Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 47 prúðmennska þurfi þar endilega að koma við sögu. Sannarlega eru Hveravellir ekki einir í húfi, sé til lengri tíma litið, enda þótt vanda- málið birtist nú einkar skýrlega þar. Utan marka Svínavatnshrepps er almennt sammæli meðal manna um það, að hvað sem öðru líður muni óhjákvæmilega frá upphafi verða mikið fjárhagslegt tap á stórþjónustunni í Svínvetningabúð, og liggja til þess óhrekjanleg rök. Í því sambandi er rétt að minna á þá staðreynd, að enn hefur Svínvetn- ingum ekki tekist að fá neinn rekstraraðila á landi hér til að deila með þeim fyrsta gjaldþroti hinnar tröllslegu öræfasjoppu, þótt eftir því hafi vissulega verið leitað. Þessar drungalegu og jafnframt háskalegu hugmyndir um bygg- ingu Svínvetningabúðar á Hvera- völlum má, að því er best verður séð, rekja til svo furðulegra og áberandi, en um leið afmarkaðra, truflana á dómgreind og skertrar ályktunarhæfni þeirra, sem með völdin fara í þessu fámenna en volduga sveitarfélagi – þar sem svo margt ágætismanna og jafnvel af- reksmanna hefur búið fyrr og síðar – að kalla hlýtur á sérstaka leit að skýringu. Hefur þá m.a. komið fram sú kenning, sem sumir telja sennilegasta, að hér sé um að ræða eins konar reimleika í sálarlífi ráðamannanna, sem lengst af hafa að öðru leyti verið kunnir af góðum gáfum, drengskap, ráðvendni og siðprýði, og að rammur og andfúll draugur (fremur en loftandi) hafi, a.m.k. um stundar sakir, læst kjúk- um sínum af fítonsafli og með hrottagalsa um þá anga vitsmuna- lífs þeirra, sem helst ættu að tengj- ast umhverfismálum. Og hver er þá þessi afvegaleidda eilífðarvera, er ókyrrðinni og skaðanum veldur? – kynnu sumir að spyrja. Því verður ekki svarað með neinum vísinda- legum rökum, miðað við núverandi stig þekkingar á yfirskilvitlegum fyrirbærum, en böndin berast þó óneitanlega að hinum svokallaða „Auðkúlufjanda“, sem fyrir nokkr- um misserum olli stórtjóni á sam- nefndum bæ (fornfrægum kirkju- stað) þar í sveit. Þá meiddi fjandi sá og aflífaði fjölmarga sundmerði, sem aldir voru þar á bænum, með hroðalegum hætti og af fullkomnu virðingarleysi við dýraverndunar- löggjöfina. Er það mál enn mörg- um í fersku minni úr líflegri fjöl- miðlaumfjöllun á þeim tíma. Svo má virðast, þó að leitt sé til frá- sagnar, að ekki hafi tekist að kveða fjanda þennan niður, þótt ýmissa ráða muni hafa verið leitað, og er ástæða til að ætla að hann flökti enn um byggðina og valdi usla þar sem síst skyldi – þ.e. í sálarlífi hreppsstjórnenda. Skal hér, úr því sem komið er, fremur mælt með mildum fyrirbænum til lækningar heldur en harðorðum særingum, ef takast mætti að beina vominum á vegi ljóssins með mætti bænarinn- ar. Dugi það ekki er hins vegar hætt við því, að þegar á næsta sumri verði framin mikil umhverf- isspjöll á Hveravöllum, sem vel er hugsanlegt að rekja megi til þeirra firna, sem hér voru nefnd. Enn leyfa umhverfisverndarmenn sér þó að vona, að handhafar ríkisvalds – sem æðstu verðir lands í al- mannaeign – veiti þrátt fyrir allt ekki byggingarleyfi af hálfu land- eiganda til þessara framkvæmda á Hveravöllum, enda þótt svæðið hafi nú verið skipulagt. Fari hins vegar svo, að Svínvetningabúð hin mikla rísi þar senn, verður hún í sumra augum ekki einvörðungu minningarmark um heiti hrepps- félags, er brátt mun hverfa af landabréfinu við löngu tímabæra sameiningu sveitarfélaga, heldur einnig – og ekki síður – minnis- merki um sjálfan Auðkúlufjand- ann. Umhverfismál Nú hillir undir þann langþráða árangur Svínvetninga, segir Páll Sigurðsson, að tillögur þeirra að skipulagi á Hveravöllum hljóti end- anlegt samþykki. Höfundur er prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands. Bæjarlind 6, sími 554 6300 www.mira.is ÚTSÖLUNNI FER AÐ LJÚKA ENN MEIRI AFSLÁTTUR Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16, sunnudaga kl. 13-16 ® AB-SHAPER T A K T U Á M E Ð AB-SHAPER er frábær magaþjálfi, gefur árangur fljótt. Styrkir kviðvöðvana. á ótrúlega stuttum tíma Kennslumyndband fylgir 13 æ fin gam öguleikar Fyrirferðarlítill K O R T E R POWER A. FOR EYES FYRSTA RETINOL KREMIÐ FYRIR AUGNSVÆÐIÐ MEÐ STÖÐUGRI DREIFINGU DREGUR ÚR HRUKKUM Á ÁHRIFARÍKAN HÁTT HÁMARKS VIRKNI OG ÞOLGÆÐI Eftir 4 vikur hefur greinilega dregið úr hrukkum og ójöfnum litarhætti. fimmtudag, föstudag og laugardag Laugavegi 23, s. 511 4533 föstudag og laugardag Boðið er upp á förðun í Hygea Kringlunni í dag. Hægt er að panta tíma. HELENA RUBINSTEIN Veglegir kaupaukar Kringlunni, s. 533 4533
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.