings 9. janúar sl. Á milli þeirra er Þórir Einarsson ríkissáttasemjari. samþykkis sjúklinga. „Ekki tel ég svo vera, mið- að við þær forsendur að sjúklingur geti sagt sig úr grunninum, sem hann hefur tækifæri til. Ef gert er ráð fyrir upplýstu samþykki þá kemur það til með að hafa gífurleg áhrif á allar faralds- fræðilegar rannsóknir í landinu. Allar rannsókn- ir Hjartaverndar eða Krabbameinsfélagsins verða óframkvæmanlegar nema sjúklingar séu spurðir áður. Það er ekki gert í dag og upplýsing- unum er safnað í gagnagrunna Hjartaverndar og Krabbameinsfélagsins,“ segir Þorvaldur. Páll Magnússon, framkvæmdastjóri sam- skipta- og upplýsingasviðs Íslenskrar erfða- greiningar, var spurður að því hvaða gagn yrði af samningi milli ÍE og Landspítalans ef læknar þar neituðu að framfylgja samningnum nema til kæmi skriflegt samþykki sjúklings. Páll segir að læknar séu ekki lögformlegur samningsaðili ÍE. Það yrði því ÍE algerlega óviðkomandi ef mál æxluðust með þessum hætti. Viðkomandi heil- brigðisstofnun yrði væntanlega að framfylgja lögum, reglugerðum og þeim samningum sem hún hefur gert. „Ég þori ekki að segja til um hvernig fram- kvæmdin á því yrði í smáatriðum ef til þess kæmi að læknar neituðu að hlíta lögum, reglugerðum og fyrirmælum stjórna heilbrigðisstofnana. Framgangsmátinn við vísindarannsóknir yrði með nákvæmlega sama hætti og áður hefur ver- ið. á Íslandi Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa alltaf verið gerðar með ætluðu samþykki sjúk- lings. Hafa læknar stundað rannsóknir sem frá upphafi hafa stangast á við siðareglur þeirra?“ spurði Páll. Morgunblaðið/Sverrir trausts milli LÍ og ÍE þar sem engir einstaklingar eða stofnanir þjóð- félagsins eru lagalega í þeirri stöðu að geta haft eftirlit með því eða séð um að það gangi eftir. Þetta traust er því miður ekki fyrir hendi. Því er þessum viðræðum lokið. Stefna aðalfundar LÍ, sem mörk- uð var á Ísafirði í liðnum ágústmán- uði er alveg skýr. Hún er – að breyta skuli lögum um mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði, þannig að gert verði ráð fyrir skrif- legu samþykki einstaklinga fyrir flutningi upplýsinga úr sjúkraskrám í grunninn. – að fá sérleyfishafann til að fylgja þessari meginreglu verði lögum ekki breytt. Stjórn LÍ mun áfram vinna eftir þessari stefnumörkun á inn- lendum og erlendum vettvangi. Þau drög að reglum um gagnagrunna, sem liggja fyrir WMA, gera ráð fyrir skriflegu samþykki annars vegar og förgun gagna að ósk sjúklings hins vegar. Af öðrum fréttum úr erlendri umræðu um mannréttindi af þessum toga virðist sem hún sé á fleygiferð og því mikilvægt fyrir íslenska lækna að njörva ekki afstöðu sína við siðferðilegar úrlausnir sem kunna að verða úreltar von bráðar. Það er og hefur verið skoðun stjórnar LÍ að einstakir læknar geti tekið þátt í málarekstri fyrir dómstólum til að ná markmiðum sínum, sýnist þeim sú leið vænleg til árangurs. Sú leið er auðvitað fær, að Íslensk erfðagreining taki einhliða ákvörðun um að fara að þeim hugmyndum, sem hún hefur annars vegar lýst áhuga á, þ.e. að leita skriflegs sam- þykkis, og hins vegar gert sjálf til- lögu um, þ.e. að hægt verði að eyða gögnum í grunninum. Þetta ætti að vera hægur vandi fyrir ÍE úr því sem komið er. Það er eðlilegt og raunar mjög mikilvægt að læknar haldi skoðunum sínum á loft þrátt fyrir þá samninga sem heilbrigðisstofnanir, sem þeir vinna við, kunna að gera. Það er borgaraleg skylda okkar. Fari stjórnir heilbrigðisstofnana gegn þessum skoðunum í skjóli laga verð- ur svo að vera. Þær verða að bera ábyrgð á því. Læknar verða ekki neyddir til að taka þátt í því óhappa- verki. Með félagskveðju f. h. stjórnar LÍ, Sigurbjörn Sveinsson.“ t á að yf- rnar við ngum ð þeim. k yfirlýs- desem- þannig að t for- farandi í viðræð- nefnd u á mínar m ég hafði ali við yrir fund marsmán- halda r annar meiri ein- ar leiði til mig til- olítið frá ars ástæð- ekki unn- .“ Um ormaður nu sem átt ra ÍE frá er. For- m að með okkra gera hin- r bæri- ann minn- nst sem g því síður ætti á við- hvað eftir knum full- ki og má rekstur má geta að m aldrei na meints ssara at- ma í sam- rmaður að E 8. ld fyrir ðar. Það rundvöllur eikur og ekki sem mins m við Íslenska erfðagreiningu ta r GUÐRÚN Ebba Ólafsdóttir, for- maður Félags grunnskólakennara, þvertekur fyrir það að kjarasamn- ingur milli launanefndar sveit- arfélaga og grunnskólakennara feli í sér kjaraskerðingu, eins og gagn- rýnt hefur verið. Gagnrýnin hefur beinst að því að ekki sé gert ráð fyrir nægilegum tíma fyrir undirbúning kennara heima fyrir og að framhaldsnám kennara sé ekki fyllilega metið til launa. Nið- urstöður atkvæðagreiðslu um samninginn verða kynntar eftir helgi. „Samkvæmt nýja kjarasamn- ingnum er gert ráð fyrir lágmarks- undirbúningi kennara fyrir kennslu en ekki hámarks eins og í núgild- andi kjarasamningi,“ segir Guðrún Ebba. „Skólastjórar hafa, sam- kvæmt samningnum, ákveðið svig- rúm til að meta þörfina fyrir viðbót- arundirbúningstíma hjá hverjum mun minna metið en endurmennt- unarnámskeið. Þá þurfti kennari að sækja 20 stunda nám- skeið til að fá eitt stig og allt að 20 slík námskeið til að hækka um einn launaflokk. Í nýja samn- ingnum eru þrír launaflokkar vegna endurmenntunar auk áð- urgreindra sex launaflokka vegna framhalds- náms.“ Guðrún Ebba bendir í þessu sam- hengi á samningsákvæði þar sem segir m.a. að með sveigjanlegu upp- hafi og lokum skólastarfs megi skapa svigrúm til að kennarar geti sótt endurmenntun í auknum mæli á starfstíma skóla. Atkvæðagreiðsla um samninginn hófst á mánudag og átti henni að ljúka í gær. Mánudaginn 5. febrúar fer talning atkvæða fram og nið- urstöður verða kynntar samdægurs eða í síðasta lagi á þriðjudags- morgun. það og þessi kjarasamningur ger- ir, rétt eins og aðrir kjarasamn- ingar, ekki ráð fyrir sjálfboða- vinnu launþega.“ Þegar hún er spurð um þá gagn- rýni að framhaldsnám kennara sé ekki metið nægjanlega til launa samkvæmt samningnum segir Guðrún Ebba að samningurinn geri ráð fyrir hækkun um samtals sex launaflokka vegna framhalds- náms. „Samkvæmt gamla kjara- samningnum var framhaldsnám kennara fyrir sig, sem ekki er hægt í gamla samningnum. Sem dæmi má nefna tilvik þar sem kennari er t.d. með nemanda í bekk hjá sér með annað móðurmál en íslensku, mjög marga nemendur, margar greinar, eða fag sem hann hefur ekki kennt lengi. Þetta svigrúm skólastjóra, sem nýi samningurinn gerir ráð fyrir, tel ég vera mjög gott. Samn- ingurinn felur í sér að vinnuvika kennara á starfstíma skólans fari úr tæpum 46 tímum á viku í tæpa 43 tíma. Enginn á að vinna umfram Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður Félags grunnskólakennara Samningurinn felur ekki í sér kjaraskerðingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.