Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN MARGIR eru þeir, sem fylgst hafa náið með þjóðkunnum fyr- irætlunum forsvars- manna Svínavatns- hrepps í Austur-Húna- vatnssýslu um að reisa við fyrsta tækifæri stórhýsi – svonefnda Svínvetningabúð – inni á miðhálendi Íslands, nánar tiltekið á Hvera- völlum. Einu gildir þá, að mati hreppsstjórn- enda, þótt Hæstiréttur hafi staðfest með eft- irminnilegum hætti, að sveitarfélagið eigi hvorki Auðkúluheiði né Hveravelli. Misvitur löggjafinn hefur hins vegar mælt fyrir um, að hreppurinn hafi engu að síður skipulagsvald inni á reginöræfum og í skjóli þeirra umdeildu laga vilja ráðamenn þessarar fámennu byggðar nú reisa mikil mannvirki (sem vegna stærðar virðast fremur munu hæfa þursum en mönnum) handa hreppnum sjálfum á hinum fornu slóðum Fjalla-Eyvindar og um leið ryðja burt litlum en vinsæl- um skálum Ferðafélags Íslands, sem þar hafa lengi staðið öllum góðum gestum (þar á meðal Svín- vetningum) til nota. Allar eru þessar hug- myndir Svínvetninga að sjálfsögðu í opinni andstöðu við yfirlýst álit og stefnu stjórn- valda ferðamála og náttúruverndarmála og jafnframt félaga- samtaka, sem láta sig varða útiveru og nátt- úruvernd, sem og fjölmargra einstak- linga, er beita sér fyrir umbótum í um- hverfismálum. Er þetta reyndar kunn- ara en frá þurfi að segja og jafnframt það andóf, byggt á fullum rökum, er skipulagshugmyndir hrepps- stjórnenda hafa mætt á formlegum vettvangi, því að æðri skipulags- yfirvöld hafa hvað eftir annað vísað klúðurslegum tillögum þeirra heim til föðurhúsanna í kjölfar rétt- mætra kvartana. Óþarfi ætti að vera að fjalla hér um þau hrapallegu umhverfis- spjöll, sem af þessum klúru stór- framkvæmdum munu hljótast, svo mjög hafa þau verið til umræðu manna á meðal um langan tíma meðan beðið hefur verið eftir „stóradómi“ í þessu dapurlega skipulagsmáli. Nú hillir hins vegar undir þann langþráða árangur Svínvetninga, að tillögur þeirra að skipulagi á Hveravöllum hljóti, að loknu marg- víslegu kæruferli, endanlegt sam- þykki þar til bærra yfirvalda, er starfa á landsvísu, enda verður vart lengur varist ofurvaldi hinna stórgölluðu laga, sem skiptu há- lendinu upp í tugi furðulegra skækla, hvað skipulagsstarf varð- ar. Virðist þá blasa við, að nú muni stjórnarherrar í hreppnum senn láta kné fylgja kviði og hefja stór- framkvæmdir sínar í hjarta öræf- anna eftir að hafa áður rifið hina látlausu ferðamannaskála, sem þar eru fyrir. Vart ætti að skorta fé til framkvæmdanna, því að svokallað- ar „Blöndubætur“, sem lengi hafa legið lítt notaðar á sparisjóðsbók- um, verða nú loksins nýttar sem byggingarfé. Fari svo sem nú horf- ir hafa umhverfisverndarmenn, um allt land, beðið nokkurn ósigur í baráttu sinni við meingerðarmenn gegn lítt snortinni náttúru hálend- isins, því að þar með hefur bersýni- lega einnig verið opnuð leið fyrir jarðvöðla, sem spilla vilja öðrum öræfasvæðum í hinum og þessum tilgangi, án þess að mannvit eða Auðkúlufjandinn Páll Sigurðsson ÞEGAR gestir koma til Reykjavíkur reka þeir fljótlega augun í dimmt og drungalegt hús, Náttúru- vísindahúsið, sem stendur hálfkarað í boga utan um hið fagra og stílhreina Norræna hús Alvars Aal- tos í Vatnsmýrinni. Ástæðan fyrir því að Nátt- úruvísindahúsinu er ólokið er að nær allt fjármagn sem Háskóli Íslands hefur til húsbygginga kemur frá Happdrætti Háskólans. Það mun vera einsdæmi í heiminum. Erlendir há- skólar fá stundum aukafé úr happdrættum, en yfir- leitt kemur fjármagn til húsbygginga háskóla beint frá ríkinu, og auk þess eru byggingarnar styrktar með gjöf- um frá fyrirtækjum og einkaaðilum. Í Kaliforníu, þar sem ég þekki best til mála, er byggingarféð lagt í sjóð og síðan hafist handa við bygginguna þegar allar framkvæmdir hafa verið rækilega undirbúnar. Eins og nærri má geta eru húsbyggingar við Kali- forníuháskóla óstöðvandi eftir að þær hefjast. Byggingarnar eru tilbúnar á réttum tíma og þær þurfa aldrei að standa, hálfkláraðar, opnar fyrir veðri og vindum, eða ónotaðar eins og Náttúruvísindahúsið í Vatnsmýrinni. En af hverju er mikilvægt að ljúka Náttúruvísindahúsinu tímanlega? Nú á dögum á mesta verðmætasköpunin sér yfirleitt stað í hátækniiðnaði. En hátækniiðnaður verður ekki til á einni nóttu. Þróun og undirbúningur hans krefst áratuga grunnrannsókna sem eiga sér stað innan háskóla. Nýja tækni er aðeins hægt að byggja á víð- um þekkingargrunni sem verður til í óheftum grunnrannsóknum í háskól- um. Einnig sjá háskólarnir um að mennta nægjanlegan fjölda fólks í þessum grunnrannsóknum til þess að skortur á menntuðu vinnuafli standi ekki nýjum hátæknifyrirtækjum fyr- ir þrifum. Öflugur hátækniiðnaður skapar síðan verðmæti, sem nýtast samfélaginu í heild. Hátæknifyrir- tækin greiða starfsmönnum sínum góð laun og fjárfesta í auknum vexti fyrirtækisins eða í nýjum fyrirtækj- um á svipuðu sviði. Endanlega hagn- ast samfélagið og aðrir launþegar á þessu, vegna aukinna skatta sem fyr- irtækin og starfsmenn þeirra greiða. Gott dæmi um efna- hagsleg áhrif há- tækninnar er hug- búnaðariðnaðurinn í Bandaríkjunum. Nú um aldamótin var vöxtur fyrir- tækja í Bandaríkjun- um sem tengdist þró- un netsins svo mikill að hann stóð að stórum hluta undir hagvextinum í Bandaríkjunum. Ef hátækniiðnaður nær að vaxa á Íslandi þá mun hann hafa miklu meiri áhrif á lífskjör- in en framfarir í fisk- iðnaði, við vatnsvirkjanir og í stóriðju. Framleiðslan er einfaldlega miklu verðmætari, störfin mörgum sinnum fleiri og launin hærri. En það skiptir höfuðmáli að ráðamenn hafi framsýni til að leggja grunninn að rannsóknum og skapa iðnaðinum rétt vaxtarskil- yrði. Ráðamenn í Kaliforníu eru allir sammála um eflingu Kaliforníuhá- skóla hvar í flokki sem þeir standa. Íbúar ríkisins og ráðamenn eru sér mjög meðvitandi um að grunnrann- sóknirnar í háskólunum lögðu grunn- inn að hugbúnaðar-, smára- og líf- tækniðnaðinum, sem velmegun ríkisins byggist á. Þessi tækni hefur líka nýst skemmtiiðnaðinum í Holly- wood. Það er tekjuafgangur í ríkisbú- skapnum í Kaliforníu og nú ætlar stjórn Kaliforníu að leggja stórfé í grunnrannsóknir í nanótækni sem sameinar ofangreindar iðngreinar. Allar líkur benda til þess að líf- tækniiðnaðurinn á Íslandi geti vaxið á svipaðan hátt og hugbúnaðariðnaður- inn í Bandaríkjunum, á næstu tveim áratugum. Íslendingar eru að mörgu leyti vel undir það búnir að þróa öfl- uga líftækni en þá skortir meiri grunnrannsóknir og meira menntað vinnuafl. Það þarf því að efla grunn- rannsóknirnar og stórauka fjölda menntaðs fólks, en það gerist ekki fyrr en byggingu Náttúruvísinda- hússins í Vatnsmýrinni er lokið og það getur hafið starfsemi sína af full- um krafti. Hver dagur sem það stend- ur ófullbúið er dagur glataðra tæki- færa og glataðra tekna. Það er núna tekjuafgangur í rík- isbúskapnum á Íslandi alveg eins og ríkisbúskapnum í Kaliforníu. Ríkis- stjórn Íslands mundi gera framtíð þjóðarinnar mikinn greiða ef hún verði hluta af tekjuafganginum til þess að hjálpa háskólanum til þess að ljúka Náttúruvísindahúsinu í Vatns- mýrinni. Ég skora því á ríkisstjórn Íslands og borgaryfirvöld í Reykjavík að veita byggingu Náttúruvísinda- hússins algjöran forgang og vekja það til lífsins. Ef allt fer að óskum mun Náttúru- vísindahúsið ekki aðeins nýtast líf- tækniiðnaði á Íslandi, heldur líka líf- tækni í Kaliforníu sem væntanlega skilar sér aftur til Íslands. Nýlega undirrituðu Henry Yang, kanslari Kaliforníuháskóla í Santa Barbara, og Páll Skúlason, rektor Háskóla Ís- lands, samstarfssamning milli há- skólanna. Samningurinn hljóðar upp á að nemendur og kennarar skólanna geti farið á milli þeirra og stundað nám og rannsóknir sem eru að fullu viðurkenndar af skólunum báðum. Til dæmis geta nemendur við Háskóla Íslands farið til Kaliforníu, tekið þar námskeið sem ekki eru boðin við Há- skóla Íslands og fengið þau viður- kennd til þess að útskrifast frá Há- skóla Íslands. Svipað á við um kaliforníska nemendur sem geta komið til Íslands og tekið námskeið sem ekki er boðið upp á í Kaliforníu. Kalifornískir nemendur hafa sýnt sérstakan áhuga á jarðfræði og líf- fræði Íslands, en þessar greinar á einmitt að kenna í Náttúruvísinda- húsinu. Náttúruvísindahúsið í Vatnsmýrinni Björn Birnir Höfundur er prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla í Santa Barbara og stjórnandi rannsóknar- stöðvar í ólínulegum vísindum. Háskólinn Ég skora á ríkisstjórn Íslands og borgar- yfirvöld í Reykjavík, segir Björn Birnir, að veita byggingu Náttúruvísindahússins algjöran forgang. 46 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.