Morgunblaðið - 01.02.2001, Side 44
UMRÆÐAN
44 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GAMLA sovétkerfið
með forsjárhyggju og
miðstýringu allrar
starfsemi var lagt af
fyrir meir en áratug.
Hérlendis hefur síðan
verið aukin miðstýring í
heilbrigðisþjónustunni.
Öllum stóru hátækni-
væddu sjúkrahúsunum
var steypt í einn ríkis-
spítala. Nauðsynlegt
aðhald fæst því ekki
lengur með samanburði
um tilkostnað, gæði eða
viðbragðsflýti þeirra.
Neikvæð áhrif á starfs-
lið eru augljós, spurn-
ingar vakna um metnað
til að skapa því hvetjandi og þrosk-
andi starfsumhverfi og um stjórnun-
arhætti við ákvarðanir og mat á
frammistöðu.
Auðvelt er að rekja neikvæð við-
brögð við hugmyndum þeirra sem
vilja eigin fyrirtæki í heilbrigðisþjón-
ustu, við umræðu samtaka heilbrigð-
isstétta um fjölbreytt rekstrarform,
við hugmyndum um sameiningu
læknastofa í einkarekið sjúkrahús og
við umsóknum heimilislækna um
starfsleyfi á eigin stofum en stöð-
ugildum á heilsugæslustöðvum ríkis-
ins er ekki fjölgað til samræmis við
íbúafjölgun. Fáeinir öldrunarlæknar
starfa hjá hjúkrunarheimilum sjálfs-
eignastofnana sem allar kvarta undan
fjárhagslegum samskiptum við ríkið,
segja mælikvarða ýmist skorta eða
ekki eftir þeim farið og stofnunum
mismunað. Örfáir læknar í sérfræði-
greinum starfa á eigin stofum. Eng-
inn skilur lengur hvers vegna. Þeir
gætu hafa gleymst.
Krabbameinssjúklingar
í skotlínu
Skipan ábyrgðar í lyfjamálum er á
sömu bókina. Formaður nefndar um
hvaða lyf fá markaðsleyfi og skrán-
ingu þeirra er jafnframt formaður
nefndar um lyfjakaup ríkisspítalans.
Hann ræður „samkeppni“ lyfjafram-
leiðenda og lyfsala í viðskiptum við
langstærsta lyfjanotanda landsins og
hverjir mega selja önnur lyf og öðrum
notendum.
Nýleg ákvörðun af svipuðum toga
birtist í reglugerð nr. 948 um
greiðslur almannatrygginga í lyfja-
kostnaði, frá 20. des. sl. Þar segir í
fyrstu grein: „Tryggingastofnun rík-
isins tekur þátt í lyfjakostnaði sjúkra-
tryggðra einstaklinga skv. reglugerð
þessari þegar um er að ræða nauð-
synleg lyf sem læknir
(tannlæknir) hefur ávís-
að og afgreidd eru í
lyfjabúð eða hjá öðrum
þeim sem hafa leyfi til
lyfjasölu, skv. lyfjalög-
um nr. 93/1994 með síð-
ari breytingum. Skil-
yrði er að veitt hafi
verið markaðsleyfi fyrir
lyfið á Íslandi, sbr. þó
11. gr., sbr. 3. gr.“ Í ní-
undu grein segir:
„Tryggingastofnun rík-
isins tekur ekki þátt í
kostnaði lyfja sem eru
S-merkt í gildandi lyfja-
skrám sbr. 8. gr. lyfja-
laga nr. 93/1994 með
síðari breytingum.“
Ég efa að þetta ákvæði standist lög
um almannatryggingar.
Skrá um S-merkt lyf hefur nú verið
kynnt. Augljóst er að hún er samin
undir tónlistinni „það verður að koma
böndum á þetta fólk“. Alvarlegast er
að krabbameinssjúklingum er gert
erfiðar fyrir að fá nauðsynleg lyf, því
öll S-merkt lyf eru notuð af þeim,
þ.m.t. velgjulyfin sem nú heita „melt-
ingarlyf“. Í bréfi ráðuneytisstjóra frá
23. jan. sl. segir að fjárveiting vegna
þessara lyfja verði flutt til Landsspít-
alans og Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri (FSA) „eftir því sem við á“
en ekki til annarra heilbrigðisstofn-
ana. Fleiri bréf hafa verið gefin út til
kynningar á þessari ákvörðun, m.a.s.
af Tryggingastofnun ríkisins, sem er
óskiljanlegt þar sem hún hefur ekkert
lengur með þessi lyf að gera. Í þeim
segir m.a.: „Lyfjastofnun lítur svo á
að ekki þurfi að sækja um undanþágu
til notkunar S-merktra lyfja, enda er
um sjúkrahústengda meðferð að
ræða, á ábyrgð viðkomandi læknis og
kostnaðurinn greiddur af því sjúkra-
húsi sem hann tengist.“ Einnig: S-
merkt lyf eru „Lyf sem eingöngu á að
nota á eða í tengslum við sjúkrahús/
sjúkrastofnun.“ Og: „Flutningur á
fjármagni mun eiga sér stað frá TR til
Landsspítala vegna S-merktra lyfja.“
Víða þætti aðferðafræðin við að
móta og innleiða þessar reglur frem-
ur gamaldags enda í kansellístíl
stjórnarhátta fyrri alda. Ekki var haft
samráð við samtök þeirra sem við
eiga að búa, ekki við þá lækna sem
verið er að setja undir fjárhagslega
ábyrgð án þess að hafa minnstu áhrif
á kostnaðarorsakir, tekjuflæði eða
möguleika til að standa undir útgjöld-
um. Eftir að fram komu efaraddir og
athugasemdir vegna afleiðinga þeirra
og áhrifa á sjúklinga, lækna og lyfsala
hefur verið hafnað viðræðum og fund-
um með þeim sem sýndu af sér þá ós-
vinnu að mögla.
Hvaða fólk á að setja í bönd?
Það er venjulegt fólk sem fær
krabbamein, fólk sem stundar ýmis
störf, býr víðs vegar um landið og á
þar fjölskyldur sínar. Mér sýnist nú
sé því gert að fá lyfjameðferð sína ein-
ungis fyrir tilstilli Landsspítalans.
Þessi ráðstöfun vekur alvarlegar
spurningar um afleiðingar og áhrif á
þá krabbameinssjúku sem búa ann-
ars staðar á landinu. Eiga íbúar á
Suðurnesjum, Suðurlandi, Vest-
mannaeyjum, Austurlandi, Vestur-
landi og stærstum hluta Norðurlands
að flytja fái þeir krabbamein eða
kosta fjarlægðir þá ekkert í fé eða
tíma? Hvað verður um fjármagnið
sem á að flytja til Landsspítalans,
verður það sérstaklega tilgreind fjár-
veiting eða hverfur hún í hítina al-
ræmdu (sem merkir að fjármagnið
hafi verið notað til annars)? Hver er
munurinn á sérfræðingum Lands-
spítalans og annarra sjúkrastofnana?
Hvers vegna á núna að hverfa frá því
að TR kaupi sjúkraþjónustu og lyf
fyrir sjúkratryggða einstaklinga
burtséð frá búsetu? Er þessi ráðstöf-
un í samræmi við lög um almanna-
tryggingar? Hver er munurinn á
krabbameinssjúklingum og sjúkdóm-
um þeirra og öðrum? Hafa iðgjöldin
ekki verið greidd af störfum krabba-
meinssjúkra?
Með þessum ráðstöfunum er sjúk-
lingum mismunað um lyf og sjúkra-
þjónustu á grundvelli búsetu, og þá til
lítils nýleg löggjöf um réttindi sjúk-
linga. Læknum sem annast krabba-
meinssjúka er mismunað á grundvelli
starfsstöðvar og sama á við um lyf-
sala. Felld er niður hagræn skilvirkni
í ákvæðum laga og reglna um
greiðslur almannatrygginga í lyfja-
kostnaði. Viðkomandi læknar verða
ábyrgir fyrir því hvaða sjúklingar fá
lyf og hverjir ekki, en ráða engu um
hvaða verkefni þeir taka að sér og
hafa engin áhrif á fjárhagsleg úrræði.
Það samhengisleysi ábyrgðar og
ákvörðunarvalds er óboðlegt í mann-
legu samfélagi. Það eina sem þessi
ráðstöfun tryggir er meira pappírs-
flóð.
Hert á
miðstýringu
Árni Ragnar
Árnason
Lyf
Sjúklingum, segir Árni
Ragnar Árnason, er
mismunað um lyf og
sjúkraþjónustu á grund-
velli búsetu.
Höfundur er alþingismaður.
VAFALAUST mun þriðjudagur-
inn 23. janúar árið 2001 verða tal-
inn ömurlegasti dagurinn í sögu ís-
lenzka lýðveldisins fram til þessa.
Dagurinn, þegar hrokagikkir fram-
kvæmdavaldsins óðu á
skítugum skónum yfir
dómsvaldið, og unnu
því skaðvænlegt tjón.
Raunar má segja að
þeir hafi einnig sett
óafmáanlegan blett á
forsetadæmi Alþingis.
Morgunblaðið segir
í leiðara sl. sunnudag,
að enginn dragi í efa
rétt forseta Alþingis
til að senda forseta
Hæstaréttar umrætt
bréf, né heldur rétt
forseta Hæstaréttar
til að svara slíku bréfi.
Það gerir svo sann-
arlega sá, sem hér
heldur á penna. For-
seti Alþingis hefir engan rétt til
þess að fórna virðingu Alþingis
með málatilbúnaði á borð við þann
sem fólst í erindi hans til Hæsta-
réttar. Honum hefir verið fullljóst
hvaða leik ríkisstjórnarmenn voru
að leika. Hann er forseti alls Al-
þingis, en ekki handbendi stjórn-
armeirihlutans. Hann var til þess
kvaddur á vettvang að framkvæma
hulduverk forsætisráðherra og
skósveina hans, enda lét hann
varaforsetana sverja sér eiða að
ljóstra ekki upp um gerninginn
fyrr en fullframinn væri.
Forseti Hæstaréttar lét draga
æðsta rétt þjóðarinnar niður í póli-
tíska forarvilpu stjórnarherranna
með svarbréfi sínu. Til þess hafði
hann engan rétt, hvorki einn né
með meirihluta réttarins að baki
sér og eigi að heldur þótt allir átta
dómarar Hæstaréttar hefðu gengið
undir jarðarmenið með honum. Það
blasir við þeim sem sjá vilja, að allt
er málið soðið saman í eldhúsi
Sjálfstæðisflokksins, og er þá svo
komið að forseti æðsta réttar þjóð-
arinnar telur í sínum verkahring að
annast þjónustustörf í þeim her-
búðum. Það hlýtur að vera lág-
markskrafa að sá maður segi af sér
dómarastörfum þegar í stað, enda
getur hann þá helgað sig hinum
verkunum óáreittur.
Raunar sýnist nauð-
synlegt að allir dóm-
ararnir, sem sam-
þykktu pólitísku
afskiptin, segi af sér,
svo dómstóllinn eigi
auðveldara með að ná
vopnum sínum á nýj-
an leik.
Framhaldssaga
málsins sýnir forherð-
ingu klíkuveldis-
manna. Helzti ráða-
bruggsmaðurinn, Jón
Steinar, háyfirdómari,
fer með slúður um
einn af dómurum
Hæstaréttar, sem
ekki var tilbúinn að
samþykkja svarið til forseta Al-
þingis og hafði auk þess leyft sér
að dæma öryrkjum í vil.
Og forsætisráðherrann bætti um
betur hjá Agli Helgasyni og tuttl-
aði við æru dómaranna. Er nú öll-
um brögðum beitt til að reyna að
komast úr niðurlægjandi sviðsljósi
– og beina því að öðrum. Minnir
þetta að sínu leyti á kennara við
Lærða skólann, sem batt skærlitan
klút um hattinn sinn til að beina
athygli frá forugum fótum.
Tjónið, sem Hæstarétti hefir
verið unnið, er ef til vill óbæt-
anlegt. A.m.k. mun rétturinn ekki
bíða þess bætur um langa hríð.
Hitt er og grafalvarlegt mál, ef
æðstu menn framkvæmdavaldsins
eru orðnir svo óvandir að með-
ulum, sem þessi dæmi sanna. Svo
er að sjá sem mönnunum sé ekki
með öllu sjálfrátt. Þeir sem ráða
þurfa að þola mótbyr einnig, án
þess að missa stjórn á sér en beita
þess í stað óyndisúrræðum og
hefna þess í héraði, sem hallaðist á
Alþingi. Að biðja Hæstarétt um að-
stoð í pólitískri úlfakreppu er frá-
leitasta uppátæki, sem um getur í
íslenzkri stjórnmálasögu fyrr og
síðar.
Á hinn bóginn má svo sem segja
að lýðræðisþjóð sitji uppi með þá
ríkisstjórn sem hún á skilið, enda
stjórnarumboðið frá þjóðinni runn-
ið. Íslenzki kjósandinn hefir
löngum þótt svifaseinn til breyt-
inga, en nú hafa ríkisstjórnarflokk-
arnir framið þau afglöp að ólíklega
þarf um að binda.
Afglöp
Sverrir
Hermannsson
Bréfaskriftir
Er nú öllum brögðum
beitt, segir Sverrir
Hermannsson, til að
reyna að komast úr nið-
urlægjandi sviðsljósi –
og beina því að öðrum.
Höfundur er alþingismaður og
formaður Frjálslynda flokksins.
ÁBYRGIR bifreiða-
eigendur láta fylgjast
reglulega með smurolí-
unni á bifreið sinni,
fara með hana í
smurningu á réttum
tíma og skrá í þar til
gerða bók. Í bókinni er
ástand bifreiðar skráð
til að eftirlit verði sem
nákvæmast. Eftir því
sem bifreiðin er verð-
mætari þeim mun
ábyrgari er eigandinn
hvað varðar viðhald og
eftirlit. Atvinnubif-
reiðastjórar eru sér-
staklega ábyrgir. Þeir
fara ekki einungis með
bílinn í smurningu á réttum tíma,
heldur bóna þeir hann reglulega svo
hann ryðgi ekki, tékka á rúðupiss-
inu, skipta um tímareim, bremsuk-
lossa og fleira. Skiljanlega, þetta er
atvinnutæki sem ekki má fara illa
með. Þegar bifreiðin er farin að gefa
sig þá er endurnýjað og nýr bíll
keyptur. Sá bíll verður undir ná-
kvæmara eftirliti og viðhaldi. Súper-
gæðaolía, 97 oktan bensín eða hvað
þetta nú heitir. Mengað, óhreint
eldsneyti kemur ekki
til greina. Aðeins það
besta er nógu gott fyr-
ir bílinn.
Svo er það annað
„tæki“ sem allir eiga,
hvort sem þeim líkar
betur eða verr. Það
sem meira er þá er
ekki hægt að skipta og
fá sér nýtt þegar það
er farið að gefa sig.
Eigandinn situr uppi
með það alla ævi. Sum-
ir fá upphaflega rosa-
lega fínt, fullkomið og
gott „tæki“, aðrir ekki
eins fullkomið. En það
er svo merkilegt með
þetta „tæki“ að þótt eigandinn fái
bara eitt tækifæri og bara þetta
eina „tæki“ þá eru margir sem
hugsa ekki vel um það hvað varðar
viðhald og eftirlit.
Þetta „tæki“ er líkaminn okkar.
Skyldum við vera jafn ábyrg og nat-
in við okkar eigin líkama eins og bíl-
inn okkar? Þennan líkama fengum
við í vöggugjöf og var okkur falið að
eiga hann og passa allt okkar líf.
Hvernig er með eftirlitið? Hvern-
ig hugsum við um hann? Hvað lát-
um við ofan í okkur, er það ómengað
og hreint? Það er vinna að hugsa vel
um eigin líkama. Framkvæmdin
þarf ekki að vera flókin.
Eftirfarandi atriði skipta máli
hvað varðar „viðhald“ og „eftirlit“. Í
fyrsta lagi: Hugsum um hvað við
látum ofan í okkur. Við þurfum að
forðast meira en sýkt nautakjöt.
Fólk lætur ofan í sig alls konar rusl-
fæði. Aukum neyslu grænmetis og
ávaxta. Drögum úr kaffidrykkju og
nofærum okkur hreina vatnið sem
við eigum. Höldum okkur sem næst
kjörþyngd. Offita og fylgikvillar
hennar eru að verða eitt af stærstu
heilbrigðisvandamálum Vestur-
landabúa.
Í öðru lagi: Reykleysi er það mik-
ilvægasta sem hver og einn gerir
fyrir sína heilsu. Gerum allt sem í
okkar valdi stendur til að koma í
veg fyrir að börnin okkar byrji að
reykja. Verum þeim góð fyrirmynd
og sleppum reykingum.
Í þriðja lagi: Hreyfum okkur
reglulega! Gangið stigana, sleppið
lyftunni, gangið út í búð, hendið
fjarstýringunni á sjónvarpinu og
standið upp úr sófanum! Hreyfing í
samtals 30 mínútur daglega skiptir
máli.
Í fjórða lagi: Eftirlit. Mælt er
með að fólk eftir fertugt láti fylgjast
með blóðþrýstingi, blóðfitu og blóð-
sykri. Ef þessir þættir mælast inn-
an eðlilegra marka er gott að vita af
því. Öllu mikilvægara er að vita af
því ef blóðþrýstingur, blóðfita eða
blóðsykur mælast hækkuð. Þá er
hægt að grípa inn í með viðeigandi
aðgerðum eins og breyttu líferni og
stundum lyfjameðferð, áður en
þessir þættir ná því að valda óaft-
urkræfum skaða.
Hugsum jafnvel um ,,tækið“ okk-
ar eins og það væri nýjasta árgerðin
af Mercedes Benz.
Er smurolían í lagi?
Ástrós
Sverrisdóttir
Hjartavernd
Hugsum jafnvel um
,,tækið“ okkar, segir
Ástrós Sverrisdóttir,
eins og það væri
nýjasta árgerðin af
Mercedes Benz.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur,
fræðslufulltrúi Hjartaverndar.
G
læ
si
le
ga
r
gj
af
av
ör
ur
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14
Ávaxtapressa
kr. 4.600